Alþýðublaðið - 09.04.1991, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 09.04.1991, Blaðsíða 7
Þriðjudagur 9. apríl 1991 7 „Helstu viðfangsefni á næsta kjörtímabili verða að hrinda í fram- kvæmt tveimur fram- kvæmdaáætlunum, annars vegar áætlun sem snýr að húsnæðis- málum aldraðra og hins vegar áætlun sem snyr að húsnæðismálum fatlaðra," segir Jóhanna meðal annars. geta verið mun hærri svo fremi að menn séu innan ákveðinna eigna- og tekjumarka." Húsoleigubætur kjarabót fyrir lúglaunafólk____________ — Nú tala ýmsir um að taka upp húsaleigubætur. Hvernig eru þær hugsaðar? ,,Það er mál sem ég legg mjög mikla áherslu á. Nefnd sem ég skip- aði gerði fyrstu tillögur um hvernig standa skuli að húsaleigubótum fyr- ir einu og hálfu ári síðan. Því miður náðu þær ekki fram að ganga en það var í verkahring fjármálaráð- herra að leggja þær fram með breyt- ingum á lögum um tekju- og eignar- skatt. Frumvarp þess efnis var ekki lagt fram fyrr en á síðustu dögum þingsins þrátt fyrir að útfærðar til- lögur hafa lengi legið fyrir tilbúnar í mínu ráðuneyti. Okkar tillögur miða að því að fólk sem býr í leiguhúsnæði og hefur 70.000 kr. í tekjur á mánuði fengi um fjórðung húsaleigu sinnar end- urgreiddan. Húsaleigubætur yrðu því mjög mikil kjarabót fyrir þá sem búa við lægstu launin og þurfa að verja stórum hluta tekna sinna í húsaleigu." — Þegar forsætisráðherra var spurður í sjónvarpi fyrir skömmu hvort Framsóknar- flokkurinn hafi staðið við kosn- ingaloforð sín í húsnæðismálum kvað hann já við og benti á hús- bréfakerfið. Engu að síöur hafa breytingar þínar á húsnæðis- kerfinu einatt mætt andspyrnu, komið í skömmtum og stundum staðið knappt að þær kæmust í gegn. Hvernig hefur samvinna við aðra flokka gengið varðandi þær breytingar sem gerðar hafa verið? ,,Ég fagna mjög þessari yfirlýs- ingu forsætisráðherra. Ég tel hana bæði skynsamlega og rétta. Hún er þó ef til vill ekki alveg í takt við það sem að sumir samflokksþingmenn hans hafa sagt og gert á þessu kjör- tímabili sem mjög hefur tafið fyrir öllum umbótum í húsnæðismálum. Þú talar um að þetta hafi komið í skömmtum. Það varð að gerast með þeim hætti. Það var mitt pólitíska mat að þessar breytingar yrði að gera í áföngum, skref fyrir skref, og byrja á því að vinda ofan af 86-kerf- inu eins og ég gerði. Það hefur síðan leitt til þeirrar niðurstöðu sem ég stefndi að á þessu kjörtímabili. Ekki hugmynd um_______________ hver er stefno________________ SjáHstæðisflokksins___________ Hvað varðar aðra flokka þá hef ég ekki hugmynd um hver stefna Sjálf- stæðisflokksins er í húsnæðismál- um. Ég sá t.d. í blaðagrein um dag- inn að formaður Sambands ungra sjálfstæðismanna skammast út í að 86-kerfið hafi verið eyðilagt. Maður spyr sig hvort það sé stefna íhaldsins að viðhalda því kerfi með öllum þeim biðröðum sem því fylgja? Þá spyr maður sig hvort stefna Sjálf- stæðisflokksins í húsnæðismálum láglaunafólks endurspeglist í orðum oddvita Sjálfstæðisflokksins í bæjar- stjórn Kópavogs um að leggja það niður. eins og ég minntist á hér að framan? Þótt ég hafi ekki orðið vör við mikinn stuðning hjá Alþýðubanda- laginu á kjörtímabilinu í húsnæðis- málunum sem ég hef þurft að berj- ast fyrir. nerna þá hjá einstökum þingmönnum þess og það skal ég fúslega viðurkenna. þá hreykja þeir sér samt núna af þeim árangri sem náðst hefur í húsnæðismálum og ég tók eftir því að Ólafur