Alþýðublaðið - 14.12.1990, Blaðsíða 6
6
Föstudagur 14. desember 1990
Vann Happdrœtti HÍ 35 milljónir?
Bandarísk yfirvöld segja hamborgaranum, pítunni, pulsunni og öðru öskutunnufœdi stríð
á hendur — minni fita, meira grœnmeti eru skilabodin til allrar heimsbyggdarinnar
Við spilum
ekki með
— segir skrifstofustjórinn
Sumir viðskiptavina Happ-
drættis Háskólans eru hinir
reiðustu þessa dagana þar sem
trompvinningur í desember að
upphæð 25 milljónir króna gekk
ekki út er dregið var á dögunum.
Tveir fimm milljóna vinningar
gengu ekki heldur út og þykir
mörgum sem þarna sé happ-
drættið að hlunnfara þá sem
spila með. Jón Bergsteinsson,
skrifstofustjóri happdrættisins,
aftekur hins vegar að hægt sé að
líta málin þeim augum.
„Við höfum ekki unnið 35 milljón-
ir af viðskiptavinunum og er fráleitt
að halda slíku fram. Happdrættið
spilar ekki með. Það sem skiptir öllu
er sú staðreynd, að Happdrætti Há-
skóla íslands greiðir 70% af and-
virði seldra miða til baka í formi
vinninga. Lottóið borgar 37% ■ i
vinninga og litlu happdrættin um
16%. Þá borgum við 50% út af sölu
á Happaþrennunni," sagði Jón Berg-
steinsson.
— En þið auglýsið að tromp-
miði geti gefið vinning að upp-
hæð 25 milljónir og svo fær eng-
inn vinninginn. Er nema von að
fólki gremjist og má ekki bara
draga úr seldum miðum?
„Það er alltof flókið mál að draga
bara úr seldum miðum enda gætum
við þá ekki auglýst vinningaskrá
þar sem við vissum ekki fyrirfram
hvað seldist mikið af miðum. Þá
gætum við bara sagt að við greidd-
um út hluta af inntektinni í vinninga
en ekki hversu miklar upphæðir.
Það má segja að það sé neikvætt
fyrir Happdrættið þegar stærstu
vinningarnir ganga ekki út eins og
nú og á síðasta ári. Við hefðum vilj-
að að einhverjir hefðu unnið þá. En
stóru vinningarnir hjá okkur eru
miklu minna hlutfall en hjá mörgum
öðrum happdrættum, eða bilinu
10—20% Það sem skiptir öllu máli í
heild er að við greiðum út í vinninga
700 krónur af hverjum 1.000 sem
inn koma. Verð á trompmiða á
þessu ári var 2.500 krónur á mánuði
og verður óbreytt á næsta ári," sagði
Jón Bergsteinsson.
SITJIR ÞÚ í BÍL -
SPENNTU ÞÁ BELTID! llS™"
BURTU MEÐ
FEITMETIÐ!!
„Borðið minni fitu og meira af grænmeti og ávöxt-
um." Þetta eru i stuttu máli skilaboð bandariskra heil-
brigðisyfirvalda til þjóðarinnar fyrir mánuði siðan.
Þessi skilaboð munu án efa berast um jarðarkringluna
alla og breyta neysluvenjum viða um lönd. Bandarikin
hafa lengi verið leiðandi þjóð um veröld viða i matar-
mennt. Allir þekkja Hot Dogs-pylsumenninguna, ham-
borgarana, pitsurnar og fleira og fleira sem seytlað
hefur frá Bandarikjunum til annarra landa. Þvi er búist
við að Bandarikjamenn hafi geysileg áhrif nú sem fyrr.
Það voru Landbúnaðarráðuneyti
Bandaríkjanna og ráðuneyti heilsu-
farsmála og þjónustustarfsemi sem
gáfu út hinar nýjar línur í mataræði.
Tekið er mið að síðustu ráðlegging-
um frá 1985, en margt nýtt tekið
með í reikninginn samkvæmt nýj-
ustu niðurstöðum vísindamanna. í
fyrsta sinn er í þessum nýju leiðbein-
ingum um mataræði ráðlögð ýmis
lágmörk innihalds ýmissa efna í
matvælum, m.a. um magn á fitu í
mataræði sem stofnanirnar geta tal-
ið heilsusamlegar.
Clayton Yeutter landbúnaðarráð-
herra sagði blaðamönnum í byrjun
nóvember að leiðbeiningarnar nú
væru skýrari, sterkari og yfirgrips-
meiri og trúlega mun meira virði
fyrir allan almenning en áður. „I
stuttu máli segja þær að fólk ætti að
hafa margbreytilegan mat á borð-
um, en hann ætti að vera með lágu
innihaldi mettaðrar fitu og með litlu
kólesteroli." Ráðherrann sagði að
skýrslan Næringin og heilsa þín:
Viðmiðunarreglur um mataræði
fyrir Bandaríkjamenn myndi
eiga eftir að bæta heilsu fólks um
allan heiminn. Sagði hann að víða
um lönd væri litið til Bandaríkj-
anna, t.d. matarvenja þeirra. Hollar
matarvenjur í Bandaríkjunum yrðu
öðrum þjóðum til eftirbreytni.
