Alþýðublaðið - 19.06.1990, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 19.06.1990, Blaðsíða 5
Þriðjudagur 19. júní 1990 ERLENDAR FRÉTTIR 5 Vofa Khomeiitis vakir TEHERAN Reuter. íranir hafa nú itrekað dauðadóm sinn yfir indverskættaða rithöf- undinum Salman Rushdie en Rushdie er breskur rikisborgari. Þessi itrekun hefur undirstrikað hversu mikil óhrif skoðanir hins látna trúarleiðtoga Ayatollah Ruollah Khom- eini hafa enn þann dag i dag og skyggja á til- raunir íranskra stjórnvalda til slökunar á ut- anrikisstefnu sinni. TEHERAN Reuter. íranir hafa nú ítrekað dauðadóm sinn yfir indverskættaða rithöfundinum Salman Rushdie en Rushdie er breskur ríkisborgari. Þessi ítrekun hefur undir- strikað hversu mikil áhrif skoðanir hins látna trúar- leiðtoga Ayatollah Ruollah Khomeini hafa enn þann í dag og skyggja á tilraunir ■ranskra stjórnvaida til siökunar á utanríkis- stefnu sinni. íranskir stjórnmáiafræð- ingar segja að tilhneigingin til að hverfa alltaf að hug- myndafræði Khomeinis sé meiri háttar fyrirstaða fyrir bættum samskiptum við Vesturlönd og Sovétríkin. Að sögn vestrænna erind- reka verður ríkisstjórnin að geta sýnt framá að hún haldi sig innan þess ramma er Kho- meini setti. Khomeini, sem lést í júní í fyrra, var leiðtogi byltingarinnar árið 1979. Hann skildi eftir sig andrúms- loft mikillar tortryggni í garð Bandaríkjanna sem hann nefndi ævinlega ,,hinn mikla Satan." Hann kenndi að það að taka við aðstoð frá vestur- löndum væri auðmýkjandi og and-íslamskt. Islam ætti að vera meginstoðin í allri stefnumörkun. Ráðrúm ríkisstjórnarinnar til að víkja af þessu einstigi er takmarkað af tveimur megin- ástæðum. í fyrsta lagi sækir hún tilkall sitt til valda í hina óttablöndnu lotningu sem minningin um Khomeini ennþá nýtur og í öðru lagi að um Íeið og hún sýnir einhver merki um hugsanlega tilslök- un þá rísa róttækir byltinga- sinnar á þingi, sem mynda eins konar stjórnarandstöðu, upp til handa og fóta og með tilstyrk klerkavaldsins hrópa þeir að lögmál Khomeinis sé dregið niðrí svaðið. Salman Rushdie var bann- færður og ,,dæmdur til dauða“ af Khomeini í fyrra fyrir guðlast í bók sinni „Söngvar Satans". Mál hans er af sérfróðum talið skóla- bókardæmi um það hvernig lögmál Khomeinis yfirskygg- ir tilraunir stjórnvalda til eðli- legra samskipta við umheim- inn. Ríkisstjórn Ali Akbars Rafs- anjanís hefur ítrekað reynt að aðskilja stjórnmálaleg og trú- arleg atriði Rushdie málsins með því að segja að ef Bretar gætu fordæmt það sem þeir segja móðgun við íslam að þá séu betri samskipti ríkjanna möguleg. Síðasta laugardag ítrekaði háttsettur embættismaður í íranska utanríkisráðuneyt- inu, Hossein Musavian, þessa tilraun auk þess að segja að hinni trúarlegu bannfæringu á Rushdie yrði ekki aflétt. Þessu tók hluti vestrænna fjölmiðla á þá lund að mögu- leiki væri á því að írönsk stjórnvöld hygðust afturkalla bannfæringu sína. Grunurinn um að stjórnin ætlaði þannig að brjóta í bága við trúna olli pólitískum jarðskjálfta í Te- heran. Endalok þeirra hræringa voru þau að núverandi æðsti- prestur írana, Ayatollah Ali Khamenei gekk fram fyrir skjöldu og opinberaði að bannfæringu og dauðadómi yfir Rushdie yrði aldrei aflétt og hann ætti að afhendast breskum múslímum til af- töku. Þörfin fyrir að vísa til Kho- meinis hefur oft á tíðum skap- að sérfræðingum ærna yfir- vinnu þar sem menn hafa klórað sér í höfðinu og reynt að muna hvað hann sagði og hvað hann leyfði. Samskipti Irana við Sovét- menn hafa einnig verið æði brokkgeng. Stuttu fyrir lát sitt sendi Khomeini bréf til Gorbatsjovs Sovétforseta, þar sem hann opnaði fyrir nýjar leiðir samskipta og samvinnu við þá þjóð sem hann nefndi „hinn annan mikla Satan.