Alþýðublaðið - 04.12.1990, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 04.12.1990, Blaðsíða 3
Þriðjudagur 4. desember 1990 3 INNLENDAR FRETTIR FRÉTTIR Í HNOTSKURN JÓLAGLÖGG 0G LAUFABRAUÐSBAKSTUR í KIRKJUNNI: í samverustund milli 3 og 5 á laugardaginn ætla félagar í Nessókn að halda í heiðri þann gamla norð- lenska sið að skera út laufabrauð. Ingibjörg Þórarins- dóttir, skólastjóri Hússtjórnarskóla Reykjavíkur, leiðbein- ir og sér um steikingu. Kökurnar verða seldar við vægu verði. Jólalög verða leikin og Viggó Natanaelsson sýnir í fyrsta sinn kvikmynd frá innsetningu Ásgeirs Ásgeirs- sonar í forsetaembætti. Boðið verður upp á jólaglögg — óáfengt, piparkökur og kaffisopa. Þeir sem ætla að vera með í laufabrauðsgerðinni þurfa að láta kirkjuvörð vita í viðtalstíma milli 5 og 6. HÆKKUN Á BÓTUM ALMANNATRYGGINGA: Um mánaðamótin hækkuðu bætur almannatrygginga um sama hundraðshlutfaíll og laun almennt, þ.e. um 2,83% frá því sem var í nóvember. Þá kemur í desember tekjutrygg- ingarauki á tekjutrygginguna, heimilisuppbótina og sér- stöku heimilisuppbótina. Þessi tekjutryggingarauki er að- eins greiddur í desember og kemur á nóvemberbæturnar. Samskonar glaðningur kom reyndar í ágúst og október og var þá 15%. KVEIKT Á JÓLATRÉ í KRINGLUNNI: Það er orðið jólalegt í Kringlunni um þessar mundir, jólaskreytingar í göngugötum og búðum auk þess sem sett hefur verið upp verkstæði jólasveinanna. Á þessu verkstæði hamast jólasveinn og dvergar við að útbúa og pakka jólagjöfum. Á morgun kl. 17.30 verða ljósin tendruð á stóru jólatré, blá- greni úr Hallormsstaðaskógi, sem BYKO hefur gefið. Börn úr fimm ára bekk í ísaksskóla kveikja á trénu. Barnaspítala Hringsins verður afhentur nokkur sjóður, sem safnast hef- ur i gosbrunnum Kringlunnar á þessu ári. Skólakór Kárs- nesskóla syngur við athöfnina undir stjórn Þórunnar Björnsdóttur og félagar úr Sinfóníuhljómsveit æskunnar spila. VILJA GOLFVÖLL í F0SSV0GSDAL: Þróttmikill golfklúbbur er byr jaður að starfa í Kópavogi, Golfklúbbur Kópavogs. Klúbburinn heldur fyrsta aðalfund sinn í Fé- lagsheimili Kópavogs á sunnudag. Fjölmargir golfarar hafa gengið til liðs við félagið, 70 sóttu stofnfundinn í byrjun júlí sl. Brýnasta verkefni hins unga félags er að koma upp golf- velli, — og hann vilja menn fá í Fossvogsdal, í hjarta höfuð- borgarsvæðisins. Munu margir fagna því ef af verður, — menn báðumegin Fossvogsdals. Formaður GK er Þor- steinn Steingrímsson, rannsóknarlögreglumaður. JOLASVEINNINN, ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ 0G ÞJÓÐMINJASAFNIÐ: Samvinna hefur tekist milli Þjóðminjasafnsins og Þjóð- leikhússins um að skipu- leggja opinbera heimsókn jólasveinanna í Þjóðminja- safnið. Brynja Benedikts- dóttir leikstjóri annast .. . . ... móttöku jólasveinanna. . . an".as'mottoku Gunnar Bjarnason,..leik- lo'asvemanna. Þjoömm,asafm. myndahönnuður og Orn Jónsson leiksviðsstjóri verða líka í móttökunefndinni ásamt Margréti Matthíasdóttur, förðunar- og hárkollumeistara, og Iðunni Elíasdóttur, forstöðukonu saumastofu Þjóðleikhússins. Árni Björns- son þjóðháttafræðingur verður í fjarskiptasambandi við aðalstöðvar jólasveina og annast tæknilega aðstoð við málflutning jjeirra ásamt Brynju. Fyrsta uppákoman er 6. desember kl. 16. VANLÍÐAN í NÝJUM