Alþýðublaðið - 12.01.1991, Blaðsíða 8

Alþýðublaðið - 12.01.1991, Blaðsíða 8
lll , ALÞJtoA LÍFTRVGGINGARFÉLAGIÐ1 LAGMÚJ 5 - RFYKJAV1K sánd 681644 MÞBUBUfilB rg^yjaassaEBBaíj • ■-■:l , '.nabsj.v HBBHBB Sovéski herinn nálgast þinghúsið Sovésk fallhlífasveit gerði áhlaup í gær á aðalstöðvar lithá- ísku varnarmáladeildarinnar í Siauliai, sem er 100 km norð- vestur af Vilnius, herma opin- berir starfsmenn lýðveldisins. Stuttu síðar hermdi Rolandas Barysas, fréttastjóri litháísku frétta- stofunnar ELTA, að lögreglunni i Viinius hefðu borist fréttir af því að sovéski herinn nálgaðist þinghúsið. Þar höfðu þúsundir sjálfstæðisbar- áttumanna fylkt liði til þess að verj- ast árás andstæðinganna, ekki að- eins hersveitarinnar heldur og hins herskáa minnihlutahóps þeirra manna er berjast gegn sjálfstæði. Bryndrekar höfðu þá þegar flutt til herafla um alla borgina, og mun forseta lýðveldisins ekki hafa verið tilkynnt um herflutninginn fyrr en í þann mund sem hann átti sér stað. Hermenn búnir sjálfvirkum vopn- um vöktuðu hlið hervirkis síns og höfðu gersamlega undirlagt eina aðalgötu borgarinnar herfarartækj- um sínum. Barysas fréttastjóri sagði að her- sveitirnar hefðu einnig gert áhlaup á blaðabyggingarnar, þar sem væru ritstjórnarskrifstofur allra þeirra meginblaða sem gefin eru út í nafni sjálfstæðisbaráttunnar, tæki eyði- lögð og púðurskotum skotið. Sam- kvæmt frönskum heimildum voru a.m.k. þrír Litháar og særðir í átök- unum Motieka, varaforseti Litháa hefur hvatt alla borgarbúa Vilnius, eink- um karlmenn, til þess að verja þing- og stjórnarhúsin og gefa gaum að upplýsingum litháíska sjónvarpsins og útvarpsins. A öðrum vígstöðvum háðu and- stæðingar sjálfstæðisbaráttunnar sitt stríð, þeir hófu verkfall í 7 verk- smiðjum borgarinnar um morgun- inn til þess að ítreka kröfur sínar um afsögn litháíska þingsins og beina stjórn Sovétforsetans. Forseti Sovétríkjanna, Míkhaíl Gorbatsjov hafði á fimmtudaginn fyrirskipað leiðtogum aðskilnaðar- stefnunnar að hlíta sovéskum lög- um ellegar taka afleiðingunum, en talsmaður sovéska hersins vísaði sama dag á bug orðrómi um hugs- anlegt valdarán. Varnarmálaráðherrann í Moskvu, hefur varist allra frétta um álit sitt á hinu ríkjandi ófremdarástandi. I RÐ I SAU KAS KATTU R Endurgreiðsla virðisaukaskatts til íbúðarbyggjenda Hvað er endurgreitt? Virðisaukaskattur af vinnu manna sem unnin er á byggingarstað íbúðarhús- næðis er endurgreiddur. Endurgreiðsl- an nærtil virðisaukaskatts af: • Vinnu manna við nýbyggingu íbúðar- húsnæðis. • Hluta söluverðs verksmiðjufram- leiddra íbúðarhúsa hér á landi. • Vinnu manna við endurbætur og við- hald á íbúðarhúsnæði í eigu umsækj- anda. Endurgreiðslubeiðni Sækja skal um endurgreiðslu á sér- stökum eyðublöðum til skattstjóra í því umdæmi sem umsækjandi á lögheimili. Eyðublöðin eru: • RSK 10.17: Bygging íbúðarhúsnæðis til sölu eða leigu. • RSK 10.18: Bygging, endurbætur og viðhald íbúðarhúsnæðis til eigin nota. Uppgjörstímabil Hvert uppgjörstímabil ertveir mánuðir, janúar og febrúar, mars og apríl, maí og júní, júlí og ágúst, september og október, nóvember og desember. Skiladagur Endurgreiðslubeiðni skal berast skatt- stjóra fyrir 15. dag næsta mánaðar eftir að uppgjörstímabili lýkur. RSK RÍKISSKATTSTJÓRI Sérstakt uppgjörstímabil vegna endurbóta og við- halds á árinu 1990 Beiðni um endurgreiðslu vegna við- halds og endurbóta (búðarhúsnæðis sem unnið var 1990 skal skilað í einu lagi til skattstjóra í síðasta lagi 20. janúar 1991. Athygli skal vakin á því að frumrit sölureikninga skal fylgja um- sókn um endurgreiðslu vegna vinnu við endurbætur og viðhald. Hvenær er endurgreitt? Hafi beiðni um endurgreiðslu verið skilað á tilskildum tíma fer endur- greiðslan fram eigi síðar en 5. dag næsta mánaðar eftir skiladag vegna nýbygginga og eigi síðar en 20. dag næsta mánaðar eftir skiladag vegna endurbóta og viðhalds. Launamiðar og húsbyggingarskýrsla Athygli skal vakin á því að þeir sem sækja eða hafa sótt um endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu manna við íbúðarhúsnæði á árinu 1990 skulu fylla út launamiða (RSK 2.01) fyrir 20. janúar 1991 vegna greiddra launa og verktaka- greiðslna. Launamiðann skal senda til skattstjóra. Þeir sem sótt hafa um endurgreiðslu vegna nýbyggingar skulu einnig senda skattstjóra húsbyggingarskýrslu (RSK 3.03) með skattframtali sínu.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.