Alþýðublaðið - 14.12.1990, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 14.12.1990, Blaðsíða 4
4 Föstudagur 14. desember 1990 MMÐUMMÐ Ármúli 36 Sími 681866 Útgefandi: Blaö hf. Framkvæmdastjóri: Hákon Hákonarson Ritstjóri: Ingólfur Margeirsson Fréttastjóri: Jón Birgir Pétursson Auglýsingastjóri: Hinrik Gunnar Hilmarsson Dreifingarstjóri: Siguröur Jónsson Setning og umbrot: Leturval, Ármúla 36 Prentun: Oddi hf. Áskrifarsími er 681866 Áskriftargjald 1100 kr. á mánuði. í lausasölu 75 kr. eintakið ÖFLUGIR A-LISTAR UM ALLT LAND Stjómmálalíf landsins ber þess merki að kosningar til Alþingis eru framundan. Mikið er þrefað á Alþingi og flokkar í óða önn að ganga frá framboðslistum sín- um þar sem ekki hefur þegar verið gengið frá þeim. Að öllu óbreyttu verður kosið í apríl eða maí en dagur- inn hefur ekki ennþá verið ákveðinn. Enn er þó ekki loku fyrir það skotið að þing verði rofið og kosningar boðaðar fyrr. Líkur á því hafa þó minnkað verulega eftir að sýnt þykir að bráðabirgðalög ríkisstjórnarinn- ar frá því í sumar um kjarasamninga verði staðfest af Alþingi. Alþýðuflokkurinn eins og aðrir flokkar hefur verið að ákvarða hverjir verða í framboði fyrir flokkinn í næstu kosningum. í sumum kjördæmum var prófkjör lá'tið skera úr um það hverjir skipuðu efstu sæti lista Al- þýðuflokksins. Annars staðar hafa kjördæmisráð ákvarðað frambjóðendur. Nú liggur fyrir hverjir skipa efstu sæti lista Alþýðuflokksins um allt land nema á Vestfjörðum og í höfuðborginni, Reykjavík. Fullskip- aður listi hefur þó aðeins verið ákvarðaður í einu kjör- dæmi, á Austfjörðum. Mlþýðuflokksmenn á Austfjörðum hafa stillt upp ákaflega sterkum lista. Alþýðuflokkurinn hefur aldrei náð því að fá þingmann kjörinn í því kjördæmi þótt nokkrum sinnum hafi aðeins skort á nokkur atkvæði til að ná inn manni. í síðustu alþingiskosningum vant- aði Alþýðuflokkinn á Austfjörðum aðeins 6 atkvæði til ná manni inn á Alþingi. Nú eru alþýðuflokksmenn á Austfjörðum staðráðnir í að fá mann kjörinn enda er listi Alþýðuflokksins á Austfjörðum feikisterkur og valin maður í hverju rúmi. Efsta sæti listans skipar Gunnlaugur Stefánsson, sóknarprestur í Heydölum, en hann hefur áður setið á Alþingi og öðlast þannig dýrmæta reynslu af stjórnmálum á landsvísu. Annað sætið skipar Níels Hermannsson, sem er Austfirðing- um af góðu einu kunnur, verið þar farsæll íþrótta- kennari og forystumaður í ungmenna- og íþrótta- hreyfingu Austurlands, ÚÍA. Það er því mikill baráttu- hugur í jafnaðarmönnum á Austfjörðum og Austfirð- ingar skynja nauðsyn þess að Alþýðuflokkurinn í kjör- dæminu eigi fulltrúa á Alþingi. Þegar hefur verið ákveðið hverjir skipa efstu sæti á listum Alþýðuflokksins í nokkrum kjördæmum. Þarer að finna bæði nýja og ferska frambjóðendur, sem lík- legir eru til að láta til sína taka, og reynda stjórnmála- menn, sem sýnt hafa og sannað ágæti sitt og forystu- hæfileika. Á Vesturlandi mun Eiður Guðnason, sem þekkturfyrirdugnað sinn og málafylgju, leiða lista Al- þýðuflokksins með hinn tápmikla bæjarfulltrúa, Gísla S. Einarsson, sér við hlið. Á Norðurlandi vestra verður Jón Sæmundur Sigurjónsson áfram í fyrsta sæti en hann er þekktur af málefnalegri vinnu sinni og heiðar- legum málflutningi á Alþingi. Á Norðurlandi eystra skipar nýr og ferskur baráttumaður, Sigbjörn Stein- dórsson, fyrsta sæti á lista Alþýðuflokksins og mun hann eflaust láta til sín taka á Alþingi að afloknum kosningum. Hreinn Pálsson, sem skipar annað sætið, er þekktur fyrir áreiðanleika og öf lugan málflutning. Á Suðurlandi skipar hinn góðkunni