Alþýðublaðið - 27.08.1985, Page 4

Alþýðublaðið - 27.08.1985, Page 4
Þriðjudagur 27. ágúst 1985 Hönnun húsa 50°7o ód Islenskur arkitekt tekur tölvuna ísína þjónustu, íækkar kostnað og styttir tíma við hönnun húsa og mannvirkja Stór, auð pappírsörk er lögð á valsinn, blaðið þeytisf fram og ti! baka meðan vélin skynjar þannig stærð pappírsins sem brúka skal. Vélin grípur einn teiknipenna af átta, sem valið stendur um og vinn- an hefst. Fallega ritaðir stafir birt- ast á auðri örkinni, sannkölluð skrautskrift. Heiti teikningarinnar, ýmsar upplýsingar og firmamerki hönnuðar, hver einasti stafur dreg- inn á ótrúlegum hraða en með fullri vandvirkni. Að þessu loknu er tekið til við hina eiginlegu teikningu —' fyrst birtast á pappírnum, eins og hendi sé veifað, skuggar í burðarveggjum og pöllum, síðan steyptir hlutar veggjanna. Penninn hamast papp- írsendanna á milli, stiginn þeytist upp og handriðin koma í Ijós. Að lokum birtast mælieiningarnar í millimetrum með nákvæmni upp á tvo aukastafi, þarna er engu hægt að ljúga, tröppurnar í öðrum stig- anum eru örlítið hærri en þær í þeim neðri, það munar 7.72 milli- metrum. Frávikið á hverju teiknuðu striki er e.t.v. 0.025 millimetrar, á meðan mannshöndin þótt vel sé þjálfuð, gerir frávik upp á a.m.k. 1 millimetra. — Teikningunni er Iokið — . Tim- inn frá því tóm örkin var þrædd á vaisinn og þar til allt er yfirstaðið er á bilinu fimm til tíu mínútur. Þrent dagsverkum tækniteiknara er af- kastað á augabragði. Aðferðin sem gerir þennan hraða og nákvæmni mögulega byggist á tölvutækninni. Staðurinn er Vinnustofan Klöpp hf. á Hverfisgötu 46 í Reykjavík, en þar leit blaðamaður Alþýðublaðs- ins inn á dögunum, og Ingimar Haukur Ingimarsson arkitekt og fé- lagar hans veittu góðfúslega allar upplýsingar um undraheim tölvu- tækninnar. Hönnunarkostnaður lækkar um 50% „Ég hóf að kanna möguleikann á tölvuvæðingu árið 1981“, segir Ingi- mar. „En undirbúningsvinnan er mikil og tímafrek, kanna þarf gaumgæfilega alla þætti áður en út í svo fjárfreka framkvæmd er hald- ið, þess vegna hófum við ekki raun- verulega vinnu með þessari nýju tækni fyrr en snemma á þessu ári“. Kostirnir eru ótvíræðir, fyrir okkur þýðir þetta aukið starfsöryggi, ná- kvæmni og hraða í vinnu. Fyrir við- skiptavininn, allt að 50% Iækkun hönnunarkostnaðar, styttri hönn- unartíma, upplýsingar um magn þeirra efna sem í bygginguna þarf og verðútreikningar eru 100% ná- kvæmir með aðstoð þessarar tækni" Hjörtun hljóta að hopþa í brjóstum hrjáðra húsbyggjenda við slíkar fréttir. Nú er jafnvel hægt að fá lista yfir það hve margá nagla þarf í húsið af hverri tegund og hve mikið slíkt kostar í íslenskum krón- um. Beri viðskiptavinurinn sig illa undan einhverjum kostnaði er ó- dýrari efna Ieitað á stundinni — all- ar upplýsingar eru fyrirliggjandi. Hér virðast allir græða á tæknibylt- ingunni, hönnuðurinn og við- skiptavinurinn. Tölvuteiknuð hús Fyrsta íölvuhannaða stórhýsið á íslandi rís brátt af grunni. Það er verksmiðjubygging Plastprents hf. sem er að rísa við Fossháls í Reykja- vík. Ingimar vann við annan mann að hönnun bygginarinnar. Sjálf hönnunarvinnan tók um það bil mánuð fyrir þá tvo auk tölvunnar, en samtímis voru þeir einnig að læra á forritið. Teikningar af húsinu um 80 talsins, runnu út úr teiknivél- inni á þrem dögum — Með gamla Iaginu, hefði hönnunarvinnan sjálf og teiknivinnan tekið 5 menn 6—8 mánuði. Blaðamaður vill endilega fá að vita hvernig tölvuteiknun fer fram í smáatriðum, og Ingimar lýsir aðdragandanum að