Alþýðublaðið - 12.01.1991, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 12.01.1991, Blaðsíða 2
2 Laugardagur 12. janúar 1991 FRtTTASK ÝKIMGI Stjórnarskárbreytingar vœntanlega í ár: Alþingi vill auka vald sitt Margir þingmenn vilja nú setja framkvæmdavaldinu þrengri skorður og auka völd Alþingis. Væntanlegar er brevt- ingar á stjórnarskránni á þessu ári sem miða í þá átt. Ljóð myndir pappírsflugvélar Ungur rithöfundur, Hlynur Hallsson, 32 ára, gaf nýlega út ljóðabók með ofangreindu nafni. Hlynur er stúdent frá MA 1988 og stundar nú nám við Myndlista- og handíðaskólann. Hér er um að ræða fyrstu Ijóða- bók Hlyns, 37 Ijóð ásamt jafn- mörgum myndum, sem hann hefur að sjálfsögðu gert sjálfur. Hlynur gefur út bók sína í 200 eintökum, þar af eru 100 tölusett og árituð. Bókin fæst í Hlaðvarp- anum og nokkrum bókabúðum í Reykjavík og á Akureyri. ÍO þúsund kynnast glimunni Forystumenn glimumála kynna íþrótt sína, þjóðaríþróttina, af miklu kappi. Á síðasta ári var glíman kynnt meira en 10 þús- und ungmennum í grunnskólum landsins. Nokkrir forráðamenn glímunnar hafa annast þetta starf, fyrst Jóhannes Svein- björnsson, glimukappi Sunn- lendinga, þá Rögnvaldur Ólafs- son, formaður Glímusambands íslands, og nú síðast Jón M. Ivarsson, ritari sambandsins. Og meira um glímu: Ólafur Hauhur Olafsson úr KR var einróma kjörinn glímumaður ársins 1990. Hann varð glímukóngur Islands í fjórða sinn á síðasta ári — vann auk þess með fáheyrðum yfir- burðum. Forseti orðar átján Um áramótin fengu 18 íslend- ingar heiðursmerki hinnar ís- lensku fálkaorðu, sem fjölmargir renna að sjálfsögðu hýru auga til. Þeir sem orðaðir voru að þessu sinni eru: Adalsleinn Víg- mundsson, bifreiðarstjóri, Egill Rúnar Friöleifsson, kórstjóri Kórs Öldutúnsskóla, Erika Frið- riksdóllir, hagfræðingur, Finnur Kristjánsson, fyrrum kaupfé- lagsstjóri, Geir Arnesen, yfir- verkfræðingur, Guðrún Helga- dóttir, forseti sameinaðs Alþing- is, Helga Velurliöadóttir, Ingþór Sigurbjörnsson, mátarameistari, Séra Jón A. Baldvinsson, sendi- ráðsprestur, Kristrún Ólafsdóttir, Olafur Björn Guömundsson, yf- irlyfjafræðingur, Pálmi Jónsson, forstjóri Hagkaups, dr. Sigmund- ur Guðbjarnason, háskólarekt- or, Sigríður Schiöth, söngstjóri, Sigurður Björnsson, bóndi á Kví- skerjum, Sigurður Björnsson, óperustjóri, dr. Sigurður Helga- son, prófessor, og Örlygur Hálf- danarson, bókaútgefandi. Efnilegur tenór heldur tónleika Islendingar vaða í góðum tenór- um eins og kunnugt er. Einn þeirra efnilegustu í dag er Guð- björn Guðbjörnsson, kornungur Álftnesingur, sem er nú fastráð- inn við óperuna í Kiel. Guðbjörn átti að syngja á Ijóðatónleikum Geröubergs á mánudaginn kem- ur. Vegna lasleika Guðbjörns verður hins vegar að fresta tón- leikunum um viku, þeir verða mánudaginn 21. janúar. Það virðist almennur vilji fyrir því meðal þingmanna að breyta deildaskiptu Alþingi i eina mólstofu. Til þess þarf að gera breytingar ó stjórnarskránni en tvö þing þurfa að sam- þykkja slikar breyting- ar og kosningar verða að fara fram i millitið- inni. Auk þess eru rœddar breytingar varðandi útgáfu bráða- birgðalaga, þingrofs- réttinn og að ráðherrar sitji ekki á þingi. TRYQQVI HARÐARSON SKRIFAR Árni Gunnarsson, forseti neðri deildar Alþingis, telur næsta full- víst að á þessu þingi verði lagt fram frumvarp um breytingar á stjórnarskránni. Hversu víðtækar þær verða fer eftir því hvað tekst að ná almennri samstöðu um. Það er nokkuð Ijóst að almenn sam- staða er um að þingið starfi í einni deild en um hin atriðin sem voru rakin hér að framan eru skoðanir meira skiptar. Ein málstofq__________________ Deildaskipting Alþingis á rætur að rekja til ársins 1874 þegar danski