Alþýðublaðið - 04.05.1990, Page 7

Alþýðublaðið - 04.05.1990, Page 7
Föstudagur 4. maí 1990 NÆSTAFTASTA SÍÐAN 7 T.v. Lauritz Melchior sem „Sigfried" Wagners. T.h. Benjamino Gigli „gulltenórinn"eins oq hann var kallaöur. Tvöfalt tenérafmæK Þann 20. mars sl. voru nákvœmlega 100 ár frá fœdingu tveggja tenórsöngvara sem áttu eftir aö setja svip sinn á óperu og tónlistarlíf sinnar samtíöar, hvor á sinn hátt Hann var talinn ítalskastur allra tenóra (italianissimo) og heillaði áheyrendur sína með ástríðuhita og viðkvæmni allt að því grátklökkva á stund- um. Þetta gagnrýndu sumir tónlistarsérfræðingar en fólk- ið elskaði hann einmitt vegna þessa. Melcior byrjaði söngferil sinn sem baritón en það var bandarísk söngkona sem á heiðurinn af því að hann varð tenór. Hún kallaðist frú Charl- es Cahier og sló því föstu um leið og hún hafði hlustað á hann, að rödd hans væri hin fullkomna Wagneriska hetju- tenórrödd. Það má til sanns vegar færa að Wagner var hans sérsvið og hann söng hin erfiðu Wagner-hlutverk mörg hundruð sinnum að því er virtist fyrirhafnarlaust og hélt upp á 70 ára afmæli sitt með því að syngja árið 1960 hlutverk Siegmund í danska útvarpið. Gigli með sinn ,,gull“-tenór gerði hina mörgu Napoli söngva að gullmolum. Þessi tvö stórmenni á sviði sönglistarinnar fæddust sem sagt 20. mars 1890, og hafa menn í tónlistarheimi hinna ýmsu landa haft á orði að gera daginn að „tenórdegi". (Arbeiderbladet) Félagslegur bakgrunnur þessara tveggja stór- söngvara var mjög ólíkur. Lauritz Melchior var danskur, fæddur í Kaup- mannahöfn inn í vel efn- aða, menningariega og músíkalska borgarafjöl- skyldu. Gigli aftur á móti var skóla- bókardæmi um náttúruhæfi- leikamann af alþýðufólki kominn, sem vegna með- fæddrar raddfegurðar og tón- næmi og röð tilviljana komst á toppinn í tónlistarheimin- um. Faðir hans var skósmiður i Recanati á Italíu. Það varð gæfa Gigli og reyndar okkar allra að faðir hans var einnig kirkjuvörður í dómkirkju Recanati. það var vegna þátt- töku Gigli í kirkjukórnum sem hin gullfallega rödd hans strax á barnsaldri uppgötvað- ist og möguleikar til frama opnuðust. Þegar hann hafði íengið fullorðinsröddina tók hann þátt í söngkeppni í Parma ár- ið 1914 og vann til fyrstu verðlauna. Haft er fyrir satt að einn dómnefndarmanna hafi sagt eftir lok keppninn- ar: „Ecco il tenore" (eða við höfum fundið Tenórinn) með stórum staf ritað eftir það. Velgjörðarmaður útigangsmanna Oscar-verðlaunahafinn, William Hurt, sem sjálfur er óvirkur alkóhólisti, borðar iðulega með hrjáðum með- bræðrum sínum. Hann segir: „Til hvers ætti maður að gefa þeim peninga. Þeir færu beint í vímuefnin, sem er þeirra böl. Nei, ég fer með þá á McDonalds eða aðra matsölustaði og borða með þeim." Hurt er svo vel þekktur fyr- ir góðsemi sina, að utan- garðsmenn í New York, kúra iðulega fyrir utan íbúð hans þar í borg. William Hurt. DAGFINNUR Ég hef móttekið skilaboðin Mér er dálítið í nöp við rit-' stjórann þessa dagana. Maður hefur sitt stolt. Það verða menn að skilja. Þetta er dálítið viðkvæmt mál og ég finn að ég á erfitt með að skrifa um það. Ég vil samt að lesendur blaðsins viti hvernig hefur verið komið fram viö mig. Fyrir nokkrum vikum hringdi ritstjórinn í mig. Honum var mikið