Ragnar taldi upp allar þær tillögur. sem ég hef verið að berjast fyrir og vil koma í frarnkvæmd. í kvnningarþætti hjá Alþýðubandalaginu. Ég var að von- um ánægð að sjá það og heyra. Það er voðalega erfitt að henda reiður á hvað Borgaraflokkurinn vill í húsnæðismálunum. Hann segir eitt í dag og annað á morgun." — Um hvaö snýst þessi kosn- ingabarátta sem nú er hafin? ..Ef þetta væri málefnaleg kosn- ingabarátta. sem ég sé nú reyndar engin merki um ennþá, þá ætti hún að snúast um þann árangur sem náðst hefur og hvaða verkefni það eru sem biða næstu ríkisstjórnar. Mér sýnist helst að Sjálfstæðisflokk- urinn ætli sér að heyja þessa kosn- ingabaráttu á bröndurum Daviðs Oddssonar og reyna þar með að slá ryki í augu kjósenda. Þeir skila auðu í öllum helstu stórmálum sem skipta okkur öll mjög miklu máli. Það á jafnt við um t.d. sjávarútvegs- og landbúnaðarmálin. Þar skilar Sjálf- stæðisflokkurinn auðu. í efnahags- og skattamálum er stefna þeirra tómt skrum. Þeir segjast vilja lækka skatta en segja hvergi hvar þeir ætli að skera niður á móti. Þannig mætti lengi telja. Ég vil hins vegar ræða um þau verkefni sem bíða næstu ríkisstjórn- ar og hvernig megi viðhalda þeim stöðugleika sem náðst hefur í efna- hagsmálum. Við sjáum nú fram á að atvinnulífið stendur traustari fótum en það hefur gert í langan tima. Bæði heimilin í landinu og fyrirtæk- in eru farin að finna fyrir þeim ár- angri sem náðst hefur í baráttunni við verðbólguna. Það má taka mörg dæmi um það. Tökum t.d. fjölskyldu sem skuldar tvær miljónir króna. Ef við byggjum við þá verðbólgu sem var hér árið 1987 yrði greiðslubyrðin af skuld- inni um 300 þúsund kr. á ári. Miðað við verðbólguna nú þarf þessi sama fjölskylda hins vegar að greiða um 140 þúsund af sömu skuld. Mismun- urinn er því um 160 þúsund, eða um tvöföld mánaðarlaun verkafólks. Það er þessi stöðugleiki sem við vilj- um tryggja að verði áfram samfara eflingu atvinnulífsins. Má í því sam- bandi nefna frumkvæði okkar Al- þýðuflokksmanna í því að nýta orkulindir okkar betur, m.a. með stóriðju. Jón Sigurðsson hefur haft forgöngu í þeim málum og álmálið er að komast í örugga höfn. Allt í senn eflir það atvinnulífið og at- vinnuöryggi launafólks, jafnframt því aðskilasér í auknum kaupmætti launþega. Jafna eigna- og tekjuskiptinguna I mínum huga er það einkum tvennt sem ég vil leggja áherslu á á næsta kjörtímabili. Það er að jafna eigna- og tekjuskiptinguna í þjóðfé- laginu. Það er allt of breitt bil milli ríkra og fátækra í þessu þjóðfélagi okkar, svo breitt að mánaðarlaun eins manns geta numið árslaunum annars manns. Það gengur auðvitað ekki. Eins vil ég nefna að það verð- ur að minnka bilið sem hefur verið að myndast á milli landsbyggðar og höfuðborgarsvæðisins með ýmsum aðgerðum. Það hefur ýmislegt verið gert í þeim efnum á kjörtímabilinu og má þar nefna breytta verkaskipt- ingu milli ríkis og sveitarfélaga. Þá er mjög mikilvægt að flytja þjónustu Húsnæðisstofnunar út á lands- byggðina. Það kom mér mjög á óvart að Framsóknarflokkurinn, sem gjarnan kennir sig við lands- byggðina, skuli hafa þvælst fyrir málinu. Þá vil ég nefna lífeyrismál þjóðarinnar sem ekki verður undan vikist að taka á á næsta kjörtímabili og leiðrétta það misrétti sem er i líf- eyrismálum þjóðarinnar. Ég nefni einnig tillögur okkar jafnaðar- manna um varnir gegn vímuefnum sem Rannveig Guðmundsdóttir hef- ur haft forystu