Alþýðublaðið - 11.05.1990, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 11.05.1990, Blaðsíða 4
4 VIÐHORF Föstudagur 11. maí 1990 MPVIIlllilllHII Ármúli 36 Sími 681866 Útgefandi: Blaö hf. Framkvæmdastjóri: Hákon Hákonarson Ritstjóri: Ingólfur Margeirsson Fréttastjóri: Jón Birgir Pétursson Auglýsingastjóri: Hinrik Gunnar Hilmarsson Dreifingarstjóri: Siguröur Jónsson Setning og umbrot: Leturval, Ármúla 36 Prentun: Oddi hf. Áskriftarsíminn er 681866 Áskriftargjald 1000 kr. á mánuöi innanlands.í lausasölu 75 kr. eintakið MENGUNIN OG VASAPENINGAR DAVÍÐS Komiö hefur fram í fréttum aö strandlengjan meöfram Reykjavík er svo illa farin af skólpi, frárennsli og annarri mengun að viöunandi hreins- um myndi kosta um þrjá milljarða króna. Þetta eru sláandi fréttir. Um- hverfismál Reykjavíkur hafa veriö í miklum lamasessi, bifreiöaútblástur er orðinn mikill skaövaldur og enn hefur ekki verið komiö fyrir hreinsiút- búnaöi á stærri bíla eins og stætisvögnum eins og víöa tíðkast erlendis. Fréttirnar um mengun sjávarlengjunnar meöfram höfuöborginni eru enn ein staöfestingin á aögeröarleysi borgaryfirvalda í umhverfismál- um. Hreinsum strandlengju borgarinnar kostar þrjá milljaröa. Hvers vegna hefur Reykjavíkurborg ekki varið neinum fjármunum í hreinsun til þessa? Eða ráðist í endurbætur á frárennsli og skólpleiöslum af myndar- skap? Hvert hafa peningarnir runniö? Svariö er einfalt: í prjálbyggingar og fjárfestingar sem óskyldar eru skyldum og rekstrarábyrgö bæjarfé- lags. Dæmi: Glerhýsi á Oakjuhlíð, ráöhúsbyggingin umdeilda og um- svifamiklar fjárfestingar í veitingageiranum, svo sem kaupin á Broad- way og Hótel Borg. Meðan meirihluti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík meö Davíö Oddsson borgarstjóra í broddi fylkingar steypir sér út í hvert fjárfestingarævintýrið á fætur ööru er velferðarmálum borgarbúa ýtt til hliöar. Raðirnar fyrir framan dagvistunarheimilin og stofnanir aldraöra lengjast stööugt og strandlengjan veröur æ mengaöri meö hverju árinu sem líður. Hin einstaka aöstaöa Reykjavíkur í Ijósi stæröar og umsvifa á lands- mælikvarða hefur fært borginni gríöarlega sterka tekjustofna. Þessir tekjustofnar hafa verið vannýttir í þágu borgarbúa en í stað þess verið pólitískir vasapeningar Davíös Oddssonar. Síöasta hugdetta borgar- stjóra var aö kaupa Hótel Borg og koma þannig aftan að löggjafarsam- kundunni sem hugðist leysa brýn húsnæöisvandamál sín meö kaupum á sama húsi. Fyrirlitning borgarstjóra á Alþingi kom einna best fram í því máli og minnir einna helst á dekraöan pabbastrák meö vasana fulla af skotsilfri annarra sem getur keypt þaö sem hugurinn girnist og sem hugsanlega getur aflaö honum mestu vinsældanna. Borgarbúar vilja hins vegar aö peningar þeirra séu notaöir á annan hátt en hugdettur borgarstjóra segja til um. FOSTUDAGSSPJALL GAIDRAKARL- INNIKVOS „Þegar Davið Oddsson kaupir Hótel Borg beitir hann annesjarökum Fram- sóknará miðborg Reykjavíkur," segir Guðmundur Einarsson m.a. í Föstu- Um hvað fjallar byggðostefno Fram- sóknarflokksins? Hún hefur snúisf um að nota opinbert fé til að kaupa illa stödd fyrirtæki i byggðum sem eiga und- ir högg að sækja. Þá er vísað til þess aö þaö sé spurning um mannúö að hamla gegn fólksfæð og flótta atvinnu- fyrirtækja. Framsóknarsukk! Þessi svokallaöa byggðastefna gerist oft þannig aö ríkissjóður eöa opinberir styrktarsjóðir gefa eöa lána milljónatugi eöa hundr- uö til reksturs og fjárfestinga með þeim skýringum aö ella raskist bú- setan og rætur sögu og menningar slitni. Margir hafa lýst sig andvíga þessari aöferðafræöi Framsóknar og kallaö hana misnotkun opin- bers fjár og dekur viö sérhags- muni. Fkki síst hafa ungir sjálfstæöis- menn gerst býsna stórorðir um þaö sem þeir kalla sukk meö skatt- fé borgaranna og þeir hafa meira aö segja ort og sungið sérstakan Skattamannssöng um svona fram- ferði. Paviðssukk!