Alþýðublaðið - 04.05.1990, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 04.05.1990, Blaðsíða 2
2 INNLENDAR FRETTIR Föstudagur 4. maí 1990 Jón Sigurdsson vidskiptarádherra Mistök í hag- stjórn iyrri ára Jón Sigurðsson við- skiptaráðherra sagðist í samtali við Alþýðublaði vilja leggja áherslu á eftir- talin fimm atriði í skýrslu OECD um ísland fyrir árið 1990 sem var birt í gær. ,,Mörg þeirra vandamála sem við er að glíma í íslensk- um efnahagsmálum má rekja til mistaka í hagstjórn fyrri ára sem leitt hafa til meiri óstöðugleika í íslenskum þjóðarbúskap en sveiflur í sjávarútvegi hafa gefið tilefni til. Á því leikur enginn vafi að ekki var rétt staðið að hag- stjórn á uppgangstímabilinu 1985—1987. Vegna þeirra endurbóta sem gerðar hafa verið á skattakerfinu eru nú meiri líkur á að afgangur myndist í búskap hins opinbera þegar og ef hagvöxtur glæðist á ný á Islandi. Auk þess hafa ýmsir gallar verið lagfærðir, þannig að skattakerfið hefur nú já- kvæðari áhrif en áður. Umbætur á fjármálasvið- inu hafa gert það að verkum að nú er hægt að ná meiri ár- angri með peninga- og út- lánastefnu en áður. Seðla- bankinn hefur meiri stjórn á peningamynduninni og fjár- magnsmarkaðurinn er í betra jafnvægi. Hagvaxtarhoríur eru dauf- legar fyrir næstu ár nema efl- ing nýrra útflutningsgreina komi til. Þær kerfisbreytingar sem þegar hefur verið gripið tii hafa gert það að verkum að hagkerfið er nú betur í stakk búið til að aðlagast nýjum að- stæðum og meiri fjölbreytni. Jafnfram hafa skapast að- stæður til þess að draga úr þeim óeðlilegu sveiflum sem einkennt hafa síðasta áratug. Brýnustu verkefnin nú eru að auka frelsið varðandi fjár- magnsflutninga milli íslands og annarra landa, fjárfesting- arlán og erlendar fjárfesting- ar. Sambland traustrar hag- stjórnar, aukins hlutverks markaðarins og atvinnu- stefnu sem byggir í minna mæli á afskiptum stjórna- valda er besta leiðin til að bæta lífskjör á Islandi á kom- andi árum." Júlíus Sólnes Hótar stjórnarslitum „Eins og ég hef sagt, þá er enginn tilgangur að hanga í þessu stjórnar- samstarfi lengur geti stjórnin ekki náð þessu máli fram,“ sagði Júiíus Sóines umhverfisráðherra aðspurður um hvort það þýddi stjórnarslit yrði um- hverfisfrumvarpið ekki af- greitt á þessu þingi. Mikil óvissa er nú um hve- nær þingi lýkur og hvaða mál fáist þar afgreidd. Helsta óvissuatriðið er hvort frum- varpið um umhverfisráðu- neytið fæst afgreitt á þessu þingi og hefur Júlíus Sólnes sagt það stjórnarsiitamál fari svo að það fái ekki afgreiðslu. Sjálfstæðisflokkurinn hefur sýnt málinu mikla andspyrnu í allan vetur. Fyrst voru því samþykkt lög um að stofna umhverfisráðuneyti án verk- efna en nú stendur styrrinn um hver verði verkefni ráðu- neytisins. NÆRMYND Jón Sigurðsson framkvæmdastjóri EFTIR: KRISTJÁN KRISTJÁNSSON Jón Sigurðsson geng- ur um atvinnulaus eftir að honum var sagt upp sem framkvæmdastjóra Stöðvar 2 nýverið. Þetta er í annað skipti sem Jón lætur af störfum í stóru fyrirtæki á tveimur ár- um. Hann sagði af sér sem framkvæmdastjóri Miklagarðs 1988, eftir að honum hafði verið boðið forstjórastarf í Kron. Sjálfur segir hann að með því hafi átt að fylgja að hann réði ekki sjálfur sínum undir- mönnum. Þetta lét Jón ekki bjóða sér. Sam- kvæmt heimildum Al- þýðublaðsins lætur Jón líka ekki vaða ofan í sig yfirleitt. Jón er verslunarskóla- genginn, hann fór í fram- haldsnám til London í við- reyndar af flestum enda bráðskemmtilegur maður. Hugur starfsfólksins kom m.a. í Ijós þegar starfs- mannafélagið kom saman á miðvikudag til að álykta um málefni Stöðvarinnar. Þar kom fram velvilji í garð Jóns en hörð gagnrýni á stjórn fyrirtækisins fyrir að víkja honum úr starfi. Jón Óttar Ragnarsson, fyrrverandi sjónvarpsstjóri segir að Stöð 2 hafi