Alþýðublaðið - 15.12.1990, Blaðsíða 9
Laugardagur 15. desember 1990
MEÐAN NÓTTIN LÍÐUR
Frída Á. Sigurdardóttir hefur skrif-
að skáldsöguna Medan nóttin lídur.
Þetta er þriðja skáldsagan eftir
Fríðu á fjórum árum, og hefur hún
hlotið mikið lof fyrir ritsmíðar sínar.
í þessari bók er söguhetjan glæsileg
og sjálfsörugg nútímakona, Nína að
nafni. Hún situr við rúm deyjandi
móður sinnar. En á meðan nóttin
líður vakna spurningar og efasemd-
ir um eigið öryggi. Innsæi og stíl-
gáfa Fríðu nýtur sín vel í þessari
sögu, skáldskapurinn um hið unga
fólk okkar tíma er áleitinn og mis-
kunnarlaus.
ENDURFUNDIR
Út er komin hjá ísafold smásagna-
safnið Endurfundir eftir Erlend
Jónsson. Þetta er ellefta bók höf-
undarins og annað smásagnasafn
hans. Sögur Erlendar eru byggðar
upp af þjóðlífsmyndum sem oftar en
ekki er varpað á kunnuglegan bak-
grunn. Manngerðirnar eru líka af
því taginu sem flestir kannast við.
MÝRARENGLARNIR FALLA
Sigfús Bjartmarsson skrifar þessa
bók, sex samtengdar sögur úr ís-
lenskri sveit. Sögurnar snúast um
hringrás náttúru og mannlífs og við-
nám gegn framrás hins óumflýjan-
lega, segir í frétt frá Máli og menn-
ingu. Sigfús er hér að senda frá sér
sínar fyrstu sögur, en áður hafa
ljóðabækur hans vakið athygli.
SÖGUR ÚR SKUGGAHVERFINU
Þessi bók er fimmta skáldsaga Ól-
afs Gunnarssonar. Forlagið gefur út
og í kynningu þess segir: „Hér sýnir
Ólafur Gunnarsson nýja hlið á list
sinni. Við fyrstu sýn eru þetta ærsla-
fuilar og angurværar sögur, en und-
iraldan er þung. Ólafur þekkir
Skuggahverfið í Reykjavík frá fornu
fari. Rússneska vetrarstríðið geisar
við Frakkastíg. Við Vatnsstíginn
kúrir Stjáni grodd yfir skræðunum,
en í garði barnakennarans á Lindar-
götu kúra lífsþreyttar pútur. Hér er
friðsæl veröld Reykvíkinga sem gist
hafa húsin í hverfinu í áratugi og
leikvöllur barna sem leita ævintýr-
anna — óttalaus."
BLÁ AUGU OG BIKSVÖRT
HEMPA
Tryggvi Emilsson er frægur fyrir
æviminningar sínar, Fátækt fólk,
Baráttuna um brauðið og Fyrir
sunnan. Nú kemur hann fram á sjón-
arsviðið með fyrstu skáldsögu sína
sem heitir Blá augu og biksvört
hempa. Áður hafa verið gefnar út
Ijóðabækur Tryggva og smásögur.
Saga þessi er örlagasaga einstak-
linga og þjóðar. í örstuttu máli er
efnisþráðurinn þessi: Ungur fátæk-
ur prestur giftist ríkri sýslumanns-
dóttur. En hugur hans er ístöðuiítill
og leitar til vinnukonu á bænum, til
hennar sem er með svo blá augu.
Fyrir hana fórnar hann öllu, fyrir ást
þeirra kastar hann frá sér hemp-
unni, eiginkonunni og auðnum.
Sagan segir síðan sögu hins hempu-
lausa prests.
TRYGGVI EMILSSON — sendir frá
sér fyrstu löngu skáldsöguna.
KRISTÍN LOFTSDÓTTIR - 21 árs
mannfræðinemi, skrifar nú fyrstu
bók sína fyrir fullorðna lesendur.
FÓTATAK TÍMANS
Höfundurinn er aðeins 21 árs,
Kristín Loftsdóttir, mannfræðinemi
við Háskólann. Hún hlaut íslensku
barnabókaverðlaunin fyrir 2 árum
fyrir söguna Fugl t búri. Að þessu
sinni skrifar Kristín fyrir fullorðna. í
þessari bók segir á áhrifamikinn
hátt frá mannlegum örlögum í
rökkri fortíðar og samskiptum fólks
í einangruðu samfélagi. Sagan veitir
innsýn í mannlega hegðun og til-
finningar: ást og hatur, grimmd og
hlýju, sakleysi og losta, líf og dauða.