HÚSUM: Borið hefur á þvi undanfarin ár að fólk kvarti undan vanlíðan í nýjum hús- um. í mörgum tilvikum má rekja þessa vanlíðan til rangra byggingahátta. Um getur verið að ræða byggingarefni af ýmsum toga, loftræstikerfi, frágang einstakra bygginga- hluta og fleira. Þessu vandamáli er góður gaumur gefinn víða erlendis, — enda talið að nær þriðjungur nýrra skrif- stofubygginga sé haldinn húsasótt. Sótt þessi herjar einn- ig á íbúðarhús, skóla, barnaheimili, ráðhús og fleiri. Arki- tektafélag íslands og Endurmenntunarnefnd Háskólans gangast fyrir námsstefnu um húsasótt á laugardaginn kl. 9_16 í Odda, stofu 101. Félagið veitir nánari upplýsingar. Spenna á Alþingi: Hjörleifur tók Forvígismenn atvinnurekenda fór inn og út um dyr í Valhöll í gærmorgun og reyndu að sannfæra sjálfstæðismenn um rétt- mæti þjóðarsáttar. Enginn átti von á því að einn stjórnarþing- manna tæki kaieikinn frá þingflokki Sjálfstæðisflokksins. A-mynd: E.ÓI. Dramatíkin var mikil á hinu háa Alþingi um há- degisbil í gær. Þingfor- seti tilkynnti klukkan 13, þegar fundur átti að hefjast, að þingfundi yrði frestað í tuttugu mínútur. Klukkan 13.20 sté Hjörleifur Guttorms- son í pontu og tjáði þing- heimi að hann ætlaði að sitja hjá við afgreiðslu bráðabirgðalaganna. Hjörleifur hafði ákveðið sig hálftíma áður. Þar með var kaleikurinn tek- inn frá formanni Sjálf- stæðisflokks. Þorsteinn Pálsson missti af ræðu Hjörleifs, en Þor- steinn var kampakátur eftir að honum var tjáð hvað Hjörleifur hefði sagt í ræðu- stól. Andmæli við afstöðu þingflokks sjálfstæðis- „Niðurstaða mín er um- deilanleg, líka gagnvart mér,“ sagði Hjörleifur Guttormsson í gær, er hann gerði grein fyrir því hvers vegna hann hefði ákveðið að sitja hjá við af- greiðslu bráðabirgðalag- anna. Hjörleifur bjargaði stjórninni og sjálfstæðis- mönnum fyrir horn í gær. Hann segist hvorki hafa verið beittur þrýstingi af ráðherrum né þingmönn- um. Hjörleifur sagði að hann hefði talið óæskilget að kosið hefði verið um þjóðarsáttina eina sér. Það þyrfti að móta efnahagsstefnu til framtíðar og breikka þjóðarsáttina. Sér hefði virst undanfarna daga að hrossakaup væru í tafli en það þyrfti að ræða ýmis þjóð- þrifamál á þinginu. Nefndi hann sérstaklega álmálið og samninga íslands á vettvangi EFTA og EB. ,,I kosningum í vor mun verða kosið um álið og mál sem því tengjast," sagði Hjör- leifur. Sagði hann að ekki væri hægt að líta „almennt séð“ á Alþýðubandalagið sem stuðningsaðila í því máli. Margt væri óunnið, og þing- flokkurinn hefði almennan fyrirvara um alla þætti máls- ins. Sagðist Hjörleifur vera gáttaður á að „höfðingjarnir í Garðastræti og við Grensás- veg“ fjölluðu ekki meira um tengsl efnahagsmála og ál- málsins. Hann hefði varað við miklum fjárfestingum sem væru í aðsigi, en að mati flestra myndu þær setja hér verðbólgu á fullt. Með afstöðu sinni nú von- ast Hjörleifur til að skapist svigrúm til að ræða' við BHMR og ná samkomulagi. Hann sagðist hafa heitið á ráðherrana á fundi þing- flokks Alþýðubandalagsins í hádeginu í gær að þeir beittu sér innan ríkisstjórnarinnar manna hafa verið með ólík- indum. Forvígismenn at- vinnurekenda lögðust á talsmenn flokksins nætur sem daga til þess að fá þá ofan af því að greiða at- kvæði gegn bráðabirgða- lögunum. I gærmorgun gat