Alþýðublaðið - 05.12.1990, Síða 3
Miðvikudagur 5. desember 1990
INNLENDAR FRETTIR
3
FRÉTTiR
Í HNOTSKURN
BÆJARSTJÓRN GEFUR ÚT PLÖTU 0G BÓK:
Fúsi, Sigfús Halldórsson, varð sjötugur í september sl.
og ákvað Bæjarstjórn Kópavogs þá að standa að útgáfu
sönglagabókar með lögum hans. í bókinni eru fyrst og
fremst lög sem ekki hafa birst áður, auk margra af ódauð-
legu perlunum hans. Á myndinni eru Guðni Þ. Guðmunds-
son organisti og Friðbjörn G. Jónsson söngvari, sem
önnuðust lagaval með tónskáldinu, Magnús Kjartans-
son, sem sá um tölvusetningu, Kristján Guðmundsson,
fyrrum bæjarstjóri, og Guðni Stefá.nsson bæjarfulltrúi, sem
voru í útgáfustjórn. Hér sjást þessir herrar ásamt lista-
manninum að skoða verkið.
ÍSLENSKUR TORFBÆR REISTUR í KANADA:
Næsta vor er ætlunin að hefja óvenjulega húsasmíði í Nýja
íslandi í Kanada. Þar á að reisa íslenskan torfbæ. Það er
Þjóðræknisfélag íslendinga sem stendur að þessari fram-
kvæmd. Starfsemi félagsins er öflug um þessar mundir,
eins og fram kom á aðalfundi félagsins í Reykjavík fyrir
stuttu. Hjá félaginu er undirbúningur að skráningu íslend-
inga erlendis á lokastigi, reiknað með að vinna hefjist í
byrjun næsta árs. Þá er hafin gerð sjónvarpsfréttaþátta
sem eru sérstaklega ætlaðir íslendingum erlendis og eru
þeir gerðir í samvinnu við RÚV. Formaður Þjóðræknisfé-
lagsins er Jón Ásgeirsson, en aðrir í stjórn eru Krist-
björg Ágústsdóttir, Jón Ármann Héðinsson, Baldvin
Jónsson og Teitur Lárusson.
FORMAÐUR FRAMSÓKNAR: Hún Ragna Berg-
mann var titluð sem formaður Sóknar í blaðinu í síðustu
viku. Að sjálfsögðu átti þar að standa að Ragna er formað-
ur Verkakvennafélagsins Framsóknar, og leiðréttum
við þetta hér með.
BJÖRK 0G TRÍÓ
GUÐMUNDAR: Björk
Guðmundsdóttir, Sykur-
moli, eða er óhætt að segja
fyrrverandi, hefur haslað
sér nýjan völl í tónlistinni.
Nú syngur hún með jassg-
eggjaranum Guðmundi
Ingólfssyni og tríói hans.
Þau halda tónleika annað
kvöld í íslensku Óperunni í
tilefni af útkomu plötunnar
Gling-Gló. Eins og útvarps-
hlustendur þekkja eflaust
leggja þau áherslu á ýmsar perlur fyrri ára í dægurtónlist-
inni og ganga nú aftur ýmsir þekktir slagarar í nýjum og
skemmtilegum búningi.
SOVÉSK BÓKASÝNING: Sovésk bókasýning verður
opnuð að Vatnsstíg 10 á laugardaginn kl. 15. Á sýningunni
verða á þriðja hundrað bækur, aðallega á ensku. Sýningin
verður opin í viku.
EKKIVIÐ, SEGIR ÍSLANDSLAX: Reyktur eldislax er
einhvers staðar í felum um þessar mundir — ekki manna-
matur að sögn. Friðrik Sigurðsson í íslandslaxi hf. og
Sigurður Björnsson í Islenskum matvælum hf. segja að
þessi fiskur sé ekki — enda þótt kjaftasögurnar segi svo —
frá íslandsfiski hf. Hið rétta mun vera að fiskurinn sé ættað-
ur frá fyrirtæki með líku nafni, íslandsfiski hf. Þeir Frið-
rik og Sigurður taka það líka fram að ekki megi heldur
rugla saman íslandslaxi hf og íslaxi hf. við ísafjarðardjúp.