konungurinn setti íslend- ingum stjórnarskrá. Þá var hins vegar kosið til deildanna með mis- munandi hætti. í efri deild voru þá 6 konungskjörnir alþingismenn og auk þess 6 landskjörnir. Með því móti höfðu hinir konungs- kjörnu fulltrúar vald til að stöðva mál í efri deild Alþingis. Nú er eng- an slíkan mun að finna á deildum Alþingis né kosið til hvorrar um sig sérstaklega. Mörgum finnst deildaskipting Alþingis orðin úrelt og þunglama- legt fyrirkomulag. T.d. hafa Danir aflagt deildaskiptingu á þingi sínu fyrir allnokkru. Víða er þó að finna deildaskipt þing en þá er oft um það að ræða að hlutverk deild- anna er að einhverju leyti mis- munandi og ekki kosið til þeirra á sama hátt eða einu lagi. Efri deild breska þingsins, lá- varðadeildin, er til að mynda næstum valdalaus. 1 henni sitja að- alsmenn, háklerkar og þeir sem aðlaðir hafa verið. Deildin hefur þó ákveðið frestunarvald á sam- þykktir neðri deildarinnar og get- ur lagt fram frumvörp. í Bandaríkjunum eru deildirnar um margt ólíkar. Til öldungadeild- arinnar er kosið sérstaklega og á þar hvert ríki 2 fulltrúa án tillits til stærðar þess. I fulltrúadeildinni fer það eftir fólksfjölda hversu marga þingmenn hvert ríki fær og er sú tala breytileg. T.d. getur eitt ríki átt yfir 50 fulltrúa í fulltrúadeildinni og annað 1 meðan bæði ríkin eiga 2 fulltrúa í öldungadeildinni. Lagafrumvörp þurfa samþykki beggja deilda í Bandaríkjunum líkt og hér. Auk þess hefur öld- ungadeildin sérstök hlutverk, eins og það að samþykkja skipan ráð- herra og skipan í ýmis önnur opin- ber embætti. Eins þarf öldunga- deildin að samþykkja milliríkja- samninga sem forseti Bandaríkj- anna og ríkisstjórn hans gerir. Bráðabirgðalögin bur*??? ~ Það er engin nýlunda hér á landi að deilt sé um rétt til setningar bráðabirgðalaga. Ýmsir vilja af- nema hann með öllu en aðrir þrengja réttinn til bráðabirgða- lagasetningar meira eða minna. Rétturinn til að setja bráða- birgðalög hér á landi er frá þeim tíma þegar þing kom saman að- eins annað hvert ár og stóð í um það bil sex vikur. Auk þess var ekki hægt að kalla þing saman með stuttum fyrirvara eins og tæknilega er mögulegt nú. Setning bráðabirgðalaga er yfir- leitt, takmarkaðri — að minnsta kosti í reynd — í nágrannalöndun- um en hér á landi. Oft er slíkt hugsað sem neyðarréttur ef til styrjaldar- eða neyðarástands kemur. Þá hefur setning bráða- birgðalaga hér á landi oft valdið miklum deilum. Eins og málum er nú háttað hef- ur framkvæmdavaldið í reynd haft rétt til að setja bráðabirgðalög sýnist því svo þrátt fyrir efasemdir ýmissa þar um. Forsætisráðherra ber hins vegar að ganga úr skugga um að slík lög njóti meirihlutafylg- is á Alþingi. Það hefur ekki alltaf legið fullljóst fyrir, eins og t.d. þeg- ar ríkisstjórnin setti bráðabirgða- lög um kjarasamninga í sumar. Verði bráðabirgðalög ríkisstjórnar ekki staðfest af Alþingi jafngildir það vantrausti á hana og ber henni þá að segja af sér. Þingrofsrétturinn i höndum____________________ forsætisráöherra____________ Hér á landi eins og víða erlendis er rétturinn til að rjúfa þing og boða til nýrra kosninga í hendi for- sætisráðherra. Ýmsum finnst að með þessu hafi framkvæmdavald- ið óeðlilega mikið yfir löggjafar- valdinu að segja. Hér á landi hefur stundum verið um það samið við myndun ríkisstjórnar að forsætis- ráðherra rjúfi ekki þing nema með samþykki annarra stjórnaraðila. Hvort slíkt samkomulag heldur stjórnarfarslega er þó allt annað mál. í þessu tilliti er Noregur nokkuð sér á báti en þar er ekki hægt að rjúfa þing. Það skal sitja út kjör- tímabilið á hverju sem gengur og sjá menn á því bæði kosti og galla. Sama er að segja um Bandaríkin en þess