Alþýðublaðið - 26.06.1990, Blaðsíða 7
Þriðjudagur 26. júní 1990
7
NÆSTAFTASTA SÍDAN
DAGFINNUR
Vatnshræddir embættismenn
Það er helst tíðinda um helgina
að forsætisráðherrann hélt hátið-
arræðu á Toyota-hátíð að Varma-
landi og gleðimenn reyndu að
henda lögreglun ni í höfnina í Vest-
mannaeyjum.
Síðari fréttin er mun merkari en
sú fyrri, því að það gerist á hverj-
um degi að ráðherrarnir, sér í lagi
forsætisráðherrann, haldi hátíðar-
ræðu við ótrúlegustu tilefni. Hins
vegar gerist það ekki á hverjum
degi að vörðum laganna sé hent í
höfnina.
Nú tókst gleðimönnunum í Eyj-
um að vísu ekki að henda lögregl-
unni í sjóinn, vegna þess að lög-
reglumaðurinn hélt fast í spegla
lögreglubifreiðarinnar. Þá gerðu
l gleðimennirnir sér lítið fyrir og
hentu bíliyklum framkvæmda-
valdsins í sjóinn.
Áður voru skemmtikraftarnir
búnir að fleygja einhverju mann-
kerti í höfnina e n sá hafði komist
sjálfur á þurrt.
Lögreglumanninum sem hékk í
speglunum, tókst síðan að keyra
upp á lögreglustöð, kalla á aðstoð,
handsama gleðskapinn og loka
inni.
Svona dæmigert Happy End á
lögreglukvikmynd.
Mér datt í hug sem vönduðum
rannsóknarblaðamanni, hvort
þetta væri ekki sn iðug lausn; að al-
menningur taki ti 1 sinna ráða þeg-
ar yfirvöldin þóknast þeim ekki
lengur — og hendi þeim í sjóinn.
Tii dæmis gætu BHMR-menn
tekið fjármálara'ðherra og fleygt
honum í sjóinn.
Það mætti hen da formanni Sjálf-
stæðisflokksins í Ölfusá fyrir að
safna skeggi.
Davíð borgars tjóra ætti að kasta
í Tjörnina fyrir a ð byggja ráðhúsið.
Skattstjóra mætti henda í höfn-
ina fyrir að herða innheimtuað-
gerðir.
Lögfræðingum landsins ætti að
kasta í Norðfjarðará sem krókó-
dílafæðu fyrir að beita svívirðileg-
um innheimtuaðgerðum.
Karlrembusvín gætu kastað öll-
um Kvennalistanu m í Drekkingar-
hyl.
Kvenrembur gætu kastað öllum
karlrembum í Svínavatn.
Og svo framvegis.
Eða eins og máltækið segir: Eng-
inn verður verri af volki. En það
verður að fylgja að hinir opin-
beru þjónar séu ekki jafn vatns-
hræddir og embættismennirnir í
Eyjum og ríghaldi sér ekki í spegl-
ana.
Vestur-Þjóðverja r slógu þá út úr
HM á Ítalíu.
Sparkfræðingar segja það vendi-
punktinn í leiknum þegar hinn hol-
lenski Rijkard og þýski Voeller voru
reknir útaf í fyrri h álfleiknum. Þetta
virtist koma Hollendingum ver en
Þýskurunum enda virtist sem allur
vindur væri úr lei k Hollendinganna
í seinni hálfleiknu m. Það hefur vak-
ið furðu margra hve hollensku
stórstirnin Gullit o g Van Basten hafa
staðið sig illa í keppninni en Hol-
lendingar bundu miklar vonir við
þessa leikmenn. Gullit hefur það
reyndar sér til afsö kunar að hann er
að ná sér eftir mei ðsli og það lítur út
fyrir að hann hafi ekki náð fyrri
krafti og snerpu. Van Basten virðist
aftur á móti áhugalaus og slappur.
Hann hefur ekki skapað nein hættu-
leg færi við mark andstæðinganna
og engum kom til hugar að þessi
hollenska markamaskína ætti ekki
eftir að skora mark í keppninni.
,,Þegar leikmenn spila rúmlega 70
leiki á ári, þá getu r þú ekki ætlast til
þess að þeir sýni a lltaf snilldartakta.
Það er hrein óhep pni að sumir leik-
menn hafa ekki sýnt sínar bestu
hliðar", sagði Beenhakker þjálfari
Hollendinga fyrir leikinn gegn Þjóð-
verjunum.
Beenhakker hyggst snúa sér aftur
að þjálfun stórliðs ins Ajax og telur
þennan slaka árangur landsliðsins
ekki hafa nein áhr if á það góða orð
sem af honum fer sem þjálfara. „Ég
sé ekki eftir að ha fa tekið þetta starf
að mér. Þú stefnir alltaf að sigri en
það er alltaf sá möguleiki fyrir
hendi að þú tapir, þannig er lífið".
