Alþýðublaðið - 15.12.1990, Blaðsíða 21
Laugardagur 15. desember 1990
21
HANDBÓK ALLRA
HUNDEIGENDA
Hundaeigendum þykir væntan-
lega fengur í bókinni Hundalíf eftir
Guðrúnu Petersen, en bókin er ný-
komin á markað. Hér er um að ræða
handbók hundaeigenda og hunda-
vina þar sem fléttað er saman
skemmtun og fróðleik.
í bókinni er meðal annars greint
frá sögu hundsins, helstu hundateg-
undum landsins, þar eru leiðbein-
ingar um rétta fóðrun og hundasjúk-
dóma svo nokkuð sé nefnt.
Guðrún Petersen er hundaþjálfari
og hefur mikla reynslu í þjálfun
hverskyns hunda til margskonar
nota. Útgefandi er bókaforlagið Líf
og saga.
ÍSLENSK SAMTÍÐ:
NÝSTÁRLEG UPPLÝSINGABÓK
Bókaforlagið Vaka-Helgafell hef-
ur gefið út bókina íslensk samtíð.
Hér er um að ræða upplýsingabók
um margbreytileg svið íslensks
þjóðfélags, enda unnu um 150 aðilar
að efnisöflun undir ritstjórn Vil-
helms G. Kristinssonar.
íslensk samtíð mun koma út ár-
lega með nýju efni og eiga bækurn-
ar smám saman að mynda íslenskt
alfræðiritsafn með aðgengilegum
fróðleik um ísland og íslenskt þjóðlíf
þar sem hver bók verður spegill síns
tíma. Um 1100 íslendingar koma við
sögu í íslenskri samtíð 1991 og atrið-
isorð bókarinnar eru um þrjú þús-
und. Bókin er 364 síður að stærð og
öll litprentuð. íslensk samtíð er boð-
in á sérstöku kynningarverði til ára-
móta, 2.986 krónur.
ÍSLANDSSAGA 20. ALDAR
í MYNDUM
Mál og menning hefur gefið út
bókina Minnisstæðar myndir — ís-
landssaga 20. aldar í ljósmyndum. í
bókinni er leitast við að sýna meain-
viðburði og breytingar í íslensku
þjóðlífi fyrstu átta áratugi aldarinn-
ar í Ijósmyndum.
Myndirnar eru 239 talsins og eru
komnar víðs vegar að af landinu,
þótt stærstur hluti þeirra sé nú varð-
veittur á Þjóðminjasafninu. Grunn-
hugmyndin er að sýna myndir af
merkum viðburðum, en þó ekki síð-
ur af daglegu lífi fólks. Jafnframt
fylgir annáll áranna 1901—1980, þar
sem tíundað er það sem fréttnæm-
ast þótti á hverju ári.
Inga Lára Baldvinsdóttir valdi
myndirnar og skrifaði myndatexta
en Sigurður Hjartarson skrifaði ann-
ál. Erlingur Páll Ingvarsson hannaði
útlit bókarinnar.
ÍSLENSKIR HERMENN
Almenna bókafélagið hefur gefið
út bókina íslenskir hermenn eftir
Sæmund Guðvinsson. Þar eru birtar
frásagnir nokkurra lslendinga sem
hafa gegnt herþjónustu í ýmsum
löndum og sumir þeirra lent í hrotta-
legum átökum, til dæmis í Kóreu,
Víetnam og Afríku.
ÍSLENDINGAR í ÞJÓNUSTU
ÞRIÐJA RÍKISINS
Út er komin bókin Með kveðju frá
Sankti Bernharðshundinum Hall-
dóri. í henni er fjallað um íslending-
ana sem komu hingað til lands með
þýskum kafbátum og var ætlað að
reka erindi Þjóðverja. Var einn ís-
lendingur hér á landi samtímis í
þjónustu Breta og Þjóðverja?
Höfundar bókarinnar eru þeir Ás-
geir Guðmundsson og Önundur
Björnsson, en Skjaldborg er útgef-
andi.
HESTAR OG MENN 1990
Þeir Guðmundur Jónsson og Þor-
geir Guðlaugsson hafa tekið saman
bókina Hestar og menn 1990. Þar er
sagt frá hestaferð um Jökulfirði,
Hornstrandir, Strandir og hálendi
Vestfjarða. Einnig segir frá íslands-
móti og Landsmóti sumarsins auk
viðtala við kunna tamninga- og sýn-
ingamenn og hrossaræktendur.