SVEFNHJÓLIÐ
Gyrdir Elíasson er ungur rithöf-
undur sem vakið hefur mikla athygli
á stuttum ferli. Svefnhjólid er önnur
skáldsaga Gyrðis, en auk þess hefur
hann sent frá sér smásagnasafn og
sex ljóðabækur. Hann hlaut stíl-
verðlaun Þórbergs Þórðarsonar í
fyrra, fyrstur manna. Svefnhjólid
fjallar um ferðalag ungs manns um
Island, ofanjarðar og neðan, hérna
megin og hinum megin, frá litlu
þorpi um stærra kauptún til dálítill-
ar borgar og alls staðar, séríslensk
kennileiti, sem lesendur þekkja
mæta vel, en verða þó torkennileg
af samhengi sínu. Margt er hér
kunnuglegt, kátlegt og að sjálf-
sögðu ævintýralegt.
NAUTNASTULDUR
Skáldsagan Nautnastuldur er eftir
ungan Vestfirðing, Rúnar Helga
Vignisson. Er þetta önnur skáldsaga
höfundarins, fyrri bókin kom út fyr-
ir 6 árum og heitir Ekkert slor. Sögu-
hetja nýju bókarinnar er drengur úr
dreifbýlinu, skólaður í Reykjavík,
tvístígandi í Kaupmannahöfn, á
framabraut í Bandaríkjunum. Sem
sagt, ungur maður sem horfir í augu
þess erfiða veruleika sem nútíminn
er. Forlagið gefur bókina út og segir
í kynningu: „Rúnar Helgi Vignisson
ber margar spurningar á borð í sög-
unni um Egil Grímsson — því eins
og allar snjallar sögur er þessi ekki
öll þar sem hún er séð. Hún er allt í
senn — táknræn og sértæk, nautna-
leg og hrollvekjandi, ærslafuil og
sorgleg. Sannkallaður nautnafund-
ur!“
SÓL í NORÐURMÝRI
Þessi bók er einskonar minning-
arbók úr Norðurmýrinni í Reykja-
vík. Þau Pórunn Valdimarsdóttir og
Megas skrifuðu bókina. Sól í Norð-
urmýri hefur undirtitilinn Píslar-
saga úr Austurbœ, en Píslin sem er
aðalsöguhetjan mun vera sjálfur
Megas í æsku. Frásögnin er í alla
staði til fyrirmyndar eins og vænta
mátti. Hér er fjallað um sokka-
bandakotin alræmdu, lýsiskonur
sem helltu óþverranum í opinn
munn krakkanna í skólanum, niður-
lægjandi Ijósaböð í skólanum, og
kekkjótta flöskumjólk. Það er líka
fjallað um skemmtilega hluti, Tívolí,
baðströnd í Nauthólsvík, pissubílinn
og hasarblaðahungrið. Mjög
skemmtileg bók fyrir alla aldurs-
hópa.
VAXANDI VÆNGIR
Þorsteinn Antonsson, rithöfundur
skrifar þessa bók. Horfið er aftur í
aldir um ótroðnar slóðir og nokkur
gömul ritverk dregin fram í dags-
ljósið, ritverk sem ekki hefur verið
hampað fyrr. Hér er að finna sögur
sem áður fyrr þóttu ekki viðhæfi
þar sem þær fjölluðu um sígild
blygðunarefni manna svo dæmi sé
tekið.
SÍÐASTA ORÐIÐ
Hér er um að ræða nýja skáldsögu
eftir Steinunni Sigurðardóttur, rit-
höfund. Lesendur Steinunnar munu
þekkja vel til aðalpersónu bókarinn-
ar, Oldu ívarsen, glæsilegu land-
læknisdótturinnar. I þessari bók
stíga ættmenni hennar fram á sjón-
arsviðið, eitt af öðru, séð með aug-
um samferðarmanna sinna. Alda
var aðalpersóna Timaþjófsins, sem
vakti mikla athygli og umtal, þegar
sú bók kom út. Margir munu því
bíða spenntir eftir að heyra meira af
Öldu Iversen.
