Alþýðublaðið - 15.12.1990, Blaðsíða 15

Alþýðublaðið - 15.12.1990, Blaðsíða 15
Laugardagur 15. desember 1990 15 Forsetar íslenska lýðveldisins Höfundar: Bjarni Guðmarsson og Hrafn Jökulsson í bókinni er rakinn æviferill fjögurra forseta íslenska lýðveldisins, þeirra Sveins Björnssonar, Ásgeirs Ásgeirssonar, Kristjáns Eldjárns og Vigdísar Finnbogadóttur. Forsetarnir fjórir koma nú í fyrsta sinn saman í bók. Jafnvel þó að stundum hafi verið uppi m gagnrýnisraddirumembættiðsjálftogjafnvel S einstakar athafnir forsetanna, hafa Jn' landsmenn jafnan metið mikils störf þeirra Jɧ- innanlands og á erlendum vettvangi. ® í bókinni er rakinn ferill forsetanna fyrir og Bl eftir embættistöku, sagt frá kosningabaráttu m og frambjóðendum til forsetaembættisins sem ekki náðu kjöri. Bókin er hreinskilin, um leið og hún er fræðandi um þetta æðsta embætti íslensku þjóðarinnar. Þurrt og blautt að vestan Betri helmingurinn Frásögn kvenna er giftar eru þekktum einstaklingum í íslensku þjóðlífi. Þær sem segja frá eru: Unnur Ólafsdóttir, maki séra Pálmi Matthíasson, Sigríður Hafstað, maki Hjörtur E. Þórarinsson, bóndi Tjörn, Ólafía Ragnarsdóttir, maki Sigurður Geirdal, bæjarstjóri í Kópavogi, Gunnþórunn Jónsdóttir, maki Óli Kr. Sigurðsson, forstjóri Olís og Helga Jóhannsdóttir, maki Ómar Ragnarsson, fréttamaður. Þessar konur eru ekki í fjölmiðlum en maka þeirra þekkja flestir íslendingar. Þær hafa frá ýmsu að segja, ýmsu sem ekki er fjallað um í fjölmiðlum. ____ Björn Jónsson læknir - Bjössi bomm Þetta er síðara bindi æviminninga Bjössa bomm. Hið fyrra, Glampar á götu, fjallaði um bernsku Bjössa á Sauðárkróki og allar bommerturnar sem hann tók upp á í þá daga. Nú segir Bjössi frá námsárum sínum, frá störfum sínum sem læknir hér á landi og síðar í vesturheimi. Bjössi hefur ekki hætt bommertum. Hann segir hreinskilningslega frá bæði mönnum og málefnum sem snertu óvenjulegt líf hans. Frá læknisstörfum á meðal Indíána þar sem ýmsu var beitt sem ekki myndi verða viðurkennt á æskuslóðum hans í Skagafirði. ( En Bjössi er og verður Bjössi HFJM1NGUR1NN ijointuilun i í&rrihiLt: Með kveðju frá Sankti BernharðS' hundinum Halldóri Margirvildu hann feigan Krístján Pétursson löggæslumaður segir Ásgeir Guðmundsson - Önundur Björnsson í þessari bók er fjallað ítarlega og á lifandi hátt um íslendinga sem komu hingað til lands með þýskum kafbátum og var ætlað að reka erindi Þjóðverja. Ýmist voru þeir gripnir eftir nokkurra daga hrakningar eða þeir gáfu sig án tafar fram við yfirvöld. Leið þeirra lá beint í bresk fangelsi. Var einn íslendingur hér á landi í þjónustu Breta og Þjóðverja samtímis? Bók sem kemur mörgum á óvart. Upplýsingar í myndum og máli sem aldrei hafa verið birtar áður. Hann er þekktastur fy rir störf sín við rannsóknir á helstu sakamálum síðari ára. Hann fór oftast sínar eigin leiðir og lét ekki hótanir eða pólitískan þrýsting hafa áhrif á störf sín. Það eru örugglega margir sem vildu að þessi bók kæmi ekki út, ekki síst þeir sem eru sekir, en sluppu vegna þess að þeir voru í náð hjá háttsettum embættismönnum. Kristján segir frá tilraunum sakamanna til að svipta hann lífi. Bók þessi er hörð ádeila á kerfið. Höfundur hefur fyrir löngu sannfærst um, að ekki eru allir jafnir fyrir íslenskum lögum. | Skjaldborg Armúla 23- 108 Reykjavík Símar: 67 24 00 67 24 01 f 31599 I Lgá Y / / Á !

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.