Alþýðublaðið - 19.03.1991, Blaðsíða 16

Alþýðublaðið - 19.03.1991, Blaðsíða 16
16 Þriðjudagur 19. mars 1991 • • • • • 1 • • • • • • • • • • • • • • ' • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • ••• • • • • • • • • • • • • • • • • • NÝ SÖNNUNARGÖGN GEGN MANDELA: Sækjandinn í rétt- arhöldunum yfir Winnie Mandela bað réttinn um að taka til athugunar tvær viðbótarkærur gegn Mandela fyrir mannrán og líkamsmeiðingar. Dómarinn sagðist myndu úrskurða í dag, þriðjudag, hvort þessi nýju sönnunargögn yrðu tekin til greina. STJÓRNINNI í FINNLANDI HAFNAÐ: Miðflokkurinn í Finn- landi bætti við sig 15 þingmönnum í kosningunum um helgina og hef- ur nú 55 menn af 200. Jafnaðarmannaflokkurinn og Hægri flokkurinn, sem mynduðu síðustu stjórn, töpuðu miklu fylgi. Jafnaðarmenn töp- uðu 8 þingsætum og hafa nú 48. Hægri flokkurinn missti 13 þingsæti og er með 40 nú. Líklegt þykir að Miðflokkurinn myndi næstu stjórn með Jafnaðarmönnum. BLOÐUGT STRIÐIIRAK : íranir segja að nú geisi miklir bardagar milli uppreisnarmanna og stjórnarliða í Suður-írak. Samtök kúrdískra sjálfstæðissinna, sem segja að uppreisnarmenn þeirra ráði yfir 95 pró- sent Kúrdasvæðanna í Irak, tilkynntu um mikið mannfall eftir að stuðningsmenn Saddams gerðu eldflaugaárás á fimm kúrdíska bæi norðaustur af Bagdad. Einn yfirmanna tyrkneska hersins, sagði að Tyrkir myndu halda 80 þúsund manna herliði á landamærunum við ír- ak vegna þess að stöðugleiki hafi ekki komist á í kjölfar Persaflóastríðs- ins. ~~ RAFSANJANIRÆÐIR VIÐ HIZBOLLAH-MENN: Forseti írans, Akbar Hashemi Rafsanjani, hitti leiðtoga Hizbollah-samtakanna í Líb- anon í gær til að ræða um mögulega frelsun vestrænna gísla í Líbanon. RÍKISSTJÓRNIN í ÍSRAEL HELDUR VELLI: Hin hægri sinnaða ríkisstjórn í Israel komst auðveldlega frá atkvæðagreiðsiu um van- traust á þinginu í gær. Ástæða vantrauststillögunnar var aðallega mik- ið atvinnuleysi og stefna stjórnvalda í innflytjendamálum. Stjórnin undir forystu Yitzhaks Shamirs varðist tillögunni með 53 atkvæðum gegn 43 en þingið skipa 120 menn. ALBÖNSK STJÓRNVÖLD ÁSÖKUÐ: Mannréttindasamtök og stjórnarandstaðan í Albaníu sökuðu stjórnvöld, sem segjast hafa látið alla pólitíska fanga lausa, um að þau héldu enn mörgum pólitískum föngum sem væru illa haldnir. INNANRÍKISRÁÐHERRA SOVÉTRÍKJANNA ÁKÆRÐUR: Ríkissaksóknari í Litháen mun leggja fram ákæru á hendur sovéska innanríkisráðherranum, Borís Púgo. Ástæðan mun vera sú að her- menn undir stjórn hans halda áfram eftirliti með eigum sem tilheyra þeim ekki. VERSNANDIÁSTAND í JÚGÓSLAVÍU: Ástandið í Júgóslavíu versnar og ekki varð það til að bæta úr skák að forsætisráðið í Serbíu hefur verið svipt völdum sínum til ákvarðanatöku. Fjórir af átta með- limum forsætisráðsins hafa hætt eða verið reknir á síðustu fjórum dög- um. Landið rambar nú á barmi borgarastyrjaldar. NY STJORNIGRÆNLANDI: Ný vinstri stjórn undir forystu Lars Emils Johansen tekur við völdum í Grænlandi í byrjun næsta mánaðar. Nýja stjórnin hefur 16 þingmenn af 27 á landsþinginu að baki sér. I stjórninni verða sjö ráðherrar og verða fimm frá Siumut-flokknum, sem ásamt flokki Inúíta myndar stjórnina. DRÆMUR STUÐNINGUR VIÐ NYJAN SAMBANDSRIKJASAMNING HVÍTA-RÚSSLAND Niðurstöður liggja ekki fyrir AZERBAJDZHAN Niðurstöður liggja ekki fyrir KAZAKHSTAN 94.1% styðja sambandsríki KIRGHÍZÍA Niðurstöður liggja ekki fyrir MOLDAVIA Vill sjálfstjórn UKRANIA f Kiev styðja 44% sambandsríki en 78.2% vilja fullt sjálfstæði GEORGIA Vill sjálfstæðL TÚRKMENÍA Niðurstöður liggja ekki fyrir I I HIM UZBEKISTAN Niðurstöður liggja ekki fyrir Niðurstöður liggja ekki fyrir REUTER LITHÁEN Vill sjálfstæði LETTLAND Vill sjálfstæði RUSSLAND 70% þátttaka. í Moskvu