misst mikið með Jóni Sigurðs- syni, hann hafi verið ákaf- lega vinnusamur og vel heima í öllu málum stöðv- arinnar. Jón Óttar segir það ekki hafa skipt minna máli að Jón Sigurðsson hafi ver- ið í góðu sambandi við starfsfólkið og Alþýðublað- ið hefur fleiri heimildir fyr- ir þvi að svo hafi verið. Að Jón Sigurðsson hafi notið stuðnings innan húss. Það kemur reyndar heim og Jón Sigurðsson, framkvæmdastjóri Stöðvar 2, er vel liðinn af starfsfólk, það harmar að hann skuli hafa verið látinn fara. „Það verður sjónarsviptir af honum," sagði Jón Óttar Ragn- arsson við Alþýðublaðið. Klár — og fastur fyrir skiptum, hefur starfað hjá Verslunarráðinu, hjá Versl- unar- og þróunarmála- stofnun Sameinuðu Þjóð- anna, síðan í 12 ár hjá Is- lenskum markaði sem framkvæmdastjóri, í 6 ár var hann með Miklagarð, svo kom Stöð 2. Þeim hluta sögunnar er nú lokið. Hann er þó síður en svo verkefna- laus, hann stýrir kosninga- baráttu Sjálfstæðismanna í Breiðholti fyrir borgar- stjórnarkosningar i þriðja sinn i röð. Vanur maður í pólitík, enda m.a. fyrrum varaþingmaður flokksins fyrir Vesturland á árunum 1974-1978. Jón er vel liðinn af starfs- fólki Stöðvar 2, hann er það saman við þann hug sem starfsfólk Miklagarðs bar til Jóns, þegar hann hættir þar. Þá var sömuleiðis sam- þykkt ályktun þar sem þaö var harmað að Jón skyldi láta af störfum hjá fyrirtæk- inu. Jón Sigurðsson var að mörgu leyti ankerið í starf- semi Stöðvar 2, hann var eldri, rólegri og yfirvegaðri en aðrir forystumenn fyrir- tækisins og miklu varkárari en þeir. Hann kom inn í fyr- irtækið sem maður Versl- unarbankans en tókst að samsama sig anda fyrir- tækisins. Að auki tókst hon- um að koma sæmilegum skikk á reksturinn, rétt eins og hann hafði haft á Mikla- garði. Hann er hinsvegar fastur fyrir. Ástæðan fyrir brott- vikningu Jóns af Stöð 2 var sú að hann gat ekki tekið því sem nýr meirihluti rétti að honum, sem sé að hafa ekki lengur æðsta vald í málefnum fyrirtækisiris, eins og hann hafði haft. Rétt eins og hann gat ekki tekið því þegar hann taldi að aðilar innan KRON ætl- uðu sér að ráða því hverja hann réði sem sína undir- menn hjá fyrirtækinu. Heimildamenn Alþýðu- blaðsins segja sumir að hann eigi erfitt með að stilla sig inn á samstarfs- menn sína. „Enginn ,,já-maður‘‘,“ eins og Jón Óttar orðaði það. Þröstur Ólafsson, stjórn- arformaður KRON, hefur þá sögu að segja af Jóni Sig- urðssyni að þar hafi farið mjög góður stjórnandi, at- hafnasamur, ósérhlífinn og duglegur maður sem hafi haft góða stjórn á verkefn- um sínum og undirmönn- um. Þegar Jón Sigurðsson var sjálfur beðinn að segja hvernig stjórnandi hann væri komu smá vöflur á hann, svo sagði hann ,,hel- víti klár,“ og hló hátt. Það er þó sennilegast rétt — hann er helvíti klár en lika helvíti fastur á sínu. Stund- um of. FRETTASKÝRING OECDSEGIR EFNAHAGSMÁL UM MARGT A RÉTTRILEID „Mikill árcangur náðisl ■ efnahagsmálum á íslandi á siðasta áratug, með tilliti til minna atvinnuleysi og meiri lifskjarabata en i öðr- um aðildarrikjum OECD," segir i skýrslu Efnahags- og framfarastofnunarinnar, OECD, sem var gerð opinber i gær. EFTIR: TRYGGVA HARÐARSON Hvort hér sé um svokallaða „svarta skýrslu" að ræða skal ósagt látið en hún gerir ráð fyrir að hagvöxtur á íslandi verði hægari á næsta áratug en á þeim síðasta. í henni er reiknað með að tekjur af sjáv- arútvegi aukist lítið á næstu árum. Hér er auðvitað ein- göngu um spá að ræða og er hún laus við alla bjartsýni. Auðvitað verður það nokkuð undir stjórnvöldum komið hvernig tekst til við rekstur þjóðarbúsins næsta áratug- inn og hver endanleg niður- staða verður í efnahagsþróun þjóðarinnar. Þrátt fyrir að talað sé um í skýrslunni að mikill árangur hafi náðst á efnahagssviðinu á síðasta áratug er efnahags- stjórn áranna 