Alþýðublaðið - 04.12.1990, Qupperneq 4

Alþýðublaðið - 04.12.1990, Qupperneq 4
4 Þriðjudagur 4. desember 1990 MHÐUBLMD Ármúli 36 Sími 681866 Útgefandi: Blað hf. Framkvæmdastjóri: Hákon Hákonarson Ritstjóri: Ingólfur Margeirsson Fréttastjóri: Jón Birgir Pétursson Auglýsingastjóri: Hinrik Gunnar Hilmarsson Dreifingarstjóri: Sigurður Jónsson Setning og umbrot: Leturval, Ármúla 36 Prentun: Oddi hf. Áskrifarsími er 681866 Áskriftargjald 1100 kr. á mánuði innánlands. í lausasölu 75 kr. eintakið HJÖRLEIFUR BRAUT KÓLUMBUSAREGGIÐ Samþykkt þingflokks Sjálfstæðisflokksins um að styðja ekki bráðabirgðalögin á BHMR þýða eitt: Tilræði við þjóðarsátt. Það er einmitt tilræðið við þjóðarsáttina sem hefur gert það að verkum að öll þjóðin hefur risið upp í forundran yfir afstöðu þingflokks Sjálfstæðis- flokksins. Viðbrögðin hafa verið hörð og á eina lund: Al- menningur í landinu vill áframhaldandi þjóðarsátt. Þetta er einnig kjarni boðskaparins frá aðiljum vinnu- markaðarins. Forystumenn atvinnurekenda sem all- flestir eru í forystusveit Sjálfstæðisflokksins, hafa snúist öndvert og af mikilli hörku gegn þingflokki Sjálfstæðis- flokksins. Menn minnast vart harðari viðbragða at- vinnurekenda gegn sínum eigin flokki vegna pólitískrar ákvörðunar. IVIorgunblaðið, málgagn sjálfstæðismanna, hefur einnig snúist gegn samþykkt þingflokks Sjálfstæðis- flokksins. í Reykjavíkurbréfi Morgunblaðsins síðast- liðinn sunnudag stendur eftirfarandi: .. en flokkur- inn getur með engu móti tekið þá áhættu, að stefna þjóðarsátt í voða ... En trúnaður hans og ábyrgð er undir því komin, að honum takist að tryggja áfram- haldandi þjóðarsátt. Nú dugarflokknum ekkert minna en Kólumbusaregg. Ef hann yrði til þess að eyðileggja þjóðarsáttina með andstöðu við bráðabirgðalögin, yrði honum seint fyrirgefið og þá yrði honum nánast ólíft í nýrri ríkisstjórn." Sjálfstæðisflokkurinn reynir nú af öllum mætti að reisa Kólumbusareggið. En að sjálfsögðu veltureggið alltaf í stað þess að standa upp á endann. Það er ekki hægt að hrökkva og stökkva samtímis. Með einarðri yfirlýsingu og samþykkt um að styðja ekki bráða- birgðalögin, er Sjálfstæðisflokkurinn búinn að ákveða að fella bráðabirgðalögin. Samþykkt Sjálfstæðis- flokksins var gerð eftir að Ijóst var að meirihluti stjórn- arliða fyrir lögunum var ekki öruggur vegna afstöðu Stefáns Valgeirsissonar og tveggja þingmanna Al- þýðubandalagsins. Samþykkt þingflokks Sjálfstæðis- flokksins þýddi því einfaldlega að þjóðarsáttin væri rofin. Nema þingflokkur Sjálfstæðismanna breytti samþykkt sinni eða einstakir þingmenn flokksins gengju gegn samþykktinni. Nú hefur Hjörleifi Guttormssyni, þingmanni Al- þýðubandalagsins, snúist hugur í þessu máli. Hjör- leifur, sem áður hugðist greiða atkvæði gegn bráða- birgðalögunum, tilkynnti á Alþingi í gær að hann myndi sitja hjá í afgreiðslu bráðabirgðalaganna vegna mikilvægis þjóðarsáttar. Þar með er Ijóst, að meiri- hluti stjórnarliða er fyrir samþykkt bráðabirgðalag- anna. Allt útlit er því fyrir að þingflokkur Sjálfstæðis- manna komi ekki voðaverkum sínum í framkvæmd; að rjúfa þjóðarsáttina og efna til þjóðarsundrungar. KLÚÐUR Á KLÚÐUR OFAN Samþykkt þingflokks Sjálfstæðisflokksins um að fara gegn bráðabirgðalögum ríkisstjórnarinnar, erenn eitt pólitíska klúðrið á ferli Sjálfstæðisflokksins. Fyrsti stóri afleikur Sjálfstæðisflokksins var í lok áttunda áratugarins þegar