Alþýðublaðið - 04.05.1990, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 04.05.1990, Blaðsíða 4
4 VIDHORF Föstudagur 4. maí 1990 flMIHIHIIIHII Ármúli 36 Simi 681866 Útgefandi: Blaö hf. Framkvæmdastjóri: Hákon Hákonarson Ritstjóri: Ingólfur Margeirsson Fréttastjóri: Jón Birgir Pétursson Auglýsingastjóri: Hinrik Gunnar Hilmarsson Dreifingarstjóri: Siguröur Jónsson Setning og umbrot: Leturval, Ármúla 36 Prentun: Oddi hf. Áskriftarsíminn er 681866 Áskriftargjald 1000 kr. á mánuöi innanlands.í lausasölu 75 kr. eintakið DAUÐADOMUR YFIR RÍKISUMSVIFUM Skýrsla Efnahags- og framfarastofnunar Evrópu (OECD) um ís- lensk efnahagsmál er þungur áfellisdómur á fjármálastjórn Þor- steins Pálssonar, formanns Sjálfstæðisflokksins á árunum 1985—87 í tíð fyrri ríkisstjórnar Steingríms Hermannssonar. í skýrslu OECD er staðhæft, að rekja megi mörg vandamál efna- hagslífsins í dag til mistaka í hagstjórn á uppgangstímabilinu 1985—87. Þar benda skýrsluhöfundar sérstaklega á, að þjóð- hagslegur sparnaður hafi dregist saman og erlendar skuldir farið vaxandi við mjög hagstæðar ytri aðstæður. Meginástæðan er talin vera viðvarandi halli á ríkisbúskapnum. Þetta eru reyndar þekktar staðreyndir og núverandi fjármálaráðherra hefur reyndar nefnt þessa fjármálastefnu formanns Sjálfstæðisflokksins „gaga-hagstjórnina." Skýrsla OECD er í reynd dauðadómur yfir núverandi ríkisum- svifum í peninga- og fjármagnskerfi á íslandi. Á köflum mætti halda að verið væri að fjalla um hagkerfi ríkja í Austur-Evrópu. Slík eru ígrip, áhrif og umsvif ríkisvaldsins í efnahags- og atvinnu- lífi þjóðarinnar. Skýrsluhöfundar OECD segja fullum fetum að stefnan í atvinnumálum og stefnumótun varðandi erlenda fjár- festingu hafa mótast af of miklum afskiptum ríkisvaldsins. Þeir mæla með því, að dregið verði úr áhrifum ríkisins í banka- og fjár- festingarlánakerfinu, einkavæðing verði aukin í bankakerfinu og opnað verði fyrir aukið fjármagnsstreymi inn og út úr landinu. Skýrsluhöfundar leggja einnig áherslu á aukinn þátt erlendra að- ilja í íslensku atvinnulífi, benda á einhæfa undirstöðuatvinnuvegi og mæla eindregið með auknum markaðslögmálum, auknu frelsi í fjárfestingalánum og erlendum fjárfestingum. Aðeins einn stjórnmálaflokkur á íslandi hefur haft uppi sömu áherslur og höf- undar OECD-skýrslunnar benda nú á sem farsælustu lausnir á vanda íslensks þjóðarbús. Það er Alþýðuflokkurinn. OECD-skýrslan er í raun opinber viðurkenning á helstu stefnu- málum flokksins. FÖSTUDAGSSPJALL Guðmundur Einarsson HEIMSMYND HAGS- MUNAVÖRSLUNNAR „Kvótamálið var komið í höfn, en með athugasemdum sínum hafa stjórnmálamennirnir stefnt því í voða.“ Einhvern veginn á þessa leið mæltist einum forsvars- manna svokallaðra hagsmunaað- ila í sjávarútvegi í sjónvarpsviðtali nýlega. Sömu dagana stóð formaður Sjálfstæðisflokksins í ræðustóli á Alþingi og ásakaði þingheim fyrir að hafa gert breytingartillögur á kvótamálinu án samráðs við hagsmunaaðila. Og þingmenn Sjálfstæðisflokksins lögðu til að málinu yrði vísað aftur til ráð- gjafanefndarinnar svo marg- nefndum hagsmunaaðilum gæfist tími til að skoða það. í þessum dæmum er mikill fróð- leikur um íslenska pólitík. Hagsmunir hverra? Hverjir eiga hagsmuni í sjávar- útvegi? Það er auðvitað Ijóst að þjóðin er öll hagsmunaaðili þar. Almenningur á þar miklu ríkari rétt en LÍU. í lögum stendur að fiskimiðin umhverfis landið séu sameign ís- lensku þjóðarinnar. Þar stendur hvergi að þau séu séreign útvegs- manna, þótt reyndar hafi verið reynt að koma því inn í lögin með ósýnilegu bleki í formi úthlutunar- reglna. Heimaríkir hagsmunaaðilar halda því fram að þingmenn þjóð- arinnar stefni málinu í hættu með því að hafa skoðun á því. Þá eru þeir að segja að fulltrúum almennings komi ekki við hvernig sjávarútvegsmenn hafa sjálfir ákveðið að ráðskast með auðlind- ina. Og þeir eru líka