Alþýðublaðið - 27.08.1985, Qupperneq 2

Alþýðublaðið - 27.08.1985, Qupperneq 2
2 Þriðjudagur 27. ágúst 1985 alþýðu ■ nRT.ir.j Alþýðublaðiö, Árnnila 38, 3. hæð, 108 Reykjavík., Sími: 81866 Útgefandi: Blað hf. Rilsljórn: Friðrik Þór Guðmundsson (ábm.) F'ramkvæmdastjóri: Valdimar Jóhannesson. Skrifstofa: Helgi Gunnlaugsson, Halldóra Jónsdóttir og Eva Guðmundsd. Setning og umbrot: Alprent hf., Ármúla 38. Prentun: Blaðaprent lif, Síðumúla 12. Áskriftarsíminn er 81866 RITSTJ ÓRNARGREIN ......— v ) Hvalamálið og yfirráðin yfir auðlindum hafsins Atlaga svonefndra náttúrufriðunarsamtaka utan úr heimi að hvalveiðum íslendinga í rann- sóknárskyni snýst um annað'og meira en það eitt hv/ort íslendingar veiða hvali. Hún snýst jafnframt og ekki síður um það, hvort íslend- ingum leyfist að nýta náttúruauðlindir hafsins við strendur landsins. Þannig eru lífshagsmun- ir þjóðarinnar í rauninni í húfi. Tilverugrundvöllur þjóðlífs á íslandi er og hefurverið reisturá nýtingu sjávargæða. Rask- ist sá grunnur verulega veróur þröng fyrir búi, ekki einungis hjásjómönnum, heldur þjóðinni allri og lítið fé til skiþtanna í menningu, mennt- Vir, listir, vísindi eða almenna velferð. Þess vegna hljóta Islendingar að umgangast auð- lindir hafsins með varfærni, afla sér sem beztr- ar þekkingar á eðli þeirra og reyna að sjá til þess að endurnýjun sé eðlileg svo að stööug nýting geti fengizt til frambúðar. Þetta hafa ís- lendingar gjarnan viljað og viðleitnin hefur oft- ast verið mikil, þótt slys hafi stundum átt sér stað. Að því er hvalina varðar hefur verið gætt sérstaks aðhalds í\eiðum um áratuga skeið. Það kemur því úr hörðustu átt að saka íslend- inga um ofveiði og útrýmingu á hvölum. Þegar betur er skoðað kemur líka i Ijós að aó- för þeirra grænfriðunga og „sjósmalanna" að íslendingum er alls ekki á þeim rökum reist að íslendingar séu að eyða hvölunum. Þeir frið- ungar segjast nefnilega vera á móti hvalveið- um og selveiðum í atvinnuskyni. Samkvæmt þessu má þannig ekki lifa af þvl að nýta þessar auðlindir sjávarins, hversu skynsamlega sem að veiðunum er staðið. Hér er því ráðist beint á atvinnu og lífsafkomu þeirra, sem þessar at- vinnugreinar stunda. En þetta snertir fleiri. Ef hvala- og selastofn- ar eru alfriöaöir þurfa þeir líka sitt að eta og þeir sækja í aðrar auðlindir hafsins, þ. á m. ekki sízt fisk. Þá verður minna eftir af þeim auðlind- um til nýtingar og veiða. Afkoma sjómanna og þjóðarinnarallrarverðurlakari. Aðförgrænfrið- unga og annarra náttúrusmala í sambandi við hvalveiðar snýr því ekki að hvalaveiðunum ein- um, hún snýr að lífsafkomu þeirra sem lifa af sjósókn hvort heldur sem einstaklingar eða þjóð. Hún snýr að öllum íslendingum. Reyndar má bæta því við að viö erum þegar farin að finna fyrir öðrum óbeinum áhrifum af minnkandi selveiðum vegna áróðurs grænfrið- unga. Þetta birtist í fjölgun hringorms í fiski, sem vitaskuld hefur þegarvaldið okkur miklum kostnaði og þannig skert afkomu þjóðarinnar. Annars hljóta menn að sþyrja, hvers vegna önnur lögmál friðunar eigi aö gilda um hval og sel heldur en aðrar auðlindir hafsins. Þessa hafagrænfriðungar Ifka sþurt sig og svar þeirra er fengið. Þeir hafa í fyrsta lagi nýverið snúið sér að baráttu fyrir því að hákarl verði líka frið- aður. í annan stað hefur talsmaður þeirra lýst því yfir, að þeirmuni lítatil verndaráþorski og öðr- um fiski í næstaáfanga. Flestirtelja þettavafa- laust slíka fjarstæðu