Arftaki Beenhak kers þarf að end-
urbyggja liðið fyrir heimsmeistara-
keppnina 1994 en þá verða leik-
menn eins og Gul lit, Rijkard og Van
Basten trúlega farnir að leggja
skóna á hilluna. Hollendingar eiga
ýmsa unga og efnilega leikmenn
eins og þá Richard Witsche og Bry-
an Roy sem trúleg a verða lykilmenn
í hollenska landsliðinu þegar fram
líða stundir. Á Hol landi eru uppi há-
værar raddir sem krefjast þess að
knattspyrnuhetjan Johan Cruyff
taki við þjálfun lan dsliðsins en hann
þjálfar nú í Barcel ona. En hvort það
verður veit nú enginn, vandi er um
slíkt að spá.
Ruud Gullit hefur alls ekki náö aö
sýna sínar bestu h liðar
Hollendingar
svekktir og sárir
Evrópumeista rar Hollendinga
eru að vonum svekktir eftir að
Deng Xiaoping
fylgist grannt
með HM
Hinn aldni leiðtogi kínverska
kommúnistaf lok ksins fylgist
grannt með gan gi mála á heims-
meistarakeppnin ni á Ítalíu.
Hann verður 86 ára í næsta mán-
uði en lætur hvor ki árin né málefni
ríkisins halda sér f rá sjónvarpsskján-
um og horfir á leikina í beinni út-
sendingu þrátt fyrir að óheppileg
hnattstaða valdi því að þá er mið
nótt í Kína. Haft er eftir Deng Pu-
fang, syni hans, að þeir feðgar horfi
á leikina um miðja r nætur en taki þá
jafnframt upp á myndband og horfi
aftur á valda kafla og ræði leikað-
ferðir liðanna.
Þrátt fyrir að Kínverjar hafi ekki
náð að senda lið í keppnina sjálfa er
mikill áhugi fyrir henni þar í landi.
Þó tímasetningin s é óheppileg horfa
þeir mikið á beinu útsendingarnar í
sjónvarpi og eru þvi miður upplagð-
ir til vinnu á daginn. Á mörgum
skrifstofum og ver ksmiðjum er farið
að taka afsökunina: ,,Ég var að
horfa á HM,“ góða og gilda þegar
menn koma ósofnir og óupplagðir
til vinnu.
Allir helstu
rokkarar Breta i
Knebworth
Næstkomandi laugardag
verða rokktónleikar í Knebw-
orth-lystigarðinu m á Englandi.
Þetta verður viðburður sem eng-
inn sannur rokkunnandi vill missa
af þvi þarna verða öll helstu rokkst-
irni Stóra-Bretlan ds. Þarna spila
þeir Paul McCartn ey, Phil Collins og
Genesis, Eric Clapton, Elton John,
Mark Knopfler, Status Quo, Pink
Floyd, Tears for Fe ars, Cliff Richards
og The Shadows svo einhver nöfn
séu nefnd.
Því miður verð ég að hryggja þá
íslensku rokkunne ndur sem nú þeg-
ar eru farnir að huga að ferð til
Knebworth með því að nú þegar er
allt uppselt.
Fffttt
með kaffínu
Maðurinn við betlarann: — Ég
á ekkert handa þér í dag.
Komdu aftur á morgun.
Betlarinn; — Ég er ekki hrifinn
af því. Ég hef tapað miklu af
peningum á slíkri lánastarf-
semi!
Þeir Eric Clapton, Phil Collins og Pau I McCartney ætla allir að troöa upp í Knebworth
Sumir félagnna í Samstöðu segja
Lech Walesa oröin n valdagráöugan
Walesa að
einangrast trá
öðrum leiðtogum
Samstöðu
Valdabarátta m illi Lech Walesa
og fyrrum samstarfsmanna
hans í Samstððu hefur valdið
fyrsta eiginlega klofningnum í
hreyfingunni.
63 valdamiklir menn i Samstöðu
hafa sagt skilið við Borgarráð en
það stóð að baki uppreisn verka-
lýðsforystunnar se m leiddi til valda-
töku hennar. Walesa hefur verið
harðlega gagnrýn dur af fyrri félög-
um sínum fyrir valdagræðgi en þá
fyrst þótti þeim tak a steininn úr þeg-
ar hann ákvað að bjóða sig fram til
forsetaembættis. Walesa segir
ástæðuna fyrir framboði sínu vera
þá að hann vilji tr yggja fjölbreytni í
pólskum stjórnmá lum auk þess sem
hann vill hraða e nduruppbyggingu
efnahagslífsins. ,,Ég er hræddur um
að byltingin okkar verði að engu og
að utanaðkoman di menn muni
koma til með að ey ðileggja hana. Af
þeim sökum er ég tilbúinn að eiga í
stríði við vini rnína", sagði Walesa til
varnar framboði sínu. Stuðnings-
menn hans vilja velta Jaruzelski
hershöfðingja úr s essi og kjósa sem
fyrst til þings en nú sitja kommúnist-
ar í um tveimur þr iðju þingsætanna.
