Alþýðublaðið - 04.12.1990, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 04.12.1990, Blaðsíða 2
2 Þriðjudagur 4. desember 1990 Evert Taube- tónleikar í Norræna húsinu Aðdáendur Everts Taube, hins sænska vísnasöngvara, munu áreiðanlega ekki láta sig vanta á Háskólatónleikana á miðviku- daginn kl. 12.30 í Norræna hús- inu. Þar ætla þeir ReynirSigurðs- son, Fridrik Karlsson, Tómas R. Einarsson og Sigurdur Flosason, allt góðir músíkantar og djass- leikarar, að leika lög eftir Taube. Bryndís Halla leikur einleik Á fimmtudaginn mun Bryndís Halla Gylfadóttir, fyrsti knéfiðlu- leikari Sinfóníuhljómsveitarinn- ar, leika einleik í konsert fyrir knéfiðlu eftir Schumann á tón- leikum sveitarinnar. Er þetta í fyrsta sinn sem Bryndís leikur einleik með hljómsveitinni á áskriftartónleikum. Bryndís Halla var við tónlistarnám hér heima og síðar um fimm ára skeið í Kanada þar sem fjöl- skylda hennar bjó. Hún hefur leikið með kammersveitum í Kanada, Bandaríkjunum og í Hollandi. Rithöfundarnir kynna sig Mál og menning heldur kynn- ingarkvöld með nokkrum höf- unda sinna á Hótel Borg í kvöld kl. 20.30. Aðgangur er ókeypis og öllum heimill. MM er með marga athyglisverða höfunda á sínum snærum, eins og sjá má af eftirtöldum höfundum sem lesa úr verkum sínum í kvöld: Geir- laugur Magnússon, Gyrðir Elías- son, Kristján Arnason, Linda Vil- hjálmsdóttir, Pétur Gunnarsson, Sigfús Bjartmarsson, Silja Aðal- steinsdóttir og Stefán Sigurkarls- son. Ennfremur verða kynnt ný verk Guðlaugs Arasonar, Hall- gríms Helgasonar og Jakobínu Sigurdardóttur. Helgi Hálfdan- arson mun sem fulltrúi þýðenda forlagsins lesa úr þýðingu sinni á grísku harmleikjunum. Bubbi Morthens flytur nokkur lög. Nýr fram- kvæmdastjóri Úrvals-Útsýnar Hörður Gunnarsson, 34 ára, hef- ur verið ráðinn framkvæmda- stjóri ferðaskrifstofunnar Úr- val-Útsýn frá og með 1. desemb- er. Hann tekur við af Knúti Ósk- arssyni. Hörður er viðskipta- fræðingur og löggiltur endur- skoðandi að mennt. Hann hefur starfað innan ferðaþjónustunn- ar, var um fimm ára skeið fjár- málastjóri Sámvinnu- ferða-Landsýnar. Síðustu misser- in hefur hann unnið að sérverk- efnum fyrir samvinnuhreyfing- una við fjármálastjórn og endur- skipulagningu verslunardeildar. Hörður er kvæntur Hrönn Bjarnadóttur og eiga þau þrjú börn. Sagt hefur það verið ... Lengi hafa landsmenn kyrjað þann söng að „fast þeir sóttu sjó- inn, þeir Suðurnesjamenn," og svo framvegis. En ekki lengur. Bátar, kvóti, hafnarlíf, ekkert af þessu er svipur hjá sjón hjá því sem áður var. Einn traustur framkvæmdastjóri í þjónustu- geira útgerðarinnar syðra, Jón Eggertsson í Netanausti í Kefla- vík, er meira að segja fluttur með starfsemi sína. „í kjölfar hnignandi og breyttra útgerðar- hátta á Suðurnesjum hefur fjöldi einstaklinga þurft að stokka upp sín mál. Einnig hafa fyrirtæki af þessum sökum orðið að gefast upp eða gera stórbreytingar á starfsemi sinni. Ég réðst í að söðla um og flytja starfsemina til Reykjavíkur og breyta rekstrar- forminu úr netagerð í innflutn- ing á veiðarfærum," segir Jón Eggertsson. I stað innlendrar framleiðslu kemur því innflutn- ingur frá Mörenot í Noregi. FRtTTASK ÝRING Fyrstu spor Daviðs Oddsson, borgarstjóra og frambjóðanda til Alþingis, í landsmálapólitíkinni hafa orkað tvímælis svo ekki sé dýpra í árinni tekið. Myndin var tekin í gættinni á skrifstofu formanns Sjálfstæðisflokksins í Valhöll í gær. A-mynd: E.