Fjöldi mynda og teikninga eru í bók-
inni. Skjaldborg gefur út.
BETRI HELMINGURINN
Út er komið annað bindi af bók-
inni Betri helmingurinn. Þar er rætt
við eiginkonur fimm landskunnra
manna í þjóðfélaginu. Þær eru
Helga Jóhannsdóttir, eiginkona
Ómars Ragnarssonar, Unnur Ólafs-
dóttir, eiginkona sr. Pálma Matthías-
sonar, Gunnþórunn Jónsdóttii) eig-
inkona Óla Kr. Sigurðssonar, Ólafía
Ragnarsdóttir, eiginkona Sigurðar
Geirdal og Sigríður Hafstað, eigin-
kona Hjartar E. Þórarinssonar.
Skjaldborg gefur bókina ,út.
ÍSLENSK DÆGURLÖG
Félag tónskálda og textahöfunda
hefur sent frá sér nýtt hefti af ís-
lenskum dægurlögum. Þar er að
finna vinsæl íslensk dægurlög, út-
sett fyrir píanó eða hljómborð
ásamt söng eða sólóhljóðfæraleik.
Magnús Kjartansson tónlistar-
maður hafði yfirumsjón með útgáf-
unni, en Skífan sér um dreifingu
MARGRÉT ÞÓRHILDUR
DANADROTTNING
Danski þjóðhöfðinginn ber íslenskt
nafn og er þar fyrir utan vinsæl af
flestum hér á landi. í þessari bók
Anne Wolden-Rœthinge, sem Þór-
hildur J. Kristjánsdóllir þýddi fyrir
Örn og Örlyg, segir drottningin frá
lífi sínu. Saga hennar kom út í Dan-
mörku fyrir síðustu jól og vakti
mikla athygli, ekki aðeins þar í
landi, heldur um allan hinn vest-
ræna heim, vegna þess hversu opin-
ská og einlæg drottningin var um
alla einkahagi sína. í bókinni er
fjöldi persónulegra mynda.
UPPFINNINGABÓKIN
Hér má lesa sögu tækni og vísinda
frá steinöld til geimaldar, einnig
hvernig uppfinningar hverskonar
hafa breytt veraldarsögunni og lífi
okkar allra. Safaríkur texti, að-
gengileg uppsetning og mikill fjöldi
ljósmynda. Að stofni til er þetta er-
Iend bók, en að auki er sérkafli um
íslenskar uppfinningar og tækninýj-
ungar. Björn Jónsson þýddi, en Atli
Magnússon safnaði íslenska efninu.
BERNSKAN
Líf, leikir og störf íslenskra barna
fyrr og nú. Hér lýsa þau Símon Jón
Jóhannsson og Bryndís Sverrisdótt-
ir á lifandi og skemmtilegan hátt at-
læti, leikjum og störfum íslenskra
barna allt frá því ljósmyndin kom til
sögunnar á síðustu öld. Myndarit-
stjórinn, ívar Gissurarson, hefur
viðað að á annað hundrað myndum
sem prýða mjög þessa góðu útgáfu.
ÍSLENSK ALFRÆÐIORÐABÓK
Þessa bók þarf ekki að kynna
mörgum orðum, svo mjög hefur
verið um hana ritað og rætt. Raunar
er hér um að ræða þrjú voldug
bindi, ígildi 9—10 venjulegra bóka.
Alls 1900 blaðsíður, 37 þúsund upp-
flettiorð og lykilorð, auk 4500 Ijós-
mynda, teikninga, krota og tafina.
Allt verkið er litprentað. Ekki að
nndra að þetta er langdýrasta bók-
verkið, sem nú er á markaði. Rit-
stjórar voru þær Dóra Hafsteins-
dóttir og Sigrídur Harðardóttir.
ÁRAN
í þessari bók er fjallað um áruna,
orkublik mannsins. Bókin er eftir
Birgit Stephensen, þýdd af Esther
Vagnsdóttur, en Úlfur Ragnarsson
læknir veitti fræðilega ráðgjöf. Sér-
hverri persónu fylgir svokallað
orkublik. í því birtast eðlisþættir og
innri eiginleikar. Bókin sýnir hvern-
ig hægt er að skynja orkublik ein-
staklings og um leið að þroska eigið
innsæi og treysta leiðsögn þess.
