Alþýðublaðið - 26.06.1990, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 26.06.1990, Blaðsíða 3
Þriðjudagur 26. júní 1990 3 FRÉTTIR Í HNOTSKURN FALLEGASTA FRÍMERKIÐ: um 3000 manns tóku þátt í skoðanakönnun um fallegasta frímerkið 1989. Niður- staðan varð sú að fallegasta frímerkið var valið smáörk út- gefin 9. október sl., en myndefni hennar er hluti landa- bréfs Olaus Magnus af Norðurlöndum, útgefið 1539 í Fen- eyjum, — verðgildi merkisins er 130 krónur. í öðru sæti var frímerki þar sem myndefni er fjallið Skeggi við Arnar- fjörð. Þriðja var frímerki með mynd af sólskríkjum. I at- kvæðagreiðslunni komu atkvæði frá 51 landi, meðal ann- ars 538 frá Danmörku, 467 frá V-Þýskalandi, en 332 frá ís- landi. Verðlaun dreifðust því víða um lönd, en innlendir verðlaunahafar voru: Una Sigurðardóttir, Akureyri, Vigfús Ólafur Bjarkason, Akureyri, Agnar J. Levy Hrísakoti og Friðrik Arnason Garði. AUKIÐ NEYTENDASTARF: Neytendur í landinu hafa vaknað hressilega á síðustu árum. Fólk er gagnrýnna en áður var og telja hagsmunum sínum best varið innan sam- taka neytenda. Á þremur árum hefur félögum í Neytenda- samtökunum fjölgað úr 5000 í 17000. Félögum úti á lands- byggðinni fjölgar stöðugt. í síðustu viku voru t.d. stofnuð félög í Grundarfirði, formaður Matthildur Guðmundsdóttir og í Stykkishólmi þar sem formaður er Hrafnhild':v Hall- varðsdóttir. Þá hefur neytendafélagið á Neskaupstað verið endurvakið undir formennsku Elmu Guðmundsdóttur. í gærkvöldi stóð fyrir dyrum stofnfundur félags fyrir íbúa Hellissands og Ólafsvíkur. ST0R SK0LI: Bréfaskólinn er stærri skóli en margir kannski halda. Við þann skóla voru á síðasta ári 924 innrit- aðir nemendur sem var talsverð aukning frá árinu á und- an. Boðið er upp á ótrúlega fjölbreytni i námsgreinum, en vaxandi ásókn er nú í ýmiskonar starfsmenntun. Eigendur Bréfaskólans eru öll stærstu fjöldasamtökin í landinu. Skólastjóri er Guðrún Friðgeirsdóttir. HUGAÐ AÐ REYKJAVÍKURMARAÞONI: víða um borgina má sjá skokkara að æfingum fyrir Reykajvíkur- maraþonið sem fram fer 19. ágúst n.k. Þessi keppni er orð- in stórviðburður, keppendur í fyrra um 1200 talsins, og fer sífellt fjölgandi, bæði innlendum og erlendum. Keppt verð- ur sem fyrr í þremur greinum, skemmtiskokki sem er 7 km, hálfu maraþoni sem er 21 km og maraþonhlaupi sem er rétt liðlega 42 km að lengd. Núna er verið að skrá kepp- endur hjá Urvali-Útsýn, Frjálsiþróttasambandinu í Laugar- dal og í verslunum Sportvals. K0NUR í K0SNINGAHAM: Kvennalistakonur komu saman um helgina í Garðabæ og ræddu slakleg kosninga- úrslit Kvennalistanna. Rætt var um þá skoðun margra að nýjabrumið sé farið af Kvennalistanum og að nauðsynlegt sé að koma sérstöðu listans betur til skila. Á vorþingi Kvennalistans var einhugur um að launamál kvenna væri sá málaflokkur sem áfram þyrfti að leggja áherslu á. í því efni hefðu aðstæður kvenna lítt batnað þrátt fyrir sívax- andi þátttöku kvenna á flestum sviðum þjóðlífsins. „Reikn- að er með framboði Kvennalistans í öllum kjördæmum landsins í næstu alþingiskosningum", segja Kvennalistak- onur, og segja að vorþingið hafi verið fyrsta skrefið í undir- búningi fyrir þær kosningar. 200 ÞÚSUND í BARNABÓKAVERÐ- LAUN: Verðlaunasjóður íslenskra barnabóka efnir í sjötta sinn til samkeppni um handrit að bókum fyrir börn og unglinga. Verða þau verðlaun afhent næsta vor og nema þau 200 þús- und krónum auk höfundar- launa. Frestur til að skila handritum er til 30. nóv- ember 1990. Vaka-Helga- fell gefur verðlaunabókina út, en fyrirtækið er meðal aðila að sjóðnum ásamt fjölskyldu Ármanns Kr. Einarssonar, Barnabókaráðsins og Sumargjafar. Formaður sjóðsstjórn- ar og einskonar „prímus mótor" er Ólafur Ragnarsson for- stjóri Vöku-Helgafells. INNLENDAR FRÉTTIR Fjöldi fólks fagnaði drottningu og hertoganum við Fríkirkjuveg í gær. Drottning gaf sig á tal við unga sem aldna sem allir voru ósmeykir við hana. Drottningin og hertoginn: Alþýðleg stórmenni i íslcmdsheintsókn Elisabet II. Englandsdrottning og Filippus hertogi komu blaðamanni mjög alþýlega fyr- ir s jónir er hann hitti þau i breska sendiráðinu i lokuðu hófi að aflokinni heimsókn þeirra i Árnastofnun. Þar höfðu hátignin fengið að handfjatla hinar dýrmætu eignir okkar Ís- lendinga, handritin, sem loks var samþykkt að skyldu til Íslands árið 1961. Í kjölfar þess sagði drottning eitthvað á þessa leið við blaðamann, sem tjáði henni fyrst að hún skrifaði fyrir blað: hvernig ætli dagblöðin muni lita út er þau ná aldri islensku handrit- anna? Blaðamaður svaraði þá að bragði að þau yrðu sennilega gul. Þá brosti drottning sinu tignarlega brosi og svarði: Já, liklega. Drottning kvaðst mjög íslendinganna. í þessu boði gerði drottning sér far um að tala við fjöl- miðlafólkið og Filippus skemmti sér hið besta enda augljóslega húmoristi og létt- ir örugglega oft andrúmsloft- ið í svona heimsóknum. Andstæður_____________ klæðnaður_____________ þjóðarleiðtoganna Vigdís forseti og Elísabet íklæddust andstæðum nátt- úrulitum. Drottningin var í hágrænni kápu og innundir sást glitta í hvítan kjól með grænum laufum, á höfðinu bar hún barðalítinn hvítan hatt með svarti líningu og grænu blómi í stíl við kápuna. Skórnir voru svartir og há- glansandi og veskið í stíl. Vig- dís, hins vegar, var í skærgulri sumardragt með svartan prinsessuhatt og í svörtum topp. Filippus drottningar- maður var í svargráum jakka- fötum með rautt munstrað bindi. Vigdís fylgdi drottningu og hertoganum eftir framan af degi. Eftir hádegisverðarboð- ið fóru þau í Listasafn íslands og skoðuðu þar verk eftir ís- lenska málara. Elísabet var undir leiðsögn Beru Nordal, forstöðumanns Listasafnsins, og virtist líka myndir okkar listamanna vel. Sérstaklega virtist drottning staldra við gömlu meistaranna, enda hafði sá áhugi hennar komið ánægð með mótfökur áður í ljós er haldin var sýn- ing á íslenkri list í London á dögunum. Skoðun á verkun- um fór nokkuð fram yfir til- ætlaðan tíma. Að heimsókn- inni í Listasafnið lokinni gengu Elísabet og Vigdís í far- arbroddi eftir Fríkirkujuveg- inum þar sem fjöldi manns, ekki síst barna, hafði safnast saman með íslenska og breska fánann til að fagna drottningu og hertoganum. Fólk var prúðbúið og börnin lífguðu upp á bæinn með lit- ríkum klæðnaði sínum. Drottningin gaf sig á tal við fjölda manns, jafnt unga sem aldna sem ýmist skildu eða ekki enska tungu. En allir gerðu sitt besta. Mikið var klappað fyrir drottningu og hertoganum og greinileg há- tíðarstemming ríkti á þessum bjarta mánudegi. Og eins og áður segir héldu drottning og hertogi í Árnastofnun til að skoða merkileg islensk hand- rit undir leiðsögn Jónasar Krisjánssonar forstöðumanns Árnastofnunnar. Fallbyssuskothrið Þegar drottning kom að snekkju sinni var 21 fallbyssu- skoti hleypt af til heiðurs henni. í Brittaníu hélt drottn- ing og hertoginn síðdegisboð fyrir erlenda sendimenn og í gærkvöld hélt forseti íslands kvöldverðaboð á Hótel Sögu. í dag mun drottning heim- sækja hrossabúið að Dal, þar Elisabet II. undir leiösögn Jónasar Kristjánssonar, forstöðu- manns Árnastofnunar, að skoða handritin. Hinn þekkti sjón- varpsmaður, Magnús Magnússon, sem drottning nýverið heiðr- aði, sést í bakgrunni. Elísabet Englandsdrottning sté fyrst út úr konunglegu þotunni á Reykjavíkurflugvelli. Óhætt er að segja að veðrið hafi verið mjög höfðinglegt í gær. sem ekki er talið ólíklegt að hún skelli sér á bak, og síðan liggur leiðin til Nesjavalla. Um hádegi halda drottning og hertoginn til Þingvalla þar sem þau skoða sig um og snæða hádegisverð í boði for- setisráðherra í Þingvallabæ. Að því loknu verður Þing- vallakirkja skoðuð. Gróður- setning trjáa verður við Kára- staði. Klukkan 16.00 verður móttaka borgarstjórahjón- anna við Höfða og um kvöld- ið heldur drottning kvöld- verðarboð um borð í Brittan- íu.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.