Alþýðublaðið - 14.12.1990, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 14.12.1990, Blaðsíða 5
Föstudagur 14. desember 1990 5 Engar sögur fara af því að nokkur í íslensku sendinefndinni í Brussel í liðinni viku hafi fellt tár yfir því að fjögurra ára frí- verslunarviðraeður milli flestra þjóða heims fóru út um þúfur, þegar steytti á landbúnaðar- skerinu, segir Birgir Árnason. Myndin er af nýjustu stórfjárfestingu íslenskra bænda, rúllu- baggatækninni, sem ekki virðist stuðla að lægra vöruverði, — það hefði GATT-samningur hins vegar gert. EFTIR BIRGI ÁRNASON Ekki er öll vitleysan ems Nú hefur íslenska Iandbúnaðar- mafían fundið sér samherja í Evr- ópubandalaginu. Ekki er öll vit- leysan eins. Sagt er að Steingrímur J. Sigfús- son landbúnaðarráðherra og Haukur Halldórsson, formaður Stéttarsambands bænda, sem staddir voru í Brussel í síðustu viku, hafi tekið gleði sína aftur þegar fulltrúar landbúnaðardeild- ar Evrópubandalagsins höfnuðu samkomulagi um aukna fríverslun með landbúnaðarvörur í GATT-viðræðunum síðastliðinn föstudag. Þar með var tryggt að íslensk stjórnvöld þyrftu ekki að standa við tillögu sína á þessum vett- vangi, tillögugerð sem talin var marka tímamót innan ríkisstjórn- arinnar en gekk þó í raun svo skammt að telja verður hallæris- legt. Engar sögur fara af því að nokk- ur í íslensku sendinefndinni í Brussel í liðinni viku hafi fellt tár yfir því að fjögurra ára fríverslun- arviðræður milli flestra þjóða heims fóru út um þúfur þegar þær steytti á landbúnaðarskerinu. Þó fólst í þessum viðræðum von um verðlækkun á vörum og þjónustu neytendum um allan heim til hagsbóta, og ekki síður um aukn- ar útflutningstekjur þróunarríkja. En hætt er við því að skjólið af Evrópubandalaginu verði fram- sóknarmönnum í öllum flokkum á íslandi skammgóður vermir. Evr- ópubandalaginu verður ekki stætt á því að halda landbúnaðarstefnu sinni til streitu öllu lengur. Því ræður ekki umhyggja fyrir eigin almenningi hvað þá fátækum þjóðum í þriðja heiminum heldur fyrst og fremst þróun mála í Aust- ur-Evrópu og Sovétríkjunum. Það er að verða deginum Ijósara að ef koma á í veg fyrir langvar- andi hörmungar í ríkjum Austur- Evrópu — og meiri landflótta það- an en Evrópa hefur áður kynnst og kallar hún þó ekki allt ömmu sína í þeim efnum — munu þau þurfa á stórfelldum stuðningi Vest- urlanda að halda. Fyrst í stað get- ur verið um að ræða neyðaraðstoð í formi matvæla og lyfja en til lengri tíma litið verður stuðning- urinn að felast í afskrift skulda, er- lendri fjárfestingu og síðast en ekki síst aðgangi að mörkuðum fyrir þær vörur sem Austur-Evr-' ópuríkin geta hægast framleitt. Hvaða vörur eru það? Margvís- legur iðnvarningur og — auðvitað — landbúnaðarvörur. Nú kann einhverjum að þykja það skjóta skökku við að ríkin í austri geti innan tíðar orðið útflytj- endur landbúnaðarvara á sama tíma og fyrir liggur að nokkur þeirra þurfi á neyðarhjálp að halda vegna matvælaskorts. Því er til að svara að fátt undirstrikar betur eymd kommúnismans en getuleysi þessara ríkja til að gefa þegnum sínum almennilega að éta. Landgæði í Austur-Evrópu eru engu lakari en í álfunni vestan- verðri og í Sovétríkjunum eru þau sennilega víða betri en í Banda- ríkjunum. Með skynsamlegri skip- an landbúnaðarmála — og þá á ég við markaðsbúskap — verður þess ekki langt að bíða að yfrið nóg verði af matvælum í Austur-Evr- ópu. Það er fallvalt að reiða sig á bræðralagsþel þegar hagsmunir rekast á en óhætt að treysta á eig- ingjarnar hvatir. Evrópubandalag- ið mun ekki eiga annarra kosta völ í næstu framtíð en heimila inn- flutning landbúnaðarvara frá Austur-Evrópu til að koma í veg fyrir holskefiu flóttamanna þaðan. Þar með verður endi bundinn á hina sameiginlegu landbúnaðar- stefnu bandalagsins. Ég get vel unnt landbúnaðarráð- herra og formanni Stéttarsam- bands bænda að gleðjast yfir ný- fundnum vini því sá hlær best sem síðast hlær. EINDAGI STAÐGREIÐSLUFJÁR ER 75. HVERS MÁNAÐAR Launagreiðendum ber að skila afdreginni staðgreiðslu af launum og reiknuðu endurgjaldi í hverjum mánuði. Með gírókerfi staðgreiðslu er unnt að greiða í öllum bönkum, sparisjóðum og pósthúsum. Eindagi staðgreiðslufjár er 15. hvers mánaðar. Munið að gera skil tímanlega! RSK RÍKISSKATTSTJÓRI cfÁ^ÐS^

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.