Alþýðublaðið - 18.12.1990, Síða 2

Alþýðublaðið - 18.12.1990, Síða 2
2 Þriðjudagur 18. desember 1990 Sigurjón er að gera það goti Það er enginn vafi, Sigurjón Sig- hvatsson, kvikmyndagerðar- maður, er að gera það gott úti í henni Ameríku. Viðtöl og frá- sagnir í blöðum eins og News- week vitna um það. í nýjasta blaði Scanorama, hins glæsilega tímarits SAS, er Jonni talinn upp í hópi fjögurra Norðurlandabúa, sem eru taldir vera að „gera árás” inn í Hollywood um þessar mundir og reyndar búnir að hasla sér völl. Kvikmynd Sigur- jóns, Wild at Heart, sem mikla athygli hefur vakið og hlaut Gull- pálmann í Cannes, verður frúm- sýnd í Háskólabiói á um helgina. Sigurjón mætir þar til leiks, en ágóði af sýningum hér rennur til Raudakrossheimilisins. HERMANN vann fil verðiauna Kvikmynd Margrétar Rúnar, kvikmyndagerðarmanns í Þýskalandi, var sýnd í sjónvarp- inu á dögunum og vakti mikla at- hygli, enda sérstæð mynd um margt. Nú nýverið vann myndin, sem heitir „Hættu nú þessu völi, Hermann minn”, til verðiauna á alþjóðlegri trúarhátíð í Fried- berg í Þýskalandi. í umsögn um myndina segir séra Ennulat, for- svarsmaður kvikmyndahátíðar- innar að myndin væri sérstak- lega vel ætluð fyrir leitandi, þjáða unglinga sem námsgagn í kynlífsfræðslu. Margrét Rún sagðist ekki hafa búist við að myndin kæmist inn á hátíðina, hún hefði sent hana í forval meira til að stríða forsvarsmönn- um hátíðarinnar! Myndin hefur einnig verið valin sem jólamynd í kvikmyndahúsinu Movie- mento-Kino í pönkarahluta Berl- ínar. Málaterlin selja bókina Talað er um að ný stefna sé uppi í jólabókaútgáfu landsmanna, — haturs- og rógsbókmenntir. Hvað sem til er í því, þá má sjá skeytin fljúga í jólabókunum og menn þá sumir hverjir ekki haldnir hinum eina sanna jóla- anda. Það má segja að skörin sé farin að færast upp í bekkinn, þegar bókarhöfundum er stefnt fyrir dóm vegna meintra meið- andi ummæla. Hjónin Kjartan Guöjónsson og Inga Sveinsdóttir í Þorlákshöfn hafa nú stefnt Margréti Róbertsdóttur vegna ummæla um þau í bókinni Lífs- stríöið, sem Eiríkur Jónsson á Bylgjunni skrifaði. Óskar Magn- ússon, lögmaður og fyrrum fréttastjóri DV, annast málið fyr- ir þau hjónin. Á meðan er rok- gangur í sölu bókarinnar og mun annað uppiag koma á markaðinn núna í vikunni. Skýrsla Fangelsismálastofnunar ríkisins: Ástcmd ýmissa þátta óviounandi — segir Haraldur Johannessen, forstjóri í byrjun þessa árs veru 233 ungmenni á aldrinum 15—21 árs undir umsján og eftirlifi Fangelsismála- stofnunar rikisins, en þau höfðu hlotið frestun ákœru vegna samtals 241 lögbrots. í sumum tilvik- um hefur sami einstaklingur fleiri en eina ákæru- frestun. Piltar eru i miklum meirihluta, en þó fer hlutur stúlkna vaxandi og er nú 15%. í flestum til- vikum er um auðgunarbrot að ræða. Piltarnir fremja þjófnaðarbrot en stúlkurnar skjalafals. SÆMUNDUR GUÐVINSSON SKRIFAR Þetta kemur meðal annars fram í fróðlegri skýrslu Fangelsismála- stofnunar ríkisins fyrir árið 1989, en forstjóri hennar er Haraldur Jo- hannessen. Fram til þessa hefur mjög skort á opinberar upplýsing- ar um flest það er varðar fangelsis- mál og þá ekki síst ýmsar töluleg- ar upplýsingar um tegundir af- brota og refsinga. Fangelsismála- stofnun tók til starfa 1. janúar 1989 og er það almennt mál manna sem til þekkja að hún vinni mikið og gott starf. Hér á eftir verður gripið niður í skýrslu Fangelsis- málastofnunar. Aðstoð við unglinga Fyrst skal haldið