Alþýðublaðið - 11.05.1990, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 11.05.1990, Blaðsíða 2
2 INNLENDAR FRÉTTIR Föstudagur 11. maí 1990 Fólk Gömul vöru- skemma varð sýningarhöll NordForm heitir sýniny á norrænum iðngreinum, sem opnar í júníbyrjun í Malmö í Svíþjóð. Þarna var gripið til þess ráös aö breyta gömlum ónotuð- um vöruskemmum í sýn- ingarhöll og hefur vel tek- ist til. Islendingar verða þátttakendur í sýning- unni sem stendur í sumar. Þaö eru þau Leifur Breiö- fjörd, sem sést á mynd hér fyrir ofan, Gudný Mugnúsdóttir, Málfrídur Adalsteinsdóttir og Han- sína Jensdóttir. Heilbrígðismál útflutningsvara? Sigurdur Björnsson yfir- læknir á leitarstöö Krabbameinsfélagsins er á því máli að nú sé svo komið málum í krabba- meinseftirliti lands- manna að hægt sé að hefja útflutning á reynslu og þekkingu í þeim efn- um. Hann mun í dag gera grein fyrir þessum mál- um á aðalfundi Útflutn- ingsráðs lslands. Góð heilsugæsla landsmanna á þá kannski eftir að færa okkur útflutningstekjur — hugmyndin er sannar- lega ekkert fráleit. Tennis i mikilli sókn Tennisíþróttin var um tíma talin eiga litla fram- tíð hér á landi. Svo virðist þó ekki lengur. Mörg fé- lög hafa tekið upp iðkun þessar greinar. Þróttur er t.d. að gera góða velli við Sæviðarsund. Núna um síðustu helgi var keppt innan húss í Kópavogi hjá þeim yngstu í þessari nýju íþróttagrein. Olafur Sveinsson í Iþróttafélagi Kópavogs sigraði í úrslit- um Atla Þorbjörnsson úr Víkingi. LEIÐRETTINC Tvö höfundanöfn féllu nið- ur í greinum sem birtust í Al- þýðublaðinu sl. miðvikudag. Nafn Jónasar Jónassonar féll niður í pistli hans „Mín skoð- un“ sem birtist á bls. 4. Þá féll niður nafn Tryggva Harðar- sonar en hann vár höfundur umræðugreinar sem birtist á bls. 2 undir heitinu „Duttl- ungar og hrossakaup." Höf- undar og lesendur eru beðnir velvirðingar á þessum mis- tökum. fíl hamingju Kópavogur Það verður glatt á hjalla í Kópavogi um helgina þegar kaupstaðurinn minnst 35 ára afmælis síns. Afmælisdagurinn er í dag, föstudag, en hátíða- höldin halda áfram á morgun og raunar lengur. I morgun undirrituðu bæj- arfulltrúar og forystumenn íþróttafélags Kópavogs rammasamning um íþrótta- og æfingasvæði ÍK í Foss- vogsdal. Afmælishátíðin sjálf verður sett í Félagsheimilinu klukkan I6. Þar verða út- nefndir bæjarlistamenn Kópavogs, kynnt útgáfa á sögu Kópavogs, samkórinn syngur og aðalskipulag bæj- arins kynnt og opnuð sýning á því. Nemendur Tónlistar- skólans halda tónleika í skól- anum að Hamraborg II og á morgun heldur Skólakór Kársness I5 ára afmælistón- leika sína í Langholtskirkju í Reykjavik. A morgun milli klukkan l() og I6 verður bæjarbúum og öörum boðið að skoða ýmis mannvirki og stofnanir í bænum. A sunnudag verður hátíðarguðsþjónusta Kárs- ness- og Digranessókna í Kópavogskirkju þar sem séra Þorbergur Kristjánsson préd- ikar og séra Árni Pálsson þjónar fyrir altari. KÓPAVOGUR, — bærinn hennar á afmæli í dag, — svona é að giska helmingi eldri en hún. í baksýn er Hamraborg, miðbær Kópavogs. A-mynd: E.OI. NÆRMYND Gunnar Flóvenz Harðskeytt Ijúfmenni Sá maður sem staðið hefur i fremstu viglinu áratugum saman þegar um er að ræða sölu- samninga á saltsild er Gunnar Flóvenz. Hann hefur verið framkvæmdastjóri Sildarútvegs- nefndar i 30 ár en lætur nú af framkvæmda- stjúrninni og verður formaður nefndarinnar i fullu starfi. Gunnar Flóvenz er i nærmynd Al- þýðublaðsins i dag. EFTIR: SÆMUND GUÐVINSSON Gunnar Flóvenz er sagður með eindæmum haröur samninga- maður en þess utan hið mesta Ijúfmenni. Þrátt fyrir umfangsmikið ábyrgðarstarf í allan þennan tíma er sjaldan fjallað um Gunnar og verk hans í fjöl- miðlum. Ekki er þó um aö kenna áhugaleysi fjölmiöla heldur er það svo að Gunnar Flóvenz forðast sviðsljósið. Hann kýs að láta verkin tala og má segja að á því sviöi sé hann orðinn þjóðsagnarper- sóna innanlands og utan. Hann þykir harður samn- ingamaður fyrir hönd Síldar- útvegsnefndar og það svo, að hroll setur að þrautþjálfuðum embættismönnum Sovétríkj- anna þá þeir eiga að setjast niður og ræða við Gunnar og hans menn um kaup á salt- síld. Enda er það svo, að oft hafa sumir verið sannfærðir um aö nú hafi Gunnar gengið of langt. Þessi ósveigjanleiki