Alþýðublaðið - 15.03.1991, Síða 4

Alþýðublaðið - 15.03.1991, Síða 4
4 Föstudagur 15. mars 1991 / MMÐUBLMIÐ HVERFISGÖTU 8-1 O - REYKJAVÍK - SÍMI 625566 Útgefandi: Blaö hf. Framkvæmdastjóri: Hákon Hákonarson Ritstjóri: Ingólfur Margeirsson Fréttastjóri: Jón Birgir Pétursson Auglýsingastjóri: Hinrik Gunnar Hilmarsson Dreifingarstjóri: Sigurður Jónsson Setning og umbrot: Leturval sf. Prentun: Oddi hf. SÍMI625566 Eftir lokun skiptiborðs: Ritstjórn: 625538 Dreifing: 625539 Tæknideild: 620055 Fax: 627019 Ofbeldisverk afturhaldssinna á Alþingi Afturhaldsöflin á íslandi eru mörg og þau birtast í mismunandi myndum. Einn alvarlegasti þáttur ís- lensks afturhalds er sá aö neita íslensku þjóðinni um framfarir og hagvöxt vegna fordóma og hefðbund- innar kreddutrúar. Alþýðubandalagið og Framsóknar- flokkurinn eru báðir þessu marki brenndir. Flvorugur þessara flokka vill í raun breyta íslensku þjóðfélagi, sama hver endaleysan er sem látin er viðgangast ár eftir ár. Framsóknarflokkurinn hefur ávallt barist gegn framförum en viðhaldið hagsmunagæslu fyrir sam- vinnuveldið og haftakerfið; verðið skiptir engu og aldrei er sett spurningarmerki við útgjöld skattgreið- enda. Mlþýðubandalagið er þjóðlegur sósíalistaflokkur sem lifir enn í þeirri trú að hægt sé að gera út heila þjóð á draumum. Draumfarir þjóðernissósíalista eru flótti frá verkefnum nútíðar og framtíðar; það er auð- veldara að fóta sig í blekkingum draumalandsins en vísa veginn í veruleikanum. Draumapólitík sósíalista gagnast að sjálfsögðu ekki þeim kjósendum sem Al- þýðubandalagið vill höfða til; verkafólki og láglauna- stéttum. Þvert á móti gerir draumapólitíkin það að verkum, að þessar stéttir, sem aðrar vinnandi stéttir þessa lands, hljóta verri kjör í minnkandi hagvexti. næðiskerfi og nýtt álver á Reykjanesi. Forsenda þess, að hið vinsæla húsbréfakerfi fái notið sín til fulls, er að leggja niður hið gjörspillta biðraðakerfi sem löngu er gengið sér til húðar. Biðraðaófreskjan var sköpuð af Alexander Stefánssyni, þáverandi félagsmálaráð- herra, og verkalýðshreyfingunni. Sami Alexander hefur í heilt kjörtímabil varið gamla dellukerfið og hindrað að húsnæðismál landsmanna leystust að fullu í nýju kerfi. Ástæðan: Alexander tekur sína pólit- ísku hagsmuni fram yfir hagsmuni húseigenda. Kostnaðurinn: Fimm þúsund manns viðhaldið föst- um í biðröðinni. r Almálið hefur nú verið til afgreiðslu á Alþingi að und- anförnu. Iðnaðarráðherra hefur lagt fram þingsálykt- unartillögu til umræðu og afgreiðslu og yfirgnæfandi þingmeirihluti fyrir því að þingið afgreiði þetta mikil- væga mál fyrir sitt leyti. Sjálfstæðismenn hafa fyrir löngu skilið mikilvægi þessa máls fyrir landsmenn alla og þrátt fyrir þá staðreynd að þeir eru í stjórnar- andstöðu, hafa þeir afgreitt málið frá sinni hálfu og ekki dottið í hug að halda uppi málþófi, þótt þeir kynnu að hafa pólitískan hag af slíkum vinnubrögð- um. Frammistaða sjálfstæðismanna á Alþingi vegna álmálsins hefur verið þingflokki Sjálfstæðisflokksins til sóma. Tvö lýsandi dæmi um framfaramál eru nýtt hús- ^fturhalds- og haftamenn Alþýðubandalagsins, sem á að heita stjórnarflokkur, hafa hins vegar kosið að misnota sér þingræðið og hafa haldið uppi ótrú- legu málþófi til að tefja afgreiðslu þessa mikilvæga máls. Þar með hafa alþýðubandalagsmenn fallið í sömu gryfju og kvennalistakonur, sem virðast hafa það eitt hlutverk á þingi að þvælast fyrir afgreiðslu mikilvægra mála fyrir land og þjóð. Hjörleifur Gutt- ormsson sló nýtt lengdarmet í ræðuhöldum á Alþingi í fyrrakvöld. Hjörleifi tókst að rausa um álmálið í sex klukkutíma. Hjörleifur viðhafði