því hvernig hús verður til á tölvuöld. Fyrst þarf að ákveða hve stórt húsið á að vera og hvernig herbergjaskipan viðkom- andi hugsar sér. Hvernig lóðin er og hverjar eru verðhugmyndir við- skiptavinarins. Þessar upplýsingar eru tölvukeyrðar jafnóðum. Nær því á sömu stundu og viðskiptavin- urinn hefur lagt upplýsingarnar til sem arkitektinn þarf á að halda til að hefja frumvinnu — er hægt að virða fyrir sér grunnhugmynd að húsinu. Arkitektinn og viðskipta- velta fyrir sér myndinni á skjánum, breyta og bæta við, allt eftir óskum þess sem ætlar að byggja. Vilji við- skiptavinurinn fá franska glugga, þá eru settir franskir gluggar í húsið með einni skipun. Vilji hann stækka frönsku gluggana er það gert á augabragði og um leið birtast upp- lýsingar um það hve mikil! kostnað- arauki slíkt er. Arkitektinn býður síðan tilvonandi heimilisfólki að ganga í gegnum húsið — í þrívídd á tölvuskjánum — og skoða her- bergjaskipan og uppröðun húsbún- aðar frá ýmsum sjónarhóli. Þegar búið er að gera allar breytingar sem unnt er og allir orðnir ánægðir, þá fyrst er tekið til við hina eiginlegu teiknivinnu. Útskrift á teikningum fyrir meðaleinbýlishús, um það bil 30—40 teikningar, er dagsverk fyrir teiknivélina. Hún lýkur hins vegar teikningum fyrir stærri verk — þær eru á bilinu 150—200 fyrir hverja byggingu — á tveim til þremur dög-- um. „Eftir tvö til þrjú ár, þá bjóð- um við viðskiptavininum að velja um 16 milljón litaafbrigði á veggj- um og húsbúnaði hér á tölvuskján- um, og um Ieið og hann lítur inn í framtíðarhúsnæðið getum við kveikt á Ijósunum og raðað þeim niður fyrirfram. Þá getum við einn- ig sýnt viðskiptavininum hvaða stærð af perum hentar best í ákveð- in ljósastæði, allt áður en húsið er í raun orðið til á blaði“ segir Ingi- mar. Framtíðin — vísindaskáldsag- an er raunveruleiki dagsins í dag. Mismunandi sjónhorn Stiginn sem birtist á teikningunni fyrrnefndu var skoðaður á skján- um, samtímis í fjórum mismunandi útgáfum. Hann var kannaður í krók og kring, frá hlið, ofan frá í ísómetriu og plani. Sjónarhorni í þrívídd var breytt eftir ósk, með einni skipun. Einu sinni var litið á stigann með augum fjögurra ára barns, og mikið óskaplega hækkaði stiginn og virtist brattari og erfiðari yfirferðar. Hann var skoðaður með augum meðalmannsins, sem stend- ur beint fyrir framan stigann — eða eins og húsflugan sem flýgur efst í rjáfrinu. Manni verður líkt farið og Lísu í Undralandi þegar sest er fyrir framan tölvuskjáinn og á honum birtast raunsönn hús, sem samt sem áður eru hvergi til á eða í efni þetta augnablikið nema beint fyrir aug- um manns. Ingimar pikkar inn skipanir og enn birtast nokkur strik og síðan heil mynd. „Þetta er ný rrtatstofa sem við erum að innrétta fyrir skrifstofu Hafnarstjórans í Reykjavík" segir Ingimar. „Má ekki bjóða þér að ganga inn fyrir“. Og með einni skipan breytist mynd- in úr flatri grunnteikningu í þrívídd og við erum stödd í matstofu fram- tíðar, umkringd stólum og borðum. „Svona veggir kostuðu áður fyrr óhemju heilabrot", segir Ingimar og bendir á þrjá bogadregna veggi. Tveir koma út frá hliðarveggjum og enda í boga en einn veggurinn myndar boga á miðju gólfinu. Þess- ir veggir eru hlaðnir úr glerkubb- um, ferköntuðum einingum, en eiga að mynda fullkominn boga að ósk arkitektsins. Tölvunni eru gefn- ar upplýsingar um hvar veggurinn byrjar og hvar hann endar og hve víður boginn á að vera. Síðan teikn- ar hýn vegginn, setur hvern gler- stein á réttan stað. Hún segir til um það hve marga steina