Alþýðublaðið - 04.12.1990, Blaðsíða 7
7
Þriðjudagur 4. desember 1990
m^m^mmm erlend fréttaskýring
Fyrrverandi utanríkisráöherrar, Haig og Kissinger, gagnrýna harölega til-
boö Bush Bandaríkjaforseta um beinar viörœöur viö Saddam Hussein:
PALESTÍNA DREGIN
INN í DEILUNA
Tilboð George Bush Bandarík|aforseti um beinar
viðræður við Saddam Hussein hefur gefið írökum
tækifæri til að tengja Persaflóadeiluna við Palestinu-
vandamólið. Það er tenging sem Bandarikin munu
eiga i miklum erfiðleikum að sneiða hjá.
Tveir af fyrri utanrikisráðherrum Bandarikjanna,
haukarnir Kissinger og Haig, eru ómyrkir imáli gagn-
vart hugmyndum Bush um beinar viðræður við íraka
og telja að þar með hafi Bandarikjaforseti misst mikil-
væg spil af hendi.
Fjölmargir háttsettir embættis-
merrn í stjórn Bush komu fram í
sjónvarpinu um helgina og gáfu
sömu skilaboðin: Að það boð
Bandaríkjaforseta til íraka að senda
James Baker utanríkisráðherra til
Baghdad og taka á móti Tareq Aziz
utanríkisráðherra íraks í Washing-
ton — mætti ekki túlka sem upphaf
samningsviðræðna eða að Banda-
ríkjaforseti væri að hörfa í Persaflóa-
deilunni.
Ekki samningar_______________
„Þetta eru ekki samningar. Þetta
er ekki breytt stefna Bandaríkja-
manna. Það verða vissulega við-
ræður — en ekki samningaviðræð-
ur sem ná út yfir ramma Sameinuðu
þjóðanna," sagði varaforsetinn Dan
Quayle.
Baker utanríkisráðherra sagði, að
einu skilaboðin sem Saddam Hus-
sein fengi í raun, væru þau að ekki
yrði ráðist á íraka ef þeir færu á
brott frá Kúvæt án skilyrða. írakar
réðust inn i Kúvæt 2. ágúst sl.
Hin alþjóðlega______________
samstaöa i hættu_____________
Þrátt fyrir yfirlýsingar embættis-
mannanna, er gagnrýnin á tilboð
Bush mikil. Fyrrverandi utanríkis-
ráðherrar, Henry Kissinger og Alex-
ander Haig, báðir repúblikanar,
hafa gagnrýnt tilboð Bushs. Útleik-
ur Bushs, segja þeir félagar, hefur
sleppt anda Palenstínu úr flöskunni
og gert lausnina staðbundnari
Bandaríkjunum en hentugt er.
„Þetta þýðir, að margir samherjar
okkar og bandamenn líta á þetta til-
boð sem samningaviðræður Banda-
ríkjanna og íraks og það ýtir undir
það að þeir sjálfir fara að semja sér-
staklega við Iraka. Og nú verður erf-
itt að halda hinni alþjóðlegu sam-
stöðu áfram," segir Henry Kissinger.
Adam Garfinkel, sérfræðingur í
málefnum Mið- Austurlanda, segir
að Bandaríkin gætu gengið í gildru
íraka þar sem viðræður myndu
Henry Kissinger, fyrrum utanríkisráð-
herra: „Eftir tilboð Bushs er hin al-
þjóðlega samstaða í hættu."
dragast á langinn án þess að skila
árangri.
„Um leið og þú ferð að ræða við
óvininn, breytist allt. Með því að
opna á samninga er stjórn Bush bú-
in að leggja alltof mikið í hendur ír-
aka.“ segir Garfinkel.
Hussein leikur á USA
eins og flautu___________________
Alexander Haig, fyrrum utanrík-
isráðherra, er enn ómyrkari í máli:
„Þessi náungi (Saddam) á eftir að
leika á Bandaríkin eins og flautu og
þetta er bara byrjunin," segir Haig.