STANGAVEIÐIN
Fróði hf. gefur út Stangaveidina
1990. Höfundarnir eru þeir Gud-
mundur Gudjónsson og Gunnar
Bender, báðir vel þekktir meðal lax-
veiðimanna fyrir skrif sín um
stangaveiði i Morgunblaðinu og DV.
Báðir hafa þeir auk þess skrifað
bækur um efnið. Þetta er fróðleg ár-
bók veiðimanna, bók sem þeir þurfa
án efa oft að grípa til.
ÍTALÍA ’90
Þessi bók er fyrir knattspyrnu-
áhugamennina. Rakin er 60 ára
saga Heimsmeistarakeppni í knatt-
spyrnu. Einna ítarlegast er fjallað
um HM á Ítalíu síðasta sumar og í
Mexíkó 1986. íþróttafréttamaður-
inn góðkunni, Sigmundur Ó. Stein-
arsson, skrifaði bókina.
ROKKSAGA ÍSLANDS
Forlagið sendir frá sér þessa ein-
stæðu sögu, — sem nær frá Sigga
Johnnie til Sykurmolanna. Fjallað
er um rokktónlist og æskumenn-
ingu frá 1955. Gestur Gudmundsson
skráði þessa sögu rokksins á íslandi
og styðst hann við margra ára heim-
ildasöfnun. Um 300 ljósmyndir eru í
bókinni.
SAGA FINNLANDS
Útgefandi þessarar bókar er
finnskt forlag, Otava. Höfundurinn
er Matti Klinge, prófessor við há-
skólann í Helsingfors. íslenska út-
gáfan er stytt. Aðalsteinn Davíðsson
lektor þýddi bókina, en utanríkis-
ráðuneyti Finnlands kostaði þýðing-
una. Lengi hefur verið skortur á vel
framsettri sögu Finnlands hér á
landi og hefur hér vonandi verið
ráðin bót á.
SJAFNARYNDI
Þetta er gamalkunnug bók, en
kemur hér í endurbættri útgáfu.
Hér er unaður ástalífsins útskýrður
í máli og myndum. Bætt er við bók-
ina upplýsingum um eyðni og varnir
gegn henni. Það þótti talsvert djarft
á sínum tíma að gefa þessa bók út,
en nú þykir hún sjálfsögð og er til á
fjölmörgum heimilum. Góð hand-
bók um kynlíf, án þess að vera klúr.
GRÍN OG GAMANMÁL
Lítil og létt bók, reyndar léttmeti
fyrir alla, jafnt þá glaðlyndu sem þá
þunglyndu. Guðjón Ingi Eiríksson
safnaði bröndurum og spaugilegum
setningum í þessa bók. Ágætt efni
til að kitla hláturtaugarnar.
EMANUEL SWEDENBORG OG
EILÍFÐARTRÚIN MÍN
Helen Keller lýsir í þessari bók lífi
sínu og sigri á heyrnarleysi og
blindu. Hún lýsir hér hvernig þetta
andlega ævintýri færði henni þá ei-
lífðartrú þar sem hún greindi sann-
indi og staðreyndir tilveru sinnar,
sælukennd vaxtar og þroska.
Sveinn Ólafsson þýddi bókina.
ENSK-ÍSLENSK
VIÐSKIPTAORÐABÓK
Þetta er aukin og endurbætt út-
gáfa, fyrri útgáfa kom út fyrir 8 ár-
um og hafði að geyma 9 þúsund orð
og orðasambönd, nú eru þau orðin
15 þúsund auk 202 landaheita og
upplýsinga um íbúafjölda, helstu
borgir og höfuðborgir. í bókinni er
gert grein fyrir breskri og amerískri
ensku og viðskiptaskilmálar skýrð-
ir. Þetta er bók sem iðulega þarf að
grípa til.
ÚTLEND ORÐ í ENSKU OG
NOKKUR VIÐURHEITI
heitir lítið en gagnlegt kver eftir
Harald Jóhannsson. Ágæt uppslátt-
arbók fyrir nemendur og alla þá
sem umgangast enskan texta.
ÞAÐ HÁLFA VÆRI NÓG
í þessari bók er rakin lífssaga Þór-
arins Tyrfingssonar, yfirlæknis
SÁÁ. Guðrún Guðlaugsdóttir skráði.
Þórarinn var liðtækur í handbolta á
sínum yngri árum, en hin síðari árin
fyrir störf sín við áfengisvarnir. Lýsir
Þórarinn því hvernig áfengið lagði
líf hans í rúst og hvernig honum
tókst að snúa við blaðinu með hjálp
SÁÁ.
