Alþýðublaðið - 15.12.1990, Blaðsíða 12

Alþýðublaðið - 15.12.1990, Blaðsíða 12
12 Laugardagur 15. desember 1990 FRÁSAGNIR ÞEKKTRA MANNA DR.BJARN1 JÓNSSON ÆVIBROT eftir Dr. Gunnlaug Þórdarson Gunnlaugur hefur ávallt verið hress I fasi og talað tæpitungulaust í þessari bók kemur hann svo sannarlega til dyranna eins og hann er klæddur. Rekinn úr skóla - Að upplifa dauðann - Ritari forseta (slands - Smiður á Lögbergi - Húðstrýktur fyrír kirkjudyrum. - Þetta eru nokkur lýsandi kaflaheiti sem segja meira en mörg orð um það hvers lesandinn má vænta. Fjöldi ijósmynda prýðir bókina. Á LANDAKOTI eftir Dr. Bjarna Jónsson yfirlækni Dr. Bjarni Jónsson var um áraraðir fremsti sérfræðingur fslendinga i bæklunarsjúkdómum og meðferð höfuðslysa. Þetta er saga af merkri stofnun og líknarstarfi f nærrí heila öld þar sem margir af fremstu læknum landsins koma við sögu. Bókina prýða 60 Ijósmyndir. SETBERG MINNINGAR ÚR MÝRDAL f'essi bók geymir minningar Eyj- ólfs Gudmundssonar, bónda og rit- höfundar á Hvoli í Mýrdal, en hann varð þjóðkunnur fyrir bækur sínar á stríðsárunum síðari. Þórdur Tómas- son, safnvörður á Skógum, ritar bókina. Hefst hún 1893, þegar ung- ur kennari kemur til starfa í æsku- byggð sinni. Góð heimild, glettnar og mannlegar lýsingar. HORFNIR STARFSHÆTTIR Þetta er metnaðarfullt verk frá Bókaútgáfunni Erni og Örlygi, önn- ur útgáfa bókarinnar, en nú hefur verið bætt við bók Gudmundar Þor- steinssonar frá Lundi mörgum af- bragðsmyndum, sem Ivar Gissurar- son, þjóðháttafræðingur og fyrrum forstöðumaður Ljósmyndasafnsins, safnaði. Verkinu fylgir viðbætir Guðmundar heitins. Þar er merkur þáttur um járnsmíðar sem er gott innlegg í íslenska iðnsögu. BRAUÐSTRIT OG BARÁTTA Hér er um að ræða annað bindi bókarinnar Brauðstrit og barátta — úr sögu byggðar og verkalýðshreyf- ingar á Siglufirði. Höfundur er Benedikt Sigurðsson kennari. Bind- in tvö eru talsvert viðamikil, nær þúsund síður, og prýdd fjölda góðra mynda. Oft snýst sagnaritun okkar um áhrifamikla einstaklinga, skoð- anir þeirra og sjónarmið. Alþýðan er þá aðeins nafnlaus fjöldi, fylgdar- lið höfðingjans eða hluti af eignum hans og búi. Hér er hlutunum snúið við. Horft er á sögusviðið frá sjónar- hóli verkafólksins í sumarverstöð- inni og síldarbænum Siglufirði. Sagt er frá hagsmunaátökum, kjörum og baráttu verkafólksins, menningar- viðleitni, stjórnmálastarfi og félags- lífi. TRYGGVI GUNNARSSON - ÆVI OG STÖRF ATHAFNAMANNS Menningarsjóður gefur út sögu Tryggva Gunnarssonar, þess mikla athafnamanns, og er fjórða bindið nú komið út. Bækurnar um Tryggva hafa verið gefnar út fyrir tilstuðlan Seðlabanka fslands og Landsbanka íslands. Höfundur þessa fjórða og síðasta bindis er Bergsteinn Jóns- son. Hann hefureinnigvaliðmyndir í bókina, margar hverjar hafa aldrei sést fyrr opinberlega. Heildarverk- ið, öll fjögur bindin, er selt í sérstakri