Alþýðublaðið - 12.01.1991, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 12.01.1991, Blaðsíða 3
Laugardagur 12. janúar 1991 INNLENDAR FRÉTTIR 3 FRÉTTIR Í HNOTSKURN BLIKUR A LOFTI i Flugfélög víða um heim eiga um sárt að binda þessa stundina, segir í fréttatilkynningu sem blaðinu hefur borist frá ICAO, alþjóðlegum samtökum sem sinna málefnum almennrar flugumferðar. Dálítil aukning varð á umferð á síðasta ári, 5—6%, en sætaframboð hefur aukist að sama skapi. Hleðslunýting flugfélaga hefur því haldist óbreytt, eða um 68%. Flugféiög víða um heim sýna stórfellt tap og má fullyrða að blikur eru á lofti í heimi flugsins um þessar mundir. Flugleiðamenn bera sig engu að síður vel, eins og fram hefur komið hér í blaðinu. ÁHYGGJUR VEGNA LITHÁENS: Utanríkis- ráðherra, Jón Baldvin Hannibalsson, kvaddi sovéska sendiherrann, Ig- or N. Krasavín, á sinn fund í fyrradag. Lýsti ráð- herrann fyrir hönd íslensku ríkisstjórnarinnar áhyggj- um vegna þróunar mála í Litháen undanfarið. Lagði hann áherslu á að hervaldi yrði ekki beitt í deilum stjórnvalda í Sovétríkjun- um og Eystrasaltsríkjum, en friðsamleg lausn yrði fengin með samningaviðræðum. Lýsti utanríkisráðherra því viðhorfi ríkisstjórnarinnar að hverskonar beiting hervalds í deilunum við Eystrasaitsrík- in kynni að hafa alvarlegar afleiðingar fyrir hin vinsam- legu samskipti Sovétríkjanna og vestrænna ríkja. TRYGGJA HEILSU FÓLKS: Reykvísk endurtrygg- ing hf. hefur tilkynnt um nýjung á tryggingamarkaði — sérstaka heilsutryggingu, sem gerir mönnum kleift að njóta traustrar fjárhagsafkomu fram á efri ár þrátt fyrir al- varlegan heilsubrest. Bætur eru að fullu verðtryggðar og greiðast allt til 65 ára aldurs. Bótatíminn er mun lengri en tíðkast með hefðbundnar slysa- og sjúkratryggingar, sem greiða dagpeninga í 1—3 ár. Sem dæmi má nefna heilsu- tryggingu jsrítugs einstaklings í stjórnunar- eða sérfræði- starfi. Hún gæti t.d. tryggt honum 100 þús. króna bætur til 60 ára aldurs — iðgjaldið yrði 2420 krónur á mánuði, jafn- vel minna. 170 HAFNFIRSKIR ÍSLANDSMEISTARAR: Bæjar- stjórn Hafnarfjarðar og íþróttaráð ætla í dag að lýsa kjöri íþróttamanns Hafnarfjarðar auk þess sem 170 Islandse- meistarar árið 1990 fá afhenta viðurkenningu bæjarins. Þetta verður að sjálfsögðu gert með „stæl“, lúðrasveit leik- ur, Nýi dansskólinn sýnir dans og á staðnum verða veiting- ar. Athöfnin fer fram í íþróttahúsinu við Strandgötu og hefst kl. 13. RÚSSAR BORGA LAGMETISSKULD: utanrikis- ráðuneytið hefur unnið sleitulaust að því ásamt sendiráð- inu í Moskvu og útflytjendum að finna lausn á greiðslu- drætti fyrir vörur sem fluttar hafa verið út til Sovétríkj- anna. Staðfest hefur verið að búið er að greiða skuld vegna lagmetis og er þess nú vænst að greiðsla skuldar vegna ull- arvara berist senn. Ákveðið hefur verið að framhald samn- ingaviðræðna um nýja viðskiptabókun fari fram í Moskvu á mánudaginn kemur. LEIKSÝNING Á TÁKNMÁLI: í kvöld verður sýning á leikritinu Næturgalinn hjá Þjóðleikhúsinu á Litla sviðinu. Verður þá í annað sinn leikið með heyrnarlausa í huga sér- staklega. Túlkað verður á táknmáli og er ekki vitað til að leikrit hafi fyrr verið túlkuð þannig hér á landi. Þetta var reynt fyrir nokkru fyrir nemendur Heyrnleysingjaskólans og nutu nemendur sýningarinnar mjög vel. í næstu viku flýgur Næturgalinn til Austfjarða og verður þá leikið fyrir nemendur 20 skóla þar. INNANHÚSSKNATTSPYRNA: íslandsmótin í innan- hússknattspyrnu meistaraflokka standa nú yfir í Laugar- dalshöll. I allan dag stendur keppnin og úrslit fást í kvöld. Leikir þykja sérlega spennandi í innanhússknattspyrnu og úrslit stundum óvænt. BLEIKJAN EFTIRSOTT: Sælkeramarkaðir, þ.e. dýrir