Alþýðublaðið - 14.12.1990, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 14.12.1990, Blaðsíða 3
Föstudagur 14. desember 1990 3 FRÉTTIR Í HNOTSKURN MUNIÐ HJÁLPARSTOFNUNINA: íslendingar eru sagðir nískir á fé til uppbyggingarmála í þróunarlöndun- um. Það er helst að einstaklingar hafa tekið vel við sér og safnað drjúgu fé þegar kallað hefur verið eftir hjálpinni. Um þessi jól er Hjálparstofnun kirkjunnar með sam- skotakassa sína og hafa þeir verið sendir á öll heimili og í fyrirtæki. Hjálparstofnhnin vinnur að mörgum verkefn- um, bæði erlendum og innlendum. Styðjum nú Hjálpar- stofnun kirkjunnar hraustlega, — söfnum sem mestu til hrjáðra meðbræðra okkar. VERÐSTRÍÐ Á JÓLATRJÁAMARKAÐI: Fríkirkju- söfnuðurinn í Reykjavík segist bjóða ódýrasta Norðmanns- þininn á jólatrjáamarkaðnum í ár. Tökum sem dæmi tré sem er 1,75 til 2 metrar á hæð. Það kostar.3200 krónur hjá Fríkirkjufólki, sem selur trén við kirkju sína. Magnús Guð- mundsson, sem segist selja tré til að fjármagna hina frægu kvikmynd sína og Eddu Sverrisdóttur kvik- myndagerðarmanns, selur þininn á 3.450 krónur, Alaska á 4.100, Blómaval á 4.245, og Landgræðslusjóður á 4.300 krónur, eða 850 krónum dýrara. UNGLINGAR í EYJUM REKA JÓLAÚTVARP: Fjórða árið í röð reka Eyjapeyjar og Eyja,,gellur“ eigin út- varpsstöð fyrir jól. Þetta er gert á ábyrgð bæjaryfirvalda, þ.e. Tómstunda- og íþróttafulltrúa bæjarins. Byrjað verður að senda út í dag og stendur útvarp síðan til ársloka. Eyja- bylgja þessi hefur náð ótrúlega miklum vinsældum og yfir- skyggt aðrar útvarpssendingar. Tugir ungra karla og kvenna í Eyjum munu koma fram í útsendingunum, en í þeim er þó lögð áhersla á tónlist. SMIRNOFFSNÝRHEIM: Júlíus P. Guðjónsson, um- boðsmaður Smirnoff-vodka á íslandi segir að nú hafi bandarískir framleiðendur drykkjarins gert samninga við yfirvöld í Leningrad um að hafin verði að nýju framleiðsla á Smirnoff í sínu upprunalandi eftir 73 ára hlé. Frægasta vodka Rússlands hefur ekki fengist þar í landi eftir bylting- una. Júlíus segir ástandið í Sovétríkjunum svo slæmt að nánast allt þurfi að flytja inn til framleiðslunnar, jafnvel sandinn sem notaður er í flöskugerðinni. SAMBAND ÍSLANDS 0G NAMIBÍU: Fastafulltrúar íslands og Namibíu hjá Sameinuðu þjóðunum undirrituðu fyrr í vikunni yfirlýsingu þess efnis að stofnað hafi verið til formlegs stjórnmálasambands milli ríkjanna. Namibía er í suðvestur Afríku og endurheimti svo sem kunnugt er sjálf- stæði sitt fyrr á þessu ári. LÍTIL VIÐSKIPTI VIÐ FRAKKA: Franski sendiherr- ann hér á landi, Jacques Mer, telur að viðskipti Frakka og íslendinga séu of lítil. Þó hefði útflutningur íslendinga tvö- faldast á síðustu árum. Sendiherrann sagði landa sína upp- tekna af markaðsöflun í Austur-Evrópu um þessar mundir, en það væri tímabundið ástand. Sagði hann það litla afsök- un að vanrækja íslenska markaðinn vegna smæðar hans, — Bretar og Japanir til dæmis létu þetta ekki á sig fá, en gerðu hér góð viðskipti. UMFERÐARLJÓSIÐ: Verðlaun Umferðarráðs fyrir góð störf að umferðaröryggismálum féllu Slysavarnafé- lagi íslands í skaut. Verðlaunin hafa fengið það stórgóða nafn Umferðarljósið, og voru þau afhent nú nýlega í fyrsta skipti. A myndinni eru talið frá vinstri: Oli H. Þórðar- son, frkv.stjóri Umferðarráðs, Helga Jóhannsdóttir, fulltrúi Samb. ísl. sveitarfélaga í Umferðarráði, Haraldur Henrýs- son og Gunnar Friðriksson, fyrrverandi forsetar Slysa- varnafélagsins, Örlygur Hálfdanarson, núverandi forseti Slysavarnafélagsins og Guðmundur Ágústsson, formaður Umferðarráðs. INNLENDAR FRETTIR Atlantsflug í loftið innan skamms: FÁ 10 ÞÚSUND FARÞEGA FRÁ MEGINLANDINU Nýtt flugfélag, Atlants- flug, ætlar að hefja reglu- bundið leiguflug frá þrem borgum í Þýskalandi til Is- lands í vor. Einnig er lík- legt að félagið muni að ein- hverju leyti annast leigu- flug