Alþýðublaðið - 04.12.1990, Síða 1
ÞRIÐJUDAGUR
4. DESEMBER 1990
PRESTURINN í
FYRSTA SÆTI: Gunn-
laugur Stefánsson, sóknar-
prestur í Breiðdal, mun
skipa efsta sæti á framboðs-
lista Alþýðuflokksins við
komandi kosningar. Þetta
var samþykkt á kjördæmis-
þingi Alþýðuflokksins á
fullveldisdaginn. Stefán
Benediktsson, fyrrverandi
þingmaður, mun skipa
heiðurssætið, en listinn lítur endanlega út þannig:
1. Gunnlaugur Stefánsson sóknarprestur, Breiðdal. 2.
Hermann Níelsson íþróttakennari, Egilsstöðum. 3. Magn-
hildur Gísladóttir húsmóðir, Hornafirði. 4. Magnús Guð-
mundsson skrifstofumaður, Seyðisfirði. 5. Ásbjörn Guð-
jónsson bifvélavirki, Eskifirði. 6. Björn Björnsson bóndi,
Norðfirði. 7. Katrín Ásgeirsdóttir bóndi, Jökuldal. 8. Ari
Hallgrímsson vélgæslumaður, Vopnafirði. 9. Sigfús Guð-
laugsson rafveitustjóri, Reyðarfirði. 10. Stefán Benedikts-
son þjóðgarðsvörður, Skaftafelli.
ÁRNI LEIÐIR LIST-
ANN: Árni Gunnarsson,
þingmaður mun leiða fram-
boðslista Alþýðuflokksins í
Suðurlandskjördæmi í
kosningum að vori. Þor-
björn Pálsson aðalbókari í
Vestmannaeyjum, verður í
öðru sæti. Þetta var niður-
staða kjördæmisráðs eftir
fund á Selfossi á laugardag.
Greidd voru atkvæði um
skipan efsta sætis og hlaut
Árni 14 en Þorbjörn 12 at-
kvæði. Ekki hefur verið
tekin ákvörðun um frekari röðun á listann en því var hafn-
að að viðhafa prófkjör um efsta sætið. Samkvæmt lögum
Alþýðuflokksins á kjördæmisráð að raða á framboðslista
að loknu prófkjöri.
20
dagfar
til jóla
HVERS ÓSKAR ÞÚ ÞÉR i JÓLAGJÖF?
Guðmundur G. Þórarinsson alþingismaður:
Ég óska þess að fá ánægjulega og hátíðlega stund
með börnunum mínum, en ef ég ætti töfrastaf,
myndi ég óska öllum þeim gleði sem eru sjúkir,
sorgmæddir eða einmana á þessari hátíð ljóssins.
LEIÐARINN Í DAG
Leiðarar Alþýðublaðsins eru tveir í dag og fjalla báðir
um sögulega samþykkt þingsflokks Sjálfstæðis-
flokksins gegn þjóðarsáttinni. Blaðið er þeirrar skoð-
unar að samþykktin sé enn eitt klúðrið í hrakfalla-
sögu Sjálfstæðisflokksins á undanförnum árum.
SJA LEIÐARA Á BLS. 4: HJÖRLEIFUR BRAUT KÓL-
UMBUSAREGGIÐ og KLÚÐUR Á KLÚÐUR OFAN.
Kann Davíö á
landsmálin?
Jólaglögg í
kirkjunni
Fyrstu (ál)spor Davíðs Odds-
sonar hafa ekki verið gæfu-
spor, segir Tryggvi Harðarson í
fréttaskýringu.
Boðið verður upp á jóla-
glögg og piparkökur og kaffi í
Neskirkju á laugardaginn kl.
3—5.
Röng stefna —
of hátt verð
I„Neytendasamtökin segja
ranga landbúnaðarstefnu leiða
til of hás verðs og krefjast af-
náms núverandi stefnu.
Jm
Hjörleifur Guttormsson:
Tók kaleikinn
fra Þorsteini
Þingfundi var frestað í
sameinuðu þingi klukk-
an 13 í gær. Tuttugu mín-
útum síðar sté Hjörleifur
Guttormsson þingmaður
í pontu og tiikynnti að
hann myndi sitja hjá við
afgreiðslu bráðabirgða-
laganna. Þar með var
kaleikurinn tekinn frá
Davíð og Þorsteini og
ekkert verður af þing-
kosningum að sinni.
