Alþýðublaðið - 12.01.1991, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 12.01.1991, Blaðsíða 1
LAUGARDAGUR 12 JANÚAR 1 99T Landsbergis forseti i heimsókn á heimili utanríkisráöherra- hjónanna við Vesturgötu snemma t vetur. í gær spurði Landsbergis í fréttatíma á franskri sjónvarpsstöð: „Hvers vegna hringja vestrænir stjórnmálamenn ekki á „heitu lín- una til Gorbatsjovs?" íslenska rikisstjórnin hefur lagt sitt til málanna nú þegar. JÓN BALDVIN VILL NATO-FUND VEGNA LITH- AEN ! Jón Baldvin Hannibalsson utanríkisráðherra sendi í gær utanríkisráðherrum aðildarríkja Atlantshafsbanda- lagsins bréf í tilefni atburðanna í Litháen. í bréfinu segir ut- anríkisráðherra að íslenska ríkisstjórnin telji ástandið komið á það alvarlegt stig að það gefi tilefni til að Atlants- hafsbandalagið taki það sérstaklega til umfjöllunar. Þá leggur utanríkisráðherra til að utanríkisráðherrar Atlantshafsbandalagsins sameiginlega eða hver fyrir sig að þeir sendi mótmæli til utanríkisráðherra Sovétríkjanna vegna þróunar mála í Litháen, Sovétríkin hvött til þess að stöðva beitingu hervalds þegar í stað og að áhersla sé lögð á friðsamlega lausn deilnanna með samningaviðræðum sem byggi á grundvallarreglum Helsinki sáttmálans. Á VETTVANGI ALÞÝÐUFLOKKSINS: Þröstur Ól- afsson hagfræðingur gekk í Alþýðuflokkinn í gær. Þröstur, sem lengi var einn af framámönnum í Alþýðubandalaginu, segist ekki hafa haft nein afskipti af málum i bandalaginu í þrjú ár. „Ég var búinn að gera það upp við mig að ef ég skipti mér af stjórnmálum aftur gerði ég það á vegum Al- þýðuflokksins. Stefna hans höfðaði til mín. Það er fyrst og fremst sú ákvörðun sem ég tek í dag,“ sagði Þröstur í viðtali við Alþýðublaðið í gær. Barnaskattar á íslandi Finnur Birgissson, arkitekt á Akureyri, skrifar merka grein jaar sem hann kafar djúpt ofan í vandamál sem steðja að ís- lenskum fjölskyldum. „Lág- markskrafan er að hæfilegur rekstrarkostnaður heimilanna verði friðhelgur fyrir skatt- heimtumönnum", segir hann. Þingmenn vilja meiri völd Þingmenn hyggja nú mjög að breyttum starfsháttum í Al- þingi. Þeir vilja meiri völd, sem þeir tefja að verði fram- kvæmdavaldinu til aukins að- halds. Tryggvi Harðarson skrif- ar um breytta skipan mála í þinginu. Fjórtán nýir borgarar Við Ijúkum vikunni eins og ævinlega, bjóðum velkomin nýfædd börn á fæðingarstofn- unum Reykjavíkur. Þau eru fjórtán að þessu sinni. Aðeins fyrir þá riku að veikj- ast eftir helgi Sjúklingar munu frá mánudegi þurfa að leggja ad fullu út fyrir læknisþjónustu utan spítalanna, ef ekki semst í deilu sérfrædinga við ríkið. Greiðslurnar geta numið tugum þúsunda. Formaður Læknafélags Reykjavíkur segir að læknar hafi talið sig ganga frá samningum um jólin, en nú sé ljóst að á fundi í Tryggingaráði, sem á að halda í dag, muni ráðið fella samn- ingana. „Það eru eins og æðri máttarvöld hafi kippt í spotta," sögðu talsmenn lækna er þeir kynntu stöðu samningamála á frétta- mannafundi í gær. Frá og með mánudegi eru samn- ingar lausir og þá verða sjúklingar sjálfir að leggja út þegar þeir fara til læknis hafi samningar ekki náðst fyrir þann tíma. Algeng- ustu greiðslur fyrir læknis- þjónustu eru í kringum fimm þúsund krónur en þær geta numið tugum þús- unda. Sjúklingar eru tryggðir hjá Trygginga- stofnun ríkisins, en til þess að fá reikninga endur- greidda, verður að breyta greiðslufyrirkomulagi. Læknar segja að ekki sé um raunverulega launa- samninga að ræða. Fyrst og fremst sé um hækkanir að ræða vegna aukins kostn- aðar af stofum, en rekstrar- kostnaður sé 50—60% af innkomu. Læknum þykir kyndugt að Flugleiðir og Eimskip geti leiðrétt sína taxta vegna kostnaðar- auka, bankar hækkað vexti, en læknar megi ekki leiðrétta vegna aukins kostnaðar. Um 400 þúsund