„Þegar eru útlínur samninga farnar
að sjást — trygging fyrir því að við
munum ekki ráðast á hann ef hann
fer með herinn út úr Kúvæt, og jafn-
vel að opnað verði á umræður um
Palestínuvandamálið,'1 sagði Haig.
Viðræður Baghdad- forystunnar
og Bandaríkjanna munu hefjast að
öllum líkindum þ. 15. janúar nk. —
á sama tíma og samþykkt Samein-
uðu þjóðanna tekur gildi um að and-
stæðingar íraks geti beitt hervaldi.
Sendiherrar íraks í Washington og
Bush Bandaríkjaforseti: Tillaga hans um beinar viðræður við Iraka hafa verið
gagnrýnd harðlega heima fyrir. Nú óttast menn að Hussein muni draga mál-
efni Palestínu inn í Persaflóadeiluna og málefni Miö- Austurlanda almennt.
Alexander Haig, fyrrum utanríkisráð-
herra: „Saddam mun spila á Banda-
ríkin eins og flautu."
hjá Sameinuðu þjóðunum hafa um
helgina sagt það skýrum orðum, að
Saddam Hussein muni draga mál-
efni Palestínu inn í umræðurnar.
„Nú munu við semja við hvor
annan,” sagði Múhammed al-Mas-
hat, sendifulltrúi íraks í Washing-
ton. „Við munum ræða allar hliðar
Persaflóadeilunnar. Og við munum
ræða allar hliðar málefna Mið- Aust-
urlanda, því þessi mál fléttast öll
saman og við vonumst eftir friði á
öllu svæðinu,” sagði sendifulltrúinn.
Strið milli Ísraela
og Araba?
Bandaríkin standa nú frammi fyr-
ir erfiðu vali í Öryggisráði Samein-
uðu þjóðanna þar sem samþykkt
sem gagnrýnir stefnu ísraelsmanna
mun koma til atkvæðagreiðslu inn-
an fárra vikna.
Mun Washingtonstjórnin beita
neitunarvaldi og taka áhættuna á
því að vera styggja nýja arabíska
bandamenn, eða taka hina áhætt-
una; að láta samþykktina fara í gegn
og laska enn tengslin við ísrael?
Baker utanríkisráðherra hefur
alltaf lofað að leggja sig allan fram
við að leysa málefni Palestínu um
leið og Persaflóadeilan hefur verið
leyst. Nú er hins vegar spurt, hvort
Bush og Baker séu þegar farnir að
blanda þessum máium saman og
geti átt á hættu að Persaflóadeilan
fari æ meira að snúast um fyrirsján-
legt stríð milli ísraela og araba.
InaóUur Maraeirsson
skrífar
DAGSKRAIN
Sjónvarpið
17.40 Jóladagatal Sjónvarpsins
18.50 Einu sinni var... 18.15 Einu
sinni var strákur 18.45 Táknmáls-
fréttir 18.50 Fjölskyldulíf 19.20 Hver
á að ráða? 19.50 Jóladagatal Sjón-
varpssin 20.00 Fréttir og veður 20.35
ísland i Evrópu (3) 21.00 Campion (7)
21.55 Ljóðið mitt 22.15 Kastljós á
þriðjudegi 23.00 Ellefufréttir dag-
skrárlok.
Stöð 2
16.45 Nágrannar 17.30 Saga jóla-
sveinsins 17.50 Maja býfluga 18.15Á
dagskrá 18.30 Eðaltónar 19.19 19.19
20.15 Neyðarlínan 21.15 Ungir eld-
hugar 22.10 Hunter 23.05 I hnot-
skurn 23.35 Vertu sæl, ofurmamma
(Goodbye Supermom) 01.10 Dag-
skrárlok.
