Alþýðublaðið - 26.06.1990, Qupperneq 4

Alþýðublaðið - 26.06.1990, Qupperneq 4
4 VIOHORF Þriðjudagur 26. júní 1990 MMeWM Ármúli 36 Simi 681866 Útgefartdi: Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: Fréttastjóri: Auglýsingastjóri: Dreifingarstjóri: Setning og umbrot: Prentun: Blaö hf. Hákon Hákonarson Ingólfur Margeirsson Jón Birgir Pétursson Hinrik Gunnar Hilmarsson Síguröur Jónsson Leturval, Ármúla 36 Oddi hf. Áskriftarsíminn er 681866 Áskriftargjald 1000 kr. á mánuöi innanlands.í lausasölu 75 kr. eintakið TÍMINN ER OKKAR Nýafstaönar kosningar í Búlgaríu hafa vakiö athygli. í hartnaer hálfa öld hafa kommúnistar stjórnaö í landinu, og í fyrstu lýðræöislegu kosningunum, sem fram fóru 10. og 17. jún í sl. fengu þei r stjórnarumboðið framlengt. Aðeins í Búlg- aríu og Rúmeníu hafa fyrrum valdhafarfengiö umboð til að sitja áfram. Annars staðar í Austur-Evrópu hafa stjórna rherrar fallið í kosningum. Það þarf ekki að ve kja svo mikla furðu þó að niðurstöður k osninganna í Búlgaríu hafi verið þessar. Kosningarnar fóru ekki fram við þær aðstæður að vilji fólks kæmi fram. Kjósendur sátu undir hótunum stjórnhafa um atvinnumissi og að ýmis réttindi yrðu afnumin, ef stjórn arandstæðan kæm ist til valda. Samtök stjórnarandstæðing a báru sigurorð af k ommúnistum í borg um en til veita snerist dæmið við. Niðurstaðan varð einhliða meirihluti Sósístaf lokks Búlgariu. Þjóðsem hýmir u ndir ægivaldi komm únista á ekki margra kosta vö|. Lýðræðis- bandalagið, sem er lan gstærsta fylking lýðræðissinna, hefur boðað gjörbyltingu í samfélaginu og lýðræðislega stjórnarhætti m.a. með því koma á frjálsu mark- aðskerfi. Þetta var of stór biti að kyngja í einu fyrir þorra þjó ðarinnar, og því fór sem fór. En þó að nýstofnaður Sósíalistaflokkur Búlgaríu stjórni áfram verður tímanumekki snúið vi ð. Lýðræðisbandala gið, sem náði undra verðum árangri, og gamli bændaflokkurin n, sem starfaði með núverandi valdhöfum, hafna hvers konar samstarfi við Sósíalistaflokkinn. Þv í sitja kommar e inir við stjórnvöl. Eng- inn hefur trú á að þe ir geti glímt við þau gífurlegu vandamá I sem við blasa. Útfar- arsálmurinn hefur verið saminn. Komm arnir fá að syngja hann — en undir lagi lýðræðissinna. Eins og fram kom í grein í Alþýðublað inu um helgina um kosningarnar í Búlgar- íu vann Lýðræðisbandalagið góða sigra undir slagorðunum: „Tíminn er okkar". Tíminn vinnur tvím ælalaust með lýðræ ðissinnnum í Aust ur-Evrópu. Búlgaría er engin undantekning. En það er eins og hún hafi gleymst í u mræðunni. Islending- ar gætu lagt ýmislegt að mörkum til að a uðvelda Búlgörum að glíma við vanda dagsins í dag. Áþreifa nlegt dæmi eru virk janir. Búlgarar eiga nóg ef heitu vatni, en geta ekki nýtt sér það. íslendingar hafa gert samninga við Ungverja um að beisla hitaorkuna. Sömu skilmálar ættu að geta gilt í Búlgaríu. ^^tburðir í Búlgaríu æ ttu að færa mönnu m sanninn um að e nn er nokkur vegur til lýðræðis í Austur-Ev rópu. Þjóðin vill ek ki fórna gömlum si ðum og menningu. Það er mikill misskilnin gur að halda að fólk austur þar vilji hop pa inn í vesturheim okkar á vængjum n ýfrjálshyggju. Fyrir mynd lýðræðissinn a er jafnaðarþjóðfélag með frjálsu markað skerfi. Fólk þráir fre Isi án ánauðar. Óhe ftur markaðsbúskapur án samtryggingar heilbrigðiskerfisins, í menntamálum o.s.frv. veitir þeim ekki svör inn í framtíðin a. En einmitt í Ijósi þess er ábyrgð okk ar íslendinga ekki lítil. Við höfum leyst ok kar vanda