Alþýðublaðið - 19.03.1991, Blaðsíða 7
Þriðjudagur 19. mars 1991
7
upphefja mismunun í greininni sem
nú fer aðallega eftir því hvar á land-
inu menn stunda sinn atvinnurekst-
ur. Ég er í grundvallaratriðum ósátt-
ur við það að veita tilteknum aðilum
forréttindi í skjóii pólitískra ákvarð-
ana ríkisvaldsins en synja öðrum.
Það er óverjandi mismunun. Um
slíkt getur aidrei skapast sátt til
lengdar. Það mun að lokum leiða til
stöðnunar með því að halda utan
dyra öðrum sem vilja spreyta sig og
gætu dugað betur. Hér gildir það
sem almenn regla að samkeppni er
lykillinn að framförum og gæðum.
Hér er um svo veigamikla þætti ís-
lensks þjóðarbúskapar að ræða að
ekki er verjandi að hrapa að
ákvörðunum eða grípa til skyndi-
ákvarðana. A þessu sviði ber að
móta vel ígrundaða langtímastefnu.
T.d. er hér um að ræða stórt mál sem
taka bera afstöðu til innan tíðar. Eig-
um við að gera það að skilyrði að
allur afli sem á land berst verði ekki
einasta vigtaður heldur fari um ís-
ienska fiskmarkaði? Það yrði að
gerast í trausti þess að erlendir fisk-
kaupendur mundu koma sér upp af-
stöðu hér á landi til þess að bjóða í
fiskinn. Það mundi jafnframt
tryggja innlendri fiskvinnslu sömu
afstöðu til að bjóða í hráefni og út-
lendingar njóta nú. Spurnigar af
þessu tagi þarfnast rækilegrar at-
hugunar og vandaðrar umræðu. Ég
hef falið Þresti Ólafssyni hagfræð-
ingi að verkstýra þessari úttekt af
hálfu ráðuneytisins og hann hefur
þegar unnið þar gott starf við að
leggja grundvöll að framtíðarstefnu-
mótun."
Aðalverktakar_________________
verða almennt
verktakafyrirtæki
— Þú hefur verid gagnrýndur al
núverandi Ijúrmálarádherra fyrir
ráöningu fyrrverandi starfsmanns
þíns t forstjórastödu Adalverktaka.
Er þetta réttmœt gagnrýni?
,,Nei, hún er út í hött og kemur
reyndar úr hörðustu átt þar sem
fjármálaráðherra ríkisins á í hlut.
Mér er til efs að nokkru sinni hafi
verið gerður jafnhagstæður samn-
ingur, út frá hagsmunum ríkissjóðs,
eins og samningurinn um að tryggja
meirihlutaeign íslenska ríkisins í
Aðalverktökum. Ríkið jók hlut sinn
úr 25% í 52%. Samningurinn tryggir
að arðurinn af verktakastarfsemi í
þágu varnarliðsins rennur nú fram-
vegis að meirihluta til almennings í
landinu gegnum ríkissjóð í stað þess
að enda í fjárhirslum einstakra fjöl-
skyldna eða dótturfyrirtækis SÍS.
Fjármálaráðherra hefur þegar feng-
ið 400 milljónir í sinn hlut — og
veitti ekki af skilst mér.
Áratugum saman gagnrýndu
menn harðlega, ekki síst þeir sem
kenna sig við vinstrið, að einkaaðil-
ar skyldu fá úthlutað þeirri forrétt-
indaaðstöðu í skjóli pólitísks valds
tveggja stjórnmálaflokka í stjórnar-
ráðinu að hafa einkaleyfi á fram-
kvæmdum fyrir varnarliðið. Það var
beinlínis ósæmilegt að þannig
skyldi staðið að málum við fram-
kvæmd á milliríkjasamningi, sem ís-
lenska ríkið gerði við annað ríki. Ár-
um og áratugum saman hafa menn
gagnrýnt þetta, hneykslast á þessu,
en ekki aðhafst neitt. Ég setti mér
það markmið, um leið og ég kom í
utanríkirráðuneytið, að knýja hér
fram breytingar. Ég fól aðstoðar-
manni mínum, Stefáni Friðfinns-
syni, að undirbúa þetta vandlega og
skipaði loks nefnd til að Ijúka mál-
inu þar sem áttu sæti m.a. formaður
fjárveitinganefndar, Sighvatur
Björgvinsson, og forstjóri Fríhafnar-
innar, Guðmundur Karl Jónsson.
Auk þess var löggilt endurskoðunar-
skrifstofa fengin til liðs í málinu.
Þessir aðilar unnu sitt verk vel þótt
það tæki langan tíma að ná samn-
inganiðurstöðu sem reyndar varð
mun hagstæðari fyrir ríkissjóð en
við þorðum að gera okkur vonir um
í upphafi. Hitt er svo annað mál að
framkvæmd þessara samninga er
ekki að fullu lokið. Eftir var tækni-
vinna og framhaldssamningar um
skiptingu fasteigna. En sér í lagi þarf
að fylgja þessum samningum eftir
með því að breyta þessu fjársterka
og volduga fyrirtæki í almennings-
hlutafélag sem óhjákvæmilega mun
taka nokkurn tíma. Þetta verður að
haldast í hendur við þær breytingar,
sem framundan kunna að vera að
því er varðar framkvæmdir í þágu
varnarliðsins. Það má heita fullvíst
að úr því muni draga á næstu árum
þegar lokið er þeirri miklu fram-
kvæmdaáætlun sem enn er í gangi.
