Alþýðublaðið - 03.01.1991, Blaðsíða 8

Alþýðublaðið - 03.01.1991, Blaðsíða 8
Iiftryg^ngar lll ALÞJÓOA IÍFTRYGGINGARFEIAGIÐ HF. LÁCMGU S-RFYKJAVtK 681644 flI'V IIU Blfll 11) • ••• •••• • •••••••••• •••• • •• •■•• •• •••• •••• • • • •••• •••• • •• •••• •• • ••••• ••■ • •••■• • ÍRAKAR SEGJAST HAFA SMÍÐAÐ NÝJA RAT- / / SJARFLUGVEL írakar segjast hafa smíðað nýja ratsjár- flugvél til að hafa uppi á óvinaþotum. Sjónvarpið í Bagdad las tilkynningu frá iðnaðar- og hergagnaiðnaðarráðherra íraks, Hussein Kamel Hassan, til Saddams Husseins forseta þess efnis að ratsjárbúnaðurinn hefði verið prófaður með góðum árangri 15. desember sl. I tilkynningunni sagði að ratsjárflugvélin væri enn þró- aðri en sú sem írakar hafi smíðar árið 1989. Sjónvarpið sýndi vélina í flugtaki og við lendingu. Það var í júlí árið 1989 aðyfirvöld í Bagdad tilkynntu að þeir hefðu breytt sovéskri Iljúshín-flugvél í ratsjárflugvél sem gæti fylgst með lágfleygum óvinaþotum. MONGÓLSKIR ÚLFAR FRÁ UNGVERJALANDI: Ungverjar hafa beðið erlenda dýragarða að taka að sér sjaldgæfa mongólska úlfa sem var smyglað inn í landið af pelsakaupmönnum. Úlfarnir 98 sem fundust á síðasta ári við rannsókn á pelsafyrirtæki í einkaeign. Starfsmaður ungverska umhverfisráðuneytisins segir að ungverskir dýragarðar geti tekið á móti 25 úlfum og Brig- itte Bardot-stofnunin hafði boðið aðstoð sína. Engu að síð- ur séu flestir úlfanna enn heimilislausir og þótt heppilegast væri að senda þá aftur til heimkynna sinna væri það engin lausn, Mongólar líti á þessi dýr sem verstu varga og myndu eflaust drepa þau strax við komuna á flugvöllinn í Ulan Bator. Kólumbiskur lögreglumaður að brenna kókaín. 20 LÖGREGLUMENN DREPNIR í KÓLUMBÍU: Tuttugu lögreglumenn voru drepnir af kólumbískum skæruliðum í tveimur aðskildum árásum um áramótin og í gær. í gærmorgun voru fimmtán fíkniefnalögreglumenn drepnir í umsátri á norðurströnd Kólumbíu er þeir voru á leið yfir brú. Fimm aðrir lögregluþjónar voru drepnir af skærliðasam- tökunum á nýársdag 500 km vestur af höfuðborginni Bog- ota. Lögreglumennirnir voru að leita að skæruliðum sem sprengt höfðu upp ólíuleiðslu á svæðinu. BENSÍNSALA STÖÐVUÐ í BÚLGARÍU: Búlgarar stöðvuðu sölu á bensíni til einkaaðila í gær í tvær vikur og ríkisútvarpið sagði að landið gæti orðið olíulaust strax um næstu helgi. Segir að ríkisolíufélagið muni aðeins veita bensín til sjúkrabifreiða, almenningsvagna og sendiferða- bíla. Búlgarar telja sig þurfa að minnsta kosti 500—550 þúsund tonn af olíu frá Sovétríkjunum til að fullnægja lág- marksþörfum. Ríkisstjórnin kom saman í gær og stakk upp á að kaupa oiíu frá Sovétríkjunum fyrir vörur frekar en gjaldeyri. BLÖKKUKONA B0RGARSTJÓRI í WASHING- TON: Sharon Pratt Dixon var sett í embætti borgarstjóra í höfuðborg Bandaríkjanna, Washington, í gær. Hún er fyrsta blökkukonan sem sest í embætti borgarstjóra í stór- borg í