ÓI. d .. C'"l 1 Feilspor Davíðs á landsvísu Vildi hann þjóðarsáttina feiga? Davíð Oddsson, borgarstjóri Reykjavikur og varaformaður Sjálfstæðisflokksins, er farinn að marka sér spor á vettvangi landsmálanna. Hann hefur beitt sér i tveimur mikilvægum þjóðmálum og hefur i báðum tilvikum verið um mjög umdeild af- skipti að ræða. Fyrst i álmálinu og nú um bráða- birgðalög rikisstjórnarinnar vegna kjarasamninga. EFTIR: TRYGGVA HARÐARSON Davíð Oddsson hefur sem borg- arstjóri nánast verið hafinn yfir alla gagnrýni. Hann virðist hafa alla þræði í hendi sér og ráðið því sem hann ráða vill innan borgar- kerfisins. Þess ber hins vegar að gæta að flokkur hans, Sjálfstæðis- flokkurinn, hefur hreinan meiri- hluta í borgarstjórn og Davíð þarf því ekki að leita út fyrir flokkinn til að koma þar fram málum. Davíð Oddsson hefur vanist því í borgar- stjórn, að orð hans séu lög. Davíð virðist ekki hafa áttað sig á að í landsmálum ganga ekki sömu vinnubrögð og hann hefur átt að venjast í borgarstjórn. í fyrsta lagi hefur enginn einn flokk- ur þar hreinan meirihluta og því þarf að semja við menn og flokka til að vinna málum brautargengi. í annan stað eru hagsmunir innan flokka miklu ólíkari á landsvísu en innan eins sveitarfélags. Á það jafnt við skiptar áherslur milli landshluta og milli ólíkra hags- munahópa. Pavíð i bandalagi við stóriðjuefasemdarmenn Davíð Oddsson mun leiða lista sjálfstæðismanna í höfuðborginni við næstu alþingiskosningar og finnst eflaust að hann verði að sanna sig á þeim vettvangi áður en til kosninga verður gengið. Hans fyrstu afskipti sem tekið var eftir á sviði landsmálanna voru upphlaup hans vegna álmálsins eða raforkusamnings við Atlants- ál. Tók hann þar höndum saman við efasemdarmenn um stóriðju, fulltrúa Alþýðubandalagsins í Landsvirkjun og framsóknar- manninn Pál Pétursson, til að klekkja á þeim sem höfðu unnið að undirbúningi málsins. Það upphlaup Davíðs Oddsson skildi eftir sig efasemdir hug margra, ekki síður sjálfstæðis- manna en annarra, um forystu- hæfileika hans. Hann hafi þar sýnt skort á ábyrgð og pólitísku raun- sæi sem krefjast verður af forystu- manni stjórnmálaflokks. Það lá allan tíma fyrir að ekki hafði verið gengið frá orkusölusamningi fyrir Landsvirkjun þótt meginlínur hafi verið lagðar. Það hlaut að koma í hlut stjórnar og starfsmanna Landsvirkjunar að ganga endan- lega frá slíkum samningi. Ályktun sú er Davíð lét sam- þykkja á stjórnarfundi Landsvirkj- unar var því klaufaleg. Annars vegar var því haldið fram að álvið- ræðunefndin hefði farið allt of langt með málið og bundið hend- ur Landsvirkjunar og hins vegar að málið væri miklu skemmra á veg komið en fólk úti í bæ héldi og allt of margir endar væru lausir. Reykjavik ræður auölindum þjóðarinnar Vafalaust hefur það vakað fyrir Davíð að setja fingrafar sitt á samningana og þar með álmálið í heild sinni. Hann gat ekki unað því að allur undirbúningur þess og tilurð skyldi þökkuð iðnaðarráð- herra, kratanum Jóni Sigurðssyni. Davíð tvínónaði ekki við að setja allt málið í hættu og leita banda- lags við þá sem hafa miklar efa- semdir um að rétt sé að byggja upp stóriðju á íslandi. Eftir á getur hann síðan sagt; ég greip inn í og bjargaði málinu og það er mér að þakka að það náðust viðunandi samningar um orkuverð frá Landsvirkjun. Reykjavík á 45% í Landsvirkjun og hlýtur það að vekja spurningar eins og þær hvort eðlilegt sé að Reykjavíkurborg sé að