Alþýðublaðið - 19.06.1990, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 19.06.1990, Blaðsíða 4
4 VIDHORF Þriðjudagur 19. júní 1990 MMBUMMB Ármúli 36 Sími 681866 Útgefandi: Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: Fréttastjóri: Auglýsíngastjóri: Dreifingarstjóri: Setning og umbrot: Prentun: Blað hf. Hákon Hákonarson Ingólfur Margeirsson Jón Birgir Pétursson Hinrik Gunnar Hilmarsson Siguröur Jónsson Leturval, Ármúla 36 Oddi hf. Áskriftarsiminn er 681866 Áskriftargjald 1000 kr. á mánuöi innanlands.í lausasölu 75 kr. eintakið ENN STANDA HUGARFARSVÍGIN I dag eru 75 ár liöin frá því að konur á íslandi fengu kjörgengi og kosn- ingarétt til Alþingis. Þann 19. júní 1915 voru ákvæöin um stjórnarfarslegt jafnrétti kvenna staðfest af konungi. Kosningarétturinn var þó skilyrtur við fertugt en átti aö færast niður árlega á 15 árum í 25 ár. Til þess kom þóekki, þvífullveldisstjórnarskráin 1918 fól í sérfulltstjórnmálalegt jafn- rétti. Síðan hefur mikið vatn runnið til sjávar. Þótt hið stjórnmálalega jafnrétti á íslandi sé 75 ára, eða réttara sagt 72 ára, er ekki þar meö sagt að það jafnrétti hafi verið nýtt af konum í upp- hafi eöa þjóðfélagslegar aðstæður gert þeim þaö kleift í fyrstu kosning- unum eftir að konur fengu fullan kosningarétt, nýtti aðeins lítill hluti kvennanna sér hin nýju réttindi sín. En þetta átti eftir að breytast líkt og vitund kvenna um eigin mátt og megin. Kvenréttindafélag íslands sem stofnað var 20. mars 1907 átti stóran þátt í aö móta baráttu kvenna fyrir þjóðfélagslegum réttindum sínum, líkt og forveri félagsins, Hiö íslenska kvenfélag sem Þorbjörg Sveinsdóttirog Ólafía Jóhannsdóttir stofnuöu 1894. Jafnaöarmannahreyfingin og félagshyggjan átti ennfremur stóran þátt í að vekja konur til meðvitundar um sjálfsögð réttindi sín. Þrátt fyrir mikla vakningu í röðum kvenna snemma á öldinni og á samai tíma og kvenréttindabarátta hefst annars staðar í heiminum fyrir alvöru, náöi íslensk jafnréttisbarátta ekki fram. Jafnréttiö var á pappírnum, ekki í framkvæmd í þjóðfélaginu. Allar valdastöður þjóðfélagsins, í atvinnu- lífi, stjórnmálum og embættisstofnunum voru fráteknar fyrir karlmenn. Hin hefðbundna kynskipting hélt áfram að blómstra. Þaö er ekki fyrr en á undanförnum tveimur áratugum sem kerfið hefur tekið aö riðlast. Stofnun jafnréttisráös, Kvennafrídagurinn 1975, kosning Vigdísar Finn- bogadóttur til forseta 1979, stofnun Kvennaframboðsins í Reykjavík 1982 og Kvennalistans 1983, skipan Guðrúnar Helgadóttur í embætti forseta sameinaðs Alþingis 1988; allt eru þetta atburðir sem móta þátta- skil í jafnréttisbaráttunni. Engu aö síður njóta íslenskar konur enn ekki fulls jafnréttis á við karla; enn standa óbreytt hugarfarsvígi kynjafor- dómanna um þjóðfélagið allt. TÓNUST í geitarhús að leita sveifíu Leoníd Tsjísjík og Sinfóníu- hljómsveit Islands undir stjórn Gunthers Schullers: Leifur Þórar- insson, Barber, Schuller, Gershwin og Bernstein (Háskólabíói 12. júní). Gunther Schuller heitir maður, Ameríkani af þýzkum ættum, fæddur 1925 og stórtækur sem tónskáld, stjórnandi, rithöfundur, skipuleggjandi, kennari, uppfinn- ingamaður, og sjálfsagt sitthvað fleira. Svo má bæta við, að hann er faðir orðsins (ef ekki