Bandaríkjunum. Hún tekur við af Marion Barry sem á yfir höfði sér fang- eisisvist fyrir kókaínneyslu. Dixon sem er 46 ára og fráskilin, sór embættiseið sinn í gær fyrir framan ráðhúsið sem er í sjónmáli við Hvíta hús- ið. Hún er kosin til fjögurra ára og hefur 90 þúsund dollar í laun á ári. Sharon Dixon er úr röðum demókrata og vann mótfram- bjóðenda sinn, repúblikanann og lögreglustjórann fyrrver- andi, Maurice Turner, með yfirburðum. Dixon hafði ekki boðið sig fram í opinbert embætti áður. ERLENDAR FRÉTTiR Bush og Gorbatsjou i áramótasímtali: Nýja árið mjöa þýðingarmikio George Bush Mlchael Gorbatsjov Georg Bush, forseli Bandaríkjanna, og Gorbat- sjov, leiðtogi Sovétríkj- anna, voru sammála um að nú væri að hefjast mjög þýðingarmikið ár þegar þeir ræddust við í síma um áramótin. Sovéska fréttastofan Tass segir þá tvímenninga hafa verið á einu máli um að þetta ætti jafnt við um stöðu mála heima fyrir og á alþjóðavett- vangi. Bush og Gorbatsjov ít- rekuðu afstöðu sína til Persa- flóadeilunnar og annarra vandamála á vettvangi al- þjóðamála og voru sammála um að aukið samstarf risa- veldanna frjálpaði til að ieysa pólitísk vandamál. Gorbatsjov og Bush ráð- gera að hittast í Moskvu í næsta mánuði þar sem gagn- kvæm afvopnun verður efst á baugi. Sovéska sjónvarpið flutti kveðjur leiðtoganna sem þeir fluttu þjóðum hvor annars en þar ítrekuðu þeir aukna samvinnu risaveld- anna. Að sögn Tass sagði Bush í símtalinu að hann skildi þá erfiðleika sem nú steðjuðu að Sovétríkjunum og óskaði Gorbatsjov velfarnaðar við framkvæmd þeirra breytinga sem nú eiga sér stað í Sovét- ríkjunum. Inni- króaður Sóma- líu- forseti biður um vopna- hlé Forseti Sómaiíu fór fram á vopnahlé í gær sem tæki samstundis gildi en þá höfðu uppreisnarherir umkringt hann og menn hans. Said Barre hefur ver- ið forseti í Sómalíu í 21 ár. Barre sem er um sjötugt núna varð forseti í kjölfar valdaráns árið 1969. Beiðni Barres um vopnahlé kom nokkrum tímum eftir að fyr- irhugað hafði verið að vopna- hlé hæfist. Uppreisnarmenn höfðu lýst því yfir í fyrradag að þeir réðu mestum hluta höfuðborgarinnar, Mogadis- hu, og hefðu króað forsetann af í neðanjarðarbyrgi. Beiðni Barres um vopnahlé kom eftir að Evrópuþjóðir höfðu farið fram á bardagar yrðu stöðvaðir í 10 tíma til að tóm gæfist til viðræðna og að hægt yrði að flytja útlend- inga á brott. Dreifðar hersveitir Pjóðar- hreyfingar Sómalíu. (Allar DJIBOUTI helstu borgir í höndum rikisstjórnarinnar) Berbera Hargeysa • UPPREISNARHERINN I SOMALIU EÞIOPIA SOMALIA Allt að 8,000 upp- reisnarmenn úr Þjóðar- hreyfingunni undir stjórn Omars Cheiss ráðast inn og nálgast höfuðborgina KENYA ' Mogadishu REUTEH naðs Sómalíu- s hefja innrás í október.700 uppreisnar- menn í höfuðborginni og úsundir til viðbótar á ströndinni Dreifðar hersveitir Þjóðarhreyfingar Sómalíu km 200

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.