Alþýðublaðið - 12.01.1991, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 12.01.1991, Blaðsíða 5
Laugardagur 12. janúar 1991 UMRÆÐA Barnaskattar á íslandi I mai sl. felldi stjórnarskrárdómstóll Þýskalands úrskurð um skattamál, sem vakið hefur mikinn fögnuð þarlendra skattgreiðenda, en um leið sett fjármálaráðherra landsins i nokkurn vanda. Skatt- greiðandi haf ði krnrt tekjuskattslögin fyrir dómstól- um á j»eim grundvelli, að i jteim vœri ekki tekið það tillit til framfœrslukostnaðar barna, sem stjórnar- skráin kvseði á um að skylt vmri. Skattgreiðandinn vann málið; dómurinn kvað upp j»ann grundvallar- úrskurð að túlka bmri stjórnarskrána á þann hátt að , , lágmarksframfmrslueyrir fjölskyldunnar skyldi vera tekjuskattsfrjáls". í framhaldi af þvi úrskurð- aði dómstóllinn að ákvmði skattalaganna um frá- drátt vegna barna og barnabmtur, sem giltu 1983 til 1985 og kmrð höfðu verið, fullnmgðu ekki þessu megins jónarmiði og vmri þvi i andstöðu við st jórnar- skrána.’i FINNUR BIRGISSON ARKITEKT SKRIFAR Afleiðingar þessa dóms eru þó miklu víðtækari en svo að þær taki einungis til þessa tiltekna tímabils. Sérfræðingar eru al- mennt sammála um að dómurinn þýði að núgildandi ákvæði um til- lit til framfærslubyrðar séu einnig ólögleg, sömuleiðis upphæð per- sónufrádráttar og jafnvel ýmsir aðrir frádráttarliðir. Eftirleiðis muni löggjafanum ekki lrðast að ákveða einhverjar slumpupphæð- ir í barnafrádrátt, persónufrádrátt, námsfrádrátt o.s.frv. heldur skuli slíkar upphæðir ákveðast eftir raunhæfu mati á viðkomandi kostnaðarlið. Sérfræðingar þýska fjármála- ráðherrans hafa viðurkennt að frádráttur vegna barns verði að hækka úr 3.024 mörkum á ári í 6.000 (um 19 þús. ísl. kr. á mánuði) og fjölskyiduráðuneytið telur að skattleysismörk einstaklings verði að miðast við 840 mörk á mánuði í stað 468 marka nú. íslenska stjórnarskráin er löngu úrelt plagg og engan höfum við stjórnlagadómstólinn, þannig að ólíklegt er að svipuð uppákoma verði hér. Engu að síður ætti þetta mál að verða okkur umhugsunar- efni. Hvernig skyldi þessum mál- um vera háttað hjá okkur? Hvaða tillit er tekið til framfærslu barna við álagningu tekjuskatta hér? Hér á landi eru skattleysismörk einstaklings nálægt 55 þúsund krónum-'1 og eru því töluvert hærri en í Þýskalandi. í þeim sam- anburði verður þó að taka tillit til þess að virðisaukaskattur er miklu hærri hér. Við álagningu tekju- skatta er ekki tekið tillit til barna- eignar, en barnafólk fær hins veg- ar greitt til baka lítilræði, sem kall- ast barnabætur. Þær nema nú kr. 4.455 á mánuði vegna barna yngri en 7 ára en eru helmingi lægri vegna 7—16 ára barna. Síðan ekki söguna meir, foreldrar unglinga eldri en 16 ára og ungs fólk í fram- haldsnámi njóta engrar tillitsemi í íslenskri skattalöggjöf. Barnabætur þessar samsvara því að skattleysismörk fjölskyld- unnar hækki um kr. 11.200 á mán- uði fyrir hvert barn yngri en 7 ára, en um 5.600 krónur fyrir eldra barn. Þessar upphæðir eru aug- Ijóslega ekki í neinu samræmi við raunverulegan framfærslukostnað barna og myndu því ekki standast dóm þýska stjórnlagadómstólsins. Engin raunveruleg rök eru heldur fyrir því að minna tillit sé tekið til eldri barna, því að þau eru síst létt- ari á fóðrunum. Þetta veldur því að íslenskir for- eldrar borga í raun háa skatta af framfærslulífeyri barna sinna — fyrst með háum virðisaukaskatti ofan á flest það, sem til þarf, og síð- an með um 40% tekjusköttum þar á ofan. Tafla 1 sýnir m.a. að for- eldrar þurfa að vinna fyrir 28.300—36.400 krónum til þess að eiga fyrir 20 þús. króna mánaðar- legum útgjöldum vegna afkvæmis síns. Reiknað er með að 5% launa fari í lífeyrissjóð og til stéttarfé- lags. Tafla 1 Nauðsynl. tekjur