Alþýðublaðið - 14.12.1990, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 14.12.1990, Blaðsíða 2
2 Föstudagur 14. desember 1990 Fólk Sigfús og Gisli sýna Að Kjarvalsstöðum halda tveir listamenn sýningar á verkum sínum og standa þær fram til 23. desember. í vestursal er það Sig- fús Halldórsson sem heldur sýn- ingu á málverkum og í austursal er það Gísli Sigurðsson sem sýn- ir þar málverk sín. Kjarvalsstaðir eru opnir daglega frá kl. 11 til 18 og er veitingabúðin opin á sama tíma. Aðventusýning List- málarafélagsins Listhús ad Vesturgötu 17 hefur tekið upp þá nýbreytni að halda sérstaka aðventusýningu, sölu- sýningu á myndverkum nokk- urra af þekktustu listmálurum þjóðarinnar. Málverk er að sjálf- sögðu hin glæsilegasta jólagjöf, og verð á þeim er með ýmsu móti, svo og greiðslukjörin. Þá færist það í vöxt að fólk gefur sjálfu sér og heimili sínu failega mynd í jólagjöf. Þeir sem sýna og selja í Listhúsi eru engir aukvis- ar: Björn Birnir, Bragi Ásgeirs- son, Einar G. Baldvinsson, Elías B. Halldórsson, Gudmunda Andrésdóttir, Hafsteinn Aust- mann, Jóhannes Jóhannesson, Jóhannes Geir, Kjartan Gudjóns- son, Kristján Davídsson, Pétur Már, Helga Magnúsdóttir og Kristín Geirsdóttir. Jón N. Pálsson lætur af störfum Um síðustu mánaðamót lét af störfum hjá Flugleiðum sá starfs- maður sem á lengstan starfsferil að baki allra núverandi starfs- manna. Það er Jón N. Pálsson, yfirskoðunarmaður í Skoðunar- deild félagsins. Hann hóf störf hjá Flugfélagi íslands árið 1943 og átti því að baki 47 ára starfs- aldur. Jón er flugvirki að mennt og hefur starfað fyrir Flugfélag Islands og síðan Flugleiðir alla sína starfsævi. Hann verður nú að láta af störfum þar sem hann hefur náð 67 ára aldri. Horft yfir sviðið Kunnuglegt andlit blasti við á áheyrendapöllum Alþingis á dögunum. Halldór E. Sigurðs- son, fyrrum þingmaður og ráð- herra, sat þar einn síns liðs og hlýddi á ræður þingmanna. Svipurinn er óræður og ekki gott að sjá hvort honum líkar betur eða verr það sem hann verður vitni að úr stúkusæti sínu er hann horfir yfir sviðið. A- mynd: E.Ól. FRÍTTASK ÝRING Smábátum hefur fjölgað svo að undanförnu að kvóti þeirra dugar engan veginn fyrir fjármagnskostnaöi af nýjum bátum en nýju bátarnir hafa jafnframt skert aflaheimildir þeirra eldri. Sívaxandi gagnrýni á kvótakerfiö í sjávarútvegi: ÁVÍSUN EN EKKI ATVINNURÉTTINDI Eitt helsta deilumál siðari árin hefur verið kvóta- kerfið i sjávarútvegi. Það er ekki skrýtið að jafn- mikið hagsmunamál eg stjórn fiskveiða skuli valda deilum. Allir virðast þó orðnir sammála um það að stýra verði sókn i fiskstofnana til að koma i veg fyrir ofveiði. Hins vegar virðist sem efasemdir um ágœti núverandi kvótakerfis eg þau nýju lög um stjórn fiskveiða sem taka gildi um áramótin fari vaxandi. TRYGGVI HARÐARSON SKRIFAR Mikil og almenn óánægja virðist t.d. nú með aflakvóta sem settur hefur verið á smábáta. Mikið kvótabrask hefur fylgt í kjölfarið þar sem braskarar virðast of á tíð- um bera meira úr býtum en þeir trillukarlar sem stundað hafa sjó- inn áratugum saman. í mörgum tilvikum hefur trillukvótinn verið seldur samstundis og því fundið fé en ekki atvinnuréttur. En smá- bátaútgerðin er aðeins brot af stærra dæmi. Ennþá greinir menn í grundvallaratriðum um hvernig fiskveiðum skuli stjórnað. Ljóst er að núverandi kvótakerfi hefur fært einstaklingum og fyrirtækj- um milljarðaverðmæti án þess að nokkuð hafi komið á móti. Sameign þjóðarinnar gfhent til eilifðar__________ Deilt er enn um lykilatriði eins og hverjir eigi kvótann, fiskinn í sjónum, og hvernig og hverjum beri að framselja hann. Þrátt fyrir að í lögum um st jórn fiskveiða segi að fiskimiðin séu sameign þjóðar- innar er það haldlítið ef einstak- lingar og fyrirtæki fá veiðiréttinn afhentan til eilífðar fyrir ekki neitt. Samkvæmt núverandi kvóta- kerfi hefur þeim sem stundað hafa fiskveiðar ákveðin ár verið færður kvótinn á silfurdiski. Menn sem ekkert áttu nema verðlausan bát