ekki aðéins hefðbund- ið málþóf með óhefðbundinni ræðulengd, heldur setti hann fram ofbeldiskröfur um að ráðherrar sætu undir langloku sinni. Iðnaðarráðherra sagði réttilega við fjölmiðla eftir að umræðunni um álmálið var frest- að eina ferðina enn, að ræðuhöld Hjörleifs væru af- skræming þingræðis og lýðræðis. „Örfáar manneskj- ur leyfa sér að traðka yfir skýran vilja meirihluta þingsins að Ijúka málinu og virðast ekki sjá hve fjar- stætt það er," sagði Jón Sigurðsson iðnaðarráðherra. Alþýðublaðið tekur undir orð iðnaðarráðherra og bætir þar við, að það er einmitt þessi afskræming sem hæglega geturgrafið undan lýðræðinu. Guðrún Helgadóttir, forseti sameinaðs þings og flokkssystir Hjörleifs, hefur kallað þessa uppákomu hans ofbeldi. Ræða Hjörleifs hefur hins vegar opnað augu almenn- ings fyrir því, að afturhaldssöm einræðisöfl misnota ævinlega lýðræðisfégar léikréglur til að koma ofbeld- isverkum sínum fram. Harkan vex FOSTUDAGSSPJALLI Þvi hefur verið haldið fram að Sjálfstæðisflokkur- inn muni sýna aukna hörku undir stjórn Daviðs Oddssonar. Davíð hefur svarað þvi og sagt að af- staða hans verði skýrari og ef það sé harka, þá sé Ijóst að hann verði harðari. Það má til sanns vegar færa að Sjálfstæðisflokkurinn hefur ekki verið harður í því að koma stefnu- málum sínum í framkvæmd. Hann segist vilja lækka ríkisútgjöld en glúpnar ætíð, þegar að því kemur að skera þau eitthvað niður. Hann segist vilja aukið frjálsræði í versl- un en hefur aldrei getað staðið að jjví að aflétta einokun og einræði í þeim efnum. Þótt flokkurinn hafi farið með þau ráðuneyti, sem óskamál hans heyra undir hefur ekkert orðið úr framkvæmdum. Nú nýtur flokkurinn þess friðar og frelsis að vera í stjórnarand- stöðu. Þennan tíma nota venjuleg- ir flokkar til að fara yfir málin, skil- greina þau og marka stefnuna. Jafnvel þetta tókst flokknum ekki í hvíldinni frá 1988. Sjávarútvegsmálin eru ágætt dæmi. Morgunblaðið hefur grátið við stekkinn vegna þess að flokk- urinn hefur enga stefnu í sjávarút- vegsmálum. Fyrir landsfundinn skrifaði blaðið dag eftir dag um nauðsyn þess að flokkurinn gerði þessi mál upp við sig. Niðurstaðan er hlægilegasta magalending, sem sést hefur í ís- lenskri pólitík. Það reyndist ómögulegt að ná samstöðu um málið. Ástæðan er ekki sú að mannskapurinn hafi verið mátt- laus af skelfingu yfir formanns- slagnum. Ástæðan var einfaldlega sú að þegar flokkurinn er allur samankominn getur hann ekki lesið sameiginlega upp úr neinu riti nema sálmabókinni. Hvað gerist ef farið verður að halda harðri stefnu að fylkingun- um og hagsmunahópunum, sem mynda flokkinn? Er ekki raunin sú, að það sé ágætt að vera í Sjálfstæðisflokkn- um á meðan hann hefur enga skoðun? Var ekki einhvern tíma sagt að best væri að vera ópólitísk- ur og kjósa Sjálfstæðisflokkinn? Stefnuskrá Sjálfstæðisflokksins er laus í reipunum og framganga flokksins mjúk og máttlaus í heild eins og áður segir. En innan vébanda hans og í skjóli hans er framfylgt harðri stefnu í þrengri skilningi. Hags- munahóparnir, sem þar hata hreiðrað um sig beita flokknum eins og margblaða vasahníf, sem getur opnað, skorið og borað. Harkan birtist þegar gætt er hags- muna þeirra. Hvað meinti Þorsteinn Pálsson þegar hann sagði að harkan myndi vaxa? Kannski meinti hann að flokkn- um yrði beitt á enn opinskárri máta í hagsmunavörslunni. Það er alvarlegt mál. Ouðmundur Einarsson skrífar Frá landsfundi, nýkjörnum formanni fagnað, m.a. af ritstjóra Morgunblaðsins, sem grátið hefur vegna skorts á stefnu sjálfstæðismanna í sjávarútvegsmálum.

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.