geti ekki leitt til annars en uppúr viðræðum slitni og saltendur sitji uppi með óseldar birgðir að verðmæti tugir eða hundruð milljóna króna. Svo þegar allt virðist komið í óefni og járn stendur í járn gefast viðsemjendur Gunnars upp og skrifa undir samninga um verð sem þeir höfðu áður talið slíka fjar- stæðu að ekki þýddi einu sinni að nefna þær tölur sem gamanmál. „Gunnar Flóvenz er hafsjór af fróðleik um síld og síldar- vinnslu og ég þekki engan sem er honum fróðari á því sviði. Hann er sannkallaður eldhugi og þaö eru ekki margir sem helga sig starfinu í jafn ríkum mæli og hann gerir. Samningaviðræður um sölu á saltsíld hafa oft verið mjög erfiðar og stundum tal- iö að engin von sé til að náist saman með mönnum. En þaö bregst ekki að Gunnar kemur heim með pálmann í höndun- um,“ sagöi Guðmundur Karlsson í Vestmannaeyjum sem hefur átt sæti í Síldarút- vegsnefnd i mörg ár. Guð- mundur sagði að Gunnar væri stífur og haröur í samn- ingum, en þar fyrir utan gæti hann verið reglulega kátur og skemmtilegur. „Þetta er prýðismaður," sagði Guð- mundur Karlsson. Þórhallur Ásgeirsson gegndi störfum ráðuneytis- stjóra í viðskiptaráðuneytinu til fjölda ára og átti því mikið samstarf við Gunnar Flóvenz. Þórhallur sagði að Gunnar væri mjög nákvæmur maður og hans aðaleinkenni væru samviskusemi og áhugi á þeim málum sem hann feng- ist við. Auk þess væri þetta skemmtilegur maður og góö- ur félagi. Segja má að Gunnar hafi fæðst í hinu sanna síldarum- hverfi þar sem hann er bor- inn og barnfæddur Siglfirð- ingur. Sonur hjónanna Stein- þórs Hallgrímssonar kaup- manns og Jakobínu Ingi- björgu Flóvenz. Gunnar lauk prófi frá Verslunarskóla ís- lands árið I946 og bauðst þá þegar fulltrúastarf hjá síldar- útvegsnefnd á Siglufirði. Hann var við hagfræðinám í háskólanum í Hamborg 1949— 1950 og aftur I959 í sér- stöku boði háskólans. Gunn- ar varð forstöðumaður skrif- stofu síldarútvegsnefndar í Reykjavík frá stofnun hennar 1950— 1959 og síðan fram- kvæmdastjóri nefndarinnar. Hann hefur auk þess setið í ýmsum samninganefndum um utanríkisviðskipti á veg- um ríkisstjórna. Eins og áður hefur komið fram þykir Gunnar Flóvenz afar nákvæmur maður í starfi og menn segja gjarnan að hann vinni af þýskri ná- kvæmni sem sé flestum ís- lendingum framandi. Meðal samstarfsmanna er sagan um dagbókina hans öllum kunn. Gunnar hefur jafnan með sér litla bók á fundi þar sem hann skráir samviskusamlega nið- ur hvaðeina sem þar er rætt. Eru þess mörg dæmi að menn hafi vísað til þess að á fundi fyrir einhverjum vik- um, mánuðum eða árum hafi þetta verið sagt eða ákveðið. En það er sama um hvaða tíma er rætt. Á svipstundu upplýsir Gunnar hvað hver og einn sagði og hvenær og engum dettur í hug að draga í efa að hann hafi rétt fyrir sér þá hann flettir upp í dagbók- inni. Opinber embættismaður sagði það með ólíkindum hvað Gunnari tækist að pína saltsíldarverðið upp úr öllu valdi. Samningar næmu á annan milljarð króna á ári. Sovétmenn væru stærstu kaupendur saltsíldar og samningamenn þeirra oft úfnir á svip vegna ósveigjan- leika Gunnars. En hann liti á hverja samningalotu sem átök og gerði nákvæmar áætlanir um sókn og vörn. Hins vegar væri maðurinn Gunnar Flóvenz bókmennta- sinnaður fagurkeri og eflaust væru fáir eða engir íslending- ar betur að sér i verkum Knut Hamsun en Gunnar. Hann hefði líka sérstakt lag á mönnum og nefndi þessi viö- mælandi okkar sem dæmi, að þrátt fyrir að einkaleyfi síldarútvegsnefndar á út- flutningi og sölu saltsíldar gilti aðeins frá ári til árs væri það algjör undantekning að einkaaðila dytti í hug að sækja um útflutningsleyfi. Allir virtust sammála um að núverandi fyrirkomulag væri það besta fyrir alla aðila og það væri Gunnari að þakka öðrum fremur. En þegar minnst væri á Gunnar Fló- venz kæmi sér gjarnan í hug setning i bók eftir Halldór Laxnes þar sem segði um mann aö hann kysi að „. . . vera í skjóli bak viö heiminn." Slík væri óbeit Gunnars að koma sjálfum sér á framfæri. Síðasti pöntunardagur í næsta hluta nýs ríkissamnings til kaupa á Macintosh tölvubúnaði með verulegum afslættí er é Apple-umboðið Radíóbúðin hf. Innkaupastofnun ríkísins

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.