eða skuldsettan í topp stóðu allt i einu uppi með milljónir á milli handanna. Hjá öðrum var kvótinn eignaaukning að sama skapi. Það er því ekki óeðlileg krafa þjóðar- innar að hún geri tilkall til ein- hvers afgjalds fyrir fiskveiðiréttinn sem hún samkvæmt lagabókstafn- um er lögmætur eigandi að. Þá deila menn um grundvallar- atriði eins og þau hvort stjórn fisk- veiða skuli byggjast á markaðsiög- málum eingöngu, að hluta til eða alls ekki. Mikið er t.d rætt um byggðakvóta sem er í raun festing á kvóta við ákveðin byggðarlög eða svæði. Sú krafa er sett fram í krafti byggðastefnu og að tryggja beri einstökum byggðarlögum eða héruðum aðgang að fiskveiði- rétti. Marlcaðslögmál —____________ tegarinn og trillan_________ Flestir sem tjá sig um þessi mál tala um nauðsyn þess að gæta beri að hagkvæmni veiða og vinnslu við stjórn fiskveiða. Sumir telja að markaðslögmálin séu best til þess fallin. Aðrir telja hins vegar að markaðslögmálin tryggi það ekki og því beri að vera með ákveðna pólitíska stýringu á úthlutun veiði- heimilda eins og til dæmis byggða- kvóta. Enn aðrir halda því beinlín- is fram að það eitt og sér að halda landinu öllu í byggð sé nægileg ástæða tii að hafna markaðskerf- inu. Séu menn hins vegar á annað borð samþykkir þvi að sækja beri fiskinn í sjóinn með sem minnst- um tilkostnaði hlýtur það að vera eðlilegt að bjóða þá vinnu út. Þ.e.a.s. þeir sem eru tilbúnir að borga mest fyrir veiðiréttinn, eða taka minnst fyrir að sækja fiskinn, fái það en aðrir sitji heima. Þess ber þá að gæta að menn verða að sitja við sama borð. 1 gengum tíð- ina hefur ríkið verið að styrkja út- gerðarfyrirtæki með einum eða öðrum hætfi og með þvi i raun skekkt samkeppnisgrundvöllinn. Það væri t.d. fróðlegt að fá úr því skorið hvort ódýrara sé að sækja þorsk í sjó á átta tonna trillu eða 300 tonna togara. Sá samanburð- ur fæst þó varla meðan togaraút- gerðarfyrirtæki eiga kost á ýmiss konar opinberri fyrirgreiðslu meðan trillukarlar eru látnir sigla sinn sjó. Þess þekkjast t.d. mörg dæmi að hin stærri útgerðarfyrir- tæki sem hafa fengið stórfellda fyrirgreiðsiu frá ríkinu hafi verið að kaupa upp trillur til þess að ná til sín kvóta þeirra. Smábátaeigendur aö vonum súrir_________________ Með nýjum lögum um stjórn fiskveiða sem taka gildi um ára- mótin er í raun verið að eignfæra kvótann á útgerðaraðila og kol- festa kvótakerfið. Þessu hafa ýms- ir mótmælt og þar á meðal sjó- mannasamtökin. Eins taka gildi með nýju lögunum ákvæði um að sveitarfélög hafi forkaupsrétt á skipi og kvóta standi til að selja það úr byggðarlaginu. Getur það orðið til að setja mikla pressu á einstaka sveitarfélög því þau geta horft fram á efnahagslegt hrun hvort sem forkaupsréttar er neytt eða ekki. Engu að síður er sú hætta fyrir hendi að sveitarfélag setji sig á hausinn frekar en að horfa á eftir hugsanlega öllum sín- um kvóta burt. Sú mikla óánægja sem nú hefur blossað upp í kjölfar þess að smá- bátum var úthlutað aflamark er að mörgu leyti skiljanleg. Slík úthlut- un hlýtur ávallt að orka tvímælis og getur í ýmsum tilvikum verið ákaflega ranglát. Hins vegar þýðir lítið fyrir trillukarla að gráta það þó þeir selji frá sér kvótann og þar með lífsviðurværið. Varla myndi kartöflubændum í Þykkvabænum detta í hug að selja frá sér útsæðið nema til þess að bregða búi. Smábátum hefur fjölgað mjög að undanförnu og þar með hefur heildarkvóti þeirra deilst á fleiri hendur og kemur því minna í hlut hvers og eins. Það hefur þrengt mjög að þeim sem ætla sér að lifa af þessari útgerð meðan aðrir gera sér peninga úr fiskveiðiréttinum. Hins vegar er það skiljanlegt að þeir smábátaeigendur sem áfram stunda sjóinn fyllist gremju þegar svo og svo stór hluti sameiginlegs kvóta smábátanna er seldur nán- ast áður en honum er úthlutað. í mörgum tilvikum var verið að rétta mönnum ávísun upp i hend- urnar en ekki atvinnuréttindi eins og ætla mætti.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.