En lítum aðeins á hina nýút-
komnu skýrslu um bættar matar-
venjur Bandaríkjamanna- og ann-
arra þjóða:
O Borðið fjölbreyttan mat og haldið
eðlilegri líkamsþyngd.
O Veljið mat sem er laus við fitu,
mettaða fitu og kólesterol.
oVeljið daglegan kost sem inni-
heldur mikið af grænmeti, ávöxt-
um og korni.
O Notið sykur, salt og natríum í
mesta hófi.
O Og ef þið notið áfenga drykki,
gerið það þá í mesta hófi.
I leiðbeiningunum er sagt að
heildarfita ætti alls ekki að gefa
meira en 30% af daglegri hitaein-
ingaþörf. Einnig að mettuð fita, að-
allega dýrafita og fita úr trópískum
olíum, mætti helst ekki vera meira
en 10% af heildarhitaeiningum
dagsins. Þetta þýðir stórfellda skerð-
ingu á fituneyslu Bandaríkjamanna
frá því sem hún er í dag.
Offita er vandamál, sem hrjáir fólk
viða um heim. Nú ætla bandarísk yf-
irvöld að taka landsmenn í grenn-
ingu, og heimsbyggðina væntanlega
með, enda hafa ýmsar og oft miður
óhollar matarvenjur, borist frá
Bandaríkjunum til annarra ianda. Nú
á að verða breyting á.
RAÐAUGLÝSINGAR
FJÓRÐUNGSSJÚKRAHÚSIÐ
Á AKUREYRI
Afleysingastaða sérfræðings við Bæklungardeild
F.S.A. er laus til umsóknar frá og með 01.03.1991.
Ráðningartími er 6 mánuðir.
Upplýsingar gefur yfirlæknir Bæklunardeildar í
síma F.S.A. 96-22100 eða heimasíma 96-21595.
Umsóknir sendist framkvæmdastjóra F.S.A. fyrir
15. janúar 1991.
Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri.
L
LANDSVIRKJUN
Útboð
Landsvirkjun óskar hér með eftir tilboðum í smíði
stálhluta í undirstöður, stagfestur o.fl. vegna bygg-
ingar 220 kV Búrfellslínu 3 (Sandskeið-Hamranes) í
samræmi við útboðsgögn BFL-12.
Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu Landsvirkj-
unar að Háaleitisbraut 68, Reykjavík, frá og með
fimmtudeginum 13. desember 1990 gegn óaftur-
kræfu gjaldi að upphæð kr. 2.000,-
Smíða skal úr u.þ.b. 50 tonnum af stáli, sem Lands-
virkjun leggur til. Hluta stálsins skal heitgalvanhúða
eftir smíði.
Verklok eru 15. febrúar, 1. mars og 1. apríl 1991.
Tilboðum skal skila á skrifstofu Landsvirkjunar,
Háaleitisbraut 68,103 Reykjavík, eigi síðaren föstu-
daginn 28. desember 1990 fyrir kl. 12.00, en tilboðin
verða opnuð þar þann dag kl. 13.30 að viðstöddum
þeim bjóðendum sem þess óska.
Reykjavík, 10. desember 1990.
Floklc
tarfið
Alþýðuflokksfélag
Garðabæjar og Bessastaðahrepps
JÓLAGLÖGG ... verður að Goðatúni 2 kl. 20.30
laugardaginn 15. desember.
Allir flokksmenn velkomnir.
Stjórnin.
Félag frjálslyndra jafnaðarmanna
FUNDARBOÐ
Kosningastefnuskrá prófkjörsmái í Reykjavík
FFJ boðartilfundarnæstkomandi mánudagskvöld,
17. desember, klukkan 20.30 stundvíslega í Rósinni,
félagsmiðstöð jafnaðarmanna að Hverfisgötu
8—10.
Dagskrá er sem hér segir:
1) Forysta til framtíðar: drög að kosningastefnu-
skrá Alþýðuflokksins, Guðmundur Einarsson
kynnir drögin sem eru í mótun þessa dagana. Að
því loku verða umræður.
2) Prófkjörsmál og framboð í Reykjavík. Meðal
annars verður sagt frá niðurstöðum aðalfundar
fulltrúaráðs Alþýðuflokksfélaganna í Reykjavík.
Umræður.
Mætum öll á fróðlegan fund og höfum áhrif.
Tökum gesti með okkur.
Stjórnin.
Félagsmiðstöð jafnaðarmanna
Hverfisgötu 8—10
Sími15020
Rósin
Opið verður laugar-
daginn 15. desember
kl. 14—01.
Komið og fáið ykkur
kók, og kaffi, öl eða
jólaglögg, einnig
vöfflur með rjóma.
Jólasveinninn kemur
kl. 16—17,
HÓKUS PÓKUS
Pétur Gísli Finn-
björnsson sjón-
hverfingamaður
kemur í heimsókn kl.
'16.
/------------------\
Tvær leiðir
eru hentugar til þess
að verja ungbarn í bíl
Látið barnið annaðhvort liggja
í bílstól fyrir ungbörn eða
barnavagni sem festur er
með beltum.
ÚUMFERÐAR
RÁÐ