Rás I
06.45 Veðurfregnir. Bæn 07.00 Fréttir
07.03 Morgunþáttur Rásar 1 07.32
Segðu mér sögu 07.45 Listróf 08.00
Fréttir 08.30 Fréttayfirlit og Daglegt
mál 09.00 Fréttir 09.03 Laufskálinn
09.40 Laufskálasagan 10.00 Fréttir
10.03 Við leik og störf 11.00 Fréttir
11.03 Árdegistónar 11.53 Dagbókin
12.00 Fréttayfirlit á hádegi 12.01
Endurtekinn Morgunauki 12.20 Há-
degisfréttir 12.45 Veðurfregnir 12.48
Auðlindin 12.55 Dánarfregnir 13.05 í
dagsins önn 13.30 Hornsófinn 14.00
Fréttir 14.03 Útvarpssagan: Undir
fönn 14:30- Miðdegistónlist 15.00
Fréttir 15.03 Kíkt út um kýraugað
16.00 Fréttir 16.05 yöluskrín 16.15
Veðurfregnir 16.20 Á förnum vegi
16.40 Ég man þá tíð 17.00 Fréttir
17.03 Vita skaltu 17.30 Tónlist á síð-
degi 18.00 Fréttir 18.03 Hér og nú
18.18 Að utan 18.30 Auglýsingar
18.45 Veðurfregnir 19.00 Kvöldfréttir
19.35 Kviksjá 19.55 Daglegt mál
20.00 ítónleikasal 21.10 Stundarkorn
í dúr og moll 22.00 Fréttir 22.07 Að
utan 22.15 Veðurfregnir 22.20 Orð
kvöldsins 22.30 Leikrit mánaðarins:
Baldvin Halldórsson flytur einleikinn
„Frægðarljómi" 23.20 Djassþáttur
24.00 Fréttir 00.10 Miðnæturtónar
01.00 Veðurfregnir 01.10 Næturút-
varp á báðum rásum til morguns.
Rás 2
07.03 Morgunútvarpið 08.00 Morg-
unfréttir 09.03 Níufjögur 11.30 Þarfa-
þing 12.00 Fréttayfirlit og veður
12.20 Hádegisfréttir 12.45 Níu fjögur
14.10 Gettu betur! 16.03 Dagskrá
18.03 Þjóðarsálin 19.00 Kvöldfréttir
19.32 Gullskífan úr safni Led Zeppe-
lins 20.00 Lausa rásin 21.00 Á tón-
leikum með Los Lobos 22.07 Landið
og miðin 00.10 í háttinn 01.00 Næt-
urútvarp á báðum rásum til morg-
uns.
Bylgjan
07.00 Eirikur Jónsson 09.00 Fréttir
09.10 Páll Þorsteinsson 11.00 Valdís
Gunnarsdóttir 14.00 Snorri Sturlu-
son 17.15 ísland í dag 18.30 Hafþór
Freyr Sigmundsson 20.00 Þreifað á
þrítugum 22.00 Haraldur Gíslason
23.00 Kvöldsögur 02.00 Þráinn
Brjánsson.
Stjarnan
07.00 Dýragarðurinn 09.00 Bjarni
Haukur Þórsson 11.00 Geðdeildin
12.00 Sigurður Helgi Hlöðversson
14.00 Sigurður Ragnarsson 17.00
Björn Sigurðsson 20.00 Listapoppið
22.00 Jóhannes B. Skúlason 02.00
Næturvakt Stjörnunnar.
Aðalstöðin
07.00 Á besta aldri. Morgunandakt
09.00 Morgunverk Margrétar 09.15
Heiðar, heilsan og hamingjan 09.30
Húsmæðrahornið 10.00 Hvað gerðir
þú við peningana sem frúin í Ham-
borg gaf þér? 10.30 Mitt útlit — þitt
útlit 11.00 Spakmæli dagsins 11.30
Slétt og brugðið 12.00 Hádegisspjall
13.00 Strætin úti að aka 13.30 Glugg-
að í síðdegisblaðið 14.00 Brugðið á
leik í dagsins önn 14.30 Saga dags-
ins 15.00 Topparnir takast á 15.30
Efst á baugi vestanhafs 16.15 Heiðar,
heilsan og hamingjan 16.30 Mitt
hjartans mál 18.30 Smásögur 20.00
Sveitalif 22.00 Púlsinn tekinn 24.00
Næturtónar Aðalstöðvarinnar.