VILLIKETTIR í BÚDAPEST
Einar Heimisson er ungur rithöf-
undur sem stundar sagnfræðinám í
Þýskalandi. Hann vakti verðskuld-
EINAR HEIMISSON — ungur sagn-
fræðinemi, sendir aðra skáldsögu
sina á markað um þessi jól.
aða athygli í fyrra, þegar út kom
bókin Götuvísa gyðingsins. Sú bók
var ein tíu bóka ársins sem hlutu til-
nefningu til íslensku bókmennta-
verðlaunanna. Nú er komin út
skáldsagan Villikettir í Búdapest þar
sem sagt er frá tveim ungum mann-
eskjum frá ólíkum stöðum á sérstök-
um tímum, vorið 1989. Hér segir frá
ungri íslenskri konu sem ætlar að
leggja stund á söngnám í stórri Evr-
ópuborg. En leiðir hennar verða
aðrar en til stóð, hún villist um stund
af leið sinni að mark.inu þegar hún
kynnist Mihály. Fyrir henni opnast
ástríðufullur heimur, blandinn sorg
og trega.
NÍU NORNALJÓS
Fyrsta skáldsaga Oddnýjar Björg-
vinsdóttur. Oddný hefur áður skrif-
að fjölda blaðagreina, fiutt útvarps-
erindi og birt ljóð og smásögur í
blöðum og tímaritum. Fyrsta ljóða-
bók höfundar kemur út um þessar
mundir, Þegar prentljósin dansa.
ATHYGLISVERÐAR
B.
.,vvAW \
: P* *££-*£>* \
\'w«rr \'***%***
BILDUDALSKONGURINN
ATHAFNASAGA PÉTURS J. THORSTEINSSONAR
ÁSGEIR JAKOBSSON
Þetta er saga Péturs J. Thorsteinssonar, sem
var frumherji í atvinnulífl þjóðarinnar á
síðustu áratugum nítjándu aldar og fyrstu
áratugum þeirrar tuttugustu; saga manns,
sem vann það einstæða afrek að byggja upp
frá grunni öflugt sjávarpláss; hetjusaga
manns, sem þoldi mikil áföll og marga
þunga raun á athafnaferlinum og þó enn
meiri í einkalífínu.
SONURSÓLAR
RITGERÐIR UM DULRÆN EFNI
ÆVAR R. KVARAN
Ævar segir hér frá faraónum Ekn-Aton,
sem dýrkaði sólarguðinn og var langt á
undan sinni samtfð. Meðal ánnarra rit-
gerða hér eru t.d.: Sveppurinn helgi; Haf-
steinn Björnsson miðill; Vandi miðilsstarfs-
ins; Bréf frá sjúklingi; Miðillinn Indriði
Indriðason; Máttur og mikilvægi hugsun-
ar; Ermótlæti ílífinu böl?; Himnesk tónlist;
flefur þú lifað áður?
SKUGGSJA
BÓKABÚÐ OLIVERS STEINS SF
MYNDIR UR LEFIPETURS EGGERZ,
FYRRVERANDI SENDIHERRA
GAMAN 0G ALVARA
PÉTUR EGGERZ
Pétur Eggerz segir hér fyrst frá lífi sínu sem
Iftill drengur í Tjarnargötunni í Reykjavík,
þegar samfélagið .var mótað af allt öðrum
viðhorfum en nú tíðkast. Síðan fjallar hann
um það, er hann vex úr grasi, ákveður að
nema lögfræði og fer til starfa í utanríkis-
þjónustunni og gerist sendiherra. Pétur
hefur kynnst miklum fjölda fólks, sem
hann segir frá í þessari bók.
KENNARI Á FARALDSFÆTI
MINNINGAR FRÁ KENNARASTARFI
AUÐUNN BRAGISVEINSSON
Auðunn Bragi segir hér frá 35 ára kennara-
starfi sínu í öllum hlutum landsins. Hann
greinir hér af hreinskilni frá miklum fjölda
fólks, sem hann kynntist á þessum tíma,
bæði til lofs og lasts. Hann segir hér fíá
kennslu sinni og skólastjórn á fimmtán
stöðum, m.a. á Akranesi, Hellissandi, Bol-
ungarvík, Ólafsfirði, Skálholti, Kópavogi
og f Ballerup í Danmörku.