alþingismaður Árni Gunnarsson efsta sætið, þekktur baráttumaður fyrir ýmsum réttlætismálum. Annað sætið skipar Þor- björn Pálsson úr Vestmannaeyjum, sem þekkir vel til sveitarstjórnarmála og vanda og viðfangsefna út- gerðarstaða. Á Reykjanesi leiðir Jón Sigurðsson ráð- herra lista Alþýðuflokksins en Jón er öllum lands- mönnum kunnuraf verkum sínum. Næstu sæti skipa alþingismennirnir Karl Steinar Guðnason og Rann- veig Guðmundsdóttir, sem bæði búa yfir reynslu og þekkingu af sveitarstjórnarmálum auk margvíslegra viðfangsefna landsstjórnarinnar. Fjórða sætið, bar- áttusætið, skipar svo ungur baráttumaður, Guð- mundur Árni Stefánsson bæjarstjóri, sem býr þó yfir mikilli reynslu og hefur víðtæka þekkingu af stjórn- málum. Af þessu má sjá að Alþýðuflokkurinn býður upp á mikið mannval á listum sínum við komandi kosningar. Ekki hefur enn verið ákveðið hvernig listi Alþýðu- flokksins á Vestfjörðum verður skipaður né í Reykja- vík. í Reykjavík verður opið prófkjör látið skera úr um það hverjir skipi þar efstu sæti. Auk þess sem Alþýðu- flokkurinn hefur mjög góða málefnalega stöðu, mun hann því bjóða upp á góða frambjóðendur í þeim al- þingiskosningum sem fram fara á næsta ári. ■■ FÖSTUDAGSGREIN MORALEN ER... Það væri t.d. gaman að fá hug- myndir um jöfnun atkvæðaréttar og álit erlendra mannréttinda- stofnana á atkvæðamisvægi. Ætli Egill Jónsson gæti ekki kippt því í lag fyrir flokksins hönd. En bqnkaráðin?_______________ Einhversstaðar í grundvallar- atriðabunka flokksins hljóta líka að leynast skjöi um aðskilnað valdþáttanna. Siðbótahreyfingin hlýtur að halda því fram að nú sé of mikið samkrull á milli löggjafar- og framkvæmdavalds. Næst talar Friðrik Sophusson örugglega fyrir því að skerpa þarna skilin. Dæmin hlýtur hann að taka af ríkisbanka- ráðunum enda þarf hann þá ekki að leita út fyrir þingflokkinn eftir aðstoð við ræðuundirbúninginn. Þetta kæmi örugglega inn á vangaveltur Morgunblaðsins um nauðsyn á auknu sjálfstæði Seðla- bankans og framkomna fyrir- spurn á Alþingi um aðferðir við að velja bankastjóra þar. Nýtt lif_____________________ Á síldinni í gamla daga var einn sem alltaf iðraðist eftir fylleríin. Hann endurskipulagði líf sitt frá grunni á hverjum einasta mánu- dagsmorgni. Það sumar hóf hann 60 sinnum nýtt líf. Spurningin er hvað Sjálfstæði- flokknum endist lengi sinn mórall. Hvar hefur Sjálfstæðisfiokkurinn komist i brenni- vin? Svona mikinn móral fær enginn af Gvendar- brunnavatni einu saman. Samviskubitið yfir bráðabirgða- lagasetningu áratuganna brýst nú út í siðvæðingaöldu, sem enginn veit hvar brotnar. Þessi nýsköpun hugans og siðferðisins gerði engin boð á undan sér því ekki var ann- að séð alveg fram á síðasta dag en að þeir sjálfstæðismenn yndu sér vel í faðmi kerfisins. Sumarið 1983 settu þeir bráða- birgðalög á laun allra landsmanna og voru sakaðir um að skerða þau um allt að fjórðung. En þeir depl- uðu ekki auga. Þannig liðu árin í ieik og söng og bráðabirgðalögum. Guðmundur Einarsson skrifar Hvað með___________________ atkvæðavægið?______________ Ekki skal lasta það að menn fái áhuga á að bæta iíf sitt. Gömlum flutningsmönnum tillagna um að að afnema heimild til bráða- birgðalagasetninga hlýnar um hjartarætur. Vonandi láta þeir ekki hér við sitja. Það þarf að huga að fleiri sið- ferðis- og grundvallaratriðum. Sjáifstæðisflokkurinn er búinn að fara með formennsku í stjórnar- skrárnefndinni í eitthvað á annan áratug, svo líklegt er að þeir eigi orðið slangur af umbótatillögum.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.