hugtaksins) Third Stream í djasssögunni, var eitt sinn kennari eins afkasta- mesta tónskálds okkar sem nú er, Leifs Þórarinssonar, og stjórnaði sl. þriðjudag Sinfóníuhljómsveit- inni. Ugglaust voru síðustu tvö atr- iði höfuðafsakanir ábyrgðaraðilja fyrir því að dengja nýjasta hljóm- sveitarverki Leifs saman á tónleik- um við eldri og yngri amerísk tón- verk, flest af einhverju sveiflukyni og harla óskylt efni að flestu öðru leyti, því bæði átti Mr. Schuller verk sjálfur á tónleikaskránni, auk þess sem amerísku verkin voru sum brennd marki „Þriðju Stefn- unnar“ að einhverjum hluta, sum- sé mótuð, eða a.m.k. lituð, af djassi, eða á málhreinsunarmáli Jóns Ófeigssonar, „karksöng". Þá gafst tækifæri til að hlýða á „Tsjísjík 1“ (sbr. „Kiri (te Kanawa) l“) í gervi klassíkers, er áður hafði skemmt Listahátíðargestum í Gamlabíói sem „Tsjísjík 11“ á valdi hins óhefta spuna. Leoníd Tsjísjík var nefnilega einleikspíanisti í Rapsody in Blue Gershwins, sem hlaut þó ekki hið hefðbundna heiðurssæti síðast fyrir hlé; það féll Mr. Schuller í skaut með verki hans Seven Studies on Themes of Paul Klee. En þrátt fyrir heldur „framþunga" efnisskrá með Mót Leifs í upphafi, var ekki að sjá, að dregið hefði úr aðsókn; sætaraðir „glatkistu tónanna" við Hagatorg voru þéttskipaðar, enda tónleika- gestir sjóaðri en svo, að eitt kröfu- hart nútimaverk fæli frá, þegar sleikjó á við hina sívinsælu Raf- sódíu Blámans er annars vegar. „Mót“ fyrir sinfóníuhljómsveit mun pantað fyrir Listahátíð 1990. Það er eins og flest eftir Leif flókin og fyrirferðarmikil tónsmíð, oft margt í gangi í einu, en lætur þrátt fyrir það vel í eyrum; slíkt ber vott um kontrapunktíska hugsun og einkum færni, sem er óþarflega sjaldheyrð á okkctr fjörum. Enda við hverju er að búast hjá púlsleys- ingjum? Auðvitað þarf að vera skynjanlegur tactus, til að hægt sé að róa á pólýfónísk mið af ein- hverju viti. Ekki svo að skilja, að mér finnist að raddfærslulistin þurfi að gegnumsýra allt, öðru nær, Veranderung erfreut, eins og þýzkurinn segir. Og nýi ópusinn hans Leifs var að sönnu fullur af Iitadýrð, andstæðum og tilbrigð- um, sem gerðu manni illmögulegt að láta sér leiðast. Eg hafði átt þess kost að heyra meiripart verksins áður á æfingu í Borgarleikhúsinu, þar sem akústíkin er að vísu „þurrari" en í Háskólabíói, en um leið mun greinilegri; allt innbyrðis samspil skilaði sér þar líkt og á röntgenmynd, þar sem kvik- myndahúsið aftur á móti vill sulla hlutunum meirasaman. Ennfrem- ur kom strengjasveitin betur fram í leikhúsinu, sem var ekki vanþörf á í allri látúnssúpu tónskáldsins; reyndar saknaði maður þess, að ekki skyldi hafa verið haldið áfram ögn lengur með ákveðna strengjahugmynd, leikna með ,,kaffihúsa“-rúbatói, er sýndi hnyttnari hliðina á Leifi. Undir lok glytti í glefsu af Lilju-laginu forna, sem ýmsustu tónskáld landsins hafa látið sig varða. Hér var efni haldið á loft, er dygði í miklu umfangsmeira verk, og mátti álykta af sessunaut mín- um á Borgarleikhússæfingunni, Erni Óskarssyni hljómsveitar- stjóra, að aðdragandi niðurlagsins kæmi svolítið endasleppur út fyrir vikið, eða líkt og skilið væri á milli til bráðabirgða við miklu stærra hugarfóstur en hér mætti heyra komið í heiminn. Um