forsætisráðherra ekki skilið að um stefnubreytingu hefði verið að ræða hjá sjálfstæðisþingmönnum. Því var allt á huldu fram eft- ir hvað myndi gerast. Ætl- aði forsætisráðherra að boða þingrof eða átti að láta reyna á hvort bráða- birgðalögin næðu í gegn? Niðurstaða prófkjörs Al- þýðubandalags í Austur- landskjördæmi virðist að hafa snúið Hjörleifi og hann ákveðið að styðja rík- isstjórnina. Því neitar hann að vísu og segist ekki hafa svo að leiða mætti það mál til sátta. Hann væri fullviss um að það væri ekki fullreynt. í gær bjargaði Hjörleifur ríkisstjórn úr vanda og létti fargi af sjálfstæðisþingmönn- um, sem áttu í höggi við eigið stuðningsfólk eftir niður- stöðu þingflokksins. Að- Þorsteinn Pálsson, for- maður Sjálfstæðisflokks- ins, missti af yfirlýsingu Hjörleifs Guttormssonar á Alþingi í gær. Hann hafði staðið í samingaviðræðum við forvígismenn atvinnu- rekenda í gærmorgun, sem reyndu árangurslaust að fá þingflokk Sjálfstæð- isflokks ofan af andstöðu við þjóðarsáttina. Þor- steinn hafði sýnilega ekki átt von á uppákomu stjórn- arliðsþingmanns á Al- þingi klukkan 13 í gær. „Eg harma að ekki verður kosið,“ sagði Þorsteinn í gær. Hann neitaði því að þungu fargi væri af sér létt eftir að ljóst var að ekki þyrfti að reyna á hvaða afstöðu þing- menn Sjálfstæðisflokks myndu taka við afgreiðslu bráðabirgðalaganna. En fargi væri létt af ríkisstjórninni, sem ekki hefði þorað í kosn- ingar og orðið að leggjast á sína menn. Ríkisstjórnin gert upp hug sinn fyrr en í hádeginu í gær og ekki til- kynnt þingflokki sínum þá afstöðu fyrr en klukkan 12.50 í gær — eða tíu mín- útum áður en hinn örlaga- spurður kvaðst Hjörleifur ekki geta sagt „út af fyrir sig" hvort hann yrði áfram í stjórnarandstöðu innan stjórnarliðs, en Hjörleifur hefur sem kunnugt er róið nokkuð einn á báti innan stjórnarliðs. hefði þar með viðurkennt að hún fór að ólögum. Þorsteinn sagðist ekki hafa heyrt í einum einasta manni sem hefði mælt bráðabirgða- lögunum bót og ekki væri vafi á hér hefði verið um gott kosningamál að ræða. Flokk- urinn hefði stuðning fólks í ríki þingfundur hófst. Alþýðublaðinu er hins vegar kunnugt um að í gær- morgun ræddu formaður Alþýðubandalagsins og Hjörleifur málin, og því er ekki að efa að niðurstaða í kjöri Alþýðubandalags um efsta sætið á Austurlandi hafi haft mikil áhrif, þar sem Hjörleifur bar sigurorð af helsta keppinaut sínum, Einari Sigurðssyni. Þegar Hjörleifur fór í pontu og til- kynnti þingheimi að hann hygðist sitja hjá við af- greiðslu bráðabirgðalag- anna létti þingmönnum. Á eftir Hjörleifi kom Stefán Valgeirsson. Þingforseti kynnti framburð hans sem „tilkynningu." En hún kom ekki. Stefán sagðist síðast hafa haft samband við rík- isstjórnina með póstfaxi fyrir einhverjum mánuðum og hann bæri engar skyld- ur lengur við ríkisstjórnina. landinu. Hægt væri að ná ár- angri með heiðarlegum vinnubrögðum. „Það er reynsla fyrir því að þar sem óheiðarlegum vinnubrögð- um er beitt næst aldrei árang- ur,“ sagði Þorsteinn Pálsson í gær. Þorsteinn Pálsson varð að fá fréttir af yfirlýsingu Hjörleifs i þing- inu frá Guðmundi G. Þórarinssyni, kollega sinum. A-mynd: E.ÓI. Niðurslaða min umdeilanleg Þorsteinn Pálsson: Harma að ekki verður kosið

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.