áfram með ungmennin. Samkvæmt lögum er saksóknara heimilt þegar aðili hefur játað brot sitt að fresta um tiltekinn tíma ákæru til refsingar, meðal annars út af brotum sem unglingar á aidrinum 15—21 árs hafa framið. Skilorðstíminn má ekki vera skemmri en eitt ár og ekki lengri en fimm ár. Yfirleitt er skilorðstími ungmenna ákveðinn tvö ár. Þegar saksóknari hefur ákveðið að fresta ákæru á ungmenni bú- sett á SV-landi sendir hann gögn í málinu til Fangelsismálastofnunar. Fulltrúi félagsmáladeildar stofn- unarinnar sér síðan um að boða viðkomandi aðila til viðtals. AI- gengt er að foreldri eða annað skyldmenni mæti með unglingi í fyrsta sinn. Fulltrúinn fer yfir málið og út- skýrir hvað ákærufrestun þýðir í raun. Tekin er persónuskýrsla af viðkomandi og hagir hans kann- aðir. Sérstaklega er hugað að því hvort unglingurinn á fleiri mál hjá lögreglu heldur en það sem á að fresta ákæru í. Ef um fleiri mál er að ræða er gjarnan reynt að leið- beina viðkomandi um hvert næsta stig verði og honum boðin aðstoð þegar að því kemur. Fulltrúinn verður þannig oft á tíðum ráðgjafi unglingsins í sambandi við óaf- greidd mál. Það er þýðingarmikið vegna þess að meðferð mála í refsivörslukerfinu getur oft sýnst flókin og lítt skiljanleg leikmanni. Það er svo mat fulltrúa félags- máladeildar hversu oft hún lætur unglingana hafa samband við sig, en oft er það einu sinni i mánuði. Áætlað aö 20%_________________ rjúfi skilorð_________________ Ekki þarf að fara mörgum orð- um um hversu þýðingarmikið þetta atriði er í starfi Fangelsis- málastofnunar. Ekki fer milli mála að það getur leitt margan ungling- inn af glapstigum og komið i veg fyrir að hann eigi eftir að lenda bak við rimlana. Eins og tekið var fram í upphafi voru 233 ungmenni undir eftirliti stofnunarinnar um síðustu ára- mót. Yfir landið í heild er þessi tala hins vegar mun hærri þar sem til Fangelsismálastofnunar er ekki vísað málum nema frá Reykjavík- ursvæðinu og byggðunum á suð- vesturhorninu og Suðurlandi. Af þessum 233 var tæplega helm- ingur í vinnu, rúmlega þriðjungur ennþá í skóla, en atvinnuleysi einnig nokkurt, sérstaklega meðal stúlknanna. Um þriðjungur hafði -einungis lokið 8. bekk grunnskóla og ljóst er að stór hiuti þeirra fer ekki í frekara nám. Helmingur tel- ur sig hafa lokið 9. bekk og fimmt- ungur er í framhaldsnámi, allt pilt- ar utan ein stúlka. Hvað fjöl- skylduaðstæður varðar þá sést að tæplega helmingur býr ekki hjá báðum kynforeldrum. Miðað við reynslu fyrri ára er áætlað að um 20% rjúfi skilorð með nýju broti innan þeirra tveggja ára sem skil- orðstíminn er yfirleitt. Ekki liggja fyrir tölulegar upplýsingar um hversu stór hópur þessara ung- menna á við áfengis- og fíkniefna- vanda að stríða. Flest ungmenni úr fyrrnefndum hópi voru 16 ára að aldri eða 61 piltur og 10 stúlkur. Samtals 45 voru 15 ára og 51 voru 17 ára að aldri. Næg verkefni__________________ I skýrslunni kemur fram að ekki skortir Fangelsismálastofnun verkefni og þau aukast jafnt og þétt. Um áramótin 1989—1990 höfðu 334 dómþolar alls lokið eða voru í afplánun og411 einstakling- ar voru undir eftirliti. Þar af voru 167 með skilorðsbundna reynslu- lausn og 11 með skilorðsbundna náðun og 233 með skilorðs- bundna ákærufrestun. Um 148 dómþolar voru á árinu 1989 að jafnaði boðaðir til afplánunar. Nærri lætur að fjöldi skjólstæð- inga stofnunarinnar á hverjum tíma sé á bilinu 700—800. Þá leita til stofnunarinnar