Alþýðublaðið - 04.05.1990, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 04.05.1990, Blaðsíða 3
Föstudagur 4. maí 1990 INNLENDAR FRETTIR 3 R0KKSK0GUR I Popparar og rokkarar ætla sér að reisa rokkskóg í kjölfar mikilla tónleika sem haldnir verða í Laugardalshöllinni þann 16da júní. Þar koma fram m.a. Bubbi Morthens og Sykurmolarnir ásamt fleirum. Hluti ágóða þessara tóníeika, sem og hluti ágóðans af öllum dansiböllum og tónleikum til sjávar og sveita helgina 15., 16. og 17da júní rennur til skógræktar. Eftir þá helgi er ráð- gert að hefjast handa við gróðursetningu. Staðsetning rokkskógarins hefur enn ekki verið kunngjörð en verið er að kanna mögulega staði í samráði við Landgræðsluna og fleiri aðila. ENGIN GLEÐILÆTI: Þriggja mánaða brágðabirgða- uppgjör Álafoss hf. sýnir betri afkomu fyrirtækisins en gert var ráð fyrir í rekstraráætlun. Ólafur Ólafsson forstjóri segir þó að þetta sé ekki tilefni til neinna gleðiláta af hálfu forráðamanna fyrirtækisins. „Þetta sýnir aðeins að rekstr- aráætlanir okkar hafa nokkurn veginn staðist, hinsvegar er hér aðeins um brágðabirgðauppgjör að ræða og engin ástæða til að halda uppskeruhátíð fyrr en árið er liðið," sagði Ólafur við Alþýðublaðið í gær. NORRÆNA ! Nokkuð hefur dregið úr aðsókn íslendinga að ferðast til útlanda með færeysku ferjunni Norrænu. Hins vegar er búist við svipuðum fjölda erlendra ferða- manna hingað til lands á þessu ári með ferjunni. Þetta seg- ir Jónas Hallgrímsson, framkvæmdastjóri Smyril Line á Seyðisfirði. Framkvæmdastjórinn segir greinilegt að léttara sé í pyngju Islendinga á þessu ári miðað við undanfarin ár. Þetta sé aðaláststæðan fyrir minni pöntunum í ferðirnar frá Seyðisfirði. „Ferjuslysin að undanförnu eiga e.t.v. ein- hverja þátt í þessari fækkun," segir Jónas. Hann telur þó að hugsandi fólk viti að Norræna sé traust skip með öll ör- yggisatriði i lagi þannig að sjóleiðin sé ein sú öruggasta úr landi. Ferð með Norrænu til Danmerkur fyrir fjögurra manna fjölskyldu í bíl kostar á bilinu 50—90 þúsund, eftir því á hvaða tíma er farið. í fyrra ferðuðust 14 þúsund manns með ferjunni, þar af 2 þúsund íslendingar. Fyrsta ferðin frá Seyðisfirði er 7. júní og síðasta ferð frá Bergen 28. ágúst. MORÐMÁLIÐ VIÐ STÓRAGERÐI: Femt situr nú í gæsluvarðhaldi vegna gruns um aðild að morðmálinu í Stóragerði. Fólkið, þrír karlmenn og ein kona, hafa oft áð- ur komist í kast við lögin vegna fíkniefnamála, falsana og ofbeldismála. Gæsluvarðhaldsúrskurðurinn hefur verið kærður til Hæstarétts og hefur Rétturinn tvo daga til að ákveða hvort úrskurður undirréttar hafi veriö nægjanlega vel rökstuddur. IÐNO: Kvennalistakonan Elín G. Ólafsdóttir hefur lagt fram tillögu þar að lútandi að Reykjavíkurborg kaupi gamla Iðnó. Þjóðleikshúsið hefur haft húsið á leigu síðan Leikfélag Reykjavíkur flutti í Borgarleikhúsið. Elín segir í greinargerð sinni að borginni beri skylda að varðveita þetta gamla hús sem nýta megi til fjölbreyttrar listastarf- semi. GROÐI HJA KVH: Kaupfélag Húnvetninga skilaði hagnaði á síðasta ári þrátt fyrir að afskrifa þyrfti um 20 milljónir af skuldum félagsins. Svo virðist sem kaupfélögin í landinu séu að rétta úr kútnum eftir erfið ár. Þar er skemst frá að minnast að Kaupfélag Suður-Þingeyinga, elsta kaup- félag landsins, skilaði nokkrum hagnaði á síðasta ári. Hins vegar var róðurinn erfiður hjá KEA á Akureyri og tapaði félagið miklum upphæðum annað árið í röð. íbúar uiö Stigahlíö þreyttir á hljóðmengun Eins og að búa við kvartmílubraut Margir íbúar við efri hluta Stigahlíðar eru orðn- ir mjög óánægðir með þann hávaða sem berst frá umferðinni á Kringlumýr- arbrautinni. Ástandið hef- ur versnað til muna eftir að ijósin á horninu á Lista- braut og Kringlumýrar- braut komu því margir bíl- stjórar nota vegarkaflann niður að ljósunum á Miklu- braut og Kringlumýrar- braut til að þenja bíla sína. „Þetta er eins og sumir bíl- eigendur haldi að þetta sé kvartmílubrautin," sagði einn langþreyttur íbúi við Stigahlíðina. Ingi Ú. Magnússon, gatna- málastjóri, segir að