Alþýðublaðið - 07.03.1991, Page 5

Alþýðublaðið - 07.03.1991, Page 5
Fimmtudagur 7. mars 1991 5 í siðustu viku var ffjáHiagsússtlun Reykjavikur- borgar endanlega afgreidd með atkvœðagreiðsiu i borgarstjóm. Efftir maraþonumreeður sem stóðu i 14 tima samfleytt þann 21. febrúar var atkvmða- greiðslu ffrestað til þriðjudagsins 26. febrúar. Tóku þá við handauppréttingar sem stáðu i ffjára tima. RÁÐHÚSIÐ — mun vera komiö 100% fram úr upphaflegum éætlunum um kostnaö. KÚLUHÚSIÐ — kostar þegar á annan milljarö, en meira þarf til. BÍLASTÆÐAHÚS VIÐ HVERFISGÖTU — stórt lán þarf til aö fjármagna bílastæði sem engin sýnileg þörf er fyrir. Að þessu sinni lágu fyrir 60 breytingatillögur við frumvarp sjálfstæðismeirihlutans að fjár- hagsáætlun, enda náði stjórnar- andstæðan í borgarstjórn ekki að sameinast um eina fjárhagsáætlun að þessu sinni, eftir að Framsókn- arflokkurinn klauf sig út úr sam- starfinu skömmu fyrir fjárhagsum- ræðuna. Borgarfulltrúar Nýs vett- vangs voru slíku samstarfi þó mjög fylgjandi — og spáðu því þá þegar, að tillöguflutningur stjórn- arandstöðunnar myndi ekki bera vott um afgerandi sérstöðu nokk- urs minnihlutaflokks, hvað sem liði pappírsflóðinu. Sú var enda raunin. Þær sextíu breytingartil- lögur sem tók svo langan tíma að afgreiða voru nánast samhljóða tillögur um eitt og annað sem bet- ur hefði mátt fara í fjárhagsáætl- un. Samhljómurinn var þessi: Hægið á gæluverkefnunum og farið að sinna lögbundnum verk- efnum svo vel sé! Stórtækar,__________________ litt adkallqndi_____________ ffraiwkvæmdir_______________ I bókun sem borgarfulltrúar Nýs vettvangs lögðu fram við upphaf fundarins kemur fram að borgar- sjóður hefur á þessu ári úr 12 millj- örðum króna að spila í rekstur og framkvæmdir. Til viðbótar við tæplega 4 milljarða króna til eignabreytinga hefur borgin ríf- lega 2 milljarða handbæra í gatna- og holræsaframkvæmdir. Borgar- fulltrúar Nýs vettvangs telja að við ráðstöfun þessa fjár gjaldi sjálf- sagðir þjónustuliðir og velferðar- mál dýru verði fyrir þá áherslu sem lögð er á stórtækar, en lítt að- kallandi framkvæmdir. Þar sem þjónustuskortur er til- finnanlegastur gagnvart börnum og öldruðum Reykvíkingum var lagt til að hægt yrði á ýmsum framkvæmdum sem nýtast fáum og geta því beðið uns bætt hefur verið úr aðkallandi verkefnum til hagsbóta fyrir almenning. Við telj- um t.a.m. fásinnu að ætla að verja 822 milljónum króna til fram- kvæmda við ráðhúsið og umhverfi þess á meðan þúsundir Reykvík- inga bíða brýnnar þjónustu. Þjónusta ffærd i____________ nútimalegra horff___________ Með tilfærslu fjármuna telja borgarfulltrúar Nýs vettvangs unnt að verja rúmlega einum milljarði króna til þess að færa þjónustu borgarinnar til nútíma- legra horfs en verið hefur. Á það einkum við um öldrunarþjónustu, dagvistir, skóla, húsnæðismál, umferðaröryggi og umhverfismál. í breytingartillögum Nýs vett- vangs var lögð áhersla á umferð- aröryggi við ráðstöfun á gatna- og holræsafé. Til mótvægis töldum við rétt að draga úr nokkrum gatnaframkvæmdum og að fjár- magni sem þannig sparaðist verði varið í umferðarmál. Að sama skapi lögðum við áherslu á um- hverifsbætur og töldum að hraða bæri hreinsun strandlengjunnar. Við lögðum einnig til að bíla- stæðasjóður félli frá lántöku til þess að fjármagna framkvæmdir við stórt bílageymsluhús við Hverfisgötu (202 m.kr.) á meðan nýting annarra bílageymsluhúsa í miðbænum er jafnlítil og raun ber vitni. Hins vegar töldum við eðli- legt að Hitaveita Reykjavíkur tæki lán til þess að ráðast í nauðsynleg- ar framkvæmdir vegna vand- kvæða veitunnar, tengdum Nesja- vallavirkjun. Þar er þörf fyrir við- bótarfjármagn vegna brýnna framkvæmda. ðllum tillögum visað ffrá Það er skemmst frá því að segja að meirihluti sjálfstæðismanna vísaði tillögum þessum öllum frá og hafði yfir þær eitt samheiti, „til- lagan er óraunhæf og því óþörf“. En fjarstæðukenndar áætlanir sjálfstæðismeirihlutans um svo- kallaðar „foreldragreiðslur" (50 milljónir króna út í bláinn), bygg- ingarkostnað ráðhúss (sem nú ku vera komin 100% fram úr upphaf- legum áætlunum), Öskjuhlíðar (sem nú kostar á annan milljarð króna) o.fl. töldu sjálfstæðismenn „raunhæfa" stjórnun. Og ekki skal staðar numið í bruðlinu. Á sama tíma og Hitaveit- an stendur frammi fyrir stærsta vandamáli í 60 ára sögu sinni, sækir hún um leyfi til þess að byggja 96 bílastæði í Öskjuhlíð. Kostnaðaráætlanir hef ég ekki sé ennþá, en hitt veit ég að á þessu ári eiga að fara 230 m.kr. til þess að fuilgera snúningshúsið, og 30— 50 m.kr. fara í byggingu jarðhýsis. Á sama tíma er varið 175 m.kr. til uppbyggingar dagvistarheimila og einungis 19 m.kr. í aukið um- ferðaröryggi þ.e. eyðingu svart- bletta, umferðarfræðslu, gatna- upphitun o.fl. Gœluverkefnin æða ffram úr áaHunum______________ Samtímis því sem gæluverkefn- in æða fram úr áætlunum, er hver einasta króna í almenna, sjálf- sagða þjónustu skorin við nögl. Nú bíða 700 einstaklingar á listum Fé- lagsmálastofnunar eftir öldrunar- úrræðum. Biðtími aldraðs manns eftir hjúkrunarvist er þrjú ár og tvö þúsund börn bíða dagvistunar. Þessar staðreyndir snerta ekki hinn sigursæla borgarstjóra, sem í dag gengur á landsfund Sjálfstæð- isflokksins til átaka um formanns- sætið. Er því viðbúið að borgar- stjórnarfundurinn sem er á dag- skrá í dag taki innan við 10 mínút- ur — sjálfstæðismenn eru nefni- lega að fara að kjósa sér formann. Ólina Þorvardardóttir borgarfulltrúi skrifar

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.