niðri fyr- ir og sagði að nú væru nýir og miklir tímar framundan. Það ætti að breyta Alþýðu- blaðinu. Eiginlega gjör- bylta því. Útgáfumál lands- manna yrði ekki söm og áður. Nú ætti að gjörnýta þess- ar átta síður sem blaðið tel- ur. Það þýddi að allt efni yrði styttra. Og jafnframt fjölgaði fréttum og greinum og efnisþáttum. Þessi um- skipti þýddu að ég yrði aö stytta mína vönduðu og umdeildu pistla. Ég veit sem dálkahöfundur að ég er ekki aðeins talsvert les- inn, heldur mikið lesinn. Segjum það bara beint út: Vinsæll. Ég merki það á manna- mótum og oft er hringt í mig og fólk vill ræða við mig um skrif mín. Ég hef núorðið talsverð áhrif og ræð miklu í umræðunni um þjóðfélagsmál. Þetta eru staðreyndir og ég hélt að ritstjórinn vissi svona einfalda hluti. Mér finnst það mjög erfitt að þurfa aö stytta mig. Mér líður eins og risa sem send- ur er í útlegð til Síberíu þar sem stytting eigi að fara fram. Ég skrifa langt og vandað mál. Enga andatepputexta. En það er annað verra. Ritstjórinn hefur ákveðið aö færa mig af leiðarasíð- unni. Ég hef allt frá því að ég hóf daglegar skriftir í Al- þýðublaðið verið á rit- stjórnarsíðunni, við hlið leiðara. Það er staða sem hæfir mér. Allt annað er móðgun. Ég veit að ég er oft miklu meira lesinn en ritstjórinn. Hann skrifar fólk út úr flokknum. Ég skrifa þó fólk inn í flokkinn. Ég veit um marga sem hafa gengið í Alþýðuflokk- inn eftir að hafa lesið mína pistla. Svona framkoma er nátt- úrlega fyrir neðan allar hellur. Ritstjórinn tjáði mér að ég yrði staðsettur á vinsæl- ustu síðunni. Ég spurði hvað ætti að vera á þeirri síðu. Hann sagði krossgáta, brandarar, erlendir molar um kvikmyndastjörnur og samanþjöppuð dagskrá Ijósvakafjölmiðla. Ég ætlaði að skella á. En orð ritstjórans eru víst lög. Og ég hef móttekið skilaboðin. Ég get ekki öðruvísi skilið en að búið sé aö reka mig af Alþýðublað- inu. En ég ætla ekki að láta fara svona með mig. Ég mun skrifa áfram. A hverjum degi. We shall overcome. Kari krónprins Breta Breski krónprinsinn sýnir áhuga á menningu og arki- tektúr, sumum til ama, öðr- um til ánægju. Hann hefur stungið upp á reglum fyrir arkitekta: Ékki skemma um- hverfið. Ef ekki er hægt að lesa út úr byggingu hvað hún er, hvernig eigum við þá að skilja hana? Lítið getur verið meira, of mikið ekki nóg. Gætið þess að barnaleikvellir séu í skjóli. það er betra að fólk sjái eitthvað annaö en dauðar útlitsteikningar. Leyf- ið fólkinu sem á að búa við byggingarnar, að stýra hendi ykkar. Ekki særa augu okkar á opinberum stöðum. Arkitektar ku ekki hafa hrópað húrra. k Gleðjist, þið sem hafið þrútna augnpoka Sumir þjóta til og setja kalda bakstra við augun ef vottar fyrir þrota eða pokum í kringum augun. Slappið af því nú virðast þrútin augu í tísku! Stúlkurnar á myndunum eru allar vinsælar sem fyrir- sætur og/eða tískusýningar- stúlkur. Sú lengst til hægri kallast Cordula og er ein vin- sælasta þessa dagana, og menn segja aö hún yröi ekki svipur hjá sjón án augnþrota. Gæti hugsast að næsta vin- sæla fegrunaraðgerðin verði „falskir augnpokar"? Einn með kaffinu íslenskur sjómaður var staddur á hafnarknæpu erlendis. Hann sá laglega gellu við barborðið og bauð henni upp á drykk. — Nei takk, sagði stúlk- an