matsölustaðir og sælkeraverslanir, víða um lönd, virðast taka bleikjunni frá íslandi tveim höndum. Stærstu markað- irnir eru Bandaríkin, Frakkland, Austurríki og Sviss, segir í fréttatilkynningu frá Upplýsingaþjónustu landbúnaðar- ins. Sérstakt Fagráð bleikjuframleiðenda var stofnað í síð- ustu viku. Innan þess geta allir hagsmunaaðilar starfað. Skipulag Háskólasuœdisins: Sambýli fugla og fræðimanna Kynning á skipulagi Há- skólasvæðis og nágrennis hefst í næstu viku. Skipu- lag Háskólans gerir ráð fyrir að um 8.000 manns geti stundað þar nám í framtíðinni. Ormar Þór Guðmundsson arkitekt hefur skipulagt svæðið vestan Suðurgötu og Maggi Jónsson afkitekt svæðið austan Suðurgötu. Svæðið vestan Suðurgötu nær frá allt frá Hringbraut að Hjarðarhaga. Á svæðinu eru fyrirhugaðar þrjá u.þ.b. 2.000 m2 byggingar auk þess sem Hagatorgi er verulega breytt, minnkað og bílastæðum fjölgað. Þá er fyrirhugað að gera göng undir Suðurgötuna á móts við Brynjólfsgötu sem liggur að Háskólabíói. Á eystra svæðinu (Vatns- mýrinni) er m.a. gert ráð fyrir Jarðfræðihúsi, Líffræðihúsi, Náttúrufræðihúsi, Heim- spekihúsi, Lyfjafræðihúsi og Iþróttahúsi. Þá er gert ráð fyr- ir að koma megi fyrir ýmis- konar þjónustu á svæðinu. Milli Norræna hússins og Hringbrautar er gert ráð fyrir tjörn í framhaldi af Tjörninni. Svæði þar suðvestur af verði friðland umlukt skurði eða síki til að verja það fyrir ágangi. Á svæðinu er því gert ráð fyrir sambýli fugla og fræðimanna. Til stendur að leggja íþróttavöll Háskólans af og er sú ákvörðun í tengslum við að all stórt svæði fyrir stúd- entagarða verður tekið frá austan núverandi stúdenta- garða syðst á Háskólasvæð- inu. Skipulag Háskólasvæðisins. Efri hlutinn verk Ormars Þórs Guðmundssonar arkitekts en neðri hlutinn gerður af Magga Jónssyni arkitekt. Þjódverjar reyna að senda geislavirkan úrgang til Skotlands: Verkamenn métmæla Fyrsta sendingin af geislavirkum úrgangi, úr- aníum, fór frá Neðra-Sax- landi í Þýskalandi áleiðis til Dounray á dögunum. Úrgangurinn fór til Rotter- dam og átti að fara þar í skip til Liverpool, að sögn Chris Bunyon, talsmanns NENIG-samtakanna á Hjalt- landseyjum, sem fyigjast náið með gangi mála. Hafnarverkamenn í Rotter- dam neituðu um afgreiðslu á úrgangingum á þeirri for- sendu að skipin tvö uppfylltu ekki kröfur um flutning. Hol- lenska ríkisstjórnin óskaði eftir því í gær að farmur þessi yrði fjarlægður af hollenskri grund til Þýskalands. Þegar og ef farmur þessi kemst til Liverpool er ætlun- in að aka um snjóþunga vegi alla leið frá Liverpool til Do- unray og líst fólki ekki nema miðlungi vel á þá fyrirætlun. Dounraystöðin er nú að reyna að ná samningum um eyðingu geislavirkra efna víða um veröld, en slík stöð er talin ógna fiskimiðum á norðlægum slóðum. „Þarna er fyrsta sendingin af trúlega hundruðum slíkra,“ sagði Chris Bunyon í gær. „Við reynum allt til að hindra aukna starfsemi af þessu tagi." Samtök neytenda og framleibenda sammála: Innleggsnótur gildi á útsölum Neytendasamtökin segja að það standist ekki að verslanir taki ekki á móti innleggsnótum á útsölum. Nokkuð hefur borið á kvörtunum um að að versl- anir neiti að taka við inn- leggsnótum sem greiðsl- um á útsölum. í ályktun Neytendasamtak- annna segir m.a. að hafi verslun gefið út innleggsnótu án fyrirvara, hafi þar með verið viðurkennt að neytandi eigi kröfu á vörum að sömu upphæð. Útsala og rýmingar- sala þar sem verð er lækkað geti á engan hátt breytt þess- um rétti neytandans. Neyt- endasamtökin hafa átt við- ræður við Kaupmannasam- tökin og Sambandið um mál- ið og eru þeir aðilar sam- Iþykkir áliti samtakanna.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.