með sam ábyrgð og með jaf naðarstefnu að leiðar- Ijósi. Timinn er okkar. Líka okkar sem njótum lýðræðis og m annréttinda. Stefán Snœvarr skrifar Blandaðu betur! Leikmannsþankar um blandað hagkerfi Þau merku tíðindi bárust austan úr Rússíá á dögunum að Sovét- menn hyggist taka upp markaðs- kerfi innan fimm ára og gera 70% allra ríkisfyrirtækja að hlutafélög- um. Sama er uppi á teningnum hjá vinstri manninum lliescu í Rúmeníu, hann vill sama hlutfall ríkisfyrirtækja í einkaeign innan þriggja ára. Frjqls markaður________________ Það eru því ekki aðeins vondir íhaldskallar í Ungverjalandi og Austur-Þýskalandi sem vilja mark- aðsvæðingu, sósíalistarnir Gorba- sjov og Iliescu fara sömu leið. Það er greinilegt að áætlunar- kerfinu er ekki við bjargandi. Ég velti því fyrir mér á tímabili hvort tölvuvæðing gæti leyst upplýs- ingavanda áætlunarkerfisins. Hayek hélt því nefnilega fram, löngu fyrir daga tölvunnar, að í áætlunarbúskap yrði að leysa milljón jöfnur á hverjum degi, reikningslist sem markaðurinn gerir óþarfa. En seinna hef ég upp- götvað að engin tölvuvæðing get- ur bjargað áætlunarbúskapnum því hagræn þekking er eins og Michael Polanyi hefur bent á ,,þögul“ þekking eða kunnátta. Dæmi um þögla þekkingu er þekking okkar á andlitum en við getum aldrei lýst andlitum með orðum svo fullnægjandi sé. Hið sama gildir um aðrar gerðir þög- ullar þekkingar, þær verða ekki færðar í orð eða lýst með tölum og því ekki komið í tölvuforrit. Alla vega hefur markaðskerfið borið algjört sigurorð af sósíalism- anum. En það er ekki þar með sagt að rétt hlutfall sé milli hag- sældar og markaðsfrelsis. I nýiðn- væddum löndum Austur-Asíu er ríkið mjög umsvifamikið á efna- hagssviðinu, samt eykst velsæld þeirra stórstíga. í Suður-Kóreu studdi hið opinbera skipulega við bakið á fimm stórum fyrirtækjum sem nú hafa haslað sér völl á al- þjóðamarkaði. Vissulega hefur komið smá afturkippur í S-Kóreu en hann er líklega fremur verk- föllum en ríkisafskiptum að kenna. Tævan hefur að þvi leyti til þróast öðruvisi að þar blómstra smáfyrirtæki, ekki samsteypurn- ar. En ríkið tekur samt virkan þátt i efnahagslífinu og hefur m.a. stað- ið fyrir umtalsverðum innflutn- ingshöftum án þess að þau hafi skaðað efnahaginn. Auðvitað geta frjálshyggjumenn reynt að bjarga sér fyrir horn með því að segja að þessi ríki hefðu get- að náð lengra með alfrjálsum markaði en þá erum við komin úr landi skynseminnar yfir í land trú- arinnar. Efnahagsundrið asíska er sigur hins blandaða hagkerfis. Ekki eru tilburðir Reagans, Thatchers og Pinochets til rót- tækrar markaðsvæðingar sérlega fýsilegir til eftirbreytni. í öllum þessum löndum hafa kjör hinna verst settu versnað. Og þær geysi- legu sveiflur sem verið hafa í chíl- esku efnahagslífi síðan 1973 gætu styrkt þá tilgátu Keynessinna að ríkisafskipta sé þörf eigi efnahags- lífið að vera sæmilega stöðugt. Skylt er svo að geta þess að Pino- chet lét það eiga sig að selja ýmis ríkisfyrirtæki og að Milton Fried- man telur með réttu eða röngu að vitlaus opinber peningastefna hafi ráðið miklu um ýmsar kreppur þar syðra. Vistkerfi og markaður Ekki getur Friedman útskýrt þau skelfilegu umhverfisspjöll sem orðið hafa í Chíle á dögum Pinochets með rangri peninga- stefnu. Margt má gott um frjálsan markað segja en mér er ekki með nokkru móti unnt að sjá hvernig hann á að forða okkur frá yfirvof- andi umhverfisógnun. Vissulega getum við látið það eiga sig að kaupa vörur fyrirtækja