Alþýðublaðið - 04.12.1990, Side 5

Alþýðublaðið - 04.12.1990, Side 5
Þriðjudagur 4. desember 1990 5 Neytendasamtökin um íslenskan landbúnað: Röng stjórnun, of hótt verð Neytendasamtökin hafa ítrekað bent á að röng stjórnun í land- búnaði hefur Ieitt af sér allt of hátt verð á landbúnaðarvörum, segir í ályktun um landbúnaðar- mál, sem Neytendasamtökin sendu frá sér eftir landbúnaðar- ráðstefnu samtakanna á Hótel Örk í Hveragerði. Segir í ályktuninni að jafnframt of háu verði hafi fjölmörgum bændum verið gert nær ókleift að lifa af því sem þeim er heimilt að selja. Telja samtökin óhjákvæmilegt að breytt verði um stefnu í landbúnaðarmái- um, núverandi kerfi verðstýringar, kvóta og verðmiðlunar verði af- numið. Bændum verði gert kleift að framleiða vörur sínar án fram- leiðslutakmarkana á eigin ábyrgð og jafnframt verði gerður skýr greinarmunur á framleiðslu og vinnslu búvara, segir í ályktun Neyt- endasamtakanna. „íslenskar landbúnaðarvörur eru hvað gæði snertir í flestum tilvikum meðal þeirra bestu sem þekkjast. Þannig hefur ekki alltaf verið og vert er að minna á baráttu Neyt- endasamtakanna á umliðnum árum fyrir auknum gæðum íslenskra bú- vara. Má í því sambandi nefnda mjólkurvörur og baráttuna gegn einokun í sölumálum kartaflna, en á árum áður var neytendum iðulega boðið upp á skemmdar og óætar kartöflur á fullu verði“, segir í álykt- uninni. Minnt er á að Neytendasamtökin hafa á liðnum árum sýnt skilning á innflutningshömlum á búvörum og taiið að eðlilegt sé að landbúnaður- inn fái tíma til aðlögunar að breytt- um aðstæðum áður en hann lendir í samkeppni við innfluttar búvörur. Neytendasamtökin leggja áherslu á að hvergi verði kvikað frá ítrustu kröfum hvað varðar hollustu og heilbrigði, þegar til innflutnings landbúnaðar kemur af þunga, en bent er á að slíkur innflutningur er hafinn, þótt í smáum stíl. Áhersla er lögð á að brugðist verði við þróuninni með því að gera íslenskan landbúnað færan um að standa sig í samkeppninni sem framundan er. „Neytendasamtökin telja það óviðunandi að íslenskur landbúnaður leggist af í stórum stíl og leggja áherslu á að honum verði tryggð eðlileg skilyrði til að komast hjá slíku. Jafnframt að þessi sam- keppni verði háð á jafnréttisgrund- velli,“ segir í ályktun Neytendasam- takanna. SITJIR ÞÚ í BÍL - SPENNTU ÞÁ BELTIÐ! tfr“ Vinningstölur laugardaginn 1. des. '90 VINNINGAR FJÖLDI VINNINGSHAFA UPPHÆÐ Á HVERN VINNINGSHAFA 1. 5af 5 3 4.276.704 2. ,TM 9 133.544 3. 4af 5 297 6.980 4. 3af 5 10.346 467 Heildarvinningsupphæð þessa viku: 20.936.650 kr. UPPLÝSINGAR: SÍMSVARI 681511 - LUKKULÍNA 991002 Verðlag í íslenskum matvörubúðum er með eindæmum hátt, tvö- og jafnvel þrefalt á við það sem nágrannaþjóðir okkar greiða fyrir lífsbjörgina. vsk« ÞESSA MANAÐAR er gjalddagi virðisaukaskatts Ðreytt uppgjörstímabil Athygli gjaldenda skal vakin á því að uppgjörstímabil viröisaukaskatts, meö gjalddaga 5. desember, var frá 1. september til og meö 15. nóv- ember. Lengingtímabilsinstók til þeirrasem hafa almenn uppgjörstímabil, þ.e. tveggja mánaöa skil. Uppgjörstímabil endurgreiöslna samkvæmt sérákvæöum reglugerða eru óbreytt. Skil á skýrslum Skýrslum til greiðslu, þ.e. þegar út- skattur er hærri en innskattur, og núllskýrslum má skila til banka, sparisjóða eða pósthúsa. Einnig má gera skil hjá innheimtumönnum ríkissjóös en þeir eru tollstjórinn í Reykjavík, bæjarfógetar og sýslu- menn úti á landi og lögreglustjórinn á Keflavíkurflugvelli. Athygli skal vakin á því aö bankar, sparisjóöir og pósthús taka aðeins viö skýrslum sem eru fyrirfram árit- aðar af skattyfirvöldum. Ef aöiii áritar skýrsluna sjálfur eöa breytir áritun veröur aö skila henni til innheimtu- manns ríkissjóös. Inneignarskýrslum, þ.e. þegar inn- skattur er hærri en útskattur, skal skilaö til viðkomandi skattstjóra. Sími RSK er 91-631100. RSK RÍKfSSKATTSTJÓR!

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.