__________________ Davíð Oddsson er átrúnaðargoð hinna ungu markaöshauka Sjálf- stæðisflokksins og vísa þeir gjarn- an til fjármálastjórnar Reykjavík- urborgar ef finna á dæmi um góöa meðferð á skattpeningum. En af hverju kaupir Davíö Hótel Borg? Hótelið stendur í miöbæ sem á undir högg að sækja. Fólksfæö og flótti verslana herjar á atvinnulíf miðborgarinnar. Fasteignir þar eru margar gaml- dagsspjalli sinu. ar og hrörlegar. Á glæstu skeiöi miöbæjarsög- unnar var rekiö konunglegt hótel við Austurvöllinn. Nú hefur mark- aöurinn hafnaö þvi af því önnur og betri hótel fást í nýrri og betri húsum með baðherbergjum og bilastæðum. Borgqrbyggðastefna Þegar Davíð Oddsson kaupir Hótel Borg beitir hann annesja- rökum Framsóknar á miðborg Reykjavikur. Fn þar fara framsóknarmenn og Davíö Oddsson villur vegar. Þaö er ekki hægt til frambúðar aö hamla gegn grisjun byggðar i Mið- bænum og á Melrakkasléttu meö styrkjum til einstakra bænda eöa hótela. Þaö er hins vegar hægt meö því aö bæta umhverfi og aðstöðu fyrir fólk og fyrirtæki. Kvosin í Reykjavík byggist ekki upp meö galdrabrellum á borð við hótelkaupin eða ráðhúsklumpinn í Tjörninni. Hún byggist upp með almenn- um ráðstöfunum, sem geta komið öllum fyrirtækjum og íbúum svæðisins til góða, betri um- gengni, bættum rekstrarskilyrð- um og fjölbreyttu mannlifi. Guðmundur Einarsson RADDIR Finnst þér rétt af Steingrími Hermannssyni forsœtisrádherra aö hitta leiötoga PLO aö máli? Ólafur Gíslason 24 ára lögreglu- þjónn „Ég sé ekkert því til fyrirstöðu að ræða við manninn. Það er mik- ilvægt að heyra sem flest sjónatr mið og það er sjálfsagt það sem Steingrímur hefur í huga mneð þessum fundi með Arafat" Kristján Franklín Magnússon 30 ára leikari „Arafat er leiðtogi stórs hluta palestínsku þjóðarinnar og það er því mikilvægt að heyra sjónarmið þessa fólks. Orð eru til alls fyrst og ef á að finna lausn á vanda þessa fólks er það nauðsynlegt að heyra mismunandi sjónarmið í þessu máli." Ævar Kjartansson 40 ára út- varpsmaður „Mér finnst Steingrímur sýna mikið hugrekki að þora að ræða Palestínumálið víð einhvern sem er utan þessa „viðurkennda" hóp stjórnmálamanna. Við lifum í sí- fellt breytilegum heimi og þess vegna finnst mér þetta gott fram- tak hjá forsætisráðherranum okk- ar." Ingigerður Narby 43 ára hús- móðir „Það er alveg sjálfsagt aö Stein- grímur ræði við Arafat. Mér finnst það ekki sterk rök að ekki megi ræða við manninn því samtök hans hafi staðið fyrir hryðjuverk- um fyrir mörgum árum. Á sama hátt væri hægt að segja að ekki ætti að ræða við Israelsmenn fyrir það sem þeir gerðu í frelsisstríði sínu og fyrir það sem þeir eru að gera á hernumdu svæðunum um þessar mundir." Yasser Arafat Gunnar Eyþórsson 49 ára frétta- maður „Fyrst PLO hefur viðurkennt til- verurétt Ísraelsríkis og Bandaríkin geta rætt við Arafat sé ég enga ástæðu fyrir því að Steingrímur Hermannsson forsætisráðherra íslands eigi ekki að ræða við leið- toga Frelsissamtaka Palestínu."

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.