Alþýðublaðið - 26.06.1990, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 26.06.1990, Blaðsíða 6
6 Þriðjudagur 26. júní 1990 |P Útboð Innkaupastofnun Reykjavíkurborgar, f.h. Gatna- málastjórans í Reykjavík óskar eftir tilboöum í yfir- borðsfrágang gatna og stíga. Um er að ræða jarðvinnu, hellulögn um 1500 m2, snjóbræðslulagnir um 2500 Im, steyptur stoðvegg- ur, tröppur, kantfrágangur girðingar og trjáhæð. Verkið nefnist: Kringlutorg, Skólastræti — Yfir- borðsfrágangur. Verklok eru 15. október 1990. Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu vorri, Frí- kirkjuvegi 3, Reykjavík, frá og með þriðjudeginum 26. júní gegn kr. 15.000,- skilatryggingu. Tilboðin verða opnuð á sama stað fimmtudaginn 5. júlí kl. 11.00. INNKAUPASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGAR Frikirkjuvegi 3 — Sími 25800 Flokksstjórn Alþýðuflokksins Flokksstjórnarfundur verður haldinn fimmtudaginn 28. júní nk„ kl. 20.30 á HOLIDAY INN (4. hæð). Fundarefni: 1. Undirbúningur flokksþings 1990. 2. Önnur mál. Skrifstofa Alþýðuflokksins. Frá skrifstofu Alþýðuflokks Skrifstofan verður lokuð vegna sumarleyfa frá 2. júlí. Opnað aftur 30. júlí. Skrifstofa Alþýðuflokksins. Vinningstölur laugardaginn 23. júní '90 VINNINGAR FJÖLDI VINNINGSHAFA UPPHÆÐ Á HVERN VINNINGSHAFA 1. 5af5 2 1.041.872 2. 1 361.092 3. 4af 5 105 5.932 4. 3af5 3.759 386 Heildarvinningsupphæð þessa viku: 4.518.670 kr. ÍÉÉ^ UPPLÝSINGAR: SÍMSVARI 681511 - LUKKULÍNA 991002 Afreksfólk framtíöar: Nær Jón Arnar 8000 sligum i tugþraut i sumar? Innan raða iþróttafólks er margt ungt fólk, sem lofar góðu um afrek á stórmótum framtíðarinnar, svo sem Evrópumótum, heimsmeistaramótum og Ólympíuleik- um. Á næstu mónuðum ætlum við að kynna nokkur þeirra i þætti hér í blaðinu sem bera heitið ,, Af reksf ólk framtiðar##. Sá, sem fyrstur er á dagskrá hjá okkur er Jón Arnar Magnússon, frjálsíþróttamaður úr Gnúpverja- hreppi í Árnessýslu. Hann er fæddur 28. júlí 1969 og stendur því á tvítugu. Jón Arnar er sonur Þu- ríðar Jónsdóttur og Magnúsar Óskarssonar, en móðir hans var þekkt frjálsíþróttakona á yngri ár- um. Faðir hans var ekki keppnis- maður í íþróttum. Sigursæll i sinni fyrstu keppni________________ Jón Arnar tók fyrst þátt í keppni, þegar hann var 16 ára gamall. Það var í unglingakeppni Frjálsíþróttasambandsins, þar sem sex bestu í hverri grein koma til úrslitakeppni síðla sumars. Árang- ur hans var góður, hann vann til verðlauna í öllum greinum nema einni. E.t.v. má segja, að þetta hafi verið hans fyrsta tugþraut, en flestir eru á þeirri skoðun, að Jón Arnar hafi alla burði til að verða á heimsmælikvarða í þeirri erfiðu grein íþrótta, sumir segja þeirri erfiðustu. Nordurlandameistari 19 ára Þó að Jón Arnar sé að verða 21 árs hefur hann ekki keppt oft í tug- þraut til þessa, en getur þó státað af Norðurlandameistaratitli, sem hann vann 1988. Sama sumar keppti hann í tugþraut á heims- meistaramóti unglinga í Kanada. Hann var framarlega þar til í stangarstökkinu, sem er áttunda greinin, en hann meiddist og varð að hætta. Heffur æfft lítið Það vekur töluverða furðu, að þessi ungi afreksmaður sem kom- inn er í fremstu röð í nokkrum greinum hér heima, hafði, þar til sl. haust, æft mjög lítið. Jón Arnar hefur enga skýringu á takteinum, en nofnir þó metnaðarleysi. En áhugamál hans eru mörg og má þar nefna snjósleða, jeppa, skytt- erí og músík, en hann var trymbill í hljómsveitinni Nonni og Mann- arnir þar til á sl. hausti, er kafla- skipti urðu í lífi hans. Pvaldi i USA i vetur Jón Arnar ákvað að fara til Örn Eiðsson skrifar Jón Arnar í öruggum höndum Vésteins Hafsteinssonar íslandsmeistara í kringlukasti. Hér reynir Jón Arnar fyrir sér í kringlukastinu. Bandaríkjanna til náms. Vegna ár- angurs síns í íþróttum, nýtur hann ýmissa hlunninda við Monroe-há- skólann í Louisiana, en á móti er ætlast til að hann þjálfi vel. Jón Arnar hefur æft af kappi í vetur, en þátttaka í mótum var í lágmarki. Aftur á móti hafa borist fréttir af ótrúlega góðum æfingaafrekum hjá honum. Við ætlum ekki að skýra frá slíku hér, heldur bíða eft- ir þátttöku hans í mótum á næstu vikum, t.d. landskeppninni við Skota og íra. landsmóti UMFÍ og tugþrautarlandskeppni í Hollandi í lok júií. Keppir Jón Arnar á________ Evrópumeistaramótinu i Split?__________________ Við lslendingar höfum oft átt tugþrautarmenn í fremstu röð á undanförnum áratugum, en lengst náði Örn Clausen í EM í Brússel 1950, er hann varð annar. Ymsir fleiri hafa gert það gott og má þar nefna Valbjörn Þorláksson, Pétur Rögnvaldsson, Stefán Hallgríms- son, Elías Sveinsson o.fl. o.fl. Áhugamenn um tugþraut eru þess fullvissir, að Jón Arnar Magn- ússon verði fyrsti íslendingurinn, sem nær 8000 stigum, en með því er hann kominn á heimsmæli- kvarða í þessari stórkostlegu íþróttagrein. Evrópumeistaramót í frjálsum íþróttum fer fram í Split í Júgóslavíu í lok ágúst í sumar og til þess að fá að keppa þar þarf að ná 7700 stigum. Við góð skilyrði og í harðri keppni eru flestir þeirr- ar skoðunar, að Jón Arnar nái þeim árangri. Við bíðum og von- um, að gæfan verði þessum unga afreksmanni hliðholl á mótunum í sumar og á næstu árum. Árangur Jóns Arnars Við ætlum að birta hér árangur Jóns Arnars Magnússonar í hans helstu greinum frá og með 1985 til og með 1989. Ár Langstökk Grindar- 100 m 110 m hlaup Tugþraut 1985 6,27 m 1986 11,6 sek 6,74 m 1987 10,9 sek 6,86 m 6232 st. 1988 10,72 7,37 m 16,0 sek. 6975 st. 1989 10,88 7,40 m 14,8 sek. 7351 st.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.