fyrir íslenskar ferða- skrifstofur í sumar. Atl- antsflug hefur opnað skrifstofur í Reykjavík, Hamborg og London. Halldór Sigurðsson, sem lengi var einn af yfirmönnum Arnarflugs, er forstjóri hins nýja félags. Hann sagði í sam- tali við Alþýðublaðið, að eftir að samgönguráðherra hefði gefið leiguflug frjálst yfir sumartímann hefði Atlants- flug þegar hafist handa um að afla verkefna. Árangurinn er þegar orðinn sá, að frá byrjun apríl á næsta ári mun félagið fljúga reglubundið leiguflug frá Köln, Hamborg og Múnchen til íslands og mun því flugi haldið áfram allt fram í september. Ein- göngu er selt í þessar ferðir í þýskumælandi svæðum Evr- ópu og er sala hafin á megin- landinu. Áætlanir gera ráð fyrir að fjöldi farþega geti orðið 8—10 þúsund næsta sumar. Halldór sagði að við- ræður við íslenskar ferða- skrifstofur um leiguflug frá landinu, svo sem sólarlanda- ferðir, væru að hefjast. Atlantsflug fékk flugrekstr- arleyfi á síðasta ári og upp- haflega var ætlunin að starfa á erlendum vettvangi. Með því frjálsræði sem samgöngu- ráðherra kom á varðandi leiguflug hérlendis breyttust forsendur og var ákveðið að sinna einnig íslenska mark- aðnum. Félagið mun nota Bo- eing 727—200 leiguþotu til rekstursins með þriggja manna áhöfn í stjórnklefa. Vélin tekur 173 farþega og hefur flugdrægni til að fljúga í einum áfanga til hinna hefð- bundnu sólarlanda. Þrjár flugáhafnir verða ráðnar og er þar um að ræða íslenska flugmenn, flugvélstjóra og flugfreyjur. Það er hlutafélag sem stendur að Atlantsflugi og er Halldór Sigurðsson, forstjóri Atlantsflugs, er bjartsýnn á framtíð hins nýja flugfélags. A-mynd: E. Ól. Halldór Sigurðsson aðaleig- andi. Flugleiðir hafa sem kunn- ugt er leyfi til áætlunar- og leiguflugs til Frankfurt og Hamborgar. Má því búast við að samkeppni verði milli þessara tveggja félaga um farþega frá meginlandinu næsta sumar auk samkeppni um íslenska sólarlandafara á vegum ferðaskrifstofanna eða félagasamtaka. Norrœn áœtlun um launajöfnun kynjanna: Ráðið hefur verið í stöðu verkefnastjóra varðandi áætlun norrænu ráðherra- nefndarinnar um jafnrétt- ismál sem kveður á um jöfn laun karla og kvenna á Norðurlöndum. Um er að ræða fimm ára áætlun sem unnið er að á öll- um Norðurlöndum. Verk- efnastjóri á Islandi hefur ver- ið ráðin Hildur Jónsdóttir, markaðsstjóri hjá KOM, og tekur hún við starfinu um áramótin. Hún mun hafa að- setur hjá jafnréttisráði en er ætlað að hafa frumkvæði að raunhæfum leiðum til að ná því marki að jafna laun kynj- anna. Hildur Jónsdóttir á fyrir höndum erfitt verkefni sem er áætlun um launajöfnun kynjanna. A-mynd: E.ÓI. Siglufjörður: Rikið vill selja Þerméð ramma Samningaviðræður eru í undirbúningi milli fjár- málaráðuneytisins og að- ila á Siglufirði um kaup á fyrirtækinu Þormóði ramma sem nú er svo til al- farið í eigu ríkisins. Að sögn Marðar Árnasonar, upplýsingafulltrúa ráðu- neytisins, er undirbúning- ur langt kominn af hálfu ráðuneytisins. Ríkið eignaðist 98% hlut í Þormóði ramma eftir að rekstur fyrirtækisins var kominn í þrot. Mörður sagði það hins vegar aldrei hafa verið ætlun ríkisins að stunda útgerð og fiskvinnslu í sam- keppni við önnur fyrirtæki í sambærilegum rekstri. Ákveðið var að bjóða hlut ríkisins til sölu og miða við að heimamenn keyptu fyrirtæk- ið. Jafnframt yrði tryggt að kvóti Þormóðs færi ekki úr byggðarlaginu. Fjórar fyrir- spurnir hafa borist og eitt óformlegt kauptilboð. Ætlun- in er að ríkið eigi áfram ein- hvern hlut i Þormóði ramma. Ekki vildi Mörður nefna nein- ar tölur um verð á hlut ríkis- ins, en sagði að ekki væri raunhæft að miða við gamlar tölur um nafnverð hlutabréfa í Þormóði ramma, enda væri það ekki ætlunin að græða á þessari sölu, heldur að eign- araðild og rekstur yrði í höndum heimamanna.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.