leiftursóknin svonefnda var sett af stað án undirbúnings eða hugsunar. Leiftursóknin hlaut fljótlega viðurnefnið „Leiftursókn gegn lífskjör- um." Samþykkt þingflokks Sjálfstæðisflokksins í fyrri viku minnir um margt á leiftursóknina; á nýjan leik ræðst forysta Sjálfstæðisflokksins gegn lífskjörum fólks af pólitísku kappi en án þjóðhagslegrar forsjár. Atlagan gegn Albert Guðmundssyni í lok síðasta kjör- tímabils klauf Sjálfstæðisflokkinn í tvennt og skóp Borgaraflokkinn. Brotthlaup Sjálfstæðisflokksins úr ríkisstjórn 1988 var endalokin á eyðimerkurgöngu flokksins á íslensku efnahagssvæði. Að baki lá sviðin jörð og úrlausnir engar nema gengisfelling og aðrar kollsteypuleiðir. Núverandi ríkisstjórn lagði grunninn að efnahagsbata sem gerði þjóðarsáttina að veru- leika. í kjölfar þjóðarsáttar sigldi stöðugleiki, stórkost- leg hjöðnun verðbólgu, jafnvægi á vinnumarkaði og stórbætt afkoma fyrirtækja jafnt sem einstakinga. Gegn þessum stórkostlega árangri fór síðan þing- flokkur Sjálfstæðisflokkur í síðustu viku með sögu- legri samþykkt sinni. Þar með bættist enn eitt klúðrið við sögu flokksins á undanförnum árum og sem stað- festir æ betur að þingflokkur Sjálfstæðisflokksins er meira í stíl við hrekkjalómafélag en ábyrgan þingflokk stærsta stjórnmálaflokksins. IÖNNUR SJÓNARMIDl JÖCfárurn'sagöi Magrfús Stephensen dómstjóri lönclun ÍTnum frá þeim sex flokkum manna sem til eru í heiminum: „Fáir negrar eldast vel og má það kenna því að þeir strax á lunga aldri fást við kvenfólk“< Tíminn, sem að eigin sögn hefur boðað frjálslyndi og framfarir í sjötíu ár eða svo, hefur nú hafist handa við að upplýsa þjóðina um hvernig aðrir kynflokk- ar en hvítir líta út og hvern mann þeir hafa að geyma. í laugardagsblaði Tímans mátti sjá þriggja síðna greins sem studdist við texta Magnúsar Stephensens, dómstjóra í Viðey (1762—1833). Tíminn segir Magnús hafa verið bar- áttumann fyrir upplýsingarstefnu og ráðist gegn alls kyns fordómum og hjátrú. Þessu til staðfestingar birtir Tíminn grein eftir Magnús en segir til öryggis að hún gefi ekki alls kostar rétta mynd af hinum upplýsta Magnúsi. En grípum niður í greinina. Þetta hefur Magnús að segja um eskimóa: „Skinnavörur í loðkápur selja þeir jafnan grönnum sínum fyrir tóbak og brennivín, sem þeir eru mjög sólgnir í. Þeir hafa alla vanvitskunnar lesti til að bera, bjóða fram útlendum aðkomumönnum konur sinar og dætur til yndisauka og þykir æra að, séu þær þegnar. Ekkert skynja þeir um guð eða trú- arbrögð og eru flestallir af- guðadýrkendur." Og áfram heldur Tíminn að upp- lýsa lesendur sína um útlendinga: Tatarar eru „einhverjir vanskepnuð- ustu menn undir sólinni." Og áfram þar eftir götunum. Indverjar fá þessa einkunn hjá Magnúsi: „Lengi hafa Indverjar fengið verðskuldað orð fyrir skræfu- og bleyðuhátt og sjaldan unnið nokkurn sigur í orrustu. Þeir eru og latir og vellystingagjarn- ir. í heild eru þeir ánægðir með skilningarvitanna glaðværð og vita því lítið um sálina. Þeir eru vanir þrældómi og eru fúsir að þræla undir sérhvern drottnara. Margir þeirra vilja ekkert það eta sem líf hefur haft og þora ekki að tortíma vesælasta maðki, já, hafa reist upp spítala handa alls konar skriðkvikind- um. „Varla er hægt að endursegja kafl- ann um negrana og indjánar Amer- íku fá sinn skammt. Og að sjálfsögðu eru hvítir menn fallegastir: „Vor hvíti litur er ekki aðeins upprunalegastur heldur einnig fegurstur allra. Hvít börn fæðast aldrei af svörtum foreldrum, en niðjar hvítra verða alloft með tímanum svartir, einkum þó ef þeir eru mikið í heitu loftslagi. Fáein dæmi vitum vér um að svartir hafi með tímanum hvítnað ef þeir hafa verið í mildu loftslagi. Heyrt hef ég því þó haldið fram að faðir Adams hafi verið dökkur á hörund og að sá litur væri upprunalegastur.