Alþýðublaðið - 07.03.1991, Síða 8

Alþýðublaðið - 07.03.1991, Síða 8
GEVAUA Það er kaffið 687510 ________ • ••• •••• • •••••••••• •••• • •• •••• •• • ••• •••• • • • •••• •••• • •• •••• •• • • •••• ••• • •••• • • STJORNARLIÐAR MEÐ YFIRHÖNDINA: Stjórnar- hermenn hafa nú betur í bardögum við uppreisnarmenn í Basra, næststærstu borg íraks. Þeir hafa nú náð mestallri borginni á sitt vald eftir 5 daga blóðuga bardaga á strætum úti þar sem hundruð féllu. FRÆNDI SADDAMS: Saddam Hussein hefur ráðið frænda sinn í stöðu innanríkisráðherra til þess að bæla nið- ur uppreisnir í suðurhluta Iraks. HERT EFTIRLIT í BAGHDAD: írakar hafa komið fyrir skyndiárásarsveitum á stræti Baghdadborgar og sett upp eftirlitsstöðvar fyrir utan borgina. Þetta þykir benda til ótta við að uppreisnin kunni að breiðast til borgarinnar. FARSÖTTIR í ÍRAKÁ NÆSTUNNI?: Farsóttir á borð við kóleru gætu drepið tugi þúsunda í írak um leið og veð- ur fer að hlýna á næstu vikum, að sögn talsmanna Samein- uðu Þjóðanna. GYÐINGUM SKUU FJÖLGAÐ Á HERNUMDU SVÆÐUNUM: ísraelsk stjórnvöld hafa í hyggju að tvö- falda fjölda gyðinga á hernumdu svæðunum á Vestur bakkanum og Gaza svæðinu þrátt fyrir mótmæli Banda- ríkjanna, að sögn talsmanns stjórnarandstöðunnar í ísrael. S Wf defia»rt; títe MnmMas RÉTTARHÖLDIN YFIR MANDELA: Lykilvitni í réttarhöldunum yfir Winnie Mandela sagði að frúin hefði barið og hýtt hann og þrjá aðra. Vitnis- burðurinn þykir veikja stöðu Mandeia-hjónanna. FRÉTTAMANNA SAKNAÐ: Leiðtogi í liöi uppreisnar- manna í írak sem hefur höfuðstöðvar sínar í Tehran, höf- uðborg frans, sagði að þeir erlendu fréttamenn sem sakn- að er í Suður-írak, væru í haldi íraskra hermanna. PÁFIVILL BIÐJA í JERÚSALEM: Jóhannes Páll páfi sagði að hann vildi fara til Jerúsalem til að biðja fyrir friði í Mið-Austurlöndum milli gyðinga og múslima. AHRIF STRIÐSINS: Bankastjóri bandaríska seðla- bankans sagði að skjótur endir Persaflóastríðsins myndi örva traust á efnahag Bandaríkjanna en varaði við að mikl- ar skuldir þjóðarinnar yrðu áfram helsta vandamálið. VIÐSKIPTABANNI AFLÉTT?: Suður-Afríka nálgast nú óðum þau skilyrði er þingi landsins voru sett til að hægt væri að aflétta viðskiptabanninu sem það hefur mátt þola undanfarin ár. Líklegt er að öllum skilyrðum verði endan- iega fullnægt snemma í sumar, að sögn embættismanna landsins. VERKFÖLL í SOVÉTRÍKJUNUM: Þúsundir náma- verkamanna virtu að vettugi málamiðlanir Sovétstjórnar- innar og gengu tii liðs við þúsundir annaarra sem verið hafa í verkfalli til að krefjast hærri launa og afsagnar æðstu leiðtoga landsins. KOSNINGAR Á NÆSTA LEITI í INDLANDI: Mjög líklegt þykir að kosningar verði haldnar bráðlega í Ind- landi í kjölfar afsagnar forsætisráðherrans, Chandra Shek- hars, og yfirlýsinga Congressflokksins um að kosningar væru vænlegur kostur. VESTRÆNIR STRÍÐS- FANGAR LAUSIR: Þrjá- tíu og fimm stríðsfangar úr fjölþjóðahernum fengu frelsi í fyrradag og í gær komu þeir til Saúdí-Arabíu, að vonum frelsinu fegnir. Stjórnarkreppa á Indlandi Forsætisráðherr- ann segir af sér Forsætisrádherra Ind- lands, C'handra Shekhar, sagði af sér í gær eftir fjög- urra mánaða valdasetu og lagði til að efnt yrði til kosninga í landinu. Shek- har sagði blaðamönnum ad Ramaswamy Venkat- araman forseti myndi ákveða innan sólarhrings hvað gera skyldi í stöð- unni. Aðdragandinn að afsögn Shekhars var útganga með- lima Congressflokksins undir forustu Ghandis úr þingsöl- um á þriðjudag. Shekhar var ómyrkur í máli í ræðu sem hann hélt á þinginu skömmu fyrir afsögn