Barna- bætur Tekju- skattar L.sj. o.fl. Ráðst. fé Hlutaf. tsk. (no) Yngra en 7 ára 7—16 ára Eldra en 16 ára 28.264 32.313 36.364 4.455 2.228 0 11.305 12.925 14.545 1.413 1.616 1.818 20.000 24,2% 20.000 33,1 % 20.000 40,0% Taflan sýnir þó,ekki nema hluta skattheimtunnár, því eftir er að skoða hlut virðisaukaskattsins. Ef reiknað er með að hann leggist á % hluta útgjaldanna, er hann 3.108 krónur af þessum 20 þús- undum og reynist þá heildarskatt- heimta af tekjum þeim, sem afla þarf til framfærslu barnanna eftir að tekið hefur verið tillit til barnabóta — vera frá 35,2% til 48,5%, sbr. töflu 2. Tafla 2 Nauðsynl. tekjur Skattar alls (no) Hlutf. tsk. + VSK Yngra en 7 ára 7—16 ára Eldra en 16 ára 28.264 32.313 36.364 9.959 13.805 17.654 35,2% 42,7% 48,5% Með öðrum orðum: Tekjuskatt- ar ríkis og sveitarfélaga einir hækka fjárþörf (nauðsynlegar tekjur) vegna framfærslu barna um 34—73% frá því sem hún væri ef tekjur til þeirra hluta væru skattfrjálsar, og samanlögð (Tsk + VSK) hækkar skattheimtan fjárþörfina um 59—105%. Til fróðleiks má geta þess, að hjón, sem áttu 250 þús. kr. aflögu í lok nýliðins árs og keyptu sér hlutabréf fyrir þá aura, fá endur- greiddar 100 þús. kr. frá fjármála- ráðuneytinu á næsta ári. Hjón, sem framfleyttu tveimur börnum, 5 og 8 ára að aldri og þurftu til þess að afla tekna upp á 727 þús. kr. (m.v. forsendurnar hér að ofan), sem þau greiddu af í tekjuskatta kr. 290.800, fengu hins vegar að- eins endurgreiddar í formi barna- bóta um 80 þús. krónur frá hinu ís- lenska velferðarríki. — Þau hjón eru sennilega ekki í sístækkandi hópi lukkulegra hlutafjáreigenda. Þó að þannig séu lagðir háir skattar á rekstrarkostnað fjöl- skyldnanna, gegnir öðru máli um álagningu tekjuskatts á ísiensk fyrirtæki. Þar gildir sú sjálfsagða meginregla að fyrirtækin eru ekki iátin greiða tekjuskatt, nema þau skili hagnaði — tekjurnar séu um- fram rekstrarkostnaðinn. Pappírar og fyrirtæki njóta því ólíkt meiri velvildar í skattakerfinu en börn- Sem fyrr segir eru ekki líkur á að íslenski fjármálaráðherrann fái á sig svipaðan áfellisdóm æðstu dómstóla og þýskur kollega hans, þótt sök hans sé sú sama. Hróplegt óréttlæti skattkerfisins blasir við og á án nokkurs vafa sinn þátt í þeirri óáran, sem víða herjar í þjóðfélaginu, en leggst þó einkum á tiltekna kynslóð og börn henn- ar: Greiðsluerfiðleikar hjá þús- undum heimila, skilnaðir og upp- lausn fjölskyldna, 700 gjaldþrot einstaklinga í Reykjavik einni a síðasta ári, hærri sjálfsmorðstíðni ungra manna en í nokkru öðru Evrópulandi. Það tók ráðandi verðbólgukyn- slóð ótrúlega langan tíma að átta sig á nauðsyn bráðra úrbóta, þeg- ar vaxtaokur og ónýtt kerfi til fjár- mögnunar íbúðarhúsnæðis steypti fjölda fólks í glötun á ný- liðnum áratug. Nu verður hún að átta sig á því í snatri að núverandi skattkerfi er líka bölvaldur, sem heggur í sama knérunn og það verður að laga. Lágmarkskrafan er að hæfilegur rekstrarkostnaður heimilanna verði friðhelgur fyrir skattheimtumönnum ekki síður en rekstrarkostnaður fyrirtækj- anna. Finnur Birgisson. "Sjá grein í DER SPIEGEL 50/1990 ''Upphæðir í greininni miðast við seinni hluta ára 1990. Sparileiðir íslandsbanka fœra þér vœna ávöxtun! Á síbastlibnu ári nutu sparifjáreigendur góbra vaxtakjara hjá íslandsbanka. Ávöxtun Sparileibanna árib 1990 var þessi: Sparileiö _'/ Sparileiö Sparileiö Sparileiö* / Ársávöxtun Raunávöxtun 10,8% - 11,4% 3,4% - 3,9% 7 7,7% - 12,0% 13,31% 3,7% - 4,6% 5,75% 10,17% 6,10% *Sparileiö 4 var hleypt af stokkunum l.september 1990. Ávaxtaðu spariféþitt á árangursríkan hátt. Farðu þínar eigin leiðir í sparnaði! ISLASIDSBANKI - í takt við nýja títna!

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.