Alþýðublaðið - 19.06.1990, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 19.06.1990, Blaðsíða 6
6 » . 16.júní’90 Vinmngstolur laugardaginn I — J VINNINGAR FJÖLDI VINNINGSHAFA UPPHÆÐ Á HVERN VINNINGSHAFA 1. 5af 5 2 5.177.203 2.43!« 15 58.318 3. 4 af 5 416 3.627 4. 3af5 10.680 329 Heildarvinningsupphæð þessa viku: 16.251.728 kr. UPPLÝSINGAR: SÍMSVARI 681511 - LUKKULÍNA 991002 Slys gera ekki - boð á undan sér! S3 yUMFEROAR rAd Sumarferð Alþýðuflokksins er löngu oröin árviss atburður. Nú veröur haldið í Þórsmörk. Alþýðuflokksferð í Þórsmörk Hið árvissa ferðalag á vegum hverfi. Alþýðuflokksins verður um Að sögn Dóru Hafsteinsdóttur á næstu helgi. Farið verður í hina skrifstofu Alþýðuflokksins hefur rómuðu Þórsmörk svo flokks- þegar talsverður hópur skráð sig í mönnum gefist tækifæri til að ferðina. Fólk getur valið um eins teyga að sér heilnæmt fjallaloft- eða tveggja daga ferð. Farið verður ið og endurnýja sig í fögru um- af stað á laugardagsmorguninn og t Maðurinn minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi Halldór Laxdal forstjóri til heimilis að Löngubrekku 12, Kópavogi lést hinn 16. júní síðastliðinn. Sigríður Axelsdóttir Laxdal börn, tengdabörn og barnabörn. þeir sem velja einn dag fara heim að loknum sameiginlegum kvöldverði á laugardagskvöldið. Hinir sem gista geta ennþá fengið inni í skála eða haft með sér tjald. Dóra sagði að grill yrði á staðnum og þyrfti því hver og einn ekki að hafa það með sér heldur aðeins eitt- hvað til að setja á grillið. Síðan yrði haldið heimleiðis seinnipart sunnu- dags. Dagsferðin kostar 1.500 kr. en tveggjadagaferðin 15.000 kr. Hálft gjald er fyrir börn. Þeir sem hyggja á að gista í skála yrðu að hafa sam- band við skrifstofunaí síma 29244, því enn væri laus nokkur svefn- pláss. Ferðina mætti greiða með vísakorti. Að lokum vildi Dóra taka það fram að fólk léti skrá sig sem allra fyrst því það auðveldaði mjög allan undirbúning ferðarinnar. Reynslan væri hins vegar sú að flestir iétu skrá sig tvo siðustu dagana en þó það væri í lagi væri því betra sem menn létu skrá sig fyrr. RAÐAUGLÝSINGAR Breyting á aðal- og deiliskipulagi í Hafnarfirði „Óla Run tún" Samkvæmt ákvörðun skipulagsstjórnar ríkisins meö vísan til 17. og 18. gr. skipulagslaga nr. 19/1964 er lýst eftir athugasemdum viötillögu að breytingu á aðal- og deiliskipulagi í Hafnarfirði, á svæði milli Ásbrautar, Brekkuhvamms og Lindarhvamms (Óla Run tún). Breytingin er, að í stað verslunar og þjónustu á Smárabarði 2 komi íbúðir og á opnu svæði verði skipulögð útivist í stað íbúðabyggðar. Tillagan liggur frammi í afgreiðslu bæjarverkfræð- ings Hafnarfjarðarbæjar á Strandgötu 6, Hafnarfirði, frá 20. júní 1990 og til 2. ágúst 1990. Athugasemdum við tillöguna skal skila skriflega til bæjarstjóra fyrir 16. ágúst 1990. Þeir, sem ekki gera athugasemdir innan tilskilins frests, teljast samþykkir henni. Hafnarfirði, 8. júní 1990. Bæjarstjórinn í Hafnarfirði, skipulagsstjóri rikisins. Staða skrifstofustjóra í umhverfisráðuneytinu er laus til umsóknar. Forseti Islands skipar í stööuna samkvæmt tillögu umhverfisráöherra. Verkefni skrifstofustjóra eru aðallega á sviði fjár- mála og rekstrar, sem ráðuneytið fer með stjórn á. Umsóknir ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf skulu hafa borist Umhverfisráðuneytinu eigi síöar en 17. júlí nk. Umhverfisráðuneytið, 15. júní 1990. Útboð — gangstéttir Hafnarfjarðarbær leitar tilboða í gerð steyptra gangstétta sumarið 1990, um 3.000 m2. Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu bæjarverk- fræðings, Strandgötu 6, gegn 5.000 kr. skilatrygg- ingu. Tilboð verða opnuð á sama stað fimmtudaginn 21. júní kl. 11.00. Bæjarverkfræðingur. Fóstra Óskum eftir að ráða fóstru eða uppeldismenntaðan starfsmann á skóladagheimilið að Kirkjuvegi 7, Hafnarfirði, frá og með 15. ágúst. Upplýsingar gefa forstöðumenn, Inga Þóra Stef- ánsdóttir og Guðrún Árnadóttir, í síma 54720. Félagsmálastjórinn. Flokksstarfið Þórsmerkurferð Alþýðuflokksfélögin í Reykjavík, Reykjanesi, Suður- landi og Vesturlandi fara í árlega sumarferð 23. og 24. júní nk. Að þessu sinni er áfangastaðurinn ÞÓRSMÖRK. Boðið er upp á, annars vegar dagsferð sem kostar 1.000 kr. (500 kr. fyrir börn) og hins vegar tveggja daga ferð sem kostar 1.500 kr. (750 kr. fyrir börn) auk þess kostar gisting í skála kr. 600 á mann og tjaldstæði 300 kr. á mann. Nesti er aifarið í höndum þátttakenda. Margt verður sér til gamans gert, s.s. gönguferðir, leikir, söngur og trall. Fararstjórar verða auglýstir síðar. Skráning fer fram á skrifstofu Alþýðuflokksins í síma 91-29244. Allir velkomnir. Alþýðuflokksfélögin.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.