Alþýðublaðið - 04.05.1990, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 04.05.1990, Blaðsíða 6
6 SMÁFRÉTTIR Föstudagur 4. maí 1990 Safnaðarheimili og tónlistarskóli rísa í nágrenni kirkjunnar Hafnfirðingar hafa verið framkvæmdasamir að undanförnu, og ekkert lát virðist þar á. Nú hafa Hafnarfjarðarbær og sóknarnefnd Hafnarfjarðar- kirkju ákveðið að gangast fyrir samkeppni um tónlistarskóla og safnaðarheimili við hina fögru kirkju bæjarins. Rík áhersla er lögð á að vernda kirkjuna og umhverfi hennar í samkeppninni, nýj- ar byggingar eiga ekki að þrengja að henni. Trún- aðarmaður dómnefndar er Guðlaugur Gauti Jónsson arkitekt. Ríkisútvarpið þjófstartaði fór ekki eftir tilmælum OECD Skýrsla OECD, Efnahags- og framfarastofnun- arinnar í París, um ástand efnahagsmála okkar hefur vakið talsverða athygli að venju. Skýrsla þessi er að venju lögð fram með nokkurra daga fyrirvara, þannig að fjölmiðlar geti áttað sig á efni hannar og skrifað lærðar greinar í miðla sína. Inni- hald skýrslunnar birtist fyrst hjá Reuter-frétta- stofunni og beðið um að fréttir bærust ekki út fyrr en á tilteknum tíma. Ríkisútvarpið virti þetta að vettugi eitt fjölmiðla. Síðan kom skýrslan sjálf og óskað eftir að þirting yrði ekki fyrr en á mið- nætti fimmtudags 3. maí. Þá voru tveir dagar liðnir frá því að Ríkisútvarpið þjófstartaði. menna húsnæðislánakerfið. Þá verður Rann- sóknastofnun byggingariðnaðarins og starfsemi Arkitektafélags Islands kynnt. Vestmannaeying- ar munu eflaust flykkjast í Framhaldsskólann, — opið verður laugardag 10—12 og 14—18 og á sunnudag frá 13—15. Örfá sæti laus — frumsýningu Spaugstofunnar frestað til hausts Þjóðarsálin á bágt á laugardagskvöldum, þeg- ar Spaugstofan er horfin úr sjónvarpskróknum. Nú er Spaugstofan hinsvegar komin á kreik í Þjóðleikhúsinu, húslausa leikhúsinu. ÖRFÁ SÆTI LAUS heitir sá „kolklikkaöi farsi" sem Spaugstof- an semur og sýnir undir stjórn Egils Ólafssonar, — frumsýningu er frestað til hausts vegna hús- Ein íslensk kvikmynd á ári? Kvikmyndagerðarmenn eru óhressir. Laga- frumvarp sem liggur fyrir Alþingi og á að bæta stöðu íslenskrar kvikmyndagerðar — er ólíklegt til að skila tilætluðum árangri, segja forráðamenn þriggja samtaka, þ.e. framleiðenda, kvikmynda- gerðarmanna og kvikmyndaleikstjóra, „því þar (þ.e. í frumvarpinu) er gert ráð fyrir framlagi, sem tryggir gerð aðeins einnar kvikmyndar á ári", seg- ir kvikmyndagerðarfólkið. Tekjuákvæði frum- varpsins er sagt í þá veruna að stutt sé í endalok kvikmyndagerðar hér á hólmanum okkar. Tekjur sjóðsins eiga að koma af skattlagningu erlendra bíómynda, sem fá stöðugt minni aðsókn. Bent er á skattlagningu myndbanda sem tekjustofn fyrir sjóðinn. Húsnæðisdagar í Vestmannaeyjum Byggingaþjónustan mun á laugardag og sunnudag efna til Húsnæðisdaga í Vestmanna- eyjum. Þar gefst fólki kostur á að viða að sér hverskonar upplýsingum um byggingafram- kvæmdir og húsnæðismál. M.a. mun Vesta- mannaeyjabær kynna aðalskipulag bæjarins 1988—2008. Byggingafulltrúi, bæjarveitur og fleiri kynna starfsemi sína, og hið sama gera byggingaiðnaðarmenn, verktakar og söluaðilar byggingarefna. Húsnæðisstofnun á stóran hlut í Húsnæðisdögum, — erindi verður flutt um hús- bréfakerfið auk þess sem fjallað verður um al- næðisvandræða. Myndin sem hér fylgir er tekin í Þjóðleikhúsinu af aðstandendum sýningarinnar — og sannarlega eru „örfá sæti laus", því sætin höfðu verið fjarlægð fyrir viðgerðirnar sem eru að hefjast. Af Þjóðleikhúsinu er það annars að frétta að Stefnumót er á fjölunum í síðasta sinn í kvöld(lðnó) og Endurbygging eftir Havel er sýnd í síðasta sinn á sunnudagskvöld. Íþróttahátíð grunnskólanna í dag Laugardalurinn í Reykjavík verður iðandi af íþróttafólki framtíðarinnar í dag þegar íþróttahá- tíð grunnskólanna fer fram. Keppt verður af hörku í fjöldamörgum greinum íþrótta, úti og