Alþýðublaðið - 19.06.1990, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 19.06.1990, Blaðsíða 3
Þriðjudagur 19. júní 1990 INNLENDAR FRÉTTIR 3 FRÉTTIR í HNOTSKURN ANDLÁTSFREGN: Haii- dór Laxdal, forstjóri Radíó- búðarinnar hf. andaðist á laugardag, 73 ára að aldri. Halldór gerðist loftskeyta- maður og lærði auk þess út- varpsvirkjun í Bandaríkj- unum á stríðsárunum. Hér heima starfaði hann um tíma hjá bandaríkjaher í Vík í Mýrdal. Radíóbúðina stofnaði hann á árunum í kringum 1950 og óx fyrir- tækið mjög í höndum hans alla tíð. Eftirlifandi eigin- kona Halldórs er Sigríður Axelsdóttir Laxdal. LIST í SKIPASMÍÐASTÖÐ: íslenskir listamenn taka um þessar mundir þátt í hönnunarsýningunni Nordform, sem haldin er á svæði þar sem áður var þróttmikil skipa- smiðja Kockums í Málmey í Svíþjóð. Nánar tiltekið er sýn- ingin á Hjálmarsbryggju sem er 400 metra löng og liggur samsíða lægi flugbátanna sem ganga milli Malmö og Kaup- mannahafnar. Það er því lítið mál fyrir þá sem eru á ferð- inni í Kaupmannahöfn að fara og líta á þessa miklu sýn- ingu sem reiknað er með að fái 700 þúsund gesti í sumar. Á sýningarsvæðinu hafa verið reist raðhús í fullri stærð, eitt frá hverju Norðurlandanna og hefur íslenska húsið vakið mikla athygli. Fulltrúar íslands á sýningunni eru 25 einstaklingar og nokkur fyrirtæki. KOSNINGARÉTTUR í 75 AR: 19. júní 1990 er 75 ára afmælisdagur kosinga- réttar og kjörgengis ís- lenskra kvenna. Á 70 ára tímabili, frá 1915 til 1985 sátu á Alþingi aðeins 16 konur. Hlutfall kvenna í dag á Alþingi er 22% og er mun lægra en á Norður- löndunum, á sænska þing- inu eru konur 38% og í því danska 31%. í síðustu sveit- arstjórnarkosningum lag- aðist hlutfall kvenna nokk- uð, það er nú 32,4%. Jafn- réttisráð kveðst leggja áherslu á að konum fjölgi nú á Alþingi og hefur gefið út bækling með yfirskriftinni Nú er lag. Fleiri konur í sveitarstjórnir. Fleiri konur á þing. ENDURSKOÐA FYRIRTÆKJASKATTA: Nefnd sem ætlað er að endurskoða skattlagningu fyrirtækja og pen- ingastofnana hefur verið skipuð af fjármálaráðherra. Þessi endurskoðun er gerð í ljósi samkeppnisaðstöðu fyrirtækj- anna gagnvart erlendum keppinautum og þá sérstaklega vegna breytinga sem nú eiga sér stað innan Evrópubanda- lagsins. Nefndin er eingöngu skipuð mönnum úr „kerfinu" en mun hafa samráð við menn úr athafnalífinu og efnir til sérstakra viðræðna við samtök vinnuveitenda og launa- fólks. í nefndinni eru Magnús Pétursson, ráðuneytisstjóri, Bolli Þór Bollason skrifstofustjóri í fjármálaráðuneyti, Eyj- ólfur Sverrisson förstöðumaður Þjóðhagsstofnunar, Garð- ar Valdimarsson ríkisskattstjóri, Már Guðmundsson efna- hagsráðgjafi fjármálaráðherra og Snorri Olsen skrifstofu- UPPLAUSN HJÓNA- BANDSINS: á 74. þingi Bandalags kvenna í Reykja- vík var samþykkt ályktun þar sem allir eru hvattir til að standa vörð um hjóna- bandið, ekki síst barnanna vegna, „en þau verða ævin- lega fyrir miklu áfalli er til skilnaðar kemur" segir í ályktuninni. Þingið bendir á að viðhald góðs hjóna- bands er sífellt verkefni hjónanna. Er þjóðkirkjan hvött til að gera átak til hjónafræðslu á öllum ald- ursstigum. EINFARARNIR : Út er komin býsna skemmtileg bók hjá Almenna bókafélaginu, Einfarar í íslenskri myndlist. Þar er að finna fyrstu úttektina sem gerð er í bók á svokölluð- um „utangarðsmönnum" í myndlistinni, mönnum