á að nota og hvernig þeir raðast — allt á ör- skammri stund. Þar sem blaðamaður og arkítekt standa innan um borð og stóla í þrí- Stiginn í augum fjögurra ára barns. víddarmynd tölvunnar fær hönn- uðurinn hugljómun. „Það fer bést á því að breyta borðendanum hérnaþ segir hann, og bendir á borð sem stendur í hálfboganum á miðju gólfi. „Hér passar betur að hafa bogadreginn borðenda en þveran“. Síðan er því breytt. Allar upplýsingar til tölvunnar eru færðar inn í tölum, vektorum, engar teikningar eru gerðar lengur af mannahöndum, og ef tölvan hef- ur réttar upplýsinar frá þeim sem vinnur hönnunarverkið, er öll skekkja úr sögunni. En hvað þarf til? Tölvan og forritið „Hugbúnaðurinn skiptir öllu máli“, segir Ingimar. Þeir þurftu að kanna vel alla möguleika þegar velja átti hugbúnað. Fýrst var reynt eitt kerfi, það gekk ekki vel — þá kom til sögunnar nýtt forrit, Akropolis, sem ber heiti af hæð í Grikklandi, sem fræg er að endem- um fyrir arkitektúr. Akropolis er forrit hannað fyrir arkitekta af bresku fyrirtæki, BDP Computing Service. Það fyrirtæki er dótturfyr- irtæki annars sem nefnist Building Design Partnership og hjá því vinna 1000 manns. „Bretar eru komnir lengst í hönnun slíkra forrita. Við fórum ekki að eyða tíma okkar í að þróa eitthvað sem aðrir voru búnir að leggja grunninn að“, segir Ingi- mar. í gerð hugbúnaðarins, Akropolis liggja 20 til 30 mannár og ekkert fyrirtæki uppi á íslandi, lítið og mannfátt hefur efni á að eyða tíma og fjármunum í hönnun á svona flóknu verki. Og svona til gamans: „Það sem helst stendur okkur fyrir þrifum við að nota erlent forrit til hönnunarverkefna á íslandi er að trén sem við höfum völ á eru heldur hávaxnari en íslenskar tegundir, slík tré sjást ekki hér“, segir Ingimar og brosir breitt. Tölvan sem notuð er til að keyra forritið mikla er Hewlett Packard, 9000. Tölvan og búnaðurinn sem til þarf kostaði nokkrar milljónir króna, þannig að ljóst er að hér er ekki um neina meðalfjárfestingu að ræða. Afkastagetan er líka í sam- ræmi við það. Samstæðan byggist upp á nokkrum einingum, s.s. Unix stýrikerfi, sem er hið fyrsta sinnar tegundar hérlendis, móðurtölvunni og hugbúnaðinum. Nú þegar geta 16 aðilar notað tölvuna samtímis, en unnt er að tengja allt að 54 not- endur við tölvuna í senn ef þörf krefur. Venjulegt ritvinnslukerfi notar 256 kílóbita, en tölvan sem stendur yfirlætislaus í litlu, vistlegu her- bergi á Hverfisgötunni hefur yfir að ráða 132 milljörðum bita. Kostnað- urinn við þetta fullkomna kerfi var gífurlegur — eða um átta milljónir króna. Benda má á til hliðsjónar að Tölva sú er Háskóli íslands fékk nú nýverið að gjöf kostar um tvær milljónir króna. Óveðhæft hugverk Ef til vill það skondnasta við fjármögnun slíks stórfyrirtækis var afstaða yfirvalda til málsins. Ingi- mar reyndi að.fá langtímalán til þess að standa straum af hluta kostnaðarins. Þar kom hann alger- lega að luktum dyrum. Hver getur svo sem tekið veð í snældu, hlut sem rúmast í hendi og er hvergi skráð til veðbókar. Slíkt er ekki fasteign, þótt á fasteignaverði sé. Hugbúnað- urinn, Akropolis, er geymdur á lít- illi snældu og kostaði eina og hálfa milljón króna hingað komið. Hver hefði veitt Halldóri Kiljan Laxness húsnæðislán út á Sölku-Völku? — Hugverk eru enn sem komið er ekki nokkurs virði að mati stjórnvalda. Slíkt er ógerlegt að veðsetja eða koma höndum yfir á nokkurn hátt. í framtíðarlandinu, íslandi, verður að breyta þessum viðhorfum. ís-

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.