Alþýðublaðið - 26.06.1990, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 26.06.1990, Blaðsíða 2
2 INNLENDAR FRÉTTIR Þriðjudagur 2& júní 1990 Fólk Forsætís- ráðherra auglýsir Toyota Japanskir bílar og þá ekk- ert síður Toyota en aðrir, eru alls góðs maklegir. En er það ekki fulllangt gengið að forsætisráð- herra okkar góða lands haldi langa lofgerðarrollu um Toyotabíla á héraðs- móti Toyotaeigenda í Borgarfirði. Margir undr- ast að ráðherra skuli láta hafa sig til slíkra hluta og finnst að hér hafi verið of langt gengið, jafnvel þótt einhver atkvæði kunni að fást meðal Toyota-bíl- stjóra hér á landi. Bilaauglýsingar og lokun Stöðvar 2 Pað hefur komið í Ijós að lokun Stöðvar 2 á frétta- þættinum 19:19 hefur verið óráðleg svo ekki sé meira sagt. Menn í við- skiptalífinu voru ekki hafðir með í ráðum þegar það var gert, enda hafa þeir margir hallað sér að Stöð 1 — ríkissjónvarp- inu, eftir lokunina. Hregg- uiður Jónssonfekki þing- maðurinn) hjá Brimborg hf. segir þannig að sú ákvörðun Stöðvar 2 að læsa dagskránni gjörsam- lega hafi gert Sjónvarpið að enn betri kosti fyrir auglýsendur. Og nú hefur Stöð 2 opnað aftur — og þarf að nálgast auglýs- endur að nýju. Siðferðileg viðhorf i landbúnaði Páll A. Pálsson, fyrrum yfirdýralæknir, verður meðal frummælenda á norrænni ráðstefnu dýra- lækna í Osló í lok júlí og byrjun ágúst. Ráðstefnan fjallar um dýrahald í nú- tíma þjóðfélagi og allar hliðar jsess skoðaðar. Páll mun fjalla um siðferðileg viðhorf í húsdýrafram- leiðslu — og lítur þá til baka til að gera æskileg- an samanburð. Margar flugur i einu höggi! Sá vinsæli prestur, Séra Jón Balduinsson, gerði góða ferð heim til Islands um helgina, sló margar flugur í einu höggi, og meðal annars golfkúlu í holu í einu höggi. Séra Jón var viðstaddur skóla- slit Menntaskólans á Ak- ureyri og hitti þar skóla- systkini sín, hann gaf saman hjón, ritstjóra víð- frægs amerísks golfblaðs og brúði hans, — og hann tók þátt í golfmóti með þeim meistaralega ár- angri að slá kúluna í holu í einu höggi. Það gaf hon- um flúnkunýjan bíl að launum. Meirihlutinn Akranesi: Vill kaupa kvóta og „Bæjaryfirvöld leiti eftir samstöðu heimaaðila um stofnun hlutafélaga sem hafi að að markmiði að vinna að atvinnuuppbygg- ingu svo sem með kaupum á veiðikvóta til leigu fyrir útgerð á Akranesi," segir í einni grein samstarfs- samnings meirihlutans á Akranesi en að honum stendur Alþýðuflokkur og Framsóknarflokkur. Ingibjörg Pálmadóttir, Framsóknarflokki, var kjörin forseti bæjarstjórnar á fyrsta fundi nýrrar bæjarstjórnar í síðustu viku og Gísli Einars- son, Alþýðuflokki, var kosinn formaður bæjarráðs. Þessir tveir flokkar höfðu náð sam- komulagi um myndun meiri- hluta. Gísli Gíslason var end- urráðinn sem bæjarstjóri Akranessbæjar. I samstarfssamningi meiri- hlutans eru atvinnumálin fyr- irferðarmikil. Vekur greinin um kvótakaupin þar eflaust mesta athygli. Þá eru taldar ECU er fyrirhuguð Evr- ópumynt. Hún hefur ekki verið lögleidd enn sem komið en er hugsuð sem framtíðarmynt Evrópu- bandaiagsins þrátt fyrir að allir séu ekki eins hrifn- ir af þeirri hugmynd. Margrét Thatcher forsæt- isráðherra Breta hefur lýst því yfir að hún sé ekki tilbúin að taka upp nýju myntina í stað sterlings- upp helstu framkvæmdir sem eru fyrirhugaðar. Aðilar eru sammála um að auka gatna- gerð og gangstéttafram- kvæmdir. Þá er kveðið á um