“ Reyndar voru þessi fordómaskrif Magnúsar Stephensen skrifuð á átj- ándu öld og lýsa kannski tíðaranda. En hvers vegna skyldi Tíminn slá þessum gömlu fordómum upp með Ijósmyndum af ýmsum kynþáttum frá í dag? Skyldu kynþáttafordómar og út- lendingahræðsla Magnúsar Steph- ensens og Tímans liggja einhvers staðar saman? DAGFINNUR Fréttamatur i sjónvarpssal I kvöldfréttum Ríkissjónvarpsins um helgina var skýrt frá því hvern- ig Kólumbusaregg eru sett upp á endann. í fyrstu hélt ég að við værum að horfa á matarþátt Sigmars B. en komst brátt að þeirri niðurstöðu að mun djúphugsaðri kokka- mennska lá að baki. Það var matreiðslan á svo- nefndu Kólumbusareggi sem fréttamaður Ríkissjónvarpsins var að útskýra. Eins og fréttamaðurinn greindi frá, áður en kokkamennskan hófst, hafði Kólumbusareggið ver- ið til umræðu í mataropnu Morg- unblaðsins á sunnudögum sem heitir Reykjavíkurbréf. Aðalmatreiðslumeistari Reykja- víkurbréfs útskýrði í opnunni, að eftir að þingflokkur Sjálfstæðis- flokksins hefði samþykkt að fella þjóðarsáttina, dygði honum ekk- ert minna en Kólumbusaregg. Matreiðslumaður sjónvarpsins útskýrði síðan hvað matreiðslu- meistari Morgunblaðsins hefði átt við, því flestir lesendur Moggans neyta ekki Kólumbusareggja á hverjum degi. Lausnin fólst sem sagt í því að koma egginu upp á endann án þess að það ylti niður aftur. Við, venjulegir alþýðuidjótar. skiljum að sjálfsögðu ekki svona pælingar, og hefðum fyrir löngu bara fengið okkur eggjabikar ef við vildum hafa eggið í uppreistu ástandi. En þeir á Morgunblaðinu voru annarrar skoðunar. Fréttamaður sjónvarpsins tók síðan eggið, og sýndi hvernig reisa ætti Kólumbusaregg; og hjó hraustlega og faglega af endann og setti upp eggið. Þetta hefðu nú margir sagt að væri svindl. En það voru sennilega skilaboð Morgunblaðsins til þingflokks Sjálfstæðisflokksins: Það dugar ekkert nema svindl til að bjarga þjóðarsáttinni. Aðrir hafa túlkað þessa matar- sendingu í sjónvarpssal sem hina nauðsynlegu aðgerð á forystu Sjálfstæðisflokksins til að eggið mætti standa upp á endann. Eggið er að sjálfsögðu tákn fyrir matar- húsið, upprunann og endinn á ver- öld sjálfstæðismanna; sjálfan Sjálf- stæðisflokkinn. (Morgunblaðið er reyndar mjög hrifið af eggjum og talar oft um Morgunblaðsegg í þýðingunni blaðamaður sem hef- ur feril sinn á Morgunblaðinu.) Unginn í egginu er að sjálfsögðu formaður flokksins. Eina leiðin til að láta eggið standa er að höggva gat á endann en um leið afhausa ungann. Þar með er hægt að reisa upp eggið án þess að unginn sé lif- andi og sprellandi og velti því aft- ur. Og aftur. Og aftur. Hins vegar þarf mann með styrka hönd og beittan hníf til að höggva á eggið. Sá er auðvitað arf- taki flokksins, því það er hann sem reisir við eggið. Þar með hafa vísdómsorð Morg- unblaðsins verið ráðin með hjálp Ríkissjónvarpsins sem hefur út- skýrt í eitt skipti fyrir öll hvað orð- ið „fréttamatur" raunverulega þýðir. Sjáumst heil.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.