ber að gæta aö þar er ekki um þingræði að ræða heldur er framkvæmdavaldið, forsetinn, kosinn sérstakri kosningu. Að- skilnaður löggjafarvaldsins og framkvæmdavaldsins er þar mun gleggri en víðast hvar annars stað- ar. Þrátt fyrir að Frakklandsforseti sé kosin beinni kosningu getur hann rofið þing hvenær sem hann vill en þó ekki tvisvar á sama ár- inu. Eins er hann miklu háðari þinginu en forseti Bandaríkjanna. Þótt forseti Frakklands útnefni for- sætisráðherra er það tilskilið að hann njóti trausts meirihluta þingsins. Þeir tveir velja síðan aðra ráðherra í samkomulagi. Ýmsir alþingismenn vilja tak- marka þingrofsréttinn meira en nú er eða leggja hann af með öllu. Þá kemur einnig til greina að það verði bundið samþykki Alþingis sjálfs hvort rjúfa ætti þing og boða til nýrra kosninga. Rádherra sitji ekki__________ á Alþingi____________________ Þá hafa ýmsir verið þeirrar skoðunar að ráðherrar ættu ekki að sitja á Alþingi og taki varamað- ur sæti þingmanns sem verður ráðherra. Með þessu vilja menn skerpa skilin á milli löggjafans og framkvæmdavaldsins auk þess sem það þykir bæði trufla störf ráðherra og Alþingis að ráðherra skuli þurfa að vera viðstaddir at- kvæðagreiðslur í þinginu. í Noregi og Svíþjóð til að mynda sitja ráðherrar ekki í þinginu held- ur taka varamenn sæti þeirra. Hins vegar sitja menn í Bretlandi áfram í þinginu þótt þeir verði ráð- herrar líkt og hér á landi. Sjálfstæðismenn hafa reyndar haldið þessari hugmynd á loft og viljað jafnframt fækka þingmönn- um sem nemur ráðherrunum. í til- lögum sem þeir hafa kynnt leggja þeir til að ráðherrarnir, og þá jafn- framt ráðuneytin, verði 9 og al- þingismennirnir 55, eða samtals jafnmargir og nú sitja á Alþingi. Þá vilja þeir jafnframt að kjör- dæmaskipaninni verði breytt, þannig að um helmingur þing- manna verði kosnir í einmenn- ingskjördæmum en hinn helming- urinn af landslistum. Með því ætti að fást meiri jöfnuður og réttari dreifing þingsæta til flokkanna. Allt i einum graut___________ Eins og staðan er nú hér á landi má segja að hjá framkvæmdavald- inu og löggjafarvaldinu sé allt meira og minna í einum graut. Mörgum þingmönnum finnst að framkvæmdavaldið sé of valda- mikið á kostnað þingsins og að sömu mennirnir setji lögin og fari með framkvæmdavaldiö. Eins að framkvæmdavaldið hafi svo og svo mikla möguleika til að snið- ganga löggjafarvaldið. Dæmi um slíkt eru t.d. aukafjár- veitingar og bráðabirgðalög auk þess sem ráðuneytin ráðstafa oft fjármunum sem engin heimild er fyrir í fjárlögum. Þær hugmyndir sem eru á kreiki um breytingar á stjórnarskránni eiga það sammerkt að þær stefna að auknu valdi til þingsins og að setja framkvæmdavaldinu þrengri skorður. Oft orkar tvímælis hversu langt vald ráðherra og ríkisstjórn- ar nær. Það er ekki eingöngu á íslandi sem deilt er um valdsvið fram- kvæmdavaldsins. T.d. telja sumir öldungadeildarþingmenn í Bandaríkjunum að forsetinn geti ekki hafið stríð gegn írökum án samþykkis deildarinnar. Forsetinn er æðsti yfirmaður herafla Banda- ríkjanna og æðsti yfirmaður utan- ríkismála en þarf þrátt fyrir það staðfestingu öldungadeildarinnar fyrir milliríkjasamningum eins áð- ur er getið. Dómstólar í Bandaríkj- unum hafa hins vegar vísað frá kæru um þetta efni frá öldunga- deildarþingmönnum á þeirri for- sendu ekki sé hægt að kæra það sem hugsanlega kann að henda. Flestir hafa verið sammála um það í alllangan tíma að nauðsyn- legt væri að gera breytingar á stjórnarskránni. Minna hefur hins vegar orðið úr verki í því efni en nú stefnir sem sagt í að eitthvað verði gert. Hversu víðtækar breyt- ingarnar verða á eftir að koma á daginn.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.