BÖNDIN BRESTA -
SAGAN AF HELGA FRÆNDA
Svo heitir nýútkomin skáldsaga
eftir Arnmund Backman, hans önn-
ur. í fyrra kom út bók hans Her-
mann og vakti mikla athygli. i þess-
ari nýju sögu er fólgin samtímasaga
íslendinga í hnotskurn. Ungur mað-
ur kemur heim til íslands eftir langa
dvöl erlendis. f huga hans lifir minn-
ing um sterka og samheldna fjöl-
skyldu. En í ljós kemur að margt
hefur breyst.
ÉG ELSKA ÞIG
Forlagið fékk til liðs við sig 9 ís-
lenska rithöfunda, sem fengu það
verkefni að skrifa um fyrstu ástina.
Kannski bera sumar sögurnar blæ
endurminningarinnar — en allar
eru þær hinn skemmtilegasti skáld-
skapur. Höfundarnir eru: Guðberg-
ur Bergsson, Guðmundur Andri
Thorsson, Magnea Matthíasdóttir,
Nína Björk Árnadóttir, Olga Guð-
rún Árnadóttir, Ólafur Haukur Sím-
onarson, Olafur Gunnarsson, Sig-
urður A. Magnússon og Stefanía
Þorgrímsdóttir.
MANNLÍF í AÐALVÍK
1 þessari bók lýsir Gunnar Frið-
riksson, fyrrum forseti Slysavarna-
félagsins og eigandi Vélasölunnar,
samfélaginu í Aðalvík, harðri lífs-
baráttu og harmsögulegum atburð-
um og þróun sem olli því að Aðal-
víkingar urðu að hverfa á brott og
ganga frá eigum sínum og öllu sem
þeim var kært.
ÍSLENSKT VÆTTATAL
Það er alltaf von á skemmtilegri
lesningu þegar Árni Björnsson þjóð-
háttafræðingur er á ferð. Svo er
einnig með þessa bók, íslenskt
vœttatal. Sagt er frá þeim íbúum
huliðsheima sem birst hafa alþýðu
manna hér á landi í aldanna rás og
allt fram á þennan dag. Hér eru tald-
ar í stafrófsröð helstu nafngreindar
vættir úr íslenskum alþýðusögum
og munnmælum, draugar, huldu-
fólk, tröll og aðrar kynjaverur.
Myndir í bókinni tók flestar hverjar
Þórarinn Óskar Þórarinsson, en Er-
lingur Páll Ingvarsson teiknaði kort
og kápu.
HERNÁMIÐ - HIN HLIÐIN
Hér kemur forvitnileg bók, hin
hliðin á hernámi íslands, eftir Louis
E. Marshall, 87 ára lögmann í San
Antonio í Texas. Hann fékk nýlega
doktorsnafnbót í hagfræði. í bók-
inni fjallar hann um uppvöxtinn,
leik og starf í Texas, — herkvaðning-
una og ísland í snjó og kulda. Höf-
undurinn er einn þeirra bandarísku
hermanna sem hér dvöldu, sem á ís-
lenskt barn. í bókinni segir hann frá
sambandi sínu við barnsmóður sína
og samskiptum sínum við afkvæmi
sitt ár^tugum síðar.
MANNRAUNIR
í þessari bók segir Sighvatur
Blöndahl frá mannraunum sem
nokkrir íslendingar hafa lent í, —
sannar frásagnir að sjálfsögðu. Sig-
hvatur hefur lengi tekið þátt í starfi
björgunarsveita og þekkir af eigin
reynslu ýmsar þær mannraunir sem
menn verða fyrir á fjöllum.
SPIL OG SPÁDÓMAR
Hvort sem menn trúa á spádóma
eða ekki, þá má lesa mikinn fróðleik
um dulda krafta og áhrif þeirra á ör-
lög manna í þessari bók. Fjallað er
um spilaspár, stjörnuspeki, lófalest-
ur, draumaráðningar og horft inn í
framtíðina. Þá eru kynntar margar
þær aðferðir sem menn hafa þekkt
í aldaraðir til að sjá óorðna hluti.
Óskar Ingimarsson þýddi.