inni. Hátíðin hefst kl. 13.30. Hvað er saga án sagnfræðinga? Saga kristinnar kirkju á íslandi í þúsund ár verður rituð á næstu fimm árum, samkvæmt þingsályktun frá 26. mars sl. Það hefur farið fyrir brjóstið á sagnfræðingum að Alþingi felur þjóð- kirkju íslands og Guðfræðideild Háskólans að standa fyrir samningu verksins. Sagnfræðingar vilja álíta að hér sé kjörið verkefni fyrir þeirra stétt. „Það væri fróðlegt að leggja þúsund ára starf kirkjunnar á íslandi undir mat manna sem hafa enga hagsmuni af að gera hlut hennar mik- inn eða lítinn, góðan eöa illan. Og hún er svo merk stofnun í Islandssögunni að það væri hall- ærislegt að gefa henni annars konar afmælis- sögu á slíkum tímamótum" segir í leiðara frétta- bréfs Sagnfræðingafélags Islands. GETRAUNIR Stöð 2 hefur nú stungið aðra fjölmiðla af í getraunakeppni fjölmiðlanna. Hún hefur hlotið 99 stig þegar aðeins tvær um- ferðir eru eftir. Bylgja er í öðru sæti með 92 stig og síðan kom- um við á Alþýðublaðinu og Þjóðviljinn með 90 stig. Það er því borin von að það takist aö velta Stöð 2 úr fyrsta sætinu og ját- um við okkur hér með sigraða. Nú líður að lokum ensku deildarkeppninnar og getur það sett mark sitt á úrslit leikja. Flest liðin hafa að engu sérstöku að keppa og Liverpool hefur þegar tryggt sér meistaratitilinn. Þá vekur athygli að allir spá Luton tapi þó svo að með sigri gæti það bjargað sér frá falli í 2. deild. Það lá að vísu ekki fyrir þegar við spámenn fjölmiðlanna þurftu að spá fyrir þessa lei- kviku. Okkar spá er sem hér segir: 2X1/X12/X1X/111 FJÖLMIÐLASPÁ LEIKIR 5. MAI ’90 -i OD 2 £ z z js I- Z □ > s £L tt s £3 Q £ l cc I BYLGJAN OJ 5 6 a =3 5 5 < < z -J * S SAWTALS 1 X 2 Coventry - Liverpool 2 2 2 2 2 2 2 2 2 X 0 1 9 C. Palace - Man. Clty X X X 1 2 2 2 1 X 2 2 4 4 Derby - Luton 1 1 1 1 1 1 1 1 1 1 10 0 0 Everton - Aston Villa 1 1 1 1 1 2 1 1 X 1 8 1 1 Man. Utd. - Charlton 1 1 1 1 X 1 1 1 1 1 9 1 0 ; Millwall - Chelsea 2 2 2 2 2 X 2 2 2 2 0 1 9 Norwich - Arsenal X X 2 1 1 2 2 X X 2 2 4 4 Q.P.R.-Wimbledon 1 1 1 1 1 X 1 1 1 X 8 2 0 1 Sheff.Wed.-Nott.For. 2 1 2 2 2 1 X 2 X X 2 3 5 Tottenham - Southampton 1 1 1 1 1 X 1 1 1 1 9 1 0 Sunderland-Oldham 2 1 X 1 1 X 1 2 1 1 5 2 2 West Ham - Wolves 1 1 2 1 1 1 1 X 1 1 8 1 1 liítiue.í WAutíx ■ •• RAÐAUGLÝSINGAR Laus staða Verðlagsstofnun óskar eftir að ráða starfsmann í stöðu deildarstjóra neytendadeildar Verðlagsstofn- unar. Lögfræðimenntun tilskilin. Laun verða samkvæmt launakerfi starfsmanna rík- isins. Umsóknir ásamt upplýsingum um aldur, menntun og fyrri störf sendist Verðlagsstofnun, Laugavegi 118, Pósthólf 5120, 125 Reykjavík. Upplýsingar um starfið eru veittar í síma 91-27422. Utankjörstaðaatkvæðagreiðsla í Reykjavík vegna sveitarstjórnarkosninga 1990 flyst í Armúlaskóla laugardaginn 5. maí nk. og verð- ur opið þann dag frá kl. 14—18. Síðan verður opið alla virka daga kl. 10—12,14—18 og 20—22, en sunnudaga og helgidaga verður opið kl. 14—18. Borgarfógetaembættið í Reykjavík. Frá Fræðsluskrifstofu Reykjavíkurumdæmis Lausar eru stöður yfirkennara við eftirtalda grunn- skóla Reykjavíkur: Ártúnsskóla Breiðagerðisskóla Langholtsskóla Umsóknarfrestur er til 20. maí nk. Fræðslustjóri Reykjavíkurumdæmis. LOKAÐ Vegna jarðarfarar starfsmanns okkar, Þorsteins Guðnasonar, verða skrifstofur og bensínstöðvar Ol- íufélagsins hf. á höfuðborgarsvæðinu lokaðar föstudaginn 4. maí, frá kl. 14 til kl. 18. Olíufélagið hf. VÍSINDARÁÐ sérfræðingsstaða Staða sérfræðings við Vísindaráð er laus til um- sóknar. Starfssvið er m.a. skýrslu- og áætlanagerð, vinna við mótun vísindastefnu og almenn stjórnunar- og skrifstofustörf. Laun samkvæmt launakerfi starfsmanna ríkisins. Skriflegar umsóknir með upplýsingum um mennt- un og starfsferil sendist Vísindaráði, Bárugötu 3, 101 Reykjavík fyrir 1. júní nk.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.