Aðalverktakar þurfa nú að búa sig
undir breytta tíma. Framtíð þeirra
verður að hasla sér völl sem al-
mennt verktakafyrirtæki. Vonandi
nýtist reynsla þeirra með þeim hætti
að þeir geti látið að sér kveða á er-
lendum vettvangi við verkefni sem
þeir hafa sérstaka reynslu af að fást
við. Það var engum manni betur
treystandi til þess að fylgja þessu
máli fram og ljúka þessu verkefni en
þeim sem átti fyrst og fremst heiður-
inn af þessum hagstæðustu samn-
ingum sem ríkið hefur nokkru sinni
gert. Það er hafið yfir alla gagnrýni
að mínu mati.“
Viðamestu samningar
sem islenska lýðveldið
hefur staðið frammi fyrir
— Þú leiddir samninga EB og
EFTA fyrir hönd EFTA-ríkjanna á
sínum tíma. Ertu sáttur vid árangur-
inn af þeim samningum?
„Árangurinn — samninganiður-
staðan — liggur ekki fyrir. Þar af
leiðandi get ég ekki nú sagt mitt
seinasta orð um það, hversu sáttur
ég er við niðurstöðuna. Ég hef hins
vegar sannfæringu fyrir því, að
þessir samningar séu komnir svo
langt nú þegar, að ekki verði aftur
snúið, af hálfu hvorugs samningsað-
ilans. Ég geri mér því vonir um að
samningunum ljúki núna í sumar.
Hins vegar er það enn óvissu undir-
orpið hvort sérmál okkar íslend-
inga, tollfrjáls aðgangur fyrir sjávar-
afurðir að Evrópumörkuðum, án
fiskveiðiheimilda Evrópubanda-
lagsins á móti næst eða ekki. Við
höfum hins vegar lagt mikla og kerf-
isbundna vinnu í að kynna samn-
ingsaðilunum, ekki síst fram-
kvæmdastjórn EB og pólitískum
forystumönnum í ríkisstjórn aðild-
arlandanna, staðreyndir mála um
sérstöðu íslands og rök okkar fyrir
lausn sem tæki tillit til þeirrar sér-
stöðu. Okkur hefur orðið verulega
ágengt í því efni. Sem dæmi má
nefna að á fréttamannafundi í fyrri
viku, að loknum ráðsfundi EB, svar-
aði varaforseti EB, Andriessen
spurningum fréttamanna um sjávar-
útvegsmálin á þá leið, að EB myndi
halda til streitu kröfum sínum um
veiðiheimildir í staðinn fyrir tolla-
ívilnanir — hugsanlega með undan-
tekningunni íslandi. Mikið meira er
ekki um þetta að segja að svo
stöddu. Við höfum frá upphafi gert
ráð fyrir því að sjávarútvegsmálin
yrðu hin erfiðustu í þessum samn-
ingum og að ekki þýddi að knýja
fram lausn á þeim fyrr en alveg und-
ir lokin. Það mun ganga eftir. Hér
skiptir meginmáli að samstaða inn á
við meðal okkar Islendinga sé
óbrigðul og að menn fari ekki á
taugum, þótt EB eigi eftir að birta
óhagstæð samningstilboð. í þessu
efni skulum við spyrja að leikslok-
um, en ekki einstökum vopnavið-
skiptum.
Þetta eru langsamlega viðamestu
samningar sem íslenska lýðveldið
og íslenska utanríkisþjónustan hef-
ur nokkru sinni staðið frammi fyrir.
Til þess að gefa nokkra hugmynd
um umfang samninganna og hversu
flókin þessi mál eru, má geta þess að
samningsdrögin munu trúlega vera
um þrjátíu þúsund síður af vélrituð-
um texta en ellefu þúsund í prentuð-
um texta enda taka þau til um fjór-
tánhundruð laga og reglugerða,
sem leggja verður fyrir þjóðþingin.
Þessi samningur og meðfylgjandi
löggjöf verður því meginviðfangs-
efni Alþingis íslendinga í upphafi
næsta kjörtímabils fram að árslok-
um 92/93. Þetta hefur verið geysi-
spennandi verkefni. Það er ekki
launungarmál að samstarfsþjóðir
okkar í EFTA höfðu vissar efasemd-
ir um, hvort hin fámenna íslenska
utanríkisþjónusta réði við það
vandasama verk að verkstýra þess-
um viðræðum fyrir hönd EFTA-ríkj-
anna allra á því þýðingarmikla tíma-
bili, þegar grundvöllur var lagður
að samningum og undirbúningnum
lokið. Mér þótt að sjálfsögðu mjög
vænt um að heyra það ótæpilega
eftir á, frá samráðherrum mínum og
toppembættismönnum hinna
EFTA-ríkjanna, að þeim þótti við
hafa unnið þetta verk með ágætum.