1985—1987 harðlega gagnrýnd. Það var á þeim tíma þegar Sjálfstæð- isflokkur og Framsóknar- flokkur fóru saman með stjórn landsmála undir for- sæti Steingríms Hermanns- sonar. I skýrslunni segir svo: „Á því leikur enginn vafi að ekki var rétt staðið að hag- stjórn á uppgangstímabilinu 1985—1987. Sérstaklega má benda á að þjóðhagslegur sparnaður dróst saman og er- lendar skuldir fóru vaxandi við mjög hagstæðar ytri að- stæður." I skýrslunni segir að þessi fjármálastefna hafi hindrað að hægt hefði verið að beita aðhaldssamri peninga- og gengisstefnu til að tryggja betra jafnvægi milli framboðs og eftirspurnar og halda aftur af verðbólgu. Varad við að þvinga vexti niður_______________ í skýrslunni er farið mjög Fyrrum fjarmalaraðherra, Þor- steinn Palsson, fær slæma dóma hjá OECD. lofsamlegum orðum um þær breytingar sem gerðar hafa verið á skattakerfinu og segir að nú séu meiri líkur á að af- gangur myndist á búskap hins opinbera þegar og ef hagvöxtur glæðist á ný. Þá er varað við því i skýrsl- unni að vextir verði þvingað- ir niður með stjórnvaldsað- gerðum. „Reynslan sýnir að peningalegur sparnaður á Is- landi er mjög viðkvæmur fyr- ir raunvöxtum þannig að að- gerðir til að halda skamm- tímavöxtum óeðlilega lágum leiddu til þess að peningaleg- ar eignir og sparnaður minnkuðu. Þar sem minni sparnaður hefur almennt i för með sér hærri vexti yrðu áhrifin af vaxtalækkuninni öfug við það sem til stóð." Þá er talað um að umbætur á fjármálasviðinu hafi gert það að verkum að nú sé hægt að ná meiri árangri með pen- inga- og útlánastefnu en áður. Lagst gegn rikis- qfskiptum__________________ í skýrslunni er það gagn- rýnt hvað stjórnvöld almennt hafa mikil áhrif í efnahagslíf- inu. Bent er á að fjármagns- flutningar eru miklum tak- mörkun háðir og draga ber úr áhrifum ríkisins i banka- og fjárfestingarlánakerfinu. Þá segir að „stefnan í at- vinnumálum og þar með tal- in stefnumótun varðandi er- lenda fjárfestingu á íslandi hefur mótast af miklum af- skiptum ríkisvaldsins." Þó að spá OECD fyrir ís- land sé engin bjartsýnisspá bendir hún á að ýmislegt já- kvætt hafi verið að gerast í efnahagslífi og stjórnun þess á síðustu árum. Gunnar Helgi Kristinsson stjórnmálafrœdingur um EB-aöild Þurtum ekki að opna miðin Gunnar Helgi Kristins- son stjórnmálafræðingur segir að andstaða margra íslendinga við inngöngu í Evrópubandalagið vegna fiskveiðikvótamála sé á misskilningi byggð. „Sam- kvæmt fiskveiðistefnu EB frá 1983 er gert ráð fyrir að hvert land fái vissan kvóta úr hverjum fiski- stofni. Þar skiptir miklu máli hefðbundin réttindi á viðkomandi svæði og þar sem íslendingar eru eina þjóðin með hefðbundin réttindi á hafinu við ísland þýði þetta einfaldlega að við þyrftum ekki að hleypa neinum á miðin við land- ið.“ Þessi andstaða íslendinga sé miðuð við lög EB sem giltu þar til árið 1983. Það ár hafi ný löggjöf tekið gildi og veröi menn að miða sína afstöðu við þessi nýju lög segir Gunn- ar. Hann segir að það sé þó tvennt sem menn gætu sett sig upp á móti í sambandi við inngöngu íslands í Evrópu- bandalagið. Það fyrra sé að ákvörðun um leyfilegt afia- magn úr hverjum stofni verði að öllum líkindum tekin í Brussel en ekki Reykjavík. Þorskurinn verður áfram veiddur af íslenskum skipum, þrátt fyrir að ísland gengi í EB segir Gunnar Helgi Kristins- son. Það síðara sé að með inn- göngu í EB opnist leið fyrir erlent fjármagn í íslenskan sjávarútveg. „Þegar á heild- ina er litið held ég nú samt að sjávarútvegurinn þurfi ekki að vera hindrun ef íslending- ar og EB telji aðild að öðru leyti æskilega. Þetta er mál sem mun koma til ákvörðun- ar ráðamanna innan ekki svo margra ára," segir Gunnar Helgi Kristinsson stjórnmála- fræðingur.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.