sem kenndir eru við svokallaðan naívisma og oft kallaðir ein- farar. Þetta eru sjálfmenntaðir menn en hafa þróað með sér ferska, einkanlega og einlæga myndsýn, óháða rikj- andi hefðum eða tísku í myndlist, segir Aðalsteinn Ingólfs- son, listfræðingur, sem fylgir bókinni úr hlaði með inn- gangsorðum. Einfarar eru reyndar með skemmtilega sýn- ingu í Hafnarborg í Hafnarfirði þessa dagana. Bókin fæst einnig á ensku. Skortur á heimahjúkrun hérlendis: Yngsta og gamla fólkið verður verst úti Svíþjóö \?.Z\ Spitalar Heimahjúkrun Legupláss á sjúkrahúsum, almenn heimahjúkr- un, heimahjúkrun viö aldraöa á Norðurlöndun- um 1988. Svíar, Danir og Norð- menn leggja mun meira upp úr heimahjúkrun fyrir aldraða og aðra sem á henni þurfa halda en Islendingar og Finn- ar. En þó eru íslendingar nokkuð fremri Finnum í þessum efnum. Islendingar og Finnar hafa um 1200 sjúkrarúm fyrir hverja 100.000 íbúa. Svíar, Danir og Norðmenn hafa helmingi færri sjúkra- rúm fyrir hverja 100.000 íbúa í sínum löndum. ís- lendingar hafa 229 sjúkra- rúm fyrir skurðlækningar, 284 fyrir lyflækningar og 186 sjúkrarúm fyrir fólk sem á við geðræn vanda- mál að stríða. Finnar hafa hins vegar 311 sjúkrarúm á hverja 100.000 íbúa fyrir geðsjúka og eru langtum fleiri en hinar Norður- landaþjóðirnar. Þessar upp- lýsingar koma fram í heil- birgðisskýrslu sem gerð var fyrir Norðurlöndin. „Almenn þróun er í þá átt að að auka heimahjúkr- un og heimilishjálp. Því er- um við eftirbátar, Norð- manna, Dana og Svía í þessum efnum,“ sagði Ólaf- ur Ólafsson landlæknir í samtali við Alþýðublaðið. Hann sagði að læknar hefðu lengi bent á það að auka þurfi heimahjúkrun og minnka stofnanakostn- aðinn, eða það fjármagn sem fer í byggingu stofn- anna. Skortur á heimahjúkrun- in bitnar mest á gamla fólk- inu enda sýna tölur það ís- lenskt fólk komið yfir 65 ára aldur eyðir mun fleiri dögum á meðaltali inni á sjúkrastofnunum en jafn- aldrar þeirra á Norðurlönd- unum. íslensk börn á aldrinum 0 til 9 ára eyddu alls 1390 dögum á spítölum árið 1988.513 börn voru útskrif- uð þetta ár. Það þýðir að hvert barn til 9 ára aldurs, er hefur þurft á spítalavist að halda, fiefur að meðal- tali eytt 5 dögum á spítölum þetta árið. Börn á hinum Norðurlöndunum eyddu u.þ.b. einum degi minna á spítölum árið 1988. Ólafur sagði þetta liggja meðal annars í því að ís- lenskar konur ynnu meira úti en konur á hinum Norð- urlöndunm og einnig ynnu þær lengri vinnudag. Á meðan ástandið er svona væri erfitt að breyta fyrir- komulaginu. Ef skoðaðir eru legudag- ar hér á landi vegna ýmissa sjúkdóma kemur í ljós að fæstir eru þeir vegna geð- rænna vandamála. En flesta legudaga eiga íslend- ingar vegna kirtla-, nær- inga- og efnaskiptasjúk- dóma, hjarta- og æðasjúk- dóma, vegna húð- og vefja sjúkdóma, meltingarsjúk- dóma og beina- og liðasjúk- dóma. Landlæknir sagði lækna- stéttina mjög óhressa með þá miklu biðlista sem skap- ast hafa vegna vissra sjúk- dómshópa hér á landi með- al annarss vegna bæklun- arlækninga, þvagfæra og æðaskurðlækninga. Hann benti á að hinar Norður- landaþjóðirnar væru einn- ig með langa lista eftir viss- um aðgerðum. Húsbréf: Arðsemiskrafan nú 6,85% „Húsbréfakerfið hefur gengið alveg ljómandi vel. Við erum mjög ánægð með hvernig það hefur farið af stað. Þó fjöldinn sem hefur sótt um afgreiðslu nú sé meiri en við gerðum ráð fyrir myndast engin bið- röð önnur en sú að af- greiða umsagnir. Vegna fjölda umsókna tekur það nú um það bil mánuð í stað 10 daga til tveggja vikna,“ sagði Grétar J. Guðmunds- son aðstoðarmaður félags- málaráðherra í samtali við Alþýðublaðið í gær. Þá kom fram í máli Grétars að húsbréf bæru 5,75% vexti. Hins vegar væri ávöxtunar- krafan nú 6,85% en það er sú arðsemiskrafa sem kaupend- ur húsbréfa gera. M.ö.o. afföll af bréfunum verða sem því nemur. Ávöxtunarkrafan ræðst af ástandi lánamarkað- arins hverju sinni og hversu mikið af húsbréfum kemur til innlausnar. Komi of mikið af þeim til innlausnar verða væntanlega meiri afföll og þá dregur væntanlega úr inn- lausn þeirra og eigendur halda frekar bréfunum. Við það lækkar ávöxtunarkrafan aftur. Grétar kvað tilkomu hús- bréfakerfisins ekki hafa hækkað íbúðaverð eins og ýmsir hefðu spáð. Menn gerðu sér vonir um að aðeins takmarkað magn húsbréf- anna kæmi til innlausnar á hverjum tíma en að þau yrðu þess í stað notuð sem gjald- miðill til frekari íbúðakaupa af seljendum íbúða. Húsbréf- in myndu í mörgum tilvikum Grétar J. GuAmundsson, aA- stoAarmaAur félagsmálaráA- herra, segir húsbréfakerfið ganga Ijómandi vel. enda hjá eldra fólki sem væri að minnka við sig og héldi húsbréfunum eins og hverj- um öðrum ríkisverðbréfum sem sparnaðarformi. Meðan ávöxtunarkrafan væri há, þ.e. afföllin mikil, drægi væntan- lega úr því að handhafar hús- bréfa leystu þau út og stuðl- uðu þannig að lægri ávöxtun- arkröfu. Þó að húsbréfakerfið nái ekki til nýbygginga fyrr en 15. nóvember næstkomandi er þegar hægt að leggja inn umsóknir vegna nýbygginga enda hefur reglugerð um þann þátt húsbréfa verið gef- in út. Það eru Landsbréf á vegum Landsbankans sem er viðskiptavaki húsbréfanna en Seðlabankinn hefur eftirlit með þeim. ÆFR vill Ölaf Ragnar út „Félagsfundur í stærsta Alþýðubandalagsfélaginu, Alþýðubandalaginu í Reykjavík, hefur krafist afsagnar Ólafs Ragnars Grímssonar og því telur aðalfundur ÆFR óhjá- kvæmilegt að formaður leggi umboð sitt undir landsfund. Því lengur sem það dregst, því meiri skaða mun núverandi óvissuástand valda hreyf- ingunni," segir í ályktun frá aðalfundi Æskulýðs- fylkingar Alþýðubanda- lagsins í Reykjavík. Ný stjórn var kosin á aðal- fundi Æskulýðsfylkingarinn- ar á laugardaginn og formað- ur kosinn Sigvarður Ari Huld- arson. Svo virðist sem algjör umskipti hafi orðið í félaginu frá því að það lýsti í vetur yfir stuðningi við Nýjan vettvang. Æskulýðsfylkingin viil nú koma Ólafi Ragnari Gríms- syni, formanni Alþýðubanda- lagsins, frá hið fyrsta eins og áiyktanir fundarins bera með sér. Ályktanir fundarins voru samþykktar samhljóða. Ályktun fundarins um BHMR-deiluna hljóðar svo: „Aðalfundur Æskulýðs- fyíkingar Alþýðubandalags- ins í Reykjavík mótmælir harðlega þeirri ólögmætu ákvörðun ríkisstjórnarinnar að standa ekki við þá samn- inga sem gerðir voru við BHMR að afloknu langvinnu verkfalli. Aðalfundurinn harmar hlut ráðherra Al- þýðubandalagsins að þeirri ákvörðun og heitir BHMR fullum stuðningi innan flokks sem utan í komandi baráttu fyrir því að samningsréttur verkalýðsfélaga verði virtur." Hér heilsar Ólafur Ragnar fyrrverandi mótframbjóAanda sinum í formannsembætti AlþýAubandalagsins Sigrúnu Stefánsdóttur. Nú vilja ýmsir kveAja Olaf Ragnar.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.