gjafaöskju. Upplag er afar takmark- að. Fjórða bindið er í 650 eintökum en gjafaöskjurnar 350 talsins. SAGA AKUREYRAR Út er komið fyrsta bindið af Sögu Akureyrar, sem Jón Hjaltason sagn- fræðingur hefur ritað. Hér er um merka heimild að ræða, í máli og myndum er spannað í heild tímabil- ið frá landnámsöld til ársins 1862, þegar Akureyri fékk kaupstaðarétt- indi öðru sinni. í bókinni er dregin upp mynd af brauðstriti bæjarbúa og baráttu þeirra fyrir ýmsum hags- munamálum sínum. Þá er ekki síðra að glugga í lýsingar á litríkum ein- staklingum sem settu svip á bæinn. VÆRINGINN MIKLI Það var Gils Guðmundsson sem ritaði þessa bók um ævi og örlög Einars skálds Benediktssonar. Hér er rakinn ótrúlegur æviferill skálds og framkvæmdamanns og hefur Gils víða leitað heimilda um Einar. Án efa verður þessi bók hin skemmtilegasta lesning enda fjallar hér góður höfundur um skemmti- legt viðfangsefni. BUBBI Mál og menning gefur út ævisögu ungs manns, Bubba. Spá margir Bubba mikilli velgengni á jólabóka- markaði þessi jólin. Silja Aðalsteins- dóttir og Ásbjörn Morthens eru skrifuð bæði sem höfundar, en að sjálfsögðu er það handbragð Silju sem er á þessri bók. Bubbi er hrein- skilinn um sjálfan sig í þessari bók og er ekki að efa að hún mun varpa nýju ljósi á hið mikla goð dægurtón- listarinnar. Á ÍSLENDINGASLÓÐUM I KAUP- MANNAHÖFN Hér er um að ræða nýja útgáfu samnefndrar bókar sem kom út 1961 en hefur lengi verið ófáanleg. Texti hefur verið aukinn og endur- bættur auk þess sem nýjar myndir prýða bókina. Höfundurinn er Björn Th. Björnsson. Það ætti að tryggja að efnið er tekið skemmti- legum og fræðandi tökum. FORSETAR ÍSLENSKA LÝÐ- VELDISINS I þessari bók Bjarna Guðmarsson- ar og Hrafns Jökulssonar eru skráð- ir æviþættir fjögurra forseta lýð- veldis okkar. Rakin er saga þeirra, ættir og starfsferill. „Islendingar hafa reynst sjálfstæðir við val á þjóð- höfðingjum og einlægt fylgt sann- færingu sini, þegar val forseta er annars vegar, fremur en hefðum eða dulltlung stjórnmálaflokkanna. Þess vegna er embættið síungt, tíð- arandinn og hver þeirra fjórmenn- inga hefur gætt það sínum persónu- lega blæ”, segir í bókarkynningu. MINNINGABÓK Vigdís Grímsdóttir ritaði Minn- ingabók, og kemur lesendum enn á ný á óvart með athyglisverðu verki. Hér er um að ræða persónulega og gefandi bók. „í bókinni niðar hafið. Öldurnar hníga jafnskjótt og þær rísa, en í sérhverri lýsir skamma stund minning frá genginni tíð. Smám saman kviknar í huga lesand- ans veröld sem var, með yfirbragð trega því að hún kemur aldrei aftur", segir í bókarkynningu Iðunnar. MJÓFIRÐINGASÖGUR III Menningarsjóður gefur út þriðja bindi Mjófirðingasagna Vilhjálms Hjálmarssonar, fyrrum alþingis- manns og ráðherra sem gerst hefur mikilvirkur rithöfundur á síðari ár- um og hefur gefið út átta bækur. í Mjófirðingasögu rekur Vilhjálmur byggðasögu