pundsins. Blaðamenn hjá Daily Mail brugðu á leik um daginn til að kanna hvort verslunar- menn tækju gilda 5 Ecua- mynt sem slegin var sem minningarpeningur í tilefni af þrjátíu ára afmæli EB. En það var sama hvort þeir reyndu að kaupa föt eða bjór fyrir myntina þá gekk það ekki. Terry Venables, fram- leigja að langtímaáætlun verði gerð um holræsafram- kvæmdir og unnið eftir henni. Aðrar helstu framkvæmdir kvæmdarstjóri Tottenham, var einn þeirra sem ekki vildi sjá Ecu-myntina. „Það lítur út fyrir að ég þyrfti helling af þeim til að kaupa annan Gary Lineker," sagði Terry og af- þakkaði myntina. ECU sem er skammstöfun á European Currency Unit er hins vegar skráð þótt ekki sé hún til sem gjaldmiðill og er gengi henn- ar miðað við íslensku krón- una nú rúmar 73 krónur. verða að ljúka við dvalar- heimilið að Höfða og leik- skólann við Lerkigrund. Byggður 1. áfangi búnings- herbergja við íþróttahús IA, bygging tónlistarskólahúss, frágangur innandyra og á lóð Brekkubæjarskóla, hafnar framkvæmdir við E-hluta Grundarskóla og framtíðar- lausn sorpeyðingarmála. Fjármálaráðherra Breta, John Major, hefur hins vegar lagt það til að Ecu-myntin verði látin gilda samhliða hinum gömlu mynteiningum Evrópu eins og pundinu, frankanum og markinu. Þannig gætu ferðamenn og kaupsýslumenn notað mynt- ina í öllum aðildarlöndum EB en auk þess hefði hvert ríki sína mynt áfram. Hvað er ECU? BAK VID FRÉTTIRNAR RÍKISENDURSKOÐUN — LOKSINS! Það hefur verið farið fram á úftekt Ríkis- endurs koðunar hve rnig það meg i vera að tvo milljarða eða svo va nti til að Byg gingasjóður rikisins geti gegnt sinu hlutverki. Guð láti gott á vita. Loksins á að fara að hef ja rann- sókn á vegum hins opinbera vegna þess að það virðast ekki vera til peningar fyrir þvi sem greiða skal út á næstunni. EFTIR: SÆMUND GUÐVINSSON „ÍSLANDSLAX varð gjaldþrota upp a einn milljarð króna eða svo. Formaðurinn flutti búferlum til Helsinki vegna nýrrar stöðu sem einn helsti trúnaðarmaður f járfestingarsjóðs sem er rekinn á veg- um Norðurlandanna. Vart leikur vafi á að framganga hans í laxeldismálum á íslandi hefur lyft hon- um upp í þessi metorð. En þá vaknar sú spurning: Hvers vegna er ekki krafist ályktunar Ríkisend- urskoðunar á því hvaða stöður standa til boða þeim mönnum sem ná ekki milljarðagjaldþroti eins fyrirtækis á þremur árum?" spyr Sæmundur Guðvinsson m.a. í grein sinni. Hinn skeggjaði formaður Sjálfstæðisflokksins hefur með kröfu sinni slegið út flesta aðra pólitíkusa. En fyrst farið er fram á endurskoðun á peningum sem ekki eru fyrir hendi, væri þá til of mikils mælst þó farið væri fram á endurskoðun á peningum sem búið er að eyða. Sérstak- lega peningum sem virðast hafa gufað upp með þeim af- leiðingum að þeir sem báru ábyrgð á þeim hafa fengið í verklaun enn meiri peninga til að láta hverfa? Milljarður til___________ upphefðar _______________ Ekki margt fyrir löngu var sett á fót eitt af stórgróðafyr- irtækjum íslandsbersa nútím- ans og nefndist það IS- LANDSLAX. Pollar og tjarnir suður með sjó voru vígðir við hátíðlega athöfn þar sem mest bar á mönnum í hvítum frökkum. Stjórnarformaður þessa samnorræna átaks í laxarækt var efnahagsráð- gjafi forsætisráðherra með svo mörgu öðru. Öllum er kunn sú saga sem eftir fór. ÍS- LANDSLAX varð gjaldþrota upp á einn milljarð króna eða svo. Formaðurinn flutti bú- ferlum til Helsinki vegna