sem skadda umhverfið og vissulega hafa slík „viðskiptabönn" borið nokkurn árangur. En betur má ef duga skal og ég fæ ekki séð hvernig það að skilgreina einka- eignarétt á náttúruauðlindum tryggi betri nýtingu þeirra. Hver segir að útgerðarmaður hljóti að fara betur með fiskikvóta sem hann á heldur en kvóta sem er al- menningur? Kannski vill hann flýta sér að græða sem mest á fisknum til að geta fjárfest í öðrum geirum viðskiptalífsins. Og ekki getum við skilgreint einkaeign á ósonlaginu, eða hvað? Samt er mikilvægt að beita efna- hagshvötum við vistvernd, t.d. með því að leggja háa skatta á efnahagsstarfsemi sem skaddar umhverfið. Meginreglan skal vera sú að sá sem veldur umhverfis- spjöllum verður að borga fyrir þau. En hér eru á ferðinni vanaleg stórtæki blandaðs hagkerfis, ekki alfrjáls markaður. Engu að síður er okkur hollt að minnast þess að áætlunarkerfið mengar miklu meir en vestrænt hagkerfi, Pól- land og Tékkóslóvakía eru meng- uðustu lönd Evrópu. Astæðan er m.a. sú að hagkerfið var svo óskil- virkt að menn þurftu að djöflast hálfu meir á náttúrunni en vest- rænir menn til að fá sama efna- lega ávinning. Skynsöm miðstefna Skynsöm miðstefna á því aug- Ijóslega framtíð fyrir sér. En það er ævinlega erfitt að sigla milli skers og báru. Og höfuðvandi skyn- samra miðjumanna er að blanda rétt og forðast að stunda miðju- moð. Dæmi um slíkt moð er ástandið í íslenskum heilbrigðis- málum þar sem einkalæknar hafa haft stórfé af opinberu heilbrigðis- kerfi þar sem þeim hefur verið selt sjálfdæmi um kostnað við lækn- ingar. En bæði alger þjóðnýting og fullkomin einkavæðing myndu hafa skelfilegar afleiðingar í för með sér. Fyrrnefndi „kosturinn" myndi leiða til endalausra bið- raða í heilbrigðiskerfinu, sá síðar- nefndi til þess að illa statt fólk myndi njóta lítillar eða engrar læknisaðstoðar. Því er okkur nauðugur einn kostur að „blanda betur" í heilbrigðiskerfinu. tokaorö________________________ Frjálslynd jafnaðarstefna er annað orð yfir skynsama miðju- stefnu. Hún er stefna framtíðar- innar því hún er heilbrigð skyn- semi. RADDIR * A konungdœmi rétt á sér í nútímaþjóðfélagi? Margrét Blöndal, 20 ára nemi: „Já, það er alveg sjálfsagt að þjóðir viðhaldi fornum hefðum. Ég vildi þó ekki taka upp konung- dóm enda er eng in hefð fyrir slíku hér á landi. Það er þó sjálfsagt fyrir þær þjóðir sem hafa konung eða drottningu að við halda þeim hefð- um." Magnús Sigurðarson, 23 ára nemi: „Já, alveg hiklaust. Að sjálf- sögðu á það rétt á sér í nútíma- þjóðfélagi. Nútímaþjóðfélag væri ekki nútímaþjóðfélag ef gömlum gildum væri ekki gefinn kostur á að lifa." Hrönn Brynjars dóttir, 15 ára nemi: „Ég veit ekki hvað skal segja. Það er kannski í lagi að hafa kon- ungdæmi þar sem þau eru en það má ekki vera einræði. Það má ekki vera of mikið afturhald eða íhald- semi." Ester Jónsdóttir, 66 ára starfs- maður Alþingís: „Alla vega hjá Bretunum, þeir mega ekki missa sína drottningu. Mér finnst sjálfsagt að þær þjóðir sem hafa konungdæmi, eins og t.d. Norðurlandaþjóðirnar, haldi því og það er sjá Ifsagt að halda í gamlar hefðir." Kornelíus Sigm undsson, for- setaritari: „Ég held að Bretland, Noregur og Japan séu lýsa ndi dæmi um að þar sem konungsveldi hefur verið lengi við lýði og v insælir konungar setið á stóli er konungsveldið vin- sælt af þegnunum. Það sýnir einna best hversu vel konung- dæmi getur átt heima í nútíma þjóðfélagi."

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.