um að knýja í gegn á Alþingi." — Hvað um þau málefni sem heyra undir félagsmálaráðu- neytid? „Ég tel að brýnustu verkefnin fram undan í félagsmálaráðuneyt- inu séu húsnæðismál aldraðra og fatlaðra. Það þarf að fylgja eftir þeim framkvæmdaáætlunum sem gerðar hafa verið um þau mál og unnið er að. Það liggur t.d. fyrir mjög vönduð framkvæmdaáætlun um hvernig hægt er að leysa hús- næðismál aldraðra með því að koma hér upp 2.400 þjónustuíbúð- um fyrir aldraða á næstu fimm ár- um. Þá er einnig á lokastigi fram- kvæmdaáætlun um hvernig megi leysa húsnæðisvandamál fatlaðra. faHaðir ekki bara_____________ á stofnunum Við höfum verið mjög föst í því lengi að fatlaðir ættu bara að vera inni á stofnunum og síðan komu til sambýlin fyrir u.þ.b. lOárum en þar hefurorðið mikil uppbygging. Eg vil þróa þetta mál áfram þannig að þeir fatlaðir sem geta verið í félagslegum ibúðum eigi þess kost og þá með einhverri þjónustu. Ég hef þegar far- ið inn á þá braut og lét kanna hve margir sem eru á sambýlum fyrir fatlaða, núna um 200 manns, gætu nýtt sér félagslega íbúðakerfið. I Ijós kom að um 60 af þeim sem búa í sambýlum gætu gert það og verið er að undirbúa það. í því skyni hefur 20 félagslegum íbúðum verið ráð- stafað á þessu ári. Átak i málefnum geðsjúkra Þá er afar brýnt að taka mun fast- ar á málefnum geðsjúkra og hús- næðismálum þeirra. Mér finnst að það sé búið að tala nóg um þeirra mál án þess að nóg hafi verið fram- kvæmt. Aðstandendur geðsjúkra komu til mín í upphafi þessa árs til að ræða þessi mál. Þeir lýstu ástand- inu, sem vart er með orðum lýsandi, því þeir áttu aðstandendur sem voru alvarlega geðsjúkir. Þó svo að það fólk hafi átt kost á meðferð á sjúkrastofnunum þá var ekkert sem tók við að henni lokinni. Ég hef því skipað nefnd sem hefur það verk- efni að vinna að því að finna lausn á þessum málum og að geðsjúkum verði veitt sú aðstoð og þjónusta sem þeir þarfnast til sjálfsbjargar. Það stendur til að tvö ný sambýli fyrir geðsjúka verði tekin í notkun á þessu ári. Nefndin mun væntanlega skila mér tillögum um lausn á vanda 40—50 alvarlega geðsjúkra ein- staklinga á næstu dögum. Ljóst er að sumir geta notfært sér félagsleg- ar íbúðir með stuðningi og öflugri heimaþjónustu, aðrir sambýli en sumir þarfnast sjúkrasambýlis eða þurfa á langtímadvöl á stofnun að halda. Eins er verið að vinna að því að leysa atvinnumál þessara ein- staklinga og að leita lausna sem hjálpa þeim til sjálfsbjargar í stað sí- endurtekinna meðferða á sjúkra- stofnunum vegna þess að ekki hafa verið gerðar nægjanlegar ráðstaf- anir til að styðja þá út í lífið á nýjan leik. Vimuefnavandinn og starfsmenntun Eins tel ég mjög mikilvægt að á næsta kjörtímabili verði tekið á vímuefnavandanum. Alþýðuflokk- urinn, undir forystu Rannveigar Guðmundsdóttur alþingismanns, lagði mikla áherslu á það mál í þing- inu í vetur. Annað mál kemur upp í hugann sem ég hef unnið mikið að og ég tel mjög brýnt. Það er frumvarp um starfsmenntun i atvinnulífinu. Ég hygg að við séum eina þjóðin í hin- um vestræna heimi sem ekki býr við löggjöf um starfsmenntun í atvinnu- lífinu. Það er gífurlegt hagsmuna- mál launafólks, ekki sist þeirra ófag- lærðu, aö komið verði á fót skipu- lagðri starfsmenntun í atvinnulíf- inu, bæði til að tryggja atvinnuör- yggi þess og aðlaga okkur betur að sífellt aukinni tæknivæðingu. Ég hef tvívegis lagt fram frumvarp um þetta mál á