kuldalega. Ég er lesbísk! Sjómaðurinn setti sig í heimsmannslegar stell- ingar og spurði: — Já, ég skil. Hvernig er ástandið í Beirút? DAGSKRAIN Sjónvarpið 17.50 Fjörkálfar 18.20 Hvutti 18.50 Táknmálsfréttir 18.55 Poppkorn 19.20 Reimleikar á Fáfnishóli 19.50 Abbott og Costello 20.00 Fréttir og veð- ur 20.30 Vandinn að verða pabbi 21.00 Marlowe einka- spæjari 21.55 Marie 23.45 Út- varpsfréttir í dagskrárlok Sföð 2 16.45 Santa Barbara 17.30 Emilía 17.35 jakari 17.40 Dvergurinn Davíð 18.05 Lassý 18.30 Bylmingur 19.19 19.19 20.30 Byrgjum brunn- inn 21.05 Lif í tuskunum 22.00 Saklaus ást 23.35 Puk- ur með pilluna 01.10 Njósnar- inn sem kom inn úr kuldan- um 02.55 Dagskrárlok Stjarnan 07—10 Dýragarðurinn 10—13 Snorri Sturluson 13—17 Kristófer Helgason 17—19 Á bakinu með Bjarna 19—22 Arnar Albertsson 22—03 Darri Ólason 03—09 Seinni hluti næturvaktar Bylgjan 07—09 Þá er það morguninn 09—12 Ólafur Már Björnsson í helgarhugleiðingum 12— 12.10 Valdis Gunnarsdóttir. Stefnumót í beinni útsend- ingu 15—17 Ágúst Héðins- son og fín tónlist. Valtýr Björn með iþróttapistil klukk- an 15.30 17—18 Reykjavik síðdegis 18—18.15 Kvöld- fréttir 18.15—19 íslenskir tónar 19—22 Hafþór Freyr Sigmundsson á kvöldvakt- inni 22—02 Á næturvaktinni 02—08 Freymóður T. Sig- urðsson leiðir fólk inn í nótt- ina Rós I 06.45 Veðurfregnir. Bæn 07.00 Fréttir 07.03 í morguns- árið 09.00 Fréttir 09.03 Litli barnatíminn 09.20 Af tón- menntum 10.00 Fréttir 10.10 Veðurfregnir 10.30 Kíkt út um kýraugað 11.00 Fréttir 11.03 Samhljómur 11.53 Á dagskrá 12.00 Fréttayfirlit 12.15 Dag- legt mál 12.20 Hádegisfréttir 12.45 Veðurfregnir. Dánar- fregnir 13.00 í dagsins önn 13.30 Miðdegissagan 14.00 Fréttir 14.03 Ljúflingslög 15.00 Fréttir 15.03 „Skáld- skapur, sannleikur, siðfræði" 15.45 Neytendapunktar 15.52 Þingfréttir 16.00 Fréttir 16.03 Að utan 16.10 Dagbók- in 16.15 Veðurfregnir 16.20 Barnaútvarpið 17.00 Fréttir 17.03 Þættir úr óperunni „Marizu greifafrú" 18.00 Freftir 18.03 Sumaraftann 18.30 Tónlist. Dánarfregnir 18.45 Veðurfregnir 19.00 Kvöldfréttir 19.32 Kviksjá 20.00 Litli barnatíminn 20.15 Kórakeppni EBU 1989 21.00 Kvöldvaka 22.00 Fréttir 22.07 Að utan 22.15 Veðurfregnir. Orð kvöldsins 22.30 Danslög 23.00 í kvöldskugga 24.00 Fréttir 00.10 Ómur að utan 01.00 Veðurfregnir 01.10 Næturútvarp Rós 2 07.03 Morgunútvarpið 08.00 Morgunfréttir 09.03 Morgun- syrpa 11.03 Gagn og gaman 12.00 Fréttayfirlit 12.20 Há- degisfréttir 14.03 Brot úr degi 16.03 Dagskrá. Dægurmála- útvarp 18.03 Þjóðarsálin 19.00 Kvöldfréttir 19.32 Sveitasæla 20.30 Gullskífan 21.00 Á djasstónleikum 22.07 Kaldur og klár 02.00 Fréttir 02.05 Rokk og nýbylgja 03.00 ístoppurinn 04.00 Fréttir 04.05 Undir værðarvoð 05.00 Fréttir 05.01 Blágresið blíða 06.00 Fréttir 06.01 Áfram ís- land 07.00 Úr smiðjunni Landshlutaútvarp ó Rás 2 Útvarp Norðurland kl. 8.10— 8.20 og 18.03—19.00 Útvarp Austurland kl. 18.03—19.00 Svæðisútvarp Vestfjarða kl. 18.03—19.00 KROSSGÁTAN □ 1 2 3 n 4 5 □ 6 □ m 8 9 75 □ U □ 12 73 □ 27 Lárétt: 1 vasapela, 5 hangs, 6 smáfiskur, 7 hvað, 8 trufl- ar, 10 kind, 11 beita, 12 glyrna, 13 gæfa. Lóðrétt: 1 bugtir, 2 hafn- sögumaður, 3 þegar, 4 fúsa, 5 gunga, 7 bifa, 9 sár, 12 til.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.