að ástæðulaust sé að gefa gaum að því. Dokum þó við. í fyrsta lagi er það svo að í þessari hugsun þeirra grænfrió- ungafelst að jseir lítaáþaösem hlutverk sitt að segja heilum þjóðum fyrir verkum um nýtingu sjávarauðlinda sinna og kæra sig kollótta um hag þessara þjóða. í öðru lagi stóðum við lengi í þeirri trú að grænfriðungar væru að berjast gegn útrýmingu hvala en ekki þvl að alls ekki megi nýtaþessaauðlind. Þvískulumviðhyggja vel að nýjustu yfirlýsingum grænfriðunga. Nýjasta upþátæki þessara sjálfskipuðu „náttúruverndara" er að ráðast gegn rannsókn- um á hvalastofninum og veiðum í tengslum við þær. Það viðhorf sýnir fyrst og fremst að þessir aðilar þola ekki sannleikann. Þeir vilja hindra að hann verði leiddur í Ijós. Sennilega er viðskipta- og áróðursstríð í upp- siglingu vegna hvalamálsins. Það stríð verðum •við íslendingar að vinna og þess vegna að leggja okkur fram I þvi. Hér er nefnilega verið að fjalla um lífsgrundvöll okkar sem þjóðar og við afhendum engum útlendingum úrskurðar- vald um hann eða það hvernig við nýtum okkar stærstu og nánast einu arðbæru auðlind, hafið við strendur landsins. K.J. Nýskipaður sendiherra Finna, Anders Jakob Huldén, afhenti forseta íslands, Vigdísi Finnbogadóttur, trúnaðar- bréf sitt á miðvikudaginn að viðstöddum Geir Hallgrímssyni utanríkisráðherra. Þessi mynd var tekin viðþað tœki- fœri. (Mynd: Gunnar G. Vigfússon). Útboð Vegagerð ríkisins óskar eftir tilboðum í endur- bætur á Reykjanesbraut í Ytri-Njarðvík. (Malbik 2.200 m2, kantsteinn 1000 m, umferðareyjar 470 m2). Verki skal lokið 1. nóvember 1985. Útboðsgögn verða afhent hjá Vegagerð ríkisins í Reykjavík (aðalgjaldkera) f rá og með 26. ágúst nk. Skila skal tilboðum á sama stað fyrir kl. 14.00 þann 2. september 1985. Vegamálastjóri. Iðnaðarbankinn: T-kort Unglingar á aldrinum 14—18 ára geta nú fengið aðgang að tölvu- bankanum svokallaða hjá Iðnaðar- bankanum. Hingað til hefur ald- ursmarkið 18 ár gilt sem lágmarks- aldur til að geta nýtt sér þessa þjón- ustu bankans. Unglingar á þessum aldri geta nú fengið sérstök lykilkort, sem nefn- ast T-kort og gilda í meginatriðum sömu reglur um þessi kort og venju- leg lykilkort að öðru leyti en því að hámarksúttekt verður nokkru lægri, eða 3000 krónur á sólar- hring. Vinnumálasambandið fær nýjan stjóra — í stað Júlíusar í Flokki mannsins sem látinn var víkja Hjörtur Eiríksson, sem verið hef- ur framkvæmdastjóri Iðnaðar- deildar Sambands ísl. samvinnufé- laga, hefur nú verið ráðinn fram- kvæmdastjóri fyrir Vinnumála- samband samvinnufélaganna. Hann tekur við starfinu af Júlíusi K. Valdimarssyni, formanni í Flokki mannsins, sem látinn var víkja fyrir skömmu svo sem kunn- ugt er. Við starfi Hjartar fyrir norðan tekur Jón Sigurðarson. Ýmsar fleiri mannabreytingar eru reyndar á döf- inni hjá Sambandinu um þessar mundir. Þannig verður Steinar Magnússon aftur framkvæmda- stjóri hjá Jötni. Steinar hefur að , undanförnu veitt forstöðu skrif- stofu Sambandsins í Hamborg. Þangað fer nú Tómas Óli Jónsson, framkvæmdastjóri Bílvangs, en við því starfi tekur Gunnar Gunnars- son, forstöðumaður Búnaðardeild- ar. Gylfi Sigurjónsson, núverandi framkvæmdastjóri Jötuns, flyst yf- ir til Sambandsins og mun sinna sérstökum verkefnum á aðalskrif- stofu þess. Hjörtur Eiríksson. Jón Sigurðarson. ||UyFB)OAR Á mölinni mætumst með bros á vör — ef bensíngjöfin er tempruð.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.