sína. Hann sagði að ríkisstjórn sín væri ekki strengjabrúða í höndum Con- gressflokksins, sem hefur haldið honum við völd og auðmýkti hann á þriðjudag- irm. „Við verðum að beygja okkur undir hinn pólitíska veruleika og stærðfræði er hluti af þessum veruleika," sagði Shekhar. Stjórn hans hefur aðeins 54 þingmenn af 515 sem sitja í neðri deild þingsins. Congressflokkur Gandhis, sem hefur stærsta þingflokk- inn, veitti Shekhar stuðning til forsætis í nóvember sl., en á slíkum skilmálum að lif rík- isstjórnarinnar er í hans höndum. Congressflokkurinn hefur krafist þess að Shekhar upp- lýsi þingheim um nafn þess manns sem skipaði tveimur lögreglumönnum frá Hary- ana-fylki að fylgjast með húsi Rajivs Gandhis í Nýju Delhí. Lögreglumennirnir voru handteknir á laugardaginn. Stjórnmálamenn telja vara- forsætisráðherrann, Devi Lal, vera viðriðinn málið, en hann hefur mikil völd i Haryana og hefur verið gagnrýndur fyrir pólitíska spillingu. Stjórnmálaspekúlantar voru hissa á aðgerðum Con- gressflokksins og voru ekki á eitt sáttir á hvað flokkurinn hygðist græða á þessari uppá- komu á þinginu. Þeir telja ólíklegt að Gandhi hafi viljað fella Shekhar og hella sér út í kosningar þar sem flokkur hans virðist hafa lítið fylgi samkvæmt nýjustu skoðana- könnunum. Nýr innanrikisráðherra Saddam Hussein íraks- forseti hefur rekid innan- ríkisráðherra sinn og til- nefnt frænda sinn til starf- ans, sem hefur orð á sér fyrir að kveða niður allar uppreisnir á grimmdar- legan hátt. Frændinn heit- Albanía ir Ali Hassan al-Majid og hans hlutverk er að koma aftur á reglu í írak eftir ósigurinn í stríðinu við bandamenn. Majid varð þekktur fyrir að berja villimannslega á upp- reisnarmönnum eftir stríð Ir- aka og írana árið 1988, en þá beitti hann efnavopnum til að bæla niður uppreisn Kúrda í bænum Halabja í norður- hluta íraks. Einn leiðtoga uppreisnar- liðsins í írak sagði í gær að er- lendir fréttamenn, sem sakn- að er í írak, væru í haldi íraskra hermanna. Hann sagði að þeir hefðu athugað málið og komist að þeirri nið- urstöðu að franskir, ítalskir og fréttamenn frá öðrum löndum væru í höndum lýð- veldisvarðarins suður af Basra. Aukinn fólksflótti Albanskir landamæra- verðir skutu aðvörunar- skotum til þess að reyna að stöðva á annað þúsund manns af serbnesku og svartfjalla-þjóðerni við landamærin er þeir reyndu að flýja yfir til Júgóslavíu í gær, að sögn Tanjug fréttastofunnar. Fréttin var ekki staðfest en þar sagði að flóttamennirnir hefðu reynt að komast til Svartfjallalands, sem er lýð- veldi í Júgóslavíu. Heimildir herma að flóttamöennunum hafi tekist að sleppa fram hjá nokkrum albönskum her- sveitum áður en þeir komu að landamærunum. Embætt- ismaður í Svartfjallalandi sagði að hugsanlegt væri að það tækist að semja við al- bönsk stjórnvöld um að flóttamennirnir fengju að fara yfir landamærin í dag. Hann sagðist gera ráð fyrir að um 25 þúsund Serbar og Svartfjallabúar myndu reyna að komast yfir landamærin til Júgóslavíu og að yfirvöld í Svartfjallalandi væru tilbúin til að taka við þeim. Meira en 10 þúsund manns reyndu að flýja sjóleiðina frá Vlore til ítaliu fyrr í gærdag. Heimildir úr albönsku höfuð- borginni, Tirana, herma að lögreglan hafi skotið viðvör- unarskotum að hundruðum manna sem reyndu að fá inn- göngu í erlend sendiráð í borginni. Meira en 450 manns flúðu frá Albaníu til Júgóslavíu í janúar sl. eftir að Albaníu- stjórn tók upp vægari stefnu gagnvart fólki sem reyndi að flýja.

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.