hávaðinn af Kringlumýrarbrautinni sé gamalt vandamál. Reyndar hafi átt að planta þarna trjám fyrir nokkrum árum til að draga úr hávaða fyrir íbúa þessa hverfis en það hafi þurft að fresta framkvæmd- um vegna þess að hitaveitan þurfti að leggja þarna hita- veitustokk. „En við erum með þetta mál inni á borðinu hjá okkur og erum að athuga hvað við getum gert til að draga úr hávaða þarna," sagði gatnamálastjóri. Borgarstjórn Reykjavíkur hefur borist bréf vegna þessa máls og er þar farið fram á aðgerðir af hálfu borgarinnar til að dempa hávaðann frá Kringlumýrarbrautinni. Ingi Sundlaugargestur í Laugardalnum varð fyrir því óláni fyrir skömmu að nýju leðurskónum hans var stoiið á meðan hann var að spóka sig í heita pottinum. Að sögn Krist- jáns Ogmundssonar for- stöðumanns Sundlaugar- innar í Laugardai er tölu- vert um að verðmætum sé stolið í búningsherbergj- unum og er verið að leita lausna á því máli. Kristjáns segir að fólk sé oft Ú. Magnússon kvaðst ekki hafa fengið að vita af þessu máli en af það kæmi inn a borð til hans myndi hann að sjálfsögðu taka það til athug- unar. Þess má geta að lóðir ótrúlega kærulaust með verðmæti sem það komi með sér í sund. Hann segir að það liggi nokkuð Ijóst fyrir að þjófahópar sitji um sundlaug- arnar og brjótist jafnvel inn í bifreiðar á bílastæðunum. Einnig sé mikið af lyklum í umferð þannig að skáparnir í búningsherbergjunum séu ekki öruggir geymslustaðir. „Þessu verður að breyta og erum við að velta ýmsum möguleikum fyrir okkur í því sambandi, t.d. með þjófa- við Stigahlíðina, nálægt Kringlumýrarbrautina, voru boðnar sérstaklega upp fyrir nokkrum árum og fóru þá á mjög háu verði. varnarkerfi í dyrunum fyrir lyklana eða hreinlega að öll- um fötum verði komið fyrir í geymslu, líkt og í Breiðholts- lauginni," sagði Kristján. Haukur Jónasson forstöðu- maður Vesturbæjarsundlaug- arinnar segir að þjófnaðir úr búningsherbergjum sé ekki mikið vandamál hjá þeim. „Þó verð ég var við að menn eru hættir að skilja t.d. skjala- töskur eftir í bilunum enda hefur verið brotist inn í bila fyrir utan sundlaugarnar." Eru þjófahópar fyrir utan sundlaugarnar? Sundlaugargestur fór heim á sokkaleistunum ÁBURÐARVERK SMIÐJAN: Forsætisráð- herra hefur sent borgar- stjóra bréf þar sem farið er fram á viðræður um færslu á starfsemi Áburðarverk- smiðjunnar. Davið Odds- son hefur tekið vel í þessa málaleitan og lýsti því yfir á borgarstjórnarfundi í gær að vel komi til greina að borgin taki þátt í kostnaði við að færa verksmiðjuna frá Réykjavík. Húnvetning- ar hafa lýst yfir áhuga að fá verksmiðjuna til sín og hef- ur þá helst nágrenni Blönduóss verið nefnt í því sambandi. íslenska stálfélagið Málmtætarí byrjaður að bryðja bílhræ Júlfus Sólnes umhverfisrád- herra vígir malmtætarann með þvi að fleygja í hann kampavínsflösku. Glerið á að skila sér í þar til gerða geyma en hvort sjálft vinið skilar sér liggur ekki fyrir. Málmtætari í eigu ís- lenska stálfélagsins var tekinn í notkun í gær. Hann tætir m.a. bíla og heimilistæki í spað og flokkar síðan stálið frá öðrum málmum og gúmmíið sér og svo annan úrgang sérstaklega eins og gler, plast og tróð. Stál- ið mun síðan fara í bræðslu hjá Islenska stál- félaginu sem er með starf- semi sína í Hellnahrauni í Hafnarfirði. Hér er um þjóðþrifafyrir- tæki að ræða í orðsins fyllstu merkingu því bílhræ og alls konar járnadrasl hefur víða verið til vandræða og spillt umhverfi. Nú verður hins vegar hægt að koma bílhræj- um í lóg í verksmiðjunni. Stál- ið sem til fellur mun fara til út- flutnings steypt í börrum. Stefnt er að þvi að bræða u.þ.b. 120 tonn af stáli dag- lega og að ársframleiðslan á næsta ári verði um 30 þúsund tonn. Sjálf stálbræðslan er ennþá í uppsetningu og standa vonir til að hægt verði að byrja að bræða stál í júní. Fyrirtækið er i meirihluta- eigu útlendra aðila en nýtur engra sérstakra undanþága og heyrir að öllu leyti undir islensk lög. Gert er ráð fyrir að verksmiðjan fullbúinn kosti um 600 milljónir króna.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.