nýrrar stöðu sem einn helsti trúnaðarmaður fjárfestingar- sjóðs sem er rekin n á vegum Norðurlandanna. Vart leikur vafi á að framganga hans í laxeldismálum á Islandi hef- ur lyft honu m upp í þessi met- orð. En þá vaknar sú spurn- ing: Hvers vegna er ekki kraf- ist ályktunar Ríkisendurskoð- unar á því hvaða stöður standa til boða þeim mönn- um sem ná ekki milljarða- gjaldþroti eins fyrirtækis á þremur árum? Hvar voru f uglar? Mér er til efs að Halldór V. Sigurðsson og hans menn í Ríkisendurskoðu n láti al- mennt segja sér fyrir verk- um. En það er hins vegar spurning manns sem ekki hefur safnað skeggi: Má biðja Ríkisendurskoðun að líta til með þeim sem eiga um sárt að binda vegna glansauglýs- inga Morgunblaðsins og ann- arra fjölmiðla? Maður lendir í slysi. Missir mátt og möguleika til að geta unnið framar. Fær greiddar bætur og stór hluti af þeim bótum fer til ávöxtunar hjá glansfyrirtæki sem hét Avöxtun og jafnvel há eff líka. Þessir peningar áttu að vera líftrygging hins fatlaða sem ekki gat lengur séð sér og sín- um farboða. Ávöxtun fer síð- an á hausinn með þeim af- leiðingum að öryrkinn stend- ur eftir fótalaus sem fyrr. Hvar voru fuglar sem kröfð- ust úttektar Ríkisendurskoð- unar á þessu máli? Reiðir fjármagnseigendur fóru í mál og kröfðust skaða- bóta þar sem þeir höfðu misst af ávöxtun af óskráðu fé. Það mál bætir hins vegar í engu hag þess sem tapaði mögu- legum vöxtum, auk slysabóta sem þegar eru horfnar. Þeir sem berjast fyrir sjálfseignar- stefnunni, skegglausir eða með skegg, vita kannski af örlögum öryrkjans sem í þessu tilfelli þarf síðan á náð ríkisvaldsins að halda til þess eins að draga fram líftóruna? En hver er réttur þeirra sem telja á sig hallað? UmboðsmaSur_________ á förum?____________ Þeir sem telja sig eiga undir högg að sækja gagnvart Kerf- inu með stórum staf hafa hingað til átt í fá húsa að venda. Þegar Vilmundur Gylfason sat um sleið í stól dómsmálaráðherra reyndi hann að bæta úr því vanda- máli á vissan hátt og gekk það vel svo langt sem það náði. Ekki ætla ég að rekja frekar framhald þeirrar rétt- arbótar í smáatriðum, en lok urðu þau, að skipaður var sérstakur umboðsmaður AI- þingis, það er að segja al- mennings í landinu. Embætti umboðsmanns Al- þingis er vel skipað. Þar situr dr. Gaukur Jörundsson sem er þéttur á velli og þéttur í lund. Pappírsbúkar kerfisins hafa hins vegar lyft upp pennabreiðum handlegg og spurt hvurn fjárann þessi maður vilji upp á sín fínbónuðu dekk. Fari svo fram sem horfir verður dr. Gaukur búinn að segja upp sínu starfi áður en einn eða fleiri kerfiskall lætur af emb- ætti. Doktor Gaukur Jörunds- son er ekki maður sem fjöl- miðlar hafa aðgang að. Hann er ekki maður sem kemur fram á skjáinn hvenær sem þess er óskað. Hins vegar segja mér kunnugir, að hann telji sig hafa skyldum að gegna í sínu embætti og þær skyldur ætli hann að upp- fylla. Fari hins vegar svo, að áfram verði reynt að hefta hans framgöngu í upplýs- ingaöflun til handa skjólstæð- ingum hans verður hans stóri stóll auður fyrr en varir. Fari svo, sem ég vona að verði ekki, þá kann norðan- næðingurinn að gusta um vissa embættismenn, hvar í flokki sem þ eir standa og skal ég auka vindhraðann ef á þarf að halda. Hins vegar er mér til efs að þá verði kallað á Ríkisendurskoðun. Það verður einfaldlega of seint.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.