versla með og ráðstafa að stórum hluta einni helstu auðlind þjóðarinnar, vatns- orkunni, auk þess að arður af henni renni beint í borgarsjóð. Það eru töggur í Davíð Odds- syni, um það efast enginn. Hann tók á sig rögg nú alveg nýverið og lét þingflokk Sjálfstæðisflokksins samþykkja að þingflokkurinn myndi greiða atkvæði gegn bráða- birgðalögum ríkisstjórnarinnar um kjarasamninga. Sú samþykkt hefur vægast sagt mælst misjafn- lega fyrir. Samherjar bregðast ókvæða við_____________________ Flestir helstu talsmenn atvinnu- lífsins, margir hverjir flokks- bundnir sjálfstæðismenn og áhrifamenn í flokknum, hafa brugðist ókvæða við umræddri samþykkt flokksins. Eiga þeir það flestir sammerkt að telja það al- gjört ábyrgðarleysi að fella bráða- birgðalögin og ganga þar með á skjön við þá þjóðarsátt sem vinnu- veitendur og forysta þeirra átti hlut að með samningunum í febrú- ar sl. Sennilega er samþykktin um- rædda stærsta pólitíska glappa- skot Davíð Oddssonar til þessa. Það hefur hins vegar komið í hlut Þorsteins Pálssonar að verja samþykktina út á við með þing- flokksformanninn, Ólaf G. Einars- son, sér við hlið. Undanfarna daga hafa margir sjálfstæðismenn reynt að finna fleti til að bakka út úr um- ræddri samþykkt og hefur í því til- liti verið sérstaklega horft til þeirra manna sem ekki sátu þing- flokksfundinn sem samþykktin var gerð á. Þeir sáu sem var að ekki væri vænlegt að leggja upp í kosningar þar sem kosið yrði um þjóðarsátt eftir að sjálfstæðis- flokkurinn hefði haft forgöngu um að splundra henni þvert ofan í vilja vinnuveitenda og verkalýðshreyf- ingarinnar, svo ekki sé talað um þjóðarinnar. í þessu máli eru helstu pólitískir bandamenn Sjálfstæðisflokksins ,,róttæklingarnir“ í Alþýðubanda- laginu, Birna Þórðardóttir, Ragnar Stefánsson og Páll Halldórsson sem gengu af miðstjórnarfundi vegna þessa máls norður á Akur- eyri fyrir skömmu. Kann borgorstjérinn á landsmálin?__________________ Fyrstu spor Davíðs Oddssonar á sviði landsmálanna hafa því ekki verið nein gæfuspor fyrir hann eða flokkinn hans. Hann heldur sig baksviðs í þessu máli og lætur aðra um svara fyrir vitleysuna. Hann virðist ekki enn hafa áttað sig á að það er allt annað að stýra landinu en borginni. Bæði er það að borgin hefur miklu meiri tekjur en önnur sveitarfélög og hags- munaárekstrar innan borgarinnar eru smámunir miðað við hags- munaátökin á sviði landsmál- anna, og einnig hitt, að Davíð virðist ekki hafa gert sér fyllilega grein fyrir að í landsmálunum er við andstæðinga af allt öðrum styrkleika að etja en hann hefur átt að venjast í sölum borgar- stjórnar. Þó hann hafi getað vaðið yfir borgarfulltrúa minnihlutans þar í krafti stöðu sinnar og öflugs meirihluta, á hið sama ekki við á Alþingi. I landsmálunum á hann við að etja sjóaða stjórnmálamenn á borð við Jón Baldvin Hannibals- son, sem getur bæði verið grimm- ur og óvæginn í málafylgju sinni, Steingrím Hermannsson, sem er klókur pólitíkus og háll sem áll ef svo ber undir, og Ólaf Ragnar Grímsson, sem er fjandanum ósvífnari og kjaftfor vilji hann það við hafa. Nú má segja að Hjörleifur Gutt- ormsson hafi skorið Davíð og Sjálfstæðisflokkinn úr snörunni, sem þeir höfðu sjálfir brugðið um háls sér, með því að lýsa yfir að hann muni sitja hjá við afgreiðslu bráðabirgðalaganna og þar með bendir allt til þess að þau njóti meirihlutafylgis á Alþingi.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.