þinginu en því miður hefur það ekki náð fram að gagna. Skilningsleysi á þessu máli er mér hreint óskiljanlegt bæði út frá at- vinnuöryggi launafólks og því að styrkja hagvöxt í þjóðfélaginu með aukinni þekkingu og færni launa- fólks." — A seinustu dögum þingsins vard vart við talsverðan kosn- ingaskjálfta og virtist sem tauga- titrings gætti ekki síður milli stjórnarliða en milli stjórnar og stjórnarandstöðu. Þá hefur það sætt mikilli gagnrýni að ráð- herrar Alþýðubandalagsins hafa notað ráöuneytin sín til að auglýsa sig og sín verk. Hvað finnst þér um þessa hluti? Getum vel unnið soman og náð árangri_________________ „Ég hygg að svona rétt fyrir kosn- ingar sé meiri órói í þinginu en gengur og gerist. Mér finnst satt best að segja að þjóðin hafi ekki fengið góða mynd af störfum Al- þingis þessa síðustu daga fyrir þing- lok. Engu að síður stendur eftir að við höfum afsannað þá kenningu sem íhaldsmenn hafa haldið fram: að þeir flokkar sem mynduðu stjórnina gætu ekki unnið saman og setið út heilt kjörtímabil. Ég held þegar litið er á málið í heild þá hafi samstarf þessara flokka verið mjög gott. Við höfum sýnt það við mjög erfiðar aðstæður í þessu þjóöfélagi að við höfum náð árangri og skilað mjög góðu verki. Við leystum þann vanda sem Sjálfstæðisflokkurinn gafst upp við á miðju kjörtímabili og hljóp frá. Reynslan nú hefur hins vegar sýnt að þessir flokkar geta vel unnið saman og náð árangri, t.d. í efnahagsmálum og atvinnumálun- um, og jafnframt skapað svigrúm til að koma í höfn ýmsum velferðar- málum, eins og komið hefur á dag- inn. Tauga veiklu nar- íramkoma Alþýðu- bandalagsráðherranna Sú auglýsingaherferð og það aug- lýsingaskrum sem Alþýðubandalag- ið stendur í finnst mér dæma sig sjálft og hitta þá sjálfa fyrir. Þeir eiga ekki að þurfa að láta svona ef þeir hafa góða samvisku í sínum málurn, því verkin hljóta að tala. Mér hefur blöskrað taugaveiklunarframkoina Alþýðubandalagsráðherranna núna síðustu dagana, sem hefur verið hreint út sagt alveg ótrúleg."' — Hvernig ríkisstjórn fáum við að afloknum kosningum og hvers konar stjórn vilt þú sjá að þeim afstöðnum? „Alþýðuflokkurinn gengur með algjörlega (óbundnar hendur til þessara kosnínga hvað varðar hugs- anlega stjórnarþátttöku að þeim af- loknum. Mest er um vert að Alþýðu- flokkurinn yerði trúr sinni stefnu eins og hanh hefur verið á kjörtíma- bilinu. Hanþ fari ekki inq í ríkis- stjórn nema hann nái fram akveðn-, um hlutum. Ég nefni þar hækkun á skattleysismörkum, húsaleigubæt- ur, að jafna aðstöðuna milli höfifð- borgar oþ landsbyggðar og að tekið f verði á lifeyrismálunum. Við viljum samstarf við þa aðila sem vilja/vinna þessum málum brputargengii Skelfileg tilhugsun Það er mjög mikilvægt að Alþýðu- flokkurinn komi sterkur út úr þess- um kosningum. Það sem ég óttast er aö annaðhvort taki við stjórn Sjálf- stæðisflokks og j Framsóknarflokks að afloknum kosningum — og það er skelfileg tilhugsun, við skulum minnast hvernig hér var stjórnað á árum 1983—87 — eða að mynduð veröi ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Alþýðubandalags. Ég held að báðir þessir kostir séu mjög slæmir og leiðin til að komast hjá því sé að efla Alþýðuflokkinn það mikið að hann geti haft úrslitavaldið um hvers konar stjórn verður mynduð að afloknum kosningum," sagði Jó- hanna Sigurðardóttir að lokum.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.