Alþýðublaðið - 26.06.1990, Blaðsíða 8

Alþýðublaðið - 26.06.1990, Blaðsíða 8
Þriðjudagur 26. júní 1990 RITSTJÓRN a 681866 - 83320 FAX 82019 • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • TEHRAN I Hræddir íbúar þustu út á götur þegar nýir jarö- skjálftar skóku Iranska grund í gær minnugir jarðskjálft- anna sem gengu yfir síöasta fimmtudag. Tala látinna vex dag frá degi og er nú gert ráð fyrir að fleiri en 50 þúsund manns hafi farist. Hjálpargögn streyma víðsvegar að og hafa írönsk yfirvöld sem í fyrstu hikuðu við að þiggja utan- aðkomandi aðstoð, nú þegið hana efir að í Ijós kom hversu gífurlegar hamfarirnar voru. Þó eru skiptar skoðanir með- al Irana hvort þetta hafi verið rétt ákvörðun. BELGRAD: Leiðtogar Júgoslavneska lýðveldisins Sló- vakíu tilkynntu í gær að hafist verði handa við að semja nýja stjórnarskrá sem muni leiða til sjálfstæðis lýðveldis- ins. MOSKVA ! Skoðanakönnun sem gerð var í síðustu viku stuttu áður en flokksþing sovéska kommúnistafiokksins var haldið, sýnir að völd flokksins hafa minnkað verulega, að sögn Prövdu málgagns flokksins. Aðeins um 18% að- spurðra töldu flokkinn vera helsta afl í sovéskum stjórn- málum en rúmlega 53% töldu svo ekki vefa. WASHINGTON: George Bush, forseti Bandaríkj- anna, tók á móti Nelson Mandel, leiðtoga Afríska Þjóðarráðsins, í Hvíta Hús- inu í gær. A fundi leiðtog- anna hvatti Bush Mandela til að hafna beitingu ofbeld- is til að vinna málstað blökkumanna framgang. BONN : Hans-Jochen Vogel, leiðtogi vestur-þýskra jafnað- armanna mun leiða sameinaðan flokk vestur- og aust- ur-þýskra jafnaðarmanna er haft eftir heimildum innan vestur-þýska jafnaðarmannaflokksins. VARSJA: Pólski forsætisráðherrann, Tadeusz Mazo- wiecki, hefur óskað eftir því að þýsku ríkin tvö komi sér saman um breitt samkomulag við Pólverja áður en af sam- einingu þýsku ríkjanna verður. ISLAMABAD: Pakistanir hafa lagt til við Indverja að málefni hins umdeilda Kashmirs héraðs verði rædd á fund- um í Islamabad aðra vikuna í júli, að sögn utanríkisráðu- neytis Pakistana. K0LUMB0 Sjö skæruliðar Tamíla féllu og fimm örygg- isverðir særðust í átökum í austurhluta Sri Lanka í gær. Stjórnvöld höfðu áður lýst því yfir að herinn væri við stjórn í þessum héruðum. PRAG: Miroslav Stepan, fyrrum leiðtogi kommúnista- flokks Tékkóslóvakíu kom fyrir rétt í gær. Hann er sakaður um að hafa bælt niður með harðri hendi mótmæli stjórnar- andstæðinga. SEOUL: Suður-Kóreumenn og Bandaríkin hafa skrifað undir samning þar sem Kóreumenn fallast á að taka að sér að greiða allan kostnað sem hlýst af því að flytja aðalstöðv- ar Bandaríska hersins út úr Seoul. miðborg höfuðborgarinnar JERÚSALEM: Talsmenn austur- og vestur-þýsku þinganna komu í gær til sögufrægs fundar í ísrael, en ísraelskur kollegi þeirra, einn þeirra sem liföu af hel- för nasista, neitaði að taka á móti þeim. WASHINGTON: Hæstiréttur Bandaríkjanna hefur úr- skurðað að einstök fylki geti krafist skýrra og óyggjandi sannana áður en þau heimila að fallið verði frá að beita að- gerðum til að lengja líf þeirra sem eru dauðvona. Þessa úr- skurðar hefur verið beðið með mikilli eftirvæntingu þar sem hann mun hafa fordæmisgildi þegar fram líða stundir. BRUSSEL: Margareta prinsessa dóttir Michaels fyrrum Rúmaníukóngs hefur lýst því yfir að hún styðji þá ákvörð- un Vesturlanda að stöðva aðstoð við landið og ásakar stjórn Ion Iliescu, forseta landsins um að fótum troða mannréttindi. ERLENDAR FRÉTTIR Umsjón: Laufey E. Löve Kína: Kinverskur flótta- maður til Bretlands (LONDON, Reuter) Kín- versk stjórnvöld hafa heimilað flóttamanninum Fang Lizhi að flytjast ásamt konu sinni til Bret- lands. Lizhi sem er stjarn- eðlisfræðingur að mennt kemur til Bretiands í boði Konunglega vísindafélags- ins, þar sem hann