IDAGSKRAINl
Sjónvarpið
14.45 Heimsmei staramótið i knatt-
spyrnu 16.45 Syrpan 17.15 Fyrir
austan tungl 17.45 Yngismær 18.20
Heim í hreiðrið 18.40 Táknmálsfréttir
18.45 HM í knattspyrnu 20.50 Fréttir
og veður 21.20 Sælureiturinn 22.15
Holskefla 23.05 N ýjasta tækni og vís-
indi 23.30 Útvarp sfréttir og dag-
skrárlok.
Stöð 2
16.45 Nágrannar 1 7.30 Krakkasport
17.45 Einherjinn 18.05 Mímisbrunn-
ur 18.35 Eðaltónar 19.19 19.19 20.30
Neyðarlínan 21.20 Ungir eldhugar
22.10 Brotthvarf úr Eden. Lokaþáttur
00.35 Dagskrárlok.
Rós 1
06.45 Veðurfregnir. Bæn 07.00 Fréttir
07.03 í morgunsárið 09.00 Fréttir
09.03 Litli barnatím inn: Kátir krakkar
eftir Þóri S. Guðbergsson 09.20
Morgunleikfimi 09.30 Landpóstur-
inn 10.00 Fréttir 10.03 Þjónustu- og
neytendahornið 10.10 Veðurfregnir
10.30 Ég man þá tið 11.00 Fréttir
11.03 Samhljómur 11.53 Á dagskrá
12.00 Fréttayfirlit 12.01 Daglegt mál
12.20 Hádegisfréttir 12.45 Veður-
fregnir 13.00 í dagsins önn 13.30
Miðdegissagan: Vatn á myllu Kölska
eftir Ólaf Hauk Símonarson 14.00
Fréttir 14.03 Setning prestastefnu
1990 15.00 Fréttir 15.03 Basil fursti
16.00 Fréttir 16.03 Að utan 16.10
Dagbókin 16.15 Veðurfregnir 16.20
Barnaútvarpið 17.00 Fréttir 17.03
Tónlist á síðdegi 18.00 Fréttir 18.03
Sumaraftann 18.30 Tónlist 18.45
Veðurfregnir. Auglýsingar. Dánar-
fregnir 19.00 Kvöldfréttir 19.30 Aug-
lýsingar 19.32 Kviksjá 20.00 Fágæti
20.15 Tónskáldatími 21.00 Innlit
21.30 Sumarsagan: Manntafl eftir
Stefan Zweig 22.00 Fréttir 22.07 Að
utan 22.15 Veðurfregnir. Orð kvölds-
ins 22.30 Leikrit viku nnar: „Síðan hef
ég verið hérna hjá ykkur" eftir Nínu
Björk Árnadóttir 23.15 Djassþáttur
24.00 Fréttir 00.10 Samhljómur 01.00
Veðurfregnir 01.10 Næturútvarp.
Rós 2
07.03 Morgunútvarpið 08.00 Morg-
unfréttir 09.03 Morgunsyrpa 11.03
Sólarsumar 12.00 F réttayfirlit 12.20
Hádegisfréttir 14.03 HM-hornið
14.10 Brot úr degi 16.03 Dagskrá
18.03 Þjóðarsálin 19.00 Kvöldfréttir
19.32 Zikk Zakk 20.30 Gullskífan
21.00 Nú er lag 22.07 Landið og mið-
in 23.10 Fyrirmynda rfólk 00.101 hátt-
inn 01.00 Næturútvarp.
Bylgjan
07.00 Hallur Magnússon og Kristín
Jónsdóttir 09.00 Fréttir 09.10 Ólafur
Már Björnsson 11.00 í mat með Palla
13.00 Valdís G unnarsdóttir 15.00
Ágúst Héðinsson 17.00 Síðdegis-
fréttir 17.15 Reyk javík síðdegis 18.30
Ólafur Már Björn sson 22.00 Haraldur
Gíslason 02.00 Freymóður T. Sig-
urðsson.
Stjarnan
07.00 Dýragarðu rinn 09.00 Á bakinu
i dýragarðinum 1 0.00 Bjarni Haukur
Þórsson 12.00 Hörður Arnarsson og
áhöfn hans 15.00 Snorri Sturluson
18.00 Kristófer H elgason 20.00 Lista-
poppið 22.00 Darri Ólason 01.00
Næturvakt. Björn Sigurðsson.
Aðalstöðin
07.00 Á nýjum degi 10.00 Kominn
tími til 13.00 Með bros á vör 16.00 í
dag í kvöld 19.00 Við kvöldverðar-
borðið 20.00 Á yfirborðinu 24.00
Næturtónar.