átthaga sinna. LÍFSSTRÍÐIÐ Æviferill Margrétar Róbertsdótt- ur hefur sannarlega verið átakan- legur framan af ævi, þegar hún upp- lifði þær hörmungar þegar Rauði herinn hernam austurhluta Þýska- lands. Margrét ólst upp í þriðja ríki Hitlers en komst eftir miklar hremmingar hingað til lands og gerðist vinnukona í Fljótshlíðinni. Fyrstu árin hér voru henni afar erf- ið. Eiríkur Jónsson skrifaði sögu Margrétar. KRISTJÁN Bók um óperusöngvarann Krist- ján Jóhannsson. í bókinni dregur Garðar Sverrisson upp raunsanna sögu af lífshlaupi Kristjáns, allt frá því að hann er ungur drengur norð- ur á Akureyri þar sem ekki ríkti allt- af dúnalogn, og þar til hann stendur á sviði þekktasta óperuhúss heims. Frásögnin er hreinskilin og einlæg, það eru eðliskostir í fari Kristjáns. Höfundur bókarinnar, Garðar Sverrisson ritaði áður minningabók LeifsMuller, Býr íslendingur hér? Sú bók hlaut mikið lof fyrir tveim ár- um. Á BAK VIÐ ÆVINTÝRIÐ Margir hafa beðið spenntir eftir þessari bók Jóns Ottars Ragnars- sonar. í bókinni greinir hann frá því mikla ævintýri, sem stofnun Stöðv- ar 2 var, uppbyggingu starfsins, og fólkinu sem hann vann með. Hann segir frá glyshátíðum, skemmtiferð- um, frá árekstrum og umtali, sögu- legum heimsóknum erlendra stór- laxa — skýjaborgum og bláköldum veruleika. Jón Ottar segir líka frá einkalífi sínu, sem verið hefur þjóð- inni nánast sem opin bók á köflum. Þessa bók verður gaman að lesa. hispurslaust og það gerir hann sann- arlega í þessari bók. HALLGRÍMUR SMALI OG HÚS- FREYJAN Á BJARGI Þorsteinn frá Hamri skráði þessa bók, söguþátt úr Borgarfirði. Rakin eru örlög feðginanna Hallgríms Högnasonar og Kristrúnar dóttur hans. Hallgrímur var sagður hafa átt nokkur viðskipti við huldufólk, en dóttirhans ólst upp á hrakningi, gift- ist sjósóknara á Skipaskaga og átti með honum 17 börn, varð þó snemma ekkja og var þá svipt eign- um sínum. BARÁTTUSAGA Jakinn, Guðmundur J. Guð- mundsson, goðsögn í lifanda lífi, er hressilegur og hreinskiptinn að vanda í þessari viðtalsbók við Ómar Valdimarsson blaðamann. Bókin er sjálfstætt framhald af bókinni Jak- inn í blíðu og stríðu, sem kom út í fyrra og var þá meðal söluhæstu bóka. Hér er lýst stormasömum ferli í verkalýðsbaráttu og stjórnmálum. Lýst er viðskilnaðinum við Alþýðu- bandalagið, hremmingum í Haf- skipsmáli, uppákomum á Alþingi og fleira og fleira. Bókin hefst á frásögn Guðmundar af fundum með „bjarg- vættinum frá Flateyri" og hvernig þeir ýttu úr vör Þjóðarsáttinni marg- frægu. EG HEF LIFAÐ MER TIL GAM- ANS Björn á Löngumýri segir hér sögu sína og hefur Gylfi Gröndal skráð sögu þessa fjörlega bónda og al- þingismanns. í bókinni er greint frá því marga og makalausa sem hent hefur í lífi Björns Pálssonar, m.a. sig- ursælli kosningaglímu við Jón á Akri. Björn er þekktur fyrir að tala

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.