samþykkja um 50% ný sambandsríki en 78% kjósa þjóðkjörinn forseta í Rússlandi EISTLAND Vill sjálfstæði Þjóðaratkvœdagreidslan í Sovétlýdveldunum ÞÁTTTAKA SÆMILEG Þátttaka í þjóðaratkvæöa- greiðslunni í Sovétríkjunum um nýja sambandsríkjasamninginn var nokkuð góð, meiri en í kosn- ingunum í iýðveldunum ■ fyrra. Talið er að þátttakan í Rússlandi einu sér hafi verið 70 prósent. Ólíklegt er talið að lokaniður- stöður fáist fyrr en eftir 10 daga en samkvæmt fyrstu tölum hafa flestir sagt já við spurningunni um hvort sovéskir borgarar telji nauðsynlegt að varðveita sov- éska ríkjasambandið sem nýtt samband fullvalda ríkja. Spurn- ingin er orðuð þannig að ekki þótti líklegt að margir svöruðu henni neitandi. Margar auka- spurningar fylgdu þó og eftir þeim er beðið með mestri eftir- væntingu, t.d. þeirri sem lögð var fyrir íbúa Rússlands, hvort kjósa ætti forseta í frjálsum kosningum. Prátt fyrir að meirihluti Iands- manna hafi svarað fyrstu spurning- unni játandi samkvæmt fyrstu töl- um gefa þær annað til kynna í Moskvu og öðrum stórum borgum. Rétt rúmlega 50 prósent Moskvu- búa svöruðu spurningunni játandi en í Sverdlovsk sögðu 70 prósent nei. Þessar niðurstöður eru í sam- ræmi við það að menn finna einna helst fyrir lélegu efnahagsástandi í borgunum og á þéttbýlissvæðum. Alexander Oskín, einn ritstjóra dagbiaðsins Rabotsjaja Tríbúna, sagði að þær niðurstödur sem fyrstu tölur gefa til kynna séu ekki í sam- ræmi við það sem Gorbatsjov Sovét- leiðtogi hafði gert sér vonir um. Hann taldi að þessi atkvæðagreiðsla gæti orðið til þess að Sovétleiðtog- inn kæmi meira til móts við Borís Jeltsín og aðra umbótasinna. Gorbatsjov sagði á sunnudag, þegar atkvæðagreiðslan fór fram, hann væri bjartsýnn á að niðurstöð- ur hennar yrðu nýja ríkjasamningn- um í vil vegna þess að Sovétmenn væru ekki í sjálfsmorðshugleiðing- um. Hann vísaði einnig á bug þeirri tillögu að gera Jeltsín að forseta í beinum kosningum og sagði það beinlínis hættulegt. Bush um friðarhorfur í Mið-Austurlöndum Nú er smuga George Bush. George Bush Bandaríkjafor- seti sagði í gær að friðarhorfur í Mið-Austurlöndum væru að loknu Persaflóastríðinu betri en nokkru sinni fyrr en varaði þó við því að gluggi möguleika á samkomulagi væri þröngur. Bush sagði að því lengur sem set- ið væri auðum höndum varðandi málefni Mið-Austurlanda þeim mun meiri hætta væri á að allt færi aftur í fyrra horf. Þetta kom fram í ræðu forsetans, sem hann hélt í Hvíta hús- inu að því tilefni að honum voru veitt mannúðarverðlaun af hópi bandarískra gyðinga undir forystu nóbelsverðlaunahafans Eli Weisel. Skömmu áður hafði Bush fengið skýrslu frá James Baker utanríkis- ráðherra um för hans til Mið-Austur- landa og Sovétríkjanna. Bush sagði að Baker hefði orðið var við það viðhorf í öllum þeim iöndum sem hann fór til að Banda- ríkjamenn ættu að taka af skarið og reyna að finna víðtæka lausn á deil- um milli Israela og araba og sérstak- lega á vanda Palestínumanna. Aðspurður hvert næsta skref Bandaríkjanna yrði í friðarumleit- unum svaraði Bush að fyrst yrði að koma á varanlegu vopnahléi í Persa- flóastríðinu. „Bandaríkin eru að leita að samkomulagi um hversu lengi írakar skuli beittir þvingunum og með hvaða skilyrðum þeim verði aflétt. Eyðileggingar íraka í Kúveit eru einnig mikilvægar vegna þess umhverfisvanda sem þær hafa haft í för með sér,“ sagði Bush. Hann átti nýlega viðræður um þessi mál við Mitterrand Frakklandsforseta og John Major, forsætisráðherra Bret- lands, og þeir sögðu að Sameinuðu þjóðirnar myndu funda um vopn- hlésskilmálana í þessari viku og hægt yrði að hefjast handa við að framfylgja þeim bráðlega.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.