Alþýðublaðið - 05.12.1990, Síða 5

Alþýðublaðið - 05.12.1990, Síða 5
Miðvikudagur 5. desember 1990 5 „Ég er ekki í þingffokki Sjálfstæðis- ffokksins" Saga í myndum: 3. des. 1990 og fram á 4. des. Voru þaö úrslitin í forvali Alþýðubandalagsins á Austurlandi, sem sneru einum þingmanni og foröuöu þjóöinni undan kosn- ingum ofan í jólin? Samanlögö verkalýöshreyfing og oddvitar at- vinnurekenda gátu ekki fengiö þinglið sjálfstæöismanna til aö falla frá tillögu Davíös og Þorsteins. Ef kosningar heföu fariö fram í janúar, heföi flokkurinn eftir viðbrögðum aö dæma fengiö hroöalega útreið. Sló Davíð feilnótu? Ætlaði hann að ganga fram á völlinn og taka við stjórn Sjálfstæðisflokksins að janúarkosn- ingum loknum og taka síðan til við aö slökkva verðbólgubáliö? Nú veit þjóðin að hann var aðalhöfundur hinnar nýju sjálfstæðis- stefnu. Dagurinn í gær var dramatískur. Við fylgjumst með atburðun- um á þessari síðu undir leiðsögn Einars Olasonar Ijósmyndara, sem var á vettvangi. Kl. 12.00: Þjóöarsáttin að falla á tíma. Þórarinn Viðar gengur af fundi Davíðs og Þorsteins eftir að hafa gert árangurslausa tilraun til að fá þá til að láta af andstöðu við þjóðarsátt. Kl. 13.55: Hjörleifur Guttormsson kampakátur eftir að hafa tilkynnt þingheimi að hann myndi ekki bregða fæti viö bráðabirgðalögum. Leikur sjálfstæðismanna að eldinum síðustu daga hefði breytt afstöðu sinni, sagði Hjörleifur. Kl. 15.45 (daginn eftir): Sjálfstæðisflokkurinn hefur aflýst fundi á Hótel Borg, þar sem átti að ræða verkefni nýrrar ríkisstjórnar. Þingflokksfundi sjálfstæðismanna var aflýst klukkan 22 kvöldinu áður, en Ólafur G. Einarsson, formaður þingflokksins, er brattur: „Við eigum eftir að ræða málin í framhaldi annarrar umræðu." Sjáifstæðismenn eiga ýmislegt óuppgert. Kl. 12.05: Davíö er spurður af blaðamanni Þjóðviljans: Er frétt Alþýðublaðsins rétt að þú sért raunverulegur höfundur samþykktar þingflokksins? Davíð svaraði: Ég er ekki í þingflokki Sjálf- stæðisflokks. Kl. 13.37: Þorsteinn Pálsson missti af boðskap Hjörleifs, sem kvaddi sér hljóðs utan dagskrár kl. 13.20. Enginn átti von á að það yrði þingmaður úr stjórnarliðinu sem hlypi undir bagga með sjálfstæðismönnum.

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.