að kveða upp þann dóm að máliö skemmist er þar verði gætt almannahagsmuna umfram sérhagsmuni stéttarþing- anna. „Sjálfstæðisflokkurinn er skömmt- unarfélag sem er dulbúið eins og stjórnmálahreyfing. Undir skikkju frjálsræðis og víðsýni takast á gömul einokunarveldi í útflutningi og verslun. Þegar áflogin fara úr böndunum er varaformaðurinn fenginn til að stilla til friðar," skrifar Guðmundur Einarsson m.a. í Föstu- dagsspjalli sínu. Hagsmunir_____________________ Sjálffstæðisfflokksins Málflutningur Sjálfstæðisflokks- ins opinberar ýmislegt. í fyrsta lagi hefur flokkurinn enga skoðun á málinu. Síðasta flokksþing reyndi það, en gafst upp og sneri sér að því að setja inn nýjan varaformann í stað for- manns. Engin afstaða er tekin til grundvallarspurninga um eigna- rétt og auðlindir. I öðru lagi sýnir hagsmuna- þjónkunin okkur innviði flokksins. Hann er skömmtunarfélag, sem er dulbúið eins og stjórnmálahreyf- ing. Undir skikkju frjálslyndis og víðsýni takast á gömul einokunar- veldi í útflutningi og verslun. Þeg- ar áflogin fara úr böndunum er varaformaðurinn fenginn til að stijla til friðar. í þriðja lagi rekur þingmanna- sveit flokksins erindi sérhagsmun- anna á Alþingi, fremur en al- mannahagsmuna. Auk hinnar inn- byggðu hagsmunavörslu eru flest- ir málsvarar flokksins uppaldir við samningaborð stóru samtakanna og heimsmynd þeirra og sjón- deildarhringur draga dám af. Þess vegna verða hin ósjálfráðu við- brögð þeirra þau að nálin hrekkur í gamla farið og úr ræðustólum Al- þingis spila þeir gömlu plötuna um fótum troðna hagsmunaaðila. Þess vegna tekur formaður Sjálf- stæðisflokksins LÍÚ, SÍF og SH fram yfir Aiþingi. RADDIR Finnst þér ad Islendingar œttu aö veita EB-ríkjunum veiöiheimildir í íslenskri landhelgi gegn aögangi aö mörkuöum í Evrópu? Birgir Þorgilsson ferðamálastjóri 53 ára: „Ég segi þvert nei viö þeirri spurningunni. Ástæöan er sú aö þetta er okkar stærsta auðlind og hún er varla nóg fyrir okkur sjálf. Mér finnst of mikið einblínt á þennan markaö í Evrópu því Bandaríkjamarkaður er enn sá mikilvægasti og þar eru miklir vaxtamöguleikar. Viö erum meö góöa vöru í höndunum sem Bandaríkjamenn munu sækja í á komandi árum." Helgi Sigurðsson tæknifræðing- ur 42 ára: „Mér finnst aö viö ættum aö taka upp viðræðum viö Evrópu- banaalagiö um þessi mál. Þaö er ekki nóg aö veiða fiskinn, viö verö- um einnig aö hafa markaði til aö selja vöruna til. Þess vegna má ræöa þessi mál þó svo aö niður- staðan verði e.t.v. sú aö viö teldum þaö sem Evrópubandalagi ð byöi ekki þess viröi aö opna landhelg- ina fyrir." Fanney Hannesdóttir húsmóðir 68 ára: „Fiskveiöilögsagan er okkur þaö mikilvæg aö þaö á alls ekki aö hleypa erlendum skipum inn í hana. Rökin aö ekki veröi hægt aö selja íslenskan fisk til Evrópu eru ekki nægjanlega sterk til að gera þessar breytingar. Bandaríkja- markaöur er enn fyrir hendi og svo opnast e.t.v. nýir markaðir í A-Evr- ópu." Haukur Ársælsson rafvirki 59 ára: „Viö eigum alls ekki aö veita út- lendingum veiöiheimildir í ís- lenskri landhelgi. Ef viö förum aö gera einhverjar undantekningar þá veröurfariö fram á meira. Staö- reyndin er sú aö ef viö réttum litla- putta þá er allur handleggurinn tekinn. Fiskurinn okkar er þaö góöur að viö verðum ekki í nein- um erfiðleikum aö selja hann í heimi sem þarfnast sífellt meiri fæöu." Gunnar Helgi Kristinsson stjórn- málafræðingur 32 ára: „Á meðan íslendingar eru utan EB eigum viö í lengstu lög aö forö- ast aö veita erlendum aöilum ein- hverjar veiöiheimildir í okkar mikil- vægustu stofna. Hins vegar mætti hugsa sér aö ræöa um einhverjar ívilnanir varöandi vannýtta stofna á íslandsmiðum. Ef viö hins vegar göngum í Evrópubandalagiö mun pressan minnka á okkur því viö þurfum ekki aö veita neinar veiöi- heimildir, frekar en viö viljum."

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.