Það var vissulega rós í hnappagat
utanríkisþjónustunnar, sérstaklega
með tilliti til þess að áður höfðu ís-
lenskir viðskiptaráðherrar látið for-
mennskuna fram hjá sér fara þegar
röðin kom að Islandi.
Opnun islensks________________
samfélags tryggð
Pólitískt séð eru þessir samningar,
ef þeir takast svo sem vonir standa
til, mótandi fyrir alla framtíðarþró-
un okkar þjóðfélags fram á nýja öld.
Með þessum samningum festum við
í sessi stefnu frjálsra viðskiptahátta
og tryggjum að ekki verði horfið aft-
ur til haftabúskapar og molbúahátt-
ar í hagstjórn sem lengi hefur plag-
að okkur. Það er athyglisvert að svo
stór skref í átt til aukins frjálsræðis í
viðskiptaháttum skuli tekin á stjórn-
artímabili svokallaðrar vinstri
stjórnar. Auðvitað er römm and-
staða gegn þessu máli meðal sumra
ráðherra Alþýðubandalagsins og í
þingflokki þess, svo ég tali nú ekki
um Kvennalistann. Framsókn situr
svolítið á girðingunni og slær nokk-
uð úr og í. Þetta verk hefði því áreið-
anlega ekki unnist ef ekki hefði ver-
ið fyrir frumkvæði og verkstjórn
okkar jafnaðarmanna. Það er mikill
misskilningur ef menn halda að
þetta mál snúist einungis um bætta
markaðsstöðu sjávarútvegsins.
Þessir samningar tryggja okkur sem
öðrum Evrópumönnum tækifæri til
hlutdeildar í ávinningi innri mark-
aðar Evrópu, og því nýja hagvaxtar-
Jón Baldvin meö
James Baker, utan-
ríkisrádherra Banda-
ríkjanna, á frétta-
mannafundi í Leifs-
stöð: „Aöild íslands
að Atlantshafsbanda-
laginu hefur styrkt
sjálfstæði íslands með
eftirtektarverðum
hætti.“
skeiði sem hann mun hrinda af stað
upp úr 1992. Með þessum samningi
er opnun íslensks samfélags tryggð
til frambúðar þannig að ekki verði
aftur horfið til einangrunar. fs-
lensku atvinnulífi væri tryggð sam-
keppnisstaða til jafns við keppi-
nauta. Fjármagnsmarkaðurinn væri
opinn. Þar með væri okkur tryggð-
ur aðgangur að erlendu áhættufjár-
magni til uppbyggingar í nútíma-
legu atvinnulífi á heimsmarkaðs-
kjörum. Réttindi íslensks æskufólks
til náms og mennta væru tryggð.
Einangrunarstefnu væri hafnað á
öllum sviðum. Það er ekki tilviljun
að þessi stóru framfaraskref í átt til
frjálsræðis og opins þjóðfélags skulu
stigin undir forystu okkar jafnaðar-
manna.“
Effirminnilegar______________
svipmyndir
— Jón Baldvin, hvaö er þér eftir-
minnilegast á ferli þínum sem utan-
ríkisráöherra?
,,Ég hef verið svo gæfusamur að
gegna þessu starfi á mest spennandi
tímabili í alþjóðastjórnmálum eftir
stríð. Hrun heimskommúnismans,
lýðræðisbyltingin í Austur-Evrópu,
samrunaferillinn í Evrópu, samn-
ingar EFTA og EB um Evrópskt
efnahagssvæði, tilraunir til að skapa
nýtt öryggiskerfi í Evrópu á vegum
Ráðstefnunnar um samvinnu og
öryggi í Evrópu — þetta sem ég nú
hef nefnt gefur vísbendingu um
hversu fjölbreytileg og spennandi
verkefnin hafa verið. Slíkir tímar
koma aðeins einu sinni á öld. En ef
ég leita í hugskoti mínu að eftir-
minnilegustu stundunum þá eru
þær e.t.v. þessar: Heimsóknin til
Eystrasaltsríkjanna, samtölin við
fólkið sem mannaði götuvígin í Riga
og Vilnus, samtöl að næturþeii við
Masovjetski í Varsjá nokkrum mán-
uðum áður en hann varð forsætis-
ráðherra (sem ég sagði ítarlega frá í
viðtali við Morgunblaðið, sem aldrei
birtist), rökræður við kjólklædda ut-
anríkisráðherra Atlantshafsbanda-
lagsins um afvopnun á höfunum að
lokinni veislu í Buckinham Palace —
þetta eru nokkrar eftirminnilegar
svipmyndir en fyrst og síðast er mér
efst í huga samstarfið vð einvalalið
utanríkisþjónustunnar við að undir-
búa samningana um EES fyrir ís-
lands hönd og sá starfsmetnaður
okkar að leggja okkur alla fram um
að tryggja þar hagsmuni íslensku
þjóðarinnar svo sem frekast verður
á kosið," segir Jón Baldvin Hanni-
balsson utanríkisráðherra við Al-
þýðublaðið.