“ Strax eftir lát Khomeinis flaug Rasfanjani til Moskvu til að styrkja pólitísk tengsl og undirrita viðskiptasamninga. Það hefði hann ekki getað gert án bréfsins frá Khomeini að mati íranskra erindreka. En á síðari hluta ársins, i kjölfar óróleika í, að megin- hluta múslímskum, ríkjum Suður-Sovétríkjanna, sendu íranar frá sér allnokkrar yfir- lýsingar þar sem þeir gagn- rýna stjórnina i Moskvu og lýsa yfir ánægju með hið ís- lamska eðli uppreisnanna. Þannig má segja að þeir hafi grafið undan þeim árangri sem annars hafði náðst í sam- skiptunum við Sovétríkin. Stjórnin í Teheran er hins vegar mun varkárari í því að nálgast Bandaríkjamenn. Op- inberir embættismenn í Te- heran segja að Washington hafi gert Irönum erfiðar fyrir en þörf hefði krafið með því að sýna engin viðbrögð við samningsumleitunum þeirra svo sem þætti íranskra stjórn- valda í því að fá lausa tvo bandaríska gísla i Líbanon nýlega. í Teheran er ríkisstjórnin enn að láta reyna á stöðu sína í þessu skrýtna pólitíska and- rúmslofti. Stuttu eftir að einn bandarískur gísl var látinn laus lét einn háttsettur maður innan íranska dómskerfisins þá skoðun sína í Ijós að kannski væru beinar viðræð- ur við stjórnina i Washington ekki svo vitlaus hugmynd. Khamenei brást skjótt við og sagði að hver sá sem talaði á þessa lund væri annað hvort yfirmáta barnalegur eða geðbilaður. Hann neydd- ist þó til þess að biðja emb- ættismanninn afsökunar á þessum aðdróttum sínum. Rasfanjani sagði þá að eng- ar beinar viðræður við Wash- ington væru á dagskránni nú. Þetta túlka diplómatar á þá lund að í hinum flókna heimi íranskra stjórnmála sé ástandið ekki eins ósveigjan- legt og virðast mætti við fyrstu sýn. Þýskaland: Sovétmenn vilja nýtt varnarbandalag (STRAUSBERG, A.Þýskal. Reuter) Varnarmálaráð- herra Sovétríkjanna, Dim- itri Yasov, sagði í gær að Sovétríkin gætu aðeins fallist á sameiningu Þýska- lands ef NATO og Varsjár- bandalagið yrðu leyst upp til að stofna nýtt evrópskt varnarbandalag. Yasov sagði við blaðamenn á fundi varnarmálaráðherra Varsjárbandalagsins í Aust- ur-Þýskalandi að meginhlut- verk samningsaðila ætti að vera að losa sig við gömlu hernaðar,,blokkirnar“ og stofna nýtt samevrópskt varnarkerfi. Sameinað Þýskaland ætti að tilheyra þessu kerfi. Yasov sagði að stjórnvöld í Moskvu myndu fara fram á formlegan friðarsamning vegna heimsstyrjaldarinnar síðari sem annað skilyrði fyr- ir sameiningu Þýskalands. „Við verðum að setja lögleg- an punkt aftan við heims- styrjöldina síðari," sagði Yasov. Ráðherrarnir undirrituðu frumdrög að milliríkjasamn- ingi eftir tveggja daga við- ræður í austur-þýska varnar- málaráðuneytinu í Straus- berg rétt utan við Berlín, en ekki er vitað hvort skoðanir Sovétmanna voru hluti af þeim. Frumdrögin verða kynnt í dag. Vesturlönd vilja að samein- að Þýskaland tilheyri NATO (MURCIA, Spáni, Reuter) Heimsmeistarihn í skák, Garry Kasparov, hefur sagt af sér sem forseti Stórmeistarasambandsins vegna deilna við FIDE. Kasparov var endurkjörinn forseti sambandsins á sunnu- en Moskva hefur stungið uppá ýmsum lausnum frá hlutleysi til aðildar að báðum bandalögum. dag og sagði af sér nokkrum mínútum seinna til að mót- mæla samþykkt fráfarandi stjórnar um samvinnu við Fl- DE í skákreglum. „Eg skil ekki hvers vegna þeir samþykkja þetta sem Sem einn af fjórum sigur- vegurum heimsstyrjaldarinn- ar síðari, ásamt Bandaríkjun- um, Bretum og Frökkum, þeir vita að ég er alfarið á móti og endurkjósa mig svo sem forseta með 115 atkvæð- um af 125,“ sagði Kasparov. Kasparov sagðist mundi endurmeta afsögn sína eftir heimsmeistaraeinvígi sitt við hafa Sovétmenn neitunar- vald í ákvörðunartökum um framtíð Þýskalands. Anatoly Karpov í Sovétríkj- unum í óktóber. Kasparov hefur verið and- vígur FlDEsíðan forseti þess, Florencio Campomanes, frestaöi einvígi hans og Kar- povs árið 1985. Stórmeistarasambandiö: Kasparov segir af sér forsæti

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.