íslensk matvæli eru einn helsti viðskiptavinur Islandslax
hf. og hæla á hvert reipi gæðum vörunnar og er svo komið
að ekki er leitað annað eftir laxi.
TÍSKUSÝNING FYRIR „FRJÁLSLEGA" VAXNAR
KONUR : Sú var tíðin að frjálslega vaxnar konur sem nú
er kallað, þ.e. eilítið þybbnar, áttu erfitt með að fá sér kjóla,
pils og buxur. Nú hafa nokkrar sérverslanir bætt úr skák.
Og nú gerist það óvenjulega — tískusýning fyrir frjáls-
lega vaxnar konur. Sú sem hefur veg og vanda af sýning-
unni er Elíza Guðmundsdóttir. Sýningin er annað kvöld,
fimmtudag, í Skrúði á Hótel Sögu. Kynnir verður Þórunn
Gestsdóttir, ritstjóri.
ENGINN OPINN FUNDUR: Sjálfstæðismenn runnu á
rassinn með Opna fundinn sem átti að vera á Hótel Borg
í gær. Slangur af fólki mætti á Borginni og komst að raun
um að þeir félagar, Þorsteinn og Davíð, mundu ekki ræða
bráðabirgðalögin á þeim vettvangi, né „nýja ríkisstjórn til
þjóðarsáttar”.
Fer Guðmundur G.
með Borgaraflokki?
Viðræður hafa átt sér
stað milli Borgaraflokks
og Guðmundar G. Þórar-
inssonar í Reykjavík
vegna framboðs í höfuð-
borginni í Alþingiskosn-
ingum að vori. „Ég leik
einn leik í einu,“ svaraði
Guðmundur G. Þórarins-
son, þingmaður Fram-
sóknarflokks, er hann
var inntur eftir því hvað
liði framboði hans á BB-
lista í Reykjavík.
Ekki er búist við því að
fulltrúaráð framsóknarfé-
laganna í Reykjavík verði
við málaleitan Guðmundar.
Aðspurður um hvað þá
tæki við, sagðist Guðmund-
ur ekki vilja tjá sig að sinni
en hann væri að kanna sitt
lið: „Eg leik einn leik í
einu.“ Samkvæmt heimild-
um Alþýublaðsins hafa átt
sér stað þreifingar milli
Borgaraflokks og Guð-
mundar G. Hefur meðal
annars verið rætt um að
Guðmundur Ágústsson,
formaður þingflokks Borg-
araflokks, taki annað sætið
á framboðslista nafna síns.
Guðmundur Ágústsson hef-
ur sem kunnugt er sagt skil-
ið við ríkisstjórnina og
Borgaraflokkurinn er um
þessar mundir svolítið í
lausu lofti.
Við upphlaup sjálfstæðis-
manna gegn bráðabirgða-
lögunum virtist allt í einu
sem skellt yrði á kosning-
um. Við það fóru miklar
bollaleggingar af stað, þar á
meðal meðal liðsmanna
Ekki er talið að fulltrúaráð
framsóknar í Reykjavík fall-
ist á BB-lista í Reykjavík.
Guðmundur G. og fulltrúar
Borgaraflokks hafa ræðst
við um hugsanlega sam-
vinnu í höfuðborginni.
Guðmundar G. og ýmissa
aðila. Það hljóp kippur í
Borgaraflokk, meðal ann-
ars í Reykjavík, á Reykja-
nesi og á Suðurlandi. Júlíus
Sólnes vildi ekkert segja
um málið í gær. Óli Þ. Guð-
bjartsson dómsmálaráð-
herra hafði mjög sterkjega
verið orðaður við lista Al-
þýðuflokksins á Suður-
landi. Kjördæmisráð Al-
þýðuflokks lokaði hins veg-
ar á þann möguleika um
síðustu helgi, er ákveðið
var að Árni Gunnarsson
skipaði efsta sæti listans. Er
kominn skriður á framboð
Borgaraflokks á Suðurlandi
í framhaldi ákvörðunar Al-
þýðuflokks.
