Alþýðublaðið - 14.12.1990, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 14.12.1990, Blaðsíða 1
FÖSTUDAGUR 14. DESEMBER 1990 KORTAFYRIRTÆKI RENNA SAMAN: Fyrirtækin Kreditkort hf. og Samkort hf. verða eitt fyrirtæki um áramótin og flytur hið síðarnefnda þá að Ármúla 28 þar sem Kreditkort hafa verið til húsa frá upphafi. Sérmerkt Samkort sem veitt hafa ýmsum hópum sérfríðindi verða áfram í gildi eftir sameiningu fyrirtækjanna. Þá munu kort- hafar jafnframt hafa í höndum kort sem gildir erlendis á 8 milljón afgreiðslustöðum Eurocard. 4 MILLJÓNIR í NÁM- SKEIÐ FYRIR AT- VINNULAUSA: Félags- málaráðherra, Jóhanna Sigurðardóttir, hefur í samráði við ráðgjafarnefnd vinnumálaskrifstofu félags- málaráðuneytisins ákveðið að veita 4 milljónir króna til námskeiðahalds fyrir at- vinnulausa í samvinnu við Menningar- og fræðslusam- band alþýðu. Þau verða haldin í framhaldi af þeirri tilraun sem gerð var á vegum Reykjavíkurborgar með tilstyrk félagsmálaráðuneytisins og Atvinnuleysistryggingasjóðs með slíkt námskeiðahald. Fyrirhugað er að vera með farandnámskeið sem haldið verði þar sem þörf er á vegna atvinnuleysis. AKUREYRARKIRKJUDYRNAR OF LITLAR: séra Birgir Snæbjörnsson prófastur hótar að segja af sér verði fylgt eftir reglum um brunavarnir í Akureyrarkirkju. Samkvæmt brunavarnarreglugerð mega aðeins 160 manns koma saman í kirkjunni en hún tekur 480 manns í sæti og stundum eru þar komnir saman mun fleiri kirkju- gestir. Málið snýst um að stækka dyrnar eða fjölga þeim. dagar til jóla HVERS ÓSKARÞÚ ÞÉR Í JÓLAGJÖF? Valdís Gunnarsdóttir á Bylgjunni: „Ég vildi óska þess að ég gæti gefið öllum jóla- gjöfina sem ég vildi helst fá sjálf: frið, hamingju, ást og jafnvægi. Og helst myndi ég pakka því inn í svart flauel og skreyta með stórri bleikri rós. Annars er ég ótrúlegur jólasveinn og finnst því óskapléga gott að liggja í leti í silkináttfötunum mínum um jólin með góða bók, „Óbærilegur létt- leiki tilverunnar,” kakó og konfekt. . . Gleðileg jól!“ LEIÐARINN Í DAG Alþýðuflokkurinn hefur í flestum kjördæmum ákveðið hverjir skipi efstu sæti lista flokksins. Aust- firðingar hafa þegar gengið frá skipan í öll sæti list- ans með þá Gunnlaug Stefánsson og Níels Her- mannsson í efstu sætum. Alþýðuflokkurinn verður með prófkjör í Reykjavík febrúar. Ljóst er að baráttu- glaðir og öflugir frambjóðendur munu skipa A-lista um allt land. SJÁ LEIÐARA Á BLS. 4: ÖFLUGIR A-LISTAR UM ALLT LAND. Ávísun en ekki Jm JE* Ekki er öll J|| atvinnuréttindi 5 vitleysan eins Með því að úthluta kvóta til smábátaeigenda í mörgum til- fellum ekki verið að tryggja þeim atvinnuréttindi, segir í fréttaskýringu eftir Tryggva Harðarson. I „Nú hefur íslenska landbún- aðarmafían fundið sér sam- herja í Evrópubandalaginu," segir Birgir Árnason sem fjallar um frjálsa verslun og GATT-viðræður. Moralen er „Hvar hefur Sjálfstæðis- flokkurinn komist í brennivín? Svona mikinn móral fær eng- inn af Gvendarbrunnavatni einu saman," segir Guðmund- ur Einarsson. Borgin byggir í leyfisleysi Nýr vettvangur kœrir framkvœmdir á Öskjuhlíd fyrir félagsmálaráduneytinu Stjórnendur Reykjavík- urborgar telja sig greini- lega ekki þurfa að hlíta þeim lögum sem almenn- ingur verður að sætta sig við. Þeir byggja án þess að hafa til þess tilskilin leyfi og án þess að nokkurs staðar hafi verið sam- þykkt að byggja með form- legum hætti. Hér er um að ræða byggingu jarðhýsis á Oskjuhlíð. Borgarfulltrúar Nýs vett- vangs hafa nú kært meðferð málsins til félagsmálaráðu- neytisins. Erindi um bygging- arleyfi fyrir umrætt jarðhýsi kom fyrst fyrir byggingar- nefnd Reykjavíkurborgar þann 6. nóv. og aftur 29. nóv en fékkst þá ekki afgreitt þar sem aðeins tveir greiddu því atkvæði en þrír sátu hjá. Af- greiðsla byggingarnefndar er ekki gild nema meirihluti nefndarinnar taki þátt í af- greiðslu málsins. Á fundi byggingarnefndar í gær hafði hins vegar tveirfi af fulltrúum Sjálfstæðisflokks- ins snúist hugur og greiddu þeir umræddu leyfi atkvæði sitt og var það þá samþykkt með fjórum atkvæðum gegn einu. Hitaveita Reykjavíkur fór af stað með byggingu jarðhýsis á Öskjuhlíðinni þar sem gleymst hafði að gera ráð fyr- ir ýmiss konar starfsemi í tengslum við veitingahúsið á hitaveitutönkunum. Þegar það kom í Ijós var brugðist hratt við og ákveðið að byggja jarðhýsi við hlið tank- anna. Svo mikill var flýtirinn að ekki gafst tími til að sam- þykkja byggingaráforminn í stjórn veitustofnana, sem stýrir Hitaveitunni. Það var ekki fyrr en í síðustu viku að samþykkt var í stjórn veitu- stofnana að byggja umrætt hús, þá þegar framkvæmdir voru vel á veg komnar. Páll Gíslason, formaður stjórnar veitustofnana, sagði við Al- þýðublaðið að það hefðu ver- ið handvömm að samþykkja ekki bygginguna formlega á fundi. Hjá embætti byggingarfull- trúa fengust þær upplýsingar að embættið hefði gefið grænt ljós á umræddar fram- kvæmdir án þess að nefndin hefði samþykkt þær. Það nefndar þann 29. nóv., að arfulltrúar Nýs vettvangs leyfði framkvæmdum að ekki væri meirihluti fyrir meðferð málsins enda brýtur halda áfram þrátt fyrir að fyr- byggingarleyfi. Af þessum og hún freklega í bága við bygg- ir lá, eftir fund byggingar- fleirum ástæðum kæra borg- ingarlög. Vann Happdrætti HÍ 35 milljónir? — Sjá bls. 6 o Klapparstígur 1: Lyftan loks í gagnið? Lengi hafa íbúar nýja háhýsisins aö Klapparstíg eitt orðiö að þramma stigana allt upp á efstu hæðir. Langþráð lyfta verður væntanlega tekin í notkun í dag. A-mynd: E.ÓI.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.