STJÖRNUMERKIN
Gunnlaugur Guðmundsson er
einskonar gúru stjörnuspámanna
hér á landi. Nú hefur hann skrifað
bók um stjörnumerkin. Undirtitill-
inn er Merkin þín og þekktra íslend-
inga. Hér má lesa helstu kosti — og
galla, ýmissa þekktra Islendinga nú-
tímans. T.d. Bjarkar Guðmundsdótt-
ur, Bryndísar Schram, Davíðs Odds-
sonar, Bubba, Errós, Jóns Baldvins,
Ólafs Ragnars og fleiri og fleiri.
ÍSLAND ER NAFN ÞITT
Fjölvi hefur ^gefið út mikla ljós-
myndabók um lsland. Bókina prýða
stórkostlegar myndir eftir Erich Spi-
egelhalter, en textann skrifaði Sig-
urðurA. Magnússon. Bókin er gefin
út á íslensku en jafnframt sérútgáfur
á þýsku, ensku og frönsku. Spiegel-
halter er einn kunnasti listræni ljos-
myndari Þýskalands og fékk Fjölvi
hann til myndatökunnar í samstarfi
við Herder-útgáfuna í Freiburg. Höf-
undar mynda og texta hafa hér orkt
saman sannkallaðan ástaróð til Is-
lands, enda heillaðist ljósmyndar-
inn af landinu og þeim furðulegu
leikjum litanna í ljósi og skugga,
sem hér er öðruvísi en hann hafði
áður kynnst.
LJÓSHÆRÐA VILLIDÝRIÐ
Mál og menning gefur út Ljós-
hœrða villidýrið — Arfur íslendinga
í hugarheimi nasismans eftir Arthúr
Björgvin Bollason. í bókinni er fjall-
að um þær sérkennilegu hugmyndir
sem mótuðust hjá þýskum fræði-
mönnum á 19. öld um Islendinga til
forna, siði þeirra og menningu.
Þessar hugmyndir færðu nasistar
sér í nyt síðar. Voru Þjóðverjar hvatt-
ir til að taka íslenska fornkappa sér
til fyrirmyndar. Lýst er hvernig nas-
istar leituðust við að fá til liðs við sig
íslenska rithöfunda og listamenn.
Arthúr Björgvin hefur rannsakað
þetta efni um langt skeið og hefur
grafið upp sitthvað sem koma mun
á óvart. í bókinni eru allmargar
myndir sem ekki hafa sést áður hér
á landi.
STEFÁN FRÁ HVÍTADAL
OG NOREGUR
Bókaútgáfa Menningarsjóðs hef-
ur gefið út doktorsrit Ivars Orgland,
Stefán frá Hvítadal og Noreg. Bók-
ina þýddi Steindór Steindórsson frá
Hlöðum. Bókin fjallar um rannsókn
á norskum áhrifum á íslenskt ljóð-
skáld á 20. öld, en er jafnframt ítar-
teg heimild um stefnur og strauma í
slenskri bókmenntasögu á merki-
egum tímamótum.
Kiddi P. - Margir vildu hann feigan
Bakari hengdur
fyrir smið
I bók Skjaldborgarm, þar sem
Kristján Pétursson löggæslumaður
segir frá, eru sannarlega á ferðinni
ótrúlegir hlutir, — en sannir. Á ís-
landi hafa komið upp glæpamál svo
stór að furðu sætir. Kristján Péturs-
son var löggæslumaður með ríka
réttlætiskennd, og fyrir bragðið
vildu margir hann feigan.
Það mál sem gerði Kidda P„ eins
og hann var ævinlega kallaður,
frægan, var Olíumálið svokallaða. I
bók sinni segir Kristján frá þessu
umfangsmesta fjársvikamáli síns
tíma, og þá sagði þáverandi forstjóri
Olíufélagsins við Kristján eftir að
dómar voru fallnir:
„Ef ekki hefðu komið til heimildir,
áritanir og stimplar ágætra embætt-
ismanna fyrir tollfrelsi þessa ólög-
mæta innflutnings hefði Olíufélags-
málið aldrei orðið til en sá sem öðr-
um fremur skipulagði þetta af okkar
hálfu slapp þó blessunarlega að
mestu fyrir horn á fyrningarreglum
okkar ágætu laga,“ hefur Kristján
eftir þessum forstjóra.
Kristján bætir síðan við:
Ég var ósáttur við ýmsar niður-
stöður, fannst jafnvel bakari hafa
verið hengdur fyrir smið. Eitt er
víst. Virðing mín fyrir íslenskum
dómstólum beið nokkurt skipbrot.