í gærmorgun tók forsæt-
isráðherra púls á sínu liði
og afstaða þremenning-
anna sem hafa lagst gegn
bráðabirgðalögnum virtist
óbreytt. Steingrímur kann-
aði ennfremur viðhorfin ut-
an garðs og fékk fremur
loðin svör frá sjálfstæðis-
mönnum. Eftir sigur Hjör-
leifs í forvali Alþýðubanda-
lagsins á Austurlandi um
helgina var fundinn veikur
hlekkur í andstöðuliði
bráðabirgðalaganna. Fram
eftir morgni var málið rætt
í þingliði Alþýðubandalags.
Um hádegisbil var allt á
huldu, en klukkan 12.50 í
gær tilkynnti Hjörleifur
þingflokknum ákvörðun
sína og hálftíma síðar var
hann kominn í ræðustól í
sameinuðu þingi. Hjörleif-
ur sagði að hann hefði
meðal annars byggt
ákvörðun sína á afstöðu
þingflokks sjálfstæðis-
manna og þeim hrossa-
kaupum sem voru í tafli.
Þingflokkur Sjálfstæðis-
flokks hefur átt í vök að
verjast að undanförnu. Allt
frá því að tillaga Davíðs var
samþykkt á þingflokks-
fundi í fyrri viku, hefur ekk-
ert lát verið á mótmælum
úr innsta hring Sjálfstæðis-
flokks sem og frá óbreytt-
um liðsmönnum. í gær tók
Hjörleifur af þeim ómakið.
Sjálfstæðismenn reyna þó
að halda dampi, því að í
dag munu Davíð og Þor-
steinn verða frummælend-
ur á fundi á Hótel Borg um
„nýja ríkisstjórn til þjóðar-
sáttar." Þar er ætlunin var
að kynna m.a. afstöðu sjálf-
stæðismanna til bráða-
birgðalaganna.
Bráðabirgðalögin koma
úr nefnd í dag og verða til
umræðu í neðri deild eftir
hádegi. Ef Hjörleifur hefði
ekki tilkynnt þessa ákvörð-
un sína í gær, hefði forsæt-
isráðherra að líkindum rof-
ið þing í dag og boðað til
kosninga.
Sjá nánar fréttir á síðu
3 og fréttaskýringu á
síðu 2.
Hjörleifur Guttormsson tilkynnir þingheimi í gær aö hann muni sitja hjá við atkvæðagreiðslu
bráðabirgðalaganna í neðri deild. Því verður ekkert af kosningum að sinni.
A-mynd: E.ÓI.
Áhafnir togara Síldarvinnslimnar Neskaupstad:
Neita að ganga til skips
Áhafnir tveggja togara
Síldarvinnslunnar hf. á
Neskaupstað neita að fara
á sjó meðan ekki semst um
aukið heimalöndunarálag.
Finnbogi Jónssson, fram-
kvæmdarstjóri Síldar-
vinnslunnar, segir þær
vera með kröfur sem ekki
sé hægt að ganga að.
Áhafnirnar vilja fá 28%
álag á fiskverð fyrir allan fisk
en nú skerðist álagið þegar
fiskur er fluttur út. Þær hafa
fengið sem samsvarar 28%
álagi fyrir þann fisk sem unn-
inn hefur verið í landi en að
undanförnu hefur mikið ver-
ið flutt út. Þar með hefur hlut-
ur áhafnar rýrnað.
Tveir af þrémur togurum
Síldarvinnslunnar eru nú í
landi og áhafnir þeirra neita
áhafnir þeirra að ganga til
skips fyrr en semst. Þriðji tog-
arinn, Birtingur, er í sinni síð-
ustu veiðiferð en hann er að
klára kvóta sinn. Það eru
áhafnir Bjarts og Barða sem
neita að fara á sjó.
Finnbogi sagðist vonast eft-
ir að samkomulag næðist
fljótlega, menn biðu þess að
fiskverð yrði ákveðið en það
er nú laust. Annar togarinn
sem í landi væri ætti eftir 14
sóknardaga af kvóta sínum til
áramóta. Hinn ætti lítið eftir
og það færi eftir fiskiríi
hversu langan tíma tæki að
klára hann. Veiði hefði verið
dræm undanfarið.
RITSTJÖRN <C 681866 — 83320 • FAX 82019 • ÁSKRIFT OG AUGLÝSINGAR r 681866