komur eru á stofur á ári og er hætt við að mikil örtröð verði hjá Tryggingastofnun ef hver og einn sjúklingur verður að framvísa sínum reikningi í stað þess að læknar hafa fram að þessu sent inn reikninga á mán- aðarfresti. Tryggingaráð, sem endanlega afgreiðir samningana, fundar í dag. Ákvörðun var frestað í gær, en í dag er búist við að ráð- ið muni fella samningana. í gær kallaði heilbrigði- ráðherra lækna á sinn fund og skilst læknum að ríkis- stjórn telji samningana brot á þjóðarsátt, þó að ekki hafi fengist á hreint hvaða atriði samninganna gangi lengra en sáttin góða. Ekki tókst að ná sambandi við heil- brigðisráðherra síðdegis í gær. DÆGURLÖG FLUTT UT: Menntamálaráðherra hefur skipað nefnd sem á að kanna áhuga á sam- vinnu um að kynna ís- lenska list erlendis. Henni er einnig falið að kynna ís- lenska dægurtónlist á er- lendri grund. í nefndinni eiga sæti: Halldór Guð- mundsson, Jakob Frímann Magnússon, Jón Sveinsson og Guðrún Ágústsdóttir. VERKIN TALA: Sigurdur Pétursson, formaður Sam- bands ungra jafnaðarmanna, hefur verið ráðinn kosninga- stjóri fyrir Alþýðuflokkinn í komandi alþingiskosningum. Sigurður segir að hann muni samræma baráttuna í kjör- dæmunum og hafa yfirumsjón með áróðursmálum. Fyrsta lota kosningabaráttunnar sé þegar hafin með fundum ráð- herra flokksins í öllum kjördæmum landsins undir kjörorð- unum „Verkin tala.“ Jón Baldvin Hannibalsson fjalli um störf flokks og stefnu framundan á fundi í Valaskjálf á Egils- stöðum í dag. LEIÐARINN í DAG „Verkin tala" heitir leiðari Alþýðublaðsins í dag. Þar eru reifuð helstu fyrirheit Alþýðuflokksins fyrir síð- ustu þingkosningar 1987 og efndir flokksins. Al- þýðublaðið bendir á, að sá dómur sem stjórnmála- flokkar hljóta á spjöldum sögunnar byggist ekki á slagorðunum né loforðunum heldur á verkunum sjálfum sem framkvæmd voru. SJÁ LEIÐARA Á BLS. 4: VERKIN TALA. Styttist í stríö eöa nást einhverjir samningar? Baker til Sýrlands- de Cuellar til Íraks James Baker, utanríkis- ráðherra Bandaríkjanna, var væntanlegur til fundar vid Hafez al-Assad, forseta Sýrlands, í Damaskus í dag samkvæmt diplómatísk- um heimildum í gær. Sýr- lendingar eru þátttakend- ur í hernaðarundirbún- ingnum gegn Irökum við Persaflóa. Nú eru aðeins þrír dagar þar til frestur sá sem Sameinuðu þjóð- irnar gáfu írökum til að hafa sig á brott frá Kúvæt rennur út. Víða um heim leita menn nú leiða til að koma í veg fyrir stríð. Perez de Cuellar, fram- kvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, ætlar að hitta ieið- toga íraka í Bagdad um helg- ina og búist er við að hann bjóði írökum að senda hlut- lausar friðargæslusveitir, án bandarískra hermanna, til Kúvæt að því tilskildu að ír- akar verði á brott með her Aðstoðarutanríkisráðherra írans, Mahmoud Vaezi, sem hefur verið í Evrópu síðustu daga, segir að írakar kunni að hverfa frá landinu að hluta til á síðustu stundu. Neyðar- ástandið við Persaflóa sé til komið vegna þess að írakar hafi misreiknað sig í upphafi og geri þeir það ekki aftur muni þeir hverfa með hluta af liði sínu frá Kúvæt fyrir 15. janúar. Þótt íslendingar eigi sinn þátt í samþykkt Sameinuðu þjóðanna um beitingu her- valds eftir 15. janúar þýðir það ekki, að íslendingar séu stríðsaðilar, komi til stríð. Víða um heim biðja menn fyrir friði þessa dagana, í kirkjum, í skólum og víðar. Þá eru skoðanir allskiptar um hvort það eigi að láta til skar- ar skríða gegn írökum verði þeir ekki á brott með her sinn frá Kúvæt fyrir þann 15. janú- ar. Fólk um allan heim biður þess að ekki komi til strfðs. Þessi stulka cjnn fvÁ L'indi hamoar hinu albióðlaaa friðarmerki RITSTJÖRN rp 681866 — 83320 • FAX 82019 • ÁSKRIFT OG AUGLÝSINGAR r 681866

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.