hefur í hyggju að setjast að, að sögn talsmanns Margarét- ar Thatcher, forsætisráð- herra Breta. Lizhi leitaði skjóls í sendi- ráði Bandaríkjamanna í júní á síðasta ári eftir að kínverski herinn réðst gegn stúdentum á torgi hins Himneska friðar. Lizhi og kona hans hafa hald- ið til í sendiráðinu þar til þau héldu frá Peking í gær á leið til Bretlands. Opinber skýr- ing kínverskra yfirvalda á ferðum Lizhi og konu hans er að þau hafið fengið leyfi til að leita sér læknishjálpar á Vest- urlöndum eftir að þau sýndu merki iðrunar. Talið er að ákvörðun kínverskra yfir- valda nú megi rekja til þess að í næsta mánuði hefst fund- ur leiðtoga sjö helstu iðnríkja heims í Houston í Texas þar sem meðal annars verður rætt hvort fella beri niður efnahagsþvinganir gegn kin- verskum stjórnvöldum. ,,Það er von okkar að Lizhi finni sér hið fyrsta starf þar sem hæfileikar hans sem vís- indamanns nýtast sem skyldi," var haft eftir tals- manni breska forsætisráð- herrans í gær. Bresk yfirvöld hafa fagnað komu Lizhi til Bretlands og boðið þau hjón velkomin. Sovéskir gyðingar ekki fluttir á hernumdu svæðin (JERÚSALEM, Reuter) Stjórnvöld í ísrael hafa lýst því yfir að þau muni ekki heimila sovéskum gyðing- um að setjast að á her- teknu svæðunum í Israel. Ariel Sharon, húsnæðis- málaráðherra, sem til þessa hefur verið einn helsti talsmaður þess að gyðingar setjist að á her- teknu svæðunum kveður ísraelsk stjórnvöld ekki vilja hætta á að Sovétmenn taki fyrir heimild sovéskra gyðinga til að flytjast úr landi vegna þessa. Mikhail Gorbatsjov, forseti Sovétríkjanna, lýsti því ný- lega yfir að til greina komi að endurskoða heimildir so- veskra gyðinga til að flytjast til ísraels vegna hættu á óeirðum á herteknu svæðun- um. Leiðtogar arabaríkjanna hafa að undanförnu lagt hart að yfirvöldum í Moskvu að stöðva aðflutning gyðinga til Ísraelsríkis vegna þeirrar hættu sem talin er skapast setjist þeir að á hernumdu svæðunum. Yfirvöld í ísrael búast við að allt að 250 þúsund sovésk- ir gyðingar flytjist til ísrael á þessu ári. Opinberar tölur kveða 43 þúsund gyðinga þegar hafa flust til landsins á fyrstu fimm mánuðum ársins. Aðeins nokkur hundruð þeirra hafa þó sest að á her- teknu svæðunum. Til átaka kom milli lögreglu og gyðinga í gær þegar lög- reglan beitti táragasi til að dreifa um 200 manna hópi gyðinga sem hentu grjóti að bifreiðum araba i austur hluta Jerúsalemborgar. Lögregla hefur eflt gæslu á þessu svæði til muna eftir miklar óeirðir sem þar geisuðu í síð- ustu viku en í átökunum féllu tveir palestínumenn fyrir skotum ísraelsku lögreglunn- ar. Overðskuld- aður sigur (RÓM, Reuter) Argentínu- menn unnu Brasilíu með 1 marki gegn engu í leik lið- anna í 16 liða úrslitum á heimsmeistaramótinu í knattspyrnu sem nú fer fram á Italíu. Sigur Argent- ínumanna, núverandi heimsmeistara, kom mörgum á óvart en lið Arg- entínu hafði aðeins naum- lega tekist að komast áfram í 16 liða úrslit. Brasilíumenn yfirspiluðu Argentínumenn lengst af en það voru Argentínumenn sem skoruðu eina mark leiks- ins þegar 80 mínútur voru liðnar af leiknum. Það var knattspyrnusnillingurinn Di- ego Maradona, sem lagði upp markið sem framherjinn snjalli Claudio Caniggia skor- aði. Með þessu marki hafa Arg- entínumenn tryggt sér sæti í átta liða úrslitum en Brasilíu- menn eru hins vegar dottnir úr keppninni og verða því að halda heim. Eftir leikinn var haft eftir Maradona: „Brasilíumenn áttu ekki skilið að tapa leikn- um.“ Þeir höfðu yfirhöndina svo til allan leikinn þannig að Argentína getur hrósað happi að fór sem fór. TOFRABROGÐ MARADONA Mark Argentínu á 80. mínútu REUTER MARADONA CANIGGIA CANIGGIA MARADONA CANIGGIA TAFFAREL Urslit: ARGENTINA: 1 BRASILIA 0

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.