Vélfryst skautasvell í Laugardal
Vélfryst skautasvell, eða
hluti þess mannvirkis, var
opnað í Laugardal í gær.
Svellið er rétt norðan við
Húsdýragarðinn og er ætl-
unin að fullgert verði
mannvirkið í febrúar
næstkomandi. Svellið
verður opið fyrst um sinn
frá 17 til 22 og 10 til 18 á
laugardögum og sunnu-
dögum.
Svellplatan er 1800 fer-
metrar að stærð og gerð með
ísknattleik í huga. Við svellið
stendur þjónustuhús, sem er
472 fermetrar að stærð. Þar
er rými fyrir frystivélar, verk-
stæði, búningsherbergi,
miðasölu og sælgætissölu
auk þess sem þar verður
hægt að skerpa skauta.
Frystikerfið getur ekki, að
minnsta kosti í upphafi, keppt
við stífar sunnanáttir, alla
vega í marga daga, og ýmsar Skautasvellið er vel upplýst Verkið mun kosta alls um
þær veðursveiflur sem við með Ijósum sem eru á átta 100 milljónir fullbúið.
búum við. ljósastaurum.
Reykjavíkurkrakkar kunnu vel að meta nýja skautasvellið í gær. — A-mynd E.ÓI.
Nú verður skautað
i flestum veðrum
Elduarnareftirlitid um vinnustad starfsfólks Stöðvar 2
GETUR VERIÐ Í
BRÁDRIHÆTTU
„Það gæti orðið ansi erf-
itt að komast út úr húsinu
á Stöð 2 ef eldur yrði laus
á hæðunum fyrir neðan,“
segir Ásmundur J. Jó-
hannsson, verkefnastjóri
hjá Eldvarnaeftirliti
Reykjavíkur. Það er plast-
verksmiðjan Plastos sem
rekur starfsemi á neðri
hæðum og er eigandi húss-
ins að Krókhálsi 6 en Stöð
2 leigir þar efstu hæðina.
Hann sagði að margt væri
athugavert við þetta hús og
þar hefði ýmislegt verið gert
án þess að spyrja kóng eða
prest. Það hefur verið breytt
út frá þeim uppdráttum sem
voru lagðir fyrir byggingar-
nefnd og samþykktir. Húseig-
andi hefði látið framkvæma
ýmsar breytingar, m.a. byggt
milliloft inn í húsið og ekki
leitað sér neinna heimilda til
að gera það. Þarna væri verið
að fást við hættuleg efni þar
sem plastefnin væru. „Þetta
getur þýtt það að starfsfólkið
á Stöð 2, sem þarna vinnur, sé
í bráðum háska ef eldur brýst
út,“ sagði Ásmundur.
Þorvarður Elíasson, for-
stjóri Stöðvar 2, segir að stöð-
in hafi gert allar þær endur-
bætur á húsnæði stöðvarinn-
ar á Krókhálsi 6 sem Eld-
varnaeftirlit Reykjavíkur hafi
farið fram á. Hann vildi ekki
kannast við að starfsfólkinu
stafaði stórfelld hætta af
hugsanlegum eldsvoða.
Ekki náðist í Sigurð Odds-
son hjá Plastos, eiganda hús-
næðisins, sem er erlendis.
Samkvæmt lögum er það
húseigandi sem er ábyrgur
fyrir að ákvæði um bruna-
varnir séu haldin. „En ef að
leigjandi hefur verið að gera
einhverjar breytingar með
vitund húseiganda þá er
hann orðinn samsekur og
ábyrgur fyrir öryggi starfs-
fólks síns þegar búið er að
benda á hættuna," sagði Ás-
mundur ennfremur.
Hjá embætti byggingarfull-
trúa Reykjavíkurborgar kom
það fram að gefinn hafi verið
frestur til 15. janúar á næsta
ári til að bæta úr því sem að
hefði verið fundið. Hefðu úr-
bætur ekki verið gerðar að
þeim tíma liðnum yrði vænt-
anlega beitt dagsektum eða
gripið til annarra úrræða.
Það er hins vegar á valdi
byggingarnefndar hvernig á
slíkum málum er tekið.