fjölmargir aðil- ar til að fá upplýsingar um sín mál auk þess sem aðstandendur, dómsyfirvöld, lögregluyfirvöld, ríkissaksóknari, lögmenn og fleiri hafa samskipti við stofnunina vegna skjólstæðinga hennar. Auk þess er fjöldi fólks sem leitar eftir aðstoð og upplýsingum þótt form- legum afskiptum stofnunarinnar af málefnum þess sé iokið. Fangelsismáiastofnun skiptist í tvær deildir eftir verkefnum, ann- ars vegar fullnustudeild og hins vegar félagsmáladeild. Hjá stofn- uninni vinna átta starfsmenn í jafnmörgum stöðugildum. Um er að ræða lögfræðing, afbrotafræð- ing, sálfræðing, félagsráðgjafa og tvo sérhæfða fulltrúa auk ritara. Þegar Fangelsismálastofnun var sett á fót lá fyrir mat dómsmála- ráðuneytisins um starfsmanna- þörf stofnunarinnar og gerði ráðu- neytið þá ráð fyrir 12 stöðugild- um. Niðurstaðan varð hins vegar sú að heildarstöðugildi stofnunar- innar urðu átta. Frá upphafi hefur Fangelsismálastofnun verið undir- mönnuð og af þeim sökum ekki getað sinnt lögboðnum verkefn- um sem skyldi. Fjárheimildir stofnunarinnar fyrir árið 1989 voru 20,4 milljónir króna og fóru heildargreiðslur að- eins 50 þúsund krónum fram úr þeim heimildum. Fangelsismála- stofnun á lögum samkvæmt að annast daglega yfirstjórn á rekstri fangelsa, sjá um fullnustu refsi- dóma, annast skilorðsbundna reynslulausn, náðun eða frestun afplánunar, en það er jafnframt hlutverk stofnunarinnar að annast eftirlit með þeim. Þá sér stofnunin um að í fangelsu m sé veitt sérhæfð þjónusta, svo sem heilbrigðisþjón- usta, prestsþjónusta og svo fram- vegis. „Það er ekki___________________ verjancli. . /'________________ Hér að framan hefur aðeins ver- ið drepið á nokkur atriði úr skýrslu Fangelsismálastofnunar. Forstjóri hennar, Haraldur Jo- hannessen, ritar formála að skýrslunni og er ástæða til að birta meginhluta hans hér: „I umræðu um fangelsismál á opinberum vettvangi, hefur þeirri alhæfingu verið haldið á lofti að þau séu alfarið í ólestri. Undir það verður ekki tekið hér, en hins veg- ar er ástand ýmissa þátta húsnæð- ismála fangelsanna, aðbúnaður fanga og meðferð geðsjúkra af- brotamanna með þeim hætti að óviðunandi er. Öll tök eru á að leysa vandann. Til þess þarf vilja og fjármagn. Ljúka verður verki nefndar Alþingis frá árinu 1982 um heildarúttekt á stöðu fangelsis- mála, tillögur um brýnar úrbætur í þeim efnum og áætlun um æski- lega framtíðarskipan fangelsis- mála á íslandi. Það er löngu tíma- bært að móta heildstæða fangels- ismálastefnu þar sem markmið og leiðir eru sett fram. Það er ekki verjandi að ýta þessum málaflokki ætíð aftast í röðina. Eins og fram kemur í þessari skýrslu, eru verkefni Fangelsis- málastofnunar víðtæk og fjöldi skjólstæðinga mikill. Stofnunin þarf í raun að hafa einhver afskipti af einum af hverjum 200 íslend- ingum á aldrinum 15—64 ára. Starfsmenn stofnunarinnar eru því miður alltof fáir og fjárveiting- ar til hennar of naumt skammtað- ar. Megintilgangur Alþingis með Fangelsismálastofnun var að sam- ræma og efla faglega starfsemi á sviði fangelsismála. Þrátt fyrir það voru einungis heimiluð átta stöðu- gildi þegar stofnunin tók til starfa, en það er í raun sami fjöldi starfs- manna og áður starfaði á þessu sviði. Þess hefur margítrekað ver- ið farið á leit að starfsmannafjöldi Fangelsismálastofnunar yrði auk- inn, en án árangurs," segir Harald- ur Johannessen forstjóri.

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.