stjórn Schullers er erfitt að segja annað en að hún virkaði nokkuð ógjafmild og doðin fyrir jafnsnarpt verk. Hitt er svo annað mál, að amerísku stykkin komu allvel út úr höndum hans, ekki sízt School for Scandal forleikur Bar- bers og Stúdíur Schullers við mál- verk Klees; í síðamefndu verkinu sitja arabísku stemningarnar eftir í huganum ásamt óminum af hinni vandlega földu sekkjapípu, er tón- skáldinu og stjórnandanum tókst að smygla inn á sviðið í sérkenni- legri orkestrun. Leoníd Tsjísjík sýndi enn og sannaði ágæta tækni sína í Rhap- sody in Blue. En — og það kom manni mest á óvart — hvað varð um swingið? Manni þótti næsta lygilegt, að snillingur með jafn- mikla fótfestu í djassi skyldi swinga jafnlítið. Verkið er að vísu nokkuð gamalt (1927 í hljómsveit- arbúningi) og e.t.v. of ,,evrópskt“, þrátt fyrir samsteyputilburði Ger- shwins, til að bjóða upp á „ektá' swing, enda samnefnt skeið í djasssögunni rétt í fæðingu um sömu mundir. Þvi var hins vegar fyllilega til að dreifa í Svítu Leon- ard Bernsteins úr ballettinum Fancy Free (1944), þar sem allt er vaðandi í synkópum og áherzlutil- færslum. Að minnsta kosti mátti gruna, að svo væri. Með því verki lauk tónleikunum, en synd væri að segja, að Sinfóníuhljómsveitin bætti þar áheryrendum undan- genginn skaða hvað sveiflu varð- aði. Það má til sanns vegar færa, að S.í. gefur sig ekki út fyrir að vera djassband, og „léttmeti" úr sauða- húsi sveiflunnar er langt í frá dag- legur réttur þar á bæ. Hins vegar er ekki nema sjálfsagt og eðlilegt, í ljósi margbreytileika nútímatón- listar, að hljómsveitin geti ráðið við Swing ekki síður en við Strauss-valsa, þegar upp á ber, án þess að útkoman verði þunglama- leg eins og umrætt kvöld, þar sem píanisti hljómsveitarinnar, Anna Guðný Guðmundsdóttir, náði ein flugi á Bláa hljóðfallinu. Þetta þarf að æfa. Ríkarður Örn Pálsson skrifar RADDIR * A aö nota Grœnlandsþorskgönguna til aö stœkka stofnin eöa veiöa meira? Jón Kristjánsson, 47, ára fiski- fræðingur: „Mér finnst aö við ættum frem- ur aö byggja upp stofninn áöur en viö förum aö veiða meira. Hingað til hefur mistekist aö byggja upp þorskstofninn og Grænlands- gangan gerir þaö ekki. Þaö er aug- Ijóst aö fæöa er ekki til fyrir þorsk- stofninn því dregið hefur úr vexti hans." Vilhjálmur Þór Þórisson, 19 ára, nemi: „Ég er ekki nógu mikið inn í þessu því verða ég aö segja að ég sé hlutlaus. Ég læt fiskifræðingun- um það eftir hvað skal gera." Sveinn Guðmundsson, 41. árs, starfsmaður Heimilistækja; „Það á tvímælalaust að nota Grænlandsgönguna til að stækka stofninn í stað þess að ganga sí- fellt á hann. En verður sjálfsagt svo að ef við étum hann ekki verð- ur hann étinn af einhverjum öðr- um." Borgþór Björnsson, 53 ára, húsa- smiður: „Við eigum aðstækka stofninn. Það verða engin vandkvæði ef næg fæða er fyrirþennan fisk. Til lausnar eigum við að minnka loðnuveiðarnar þá er engin hætta á fæðuskorti fyrir þorskinn." Sigurður Siguiðsson, 22 ára, nemi: „Ég er nokkuð sannfærður um það að best sé fyrir okkur íslend- inga að styrkja stofninn. Þó